Andrew prins, Rowland feðgar og spillt samband þeirra

Ítarleg umfjöllun birtist í breskum fjölmiðlum í dag, þar sem fjallað er um samband Andrew prins við Rowland feðga, sem eru stærstu eigendur Banque Havilland, sem var áður starfsemi Kaupþings í Lúxemborg.

andrewprins.jpg
Auglýsing

Andrew prins átti í við­skpta­sam­bandi við Rowland feðga, David og Jon­athan Rowland, sem með ann­ars mið­aði að því að fjár­festa í sam­ein­ingu í gegnum félög í skatta­skjól­um, og að nýta opin­bera stöðu Andrews til að búa til við­skipta­sam­bönd við rík­asta fólk heims­ins, meðal ann­ars í mið­aust­ur­lönd­um. 

Þá aðstoð­aði Andrew Rowland feðga við að kynna bank­ann þeirra, Banque Havil­l­and í Lúx­em­borg – sem áður var starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg – sem fjár­fest­inga­kost. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri umfjöllun um við­skipta­sam­band Andrew og Rowland fjöl­skyld­unn­ar, í Daily Mail í dag. Umfjöll­unin byggir á birt­ingu á gögnum um við­skipta­sam­band­ið, tölvu­póstum og fleiri gögn­um. 

Auglýsing

Í umfjöll­un­inni er full­yrt að Andrew hafi gerst sekur um hags­muna­á­rekstra, ítrek­að, og það sé ein ástæða þess að hann hefur nú verið sviptur opin­berum störfum sínum sem prins. Sam­hliða hefur hann átt í vök að verj­ast vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­legt sam­band við stúlkur á barns­aldri, í tengslum við mansals­hring auð­kýf­ings­ins Jef­frey Epstein, sem svipti sig lífi í fang­elsi í New York. 

Breska þingið hefur nú þegar brugð­ist við því sem fram kemur í umfjöll­un­inni, og hafa for­ystu­menn breska Íhalds­flokks­ins og Verka­manna­flokks­ins, kraf­ist opin­berar rann­sóknar á við­skipta­háttum Andrew prins og við­skipta­sam­bandi hans við Rowland feðga. 

Kaup­þing Lúx allt í einu orðið Banque Havil­l­and

Í júní 2009, um átta mán­uðum eftir fall Kaup­þings, komu nýir fjár­festar og eig­endur að starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg, en þá var Rowland fjöl­skyldan kynnt sem eig­andi bank­ans. Tekið var fram í til­kynn­ingu að bank­inn ætl­aði sér að ein­beita sér að þjón­ustu við ríkt fólk í Evr­ópu, Mið­aust­ur­löndum og Asíu.

Magnús Guð­munds­son var fyrsti fram­kvæmda­stjóri bank­ans, en hann var síðar dæmdur í fang­elsi fyrir marg­vís­leg lög­brot í starf­semi Kaup­þings, meðal ann­ars umboðs­svik og mark­aðs­mis­notk­un.

Fyr­ir­spurnir tengd­ust aðkomu Rowland

Kjarn­inn hefur sent Seðla­banka Íslands, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn­ir, varð­andi við­skipti með kröfur og upp­lýs­ingar um kröfu­hafa föllnu bank­anna, meðal ann­ars til að reyna að sann­reyna gögn og sam­skipti, sem Kjarn­anum bár­ust.

Þar á meðal eru tölvu­póst­sam­skipti þar sem starfs­fólk Banque Havil­l­and er að upp­lýsa Jon­athan Rowland, þann sem er í for­grunni umfjöll­unar í umfjöllun um Andrew prins, út í við­skipti með kröfur á Kaup­þing. 

Er í því sam­hengi fjallað um að Seðla­banki Íslands haldi á kröf­un­um, en mögu­legt sé að ná samn­ingi, þar sem hluti af þóknun muni renna til ráð­gefa­fyr­ir­tæk­is­ins Con­sil­um, sem Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var í for­svari fyr­ir. Einnig er vísað til fundar með Hreið­ari, en ekki til­greint frekar hvaða Hreiðar það er. 

Í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þessi mál kom fram að Seðla­bank­inn hefði ekk­ert fundið sem sýndi fram á neinn samn­ing eða sam­komu­lag, eins og um er rætt í fyrr­greindum tölvu­pósti. Eng­inn kann­að­ist við það sem lýst var í tölvu­póst­in­um.

Rætt um 370 milljóna evra kröfur á Kaupþing, í tölvupósti.

Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um starf­semi Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ), bæði hjá Seðla­bank­anum og fjár­mála­ráðu­neyt­inu – þar sem ESÍ fór síðar yfir í dótt­ur­fé­lagið Lind­ar­hvol – meðal ann­ars til að fá skýr­ari mynd af því, hvernig við­skiptum með kröfur á föllnu bank­anna var hátt­að, og hverjir það voru sem voru enda­eig­endur fjár­magns­ins í sjóð­um, sem áttu kröfur á bank­anna. 

Fyr­ir­spurn­irnar snú­ast líka um að fá nákvæm­ari upp­lýs­ingar um það, hvernig við­skiptin með kröfur áttu sér stað, hverjir komu að þeim og hvað það var sem bjó að baki þeim. 

Ekki er hægt að sjá það glögg­lega í árs­reikn­ingum eða til­kynn­ingum félaga, hverjir það eru í reynd sem eru enda­eig­endur fjár­magns­ins að baki þeim sjóðum sem voru umsvifa­miklir í við­skiptum með kröfur á föllnu bank­anna, líkt og þeim sem lýst er í fyrr­nefndum tölvu­pósti til Jon­athan Rowland. 

Í svörum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, frá því 12. des­em­ber í fyrra, við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans varð­andi við­skipti með kröfur og enda­eign­ar­hald á sjóðum sem áttu kröfur á fallna banka, kemur fram, að eft­ir­litið hafi kannað eign­ar­haldið að baki nokkrum sjóð­um, þegar mat á hæfi eig­enda Arion banka fór fram, sam­hliða við­skiptum með hlutafé í bank­an­um. 

Meta þarf hæfi þeirra sem fara með virka eign­ar­hluti, lögum sam­kvæmt. 

Í svari FME kom fram, að sjóð­fé­lag­ar, í sjóðum sem fóru með virka eign­ar­hluti, væru „að stærstum hluta banda­rískir styrkt­ar- og fjöl­skyldu­sjóð­ir“ og í til­viki eins sjóðs­ins, sem fór með virkan eign­ar­hlut, og tengdra aðila, voru sjóð­fé­lagar „að stærstum hluta norð­ur­-am­er­ískir og evr­ópskir stofn­ana­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, styrkt­ar- og fjöl­skyldu­sjóð­ir.“

Nán­ari upp­lýs­ingar um per­sónur sem eiga fjár­magn­ið, hafa ekki verið veitt­ar.

„Eins og ítrekað hefur komið fram í sam­skiptum við þig þá getur Fjár­mála­eft­ir­litið ekki veitt ítar­legri upp­lýs­ingar en fram koma í fyrr­greind­um til­kynn­ing­um,“ sagði svo í lok svars­ins.

Fyr­ir­spurn­unum í fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefur ekki öllum verið svarað enn, meðal ann­ars hvort hægt sé að fá afhenta skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun tók saman um starf­semi ESÍ. 

Enn fremur hefur verið vísað til árs­reikn­inga ESÍ og Lind­ar­hvols, um almenna starf­semi, í svörum við fyr­ir­spurn­um, en ekki hefur verið vilji til að birta öll gögn um starf­sem­ina og við­skipti, og því meðal ann­ars borið við að ekki sé heim­ilt, lögum sam­kvæmt, að birta allar upp­lýs­ingar sem óskað hefur verið eft­ir, meðal ann­ars um við hverja var átt við við­skipti og hvernig eignum var ráð­stafað, og svo fram­veg­is. 

Spjótin bein­ast að Rowland

Þó margt sé á huldu um starf­semi Banque Havill­and, og Íslands­teng­ingu bank­ans og end­ur­reisn hans á grunni starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg, hefur Rowland fjöl­skyldan átt umtals­verð við­skipti við íslenska fjár­festa, einkum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. 

Rowland fjöl­skyldan kom einnig að starf­semi MP banka, og var á meðal stærstu eig­enda bank­ans þegar hann var end­ur­reistur eftir end­ur­skipu­lagn­ingu, árið 2011.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent