Andrew prins, Rowland feðgar og spillt samband þeirra

Ítarleg umfjöllun birtist í breskum fjölmiðlum í dag, þar sem fjallað er um samband Andrew prins við Rowland feðga, sem eru stærstu eigendur Banque Havilland, sem var áður starfsemi Kaupþings í Lúxemborg.

andrewprins.jpg
Auglýsing

Andrew prins átti í við­skpta­sam­bandi við Rowland feðga, David og Jon­athan Rowland, sem með ann­ars mið­aði að því að fjár­festa í sam­ein­ingu í gegnum félög í skatta­skjól­um, og að nýta opin­bera stöðu Andrews til að búa til við­skipta­sam­bönd við rík­asta fólk heims­ins, meðal ann­ars í mið­aust­ur­lönd­um. 

Þá aðstoð­aði Andrew Rowland feðga við að kynna bank­ann þeirra, Banque Havil­l­and í Lúx­em­borg – sem áður var starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg – sem fjár­fest­inga­kost. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítar­legri umfjöllun um við­skipta­sam­band Andrew og Rowland fjöl­skyld­unn­ar, í Daily Mail í dag. Umfjöll­unin byggir á birt­ingu á gögnum um við­skipta­sam­band­ið, tölvu­póstum og fleiri gögn­um. 

Auglýsing

Í umfjöll­un­inni er full­yrt að Andrew hafi gerst sekur um hags­muna­á­rekstra, ítrek­að, og það sé ein ástæða þess að hann hefur nú verið sviptur opin­berum störfum sínum sem prins. Sam­hliða hefur hann átt í vök að verj­ast vegna ásak­ana um kyn­ferð­is­legt sam­band við stúlkur á barns­aldri, í tengslum við mansals­hring auð­kýf­ings­ins Jef­frey Epstein, sem svipti sig lífi í fang­elsi í New York. 

Breska þingið hefur nú þegar brugð­ist við því sem fram kemur í umfjöll­un­inni, og hafa for­ystu­menn breska Íhalds­flokks­ins og Verka­manna­flokks­ins, kraf­ist opin­berar rann­sóknar á við­skipta­háttum Andrew prins og við­skipta­sam­bandi hans við Rowland feðga. 

Kaup­þing Lúx allt í einu orðið Banque Havil­l­and

Í júní 2009, um átta mán­uðum eftir fall Kaup­þings, komu nýir fjár­festar og eig­endur að starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg, en þá var Rowland fjöl­skyldan kynnt sem eig­andi bank­ans. Tekið var fram í til­kynn­ingu að bank­inn ætl­aði sér að ein­beita sér að þjón­ustu við ríkt fólk í Evr­ópu, Mið­aust­ur­löndum og Asíu.

Magnús Guð­munds­son var fyrsti fram­kvæmda­stjóri bank­ans, en hann var síðar dæmdur í fang­elsi fyrir marg­vís­leg lög­brot í starf­semi Kaup­þings, meðal ann­ars umboðs­svik og mark­aðs­mis­notk­un.

Fyr­ir­spurnir tengd­ust aðkomu Rowland

Kjarn­inn hefur sent Seðla­banka Íslands, Fjár­mála­eft­ir­lit­inu og fjár­mála­ráðu­neyt­inu fyr­ir­spurn­ir, varð­andi við­skipti með kröfur og upp­lýs­ingar um kröfu­hafa föllnu bank­anna, meðal ann­ars til að reyna að sann­reyna gögn og sam­skipti, sem Kjarn­anum bár­ust.

Þar á meðal eru tölvu­póst­sam­skipti þar sem starfs­fólk Banque Havil­l­and er að upp­lýsa Jon­athan Rowland, þann sem er í for­grunni umfjöll­unar í umfjöllun um Andrew prins, út í við­skipti með kröfur á Kaup­þing. 

Er í því sam­hengi fjallað um að Seðla­banki Íslands haldi á kröf­un­um, en mögu­legt sé að ná samn­ingi, þar sem hluti af þóknun muni renna til ráð­gefa­fyr­ir­tæk­is­ins Con­sil­um, sem Hreiðar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaup­þings, var í for­svari fyr­ir. Einnig er vísað til fundar með Hreið­ari, en ekki til­greint frekar hvaða Hreiðar það er. 

Í svari Seðla­bank­ans við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um þessi mál kom fram að Seðla­bank­inn hefði ekk­ert fundið sem sýndi fram á neinn samn­ing eða sam­komu­lag, eins og um er rætt í fyrr­greindum tölvu­pósti. Eng­inn kann­að­ist við það sem lýst var í tölvu­póst­in­um.

Rætt um 370 milljóna evra kröfur á Kaupþing, í tölvupósti.

Kjarn­inn hefur óskað eftir upp­lýs­ingum um starf­semi Eigna­safns Seðla­banka Íslands (ESÍ), bæði hjá Seðla­bank­anum og fjár­mála­ráðu­neyt­inu – þar sem ESÍ fór síðar yfir í dótt­ur­fé­lagið Lind­ar­hvol – meðal ann­ars til að fá skýr­ari mynd af því, hvernig við­skiptum með kröfur á föllnu bank­anna var hátt­að, og hverjir það voru sem voru enda­eig­endur fjár­magns­ins í sjóð­um, sem áttu kröfur á bank­anna. 

Fyr­ir­spurn­irnar snú­ast líka um að fá nákvæm­ari upp­lýs­ingar um það, hvernig við­skiptin með kröfur áttu sér stað, hverjir komu að þeim og hvað það var sem bjó að baki þeim. 

Ekki er hægt að sjá það glögg­lega í árs­reikn­ingum eða til­kynn­ingum félaga, hverjir það eru í reynd sem eru enda­eig­endur fjár­magns­ins að baki þeim sjóðum sem voru umsvifa­miklir í við­skiptum með kröfur á föllnu bank­anna, líkt og þeim sem lýst er í fyrr­nefndum tölvu­pósti til Jon­athan Rowland. 

Í svörum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, frá því 12. des­em­ber í fyrra, við fyr­ir­spurnum Kjarn­ans varð­andi við­skipti með kröfur og enda­eign­ar­hald á sjóðum sem áttu kröfur á fallna banka, kemur fram, að eft­ir­litið hafi kannað eign­ar­haldið að baki nokkrum sjóð­um, þegar mat á hæfi eig­enda Arion banka fór fram, sam­hliða við­skiptum með hlutafé í bank­an­um. 

Meta þarf hæfi þeirra sem fara með virka eign­ar­hluti, lögum sam­kvæmt. 

Í svari FME kom fram, að sjóð­fé­lag­ar, í sjóðum sem fóru með virka eign­ar­hluti, væru „að stærstum hluta banda­rískir styrkt­ar- og fjöl­skyldu­sjóð­ir“ og í til­viki eins sjóðs­ins, sem fór með virkan eign­ar­hlut, og tengdra aðila, voru sjóð­fé­lagar „að stærstum hluta norð­ur­-am­er­ískir og evr­ópskir stofn­ana­fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, styrkt­ar- og fjöl­skyldu­sjóð­ir.“

Nán­ari upp­lýs­ingar um per­sónur sem eiga fjár­magn­ið, hafa ekki verið veitt­ar.

„Eins og ítrekað hefur komið fram í sam­skiptum við þig þá getur Fjár­mála­eft­ir­litið ekki veitt ítar­legri upp­lýs­ingar en fram koma í fyrr­greind­um til­kynn­ing­um,“ sagði svo í lok svars­ins.

Fyr­ir­spurn­unum í fjár­mála­ráðu­neyt­inu hefur ekki öllum verið svarað enn, meðal ann­ars hvort hægt sé að fá afhenta skýrslu sem Rík­is­end­ur­skoðun tók saman um starf­semi ESÍ. 

Enn fremur hefur verið vísað til árs­reikn­inga ESÍ og Lind­ar­hvols, um almenna starf­semi, í svörum við fyr­ir­spurn­um, en ekki hefur verið vilji til að birta öll gögn um starf­sem­ina og við­skipti, og því meðal ann­ars borið við að ekki sé heim­ilt, lögum sam­kvæmt, að birta allar upp­lýs­ingar sem óskað hefur verið eft­ir, meðal ann­ars um við hverja var átt við við­skipti og hvernig eignum var ráð­stafað, og svo fram­veg­is. 

Spjótin bein­ast að Rowland

Þó margt sé á huldu um starf­semi Banque Havill­and, og Íslands­teng­ingu bank­ans og end­ur­reisn hans á grunni starf­semi Kaup­þings í Lúx­em­borg, hefur Rowland fjöl­skyldan átt umtals­verð við­skipti við íslenska fjár­festa, einkum eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins. 

Rowland fjöl­skyldan kom einnig að starf­semi MP banka, og var á meðal stærstu eig­enda bank­ans þegar hann var end­ur­reistur eftir end­ur­skipu­lagn­ingu, árið 2011.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent