Al Jazeera birtir umfjöllun um Samherjamálið

Í umfjöllun Al Jazeera rekur fjölmiðillinn atburðarásina í kringum Samherjaskjölin og talar meðal annars við Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara og fyrrverandi framkvæmdastjóra Samherja í Namibíu.

Úr umfjöllun Al Jazeera
Úr umfjöllun Al Jazeera
Auglýsing

Al Jazeera hefur nú birt umfjöllun sína um Sam­herj­a­málið og meinta mútu­þegn og spill­ingu í Namib­íu. Í henni rekur fjöl­mið­ill­inn atburða­rás­ina og talar meðal ann­ars við Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ara og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sam­herja í Namib­íu.

Í umfjöll­un­inni má sjá rann­sókn­ar­blaða­mann fara á fund hátt­settra namibíska emb­ætt­is­manna til þess að kaupa fisk­veiði­kvóta í Namibíu en það átti að ger­ast í sam­starfi við namibísku útgerð­ina Omu­alu. Blaða­mað­ur­inn þótt­ist vera kín­verskur fjár­festir en Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, krafð­ist 200 þús­und dala fram­lags frá honum handa SWA­PO-­flokknum vegna við­skipt­anna. Esau þáði jafn­framt iPhone snjall­síma frá blaða­manni Al Jazeera.

Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, spjallar um greiðslur á fundi. Mynd: Skjáskot/Al Jazeera

Auglýsing

For­stjóri Omu­alu, Sacky Kad­hila, átti að leið­beina fjár­fest­inum til þess að koma pen­ing­unum hreinum til SWA­PO-­flokks­ins undir því yfir­skini að um erlenda fjár­fest­ingu í fast­eignum væri að ræða.

Fjár­fram­lögin áttu jafn­framt að fara í gegnum banka­reikn­ing Sisa Nam­andje, sem er hátt­settur í SWA­PO-­flokkn­um, en hann hefur verið lög­maður allra namibískra for­seta frá því að Namibía varð sjálf­stætt ríki árið 1990.

Hægt er að sjá umfjöllun Al Jazeera hér fyrir neð­an.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent