Bjóðast til að minnka hlutinn í Play niður í 30 prósent

Stjórnendahópurinn á bakvið Play hefur samþykkt að minnka þann hlut sem hann ætlar sér í félaginu úr 50 prósent í 30 prósent. Fjárfestar höfðu gagnrýnt fyrri áform auk þess sem þeim finnst væntingar stjórnenda að mörgu leyti óraunhæfar.

play 2
Auglýsing

Hóp­ur­inn sem stendur að stofnun nýja lág­far­gjalda­flug­fé­lags­ins Play hefur boð­ist til að minnka þann eign­ar­hlut sem hann ætl­aði sér að taka í félag­inu, tak­ist að fjár­magna það, úr 50 pró­sent í 30 pró­sent. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, í dag.

Erf­ið­lega hefur gengið að sækja þann 1,7 millj­arð króna sem þarf til að koma Play í starf­semi. Fjár­magnið þarf að koma frá nýjum hlut­höfum og upp­haf­leg áform stofn­enda félags­ins gengu út á að þeir myndu fá helm­ing í Play á móti stjórn­end­un­um. Búið er að kynna áformin fyrir stórum hópi fjár­festa, að mestu úr ferða­þjón­ustu­geir­anum en einnig fag­fjár­festum á borð við trygg­inga­fé­lögum og líf­eyr­is­sjóð­um. Á þeim fjár­festa­fundum hafa áformin verið gagn­rýnd fyrir þann stóra hlut sem stjórn­end­urnir ætla sér í félag­inu án þess að leggja til fjár­magn, að flug­rekstr­ar­reynsla þeirra sé ekki sér­stak­lega mikil og að mikil vænt­inga­bólga sé í rekstr­ar­á­formun­um, sem gera ráð fyrir að fjár­fest­ing væntra hlut­hafa marg­fald­ist á örfáum árum.

Auglýsing
Til stóð að Play myndi hefja far­miða­sölu í nóv­em­ber en á laug­ar­dag­inn, sem var síð­asti dagur þess mán­að­ar, var greint frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu félags­ins að henni hefði verið frestað. „Þar sem við erum sprota­­fyr­ir­tæki þá geta hlut­irnir tekið aðeins lengri tíma en áætlað er, þar sem það þarf að ganga frá ýmsum hlut­u­m,“ sagði í færsl­unni.

Ætla að gera félagið tvisvar sinnum verð­mæt­ara en Icelandair

Kjarn­inn greindi frá því 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að áform Play gerðu ráð fyrir því að innan þriggja ára verði félagið komið með tíu flug­­­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­­­ar­hagnað fyrir fjár­­­­­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­­­arða króna, geti numið um 630 millj­­­ónum Banda­­­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­­­örðum króna, í lok árs 2022. 

Til sam­an­­­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 42,5 millj­­­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í gær.

Hafa tryggt sér lánsfé ef þeir tryggja sér hlutafé

Play seg­ist hafa þegar tryggt sér 40 milljón evra, um 5,5 millj­­arða króna, láns­fjár­­­mögnun frá breska fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðnum Athene Capital, sem hefur á móti kaup­rétt á tíu pró­­sent hlut í flug­­­fé­lag­inu. Sú fjár­­­mögnun er stækk­­an­­leg upp í 80 millj­­ónir evra, um ell­efu millj­­arða króna, að ákveðnum skil­yrðum upp­­­fyllt­u­m. Láns­féð er þó ekki aðgengi­legt nema að það tak­ist að safna áður­nefndu hluta­fé. Sömu sögu er að segja með flug­rekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu, það mun ekki fást nema að sýnt verði fram á rekstr­ar­hæfi.

Að stofnun Play standa Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri Play, Sveinn Ingi Stein­þór­s­­­­­son, sem verður fjár­­­­­­­­­mála­­­­­stjóri, Bogi Guð­­­­­munds­­­­­son, sem mun halda utan um sölu-, mark­aðs- og lög­­­­­fræð­is­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­­­­son, sem verður meið­eig­andi. Þeir mynda hóp­inn sem ætl­aði sér helm­ings­eign í Play en hefur nú dregið úr þeim vænt­ingum sín­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent