Bjóðast til að minnka hlutinn í Play niður í 30 prósent

Stjórnendahópurinn á bakvið Play hefur samþykkt að minnka þann hlut sem hann ætlar sér í félaginu úr 50 prósent í 30 prósent. Fjárfestar höfðu gagnrýnt fyrri áform auk þess sem þeim finnst væntingar stjórnenda að mörgu leyti óraunhæfar.

play 2
Auglýsing

Hóp­ur­inn sem stendur að stofnun nýja lág­far­gjalda­flug­fé­lags­ins Play hefur boð­ist til að minnka þann eign­ar­hlut sem hann ætl­aði sér að taka í félag­inu, tak­ist að fjár­magna það, úr 50 pró­sent í 30 pró­sent. Frá þessu er greint í Mark­aðnum, fylgi­riti Frétta­blaðs­ins um við­skipti og efna­hags­mál, í dag.

Erf­ið­lega hefur gengið að sækja þann 1,7 millj­arð króna sem þarf til að koma Play í starf­semi. Fjár­magnið þarf að koma frá nýjum hlut­höfum og upp­haf­leg áform stofn­enda félags­ins gengu út á að þeir myndu fá helm­ing í Play á móti stjórn­end­un­um. Búið er að kynna áformin fyrir stórum hópi fjár­festa, að mestu úr ferða­þjón­ustu­geir­anum en einnig fag­fjár­festum á borð við trygg­inga­fé­lögum og líf­eyr­is­sjóð­um. Á þeim fjár­festa­fundum hafa áformin verið gagn­rýnd fyrir þann stóra hlut sem stjórn­end­urnir ætla sér í félag­inu án þess að leggja til fjár­magn, að flug­rekstr­ar­reynsla þeirra sé ekki sér­stak­lega mikil og að mikil vænt­inga­bólga sé í rekstr­ar­á­formun­um, sem gera ráð fyrir að fjár­fest­ing væntra hlut­hafa marg­fald­ist á örfáum árum.

Auglýsing
Til stóð að Play myndi hefja far­miða­sölu í nóv­em­ber en á laug­ar­dag­inn, sem var síð­asti dagur þess mán­að­ar, var greint frá því í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu félags­ins að henni hefði verið frestað. „Þar sem við erum sprota­­fyr­ir­tæki þá geta hlut­irnir tekið aðeins lengri tíma en áætlað er, þar sem það þarf að ganga frá ýmsum hlut­u­m,“ sagði í færsl­unni.

Ætla að gera félagið tvisvar sinnum verð­mæt­ara en Icelandair

Kjarn­inn greindi frá því 8. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn að áform Play gerðu ráð fyrir því að innan þriggja ára verði félagið komið með tíu flug­­­vélar í rekstri og að verð­mið­inn á félag­inu, miðað við rekstr­­­ar­hagnað fyrir fjár­­­­­magnsliði og afskriftir (EBID­T.) upp á 100 millj­­­ónir Banda­­­ríkja­dala, eða um 12,5 millj­­­arða króna, geti numið um 630 millj­­­ónum Banda­­­ríkja­dala, eða sem nemur um 78 millj­­­örðum króna, í lok árs 2022. 

Til sam­an­­­burðar er Icelanda­ir, með verð­miða upp á 42,5 millj­­­arða króna, miðað við verðið eins og það var við lokun mark­aða í gær.

Hafa tryggt sér lánsfé ef þeir tryggja sér hlutafé

Play seg­ist hafa þegar tryggt sér 40 milljón evra, um 5,5 millj­­arða króna, láns­fjár­­­mögnun frá breska fjár­­­fest­ing­­ar­­sjóðnum Athene Capital, sem hefur á móti kaup­rétt á tíu pró­­sent hlut í flug­­­fé­lag­inu. Sú fjár­­­mögnun er stækk­­an­­leg upp í 80 millj­­ónir evra, um ell­efu millj­­arða króna, að ákveðnum skil­yrðum upp­­­fyllt­u­m. Láns­féð er þó ekki aðgengi­legt nema að það tak­ist að safna áður­nefndu hluta­fé. Sömu sögu er að segja með flug­rekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu, það mun ekki fást nema að sýnt verði fram á rekstr­ar­hæfi.

Að stofnun Play standa Arnar Már Magn­ús­son, for­stjóri Play, Sveinn Ingi Stein­þór­s­­­­­son, sem verður fjár­­­­­­­­­mála­­­­­stjóri, Bogi Guð­­­­­munds­­­­­son, sem mun halda utan um sölu-, mark­aðs- og lög­­­­­fræð­is­við­ið, og Þóróddur Ari Þór­odds­­­­­son, sem verður meið­eig­andi. Þeir mynda hóp­inn sem ætl­aði sér helm­ings­eign í Play en hefur nú dregið úr þeim vænt­ingum sín­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent