RÚV mátti leyna því hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra

Starfsfólk RÚV eru ekki opinberir starfsmenn og því skylda upplýsingalög stofnunina ekki til að birta nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra.

ruv-i-desember_15811781087_o.jpg
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að RÚV hafi verið heim­ilt að leyfa umsækj­endum um starf útvarps­stjóra að njóta nafn­leynd­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá RÚV.

Þar segir enn fremur að ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki nöfnin hafi verið kærð til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar á þeim for­sendum að upp­lýs­inga­lög skyld­uðu stofn­un­ina til að birta nöfn umsækj­enda. Nú hafi það hins vegar verið stað­fest að svo sé ekki, þar sem starfs­fólk RÚV eru ekki opin­berir starfs­menn.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að rétt sé að upp­lýsa að sú ákvörðun stjórnar að birta ekki nöfn umsækj­enda hafi verið tekin að vand­lega athug­uðu máli og með hags­muni almenn­ings í huga. „Trún­aður um nöfn umsækj­enda er að mati ráð­gjafa í ráðn­inga­málum mik­il­vægur til að hámarka gæði umsókna. Slíkur trún­aður dregur ekki úr gagn­sæi umsókna og ráðn­ing­ar­ferl­is­ins, en eykur þvert á móti trú­verð­ug­leika þess gagn­vart umsækj­endum sem þurfa ekki að taka þá áhættu að starfs­um­sókn valdi þeim tjóni á öðrum vett­vang­i.“

Útvarps­stjóri er ábyrgur fyrir dag­­legri stjórnun RÚV, stærsta fjöl­miðla­­fyr­ir­tækis lands­ins, og ber ábyrgð á rekstri þess. Það er stjórn RÚV sem ræður hann.

Þann 1. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn var greint frá því að Magnús Geir Þórð­­ar­­son, sitj­andi útvarps­­­stjóri, hefði verið skip­aður þjóð­­leik­hús­­stjóri. Hann hafði þá setið í Efsta­­leiti frá því snemma árs 2014 og stjórn RÚV hafði fyrr á þessu ári ákveðið að fram­­lengja fimm ára ráðn­­ing­­ar­­tíma­bil Magn­úsar Geirs um önnur fimm ár.

Starfið var aug­lýst laust til umsóknar 16. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og frestur til að sækja um það upp­haf­lega sagður til 2. des­em­ber. Hann var síðan fram­lengdur um viku. Stjórn RÚV ákvað að leynd skyldi ríkja um hverjir myndu sækja um. Ákvörð­unin var rök­studd þannig að ef það yrði gert opin­bert myndu hæfir umsækj­endur veigra sér við að sækj­ast eftir starf­in­u. 

Hæfn­i­­kröf­ur, sem til­teknar voru í aug­lýs­ingu, voru háskóla­­menntun sem nýt­ist í starfi, en ekki var til­­­tekið hvaða stigi háskóla­­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búin að ljúka. Þá var gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­­toga­hæfi­­leika og góða hæfni í mann­­legum sam­­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefn­u­­mót­un­­ar­vinnu, nýsköpun og inn­­­leið­ingu stefnu. Við­kom­andi þarf auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­mið­l­um, menn­ingu og sam­­fé­lags­­mál­um, þarf að búa yfir góðri tung­u­­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent