RÚV mátti leyna því hverjir sóttu um stöðu útvarpsstjóra

Starfsfólk RÚV eru ekki opinberir starfsmenn og því skylda upplýsingalög stofnunina ekki til að birta nöfn umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra.

ruv-i-desember_15811781087_o.jpg
Auglýsing

Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að RÚV hafi verið heim­ilt að leyfa umsækj­endum um starf útvarps­stjóra að njóta nafn­leynd­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá RÚV.

Þar segir enn fremur að ákvörðun stjórnar RÚV um að birta ekki nöfnin hafi verið kærð til úrskurð­ar­nefnd­ar­innar á þeim for­sendum að upp­lýs­inga­lög skyld­uðu stofn­un­ina til að birta nöfn umsækj­enda. Nú hafi það hins vegar verið stað­fest að svo sé ekki, þar sem starfs­fólk RÚV eru ekki opin­berir starfs­menn.

Auglýsing

Í til­kynn­ing­unni segir að rétt sé að upp­lýsa að sú ákvörðun stjórnar að birta ekki nöfn umsækj­enda hafi verið tekin að vand­lega athug­uðu máli og með hags­muni almenn­ings í huga. „Trún­aður um nöfn umsækj­enda er að mati ráð­gjafa í ráðn­inga­málum mik­il­vægur til að hámarka gæði umsókna. Slíkur trún­aður dregur ekki úr gagn­sæi umsókna og ráðn­ing­ar­ferl­is­ins, en eykur þvert á móti trú­verð­ug­leika þess gagn­vart umsækj­endum sem þurfa ekki að taka þá áhættu að starfs­um­sókn valdi þeim tjóni á öðrum vett­vang­i.“

Útvarps­stjóri er ábyrgur fyrir dag­­legri stjórnun RÚV, stærsta fjöl­miðla­­fyr­ir­tækis lands­ins, og ber ábyrgð á rekstri þess. Það er stjórn RÚV sem ræður hann.

Þann 1. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn var greint frá því að Magnús Geir Þórð­­ar­­son, sitj­andi útvarps­­­stjóri, hefði verið skip­aður þjóð­­leik­hús­­stjóri. Hann hafði þá setið í Efsta­­leiti frá því snemma árs 2014 og stjórn RÚV hafði fyrr á þessu ári ákveðið að fram­­lengja fimm ára ráðn­­ing­­ar­­tíma­bil Magn­úsar Geirs um önnur fimm ár.

Starfið var aug­lýst laust til umsóknar 16. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn og frestur til að sækja um það upp­haf­lega sagður til 2. des­em­ber. Hann var síðan fram­lengdur um viku. Stjórn RÚV ákvað að leynd skyldi ríkja um hverjir myndu sækja um. Ákvörð­unin var rök­studd þannig að ef það yrði gert opin­bert myndu hæfir umsækj­endur veigra sér við að sækj­ast eftir starf­in­u. 

Hæfn­i­­kröf­ur, sem til­teknar voru í aug­lýs­ingu, voru háskóla­­menntun sem nýt­ist í starfi, en ekki var til­­­tekið hvaða stigi háskóla­­mennt­unar umsækj­andi þarf að vera búin að ljúka. Þá var gerð krafa um reynslu af stjórnun og rekstri, leið­­toga­hæfi­­leika og góða hæfni í mann­­legum sam­­skipt­um, skiln­ing og áhuga á nýjum miðlum og reynslu af stefn­u­­mót­un­­ar­vinnu, nýsköpun og inn­­­leið­ingu stefnu. Við­kom­andi þarf auk þess að vera með þekk­ingu og reynslu af fjöl­mið­l­um, menn­ingu og sam­­fé­lags­­mál­um, þarf að búa yfir góðri tung­u­­mála­kunn­áttu og góðri hæfni til að tjá sig í ræðu og rit­i. 

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent