Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast

Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.

Orkudrykkir
Auglýsing

Gríð­ar­leg aukn­ing hefur orðið í neyslu orku­drykkja bæði á meðal fram­halds­skóla­nema og meðal nem­enda í 8 til 10 bekk grunn­skóla. Meiri en helm­ingur fram­halds­skóla­nema neytti orku­drykkja dag­lega í fyrra og rúm­lega þriðj­ungur tíunda bekk­inga. Land­læknir telur að ekki ætti að selja drykki með meira en 150 mg af koff­íni börnum yngri en 18 ára.

Þetta kemur fram í svari heil­brigð­is­ráð­herra við fyr­ir­spurn Rósu Bjarkar Brynj­ólfs­dótt­ur, þing­manni Vinstri grænna. 

Auglýsing

Rúm­lega helm­ingur neytir orku­drykkja dag­lega

Í svari ráð­herra er vitnað í nið­ur­stöð­ur­ úr rann­sókn á vegum Rann­sókna og grein­ingar við Háskól­ann í Reykja­vík á neyslu orku­drykkja meðal barna og ung­menna. Sam­kvæmt nið­ur­stöðum meðal fram­halds­skóla­nema var hlut­fall þeirra sem dag­lega eða oftar neytti orku­drykkja 55 pró­sent árið 2018. Í fyrri könn­un, sem gerð var árið 2016, var hlut­fallið 22 pró­sent og er aukn­ingin því gríð­ar­leg milli ára. 

Orku­drykkir eiga það sam­eig­in­legt að inni­halda koffín og flestir þeirra inni­halda auk þess önnur virk efn­i. ­Magn koff­ín­s ­getur þó verið nokk­uð mis­mun­and­i eftir drykkj­ar­teg­und­um. 

Þá jókst neysla stelpna í fram­halds­skóla mun meira en stráka en neysla þeirra nærri fjór­fald­að­ist á milli ára, fór úr 14 pró­sentum árið 2016 í 54 pró­sent árið 2018. Hjá strákum fór dag­leg neysla úr 30 pró­sent árið 2016 í 55 pró­sent í fyrra. 

Fjórir eða fleiri orku­drykkir á dag 

Í rann­sókn­inni kom jafn­framt fram að 78 pró­sent þeirra sem sofa of lítið (um 7 klukku­stundir eða minna) drekka fjóra eða fleiri orku­drykki dag­lega sem inni­halda koff­ín. 

Þegar nið­ur­stöður meðal grunn­skóla­nema eru skoð­aðar sést að alls neyttu 28 pró­sent nem­enda í 8 til 10 bekk orku­drykkja dag­lega í fyrra. Það er tölu­verð aukn­ing frá fyrri könnun sem gerð var 2016 en þá var hlut­fallið 16 pró­sent.

Í nið­ur­stöð­unum má jafn­framt sjá að dag­leg neysla orku­drykkja eykst með hækk­andi aldri hjá báðum kynjum en þó neyta fleiri strákar en stelpur orku­drykkja. Árið 2018 var hlut­fallið 20 pró­sent í 8. bekk, 29 pró­sent í 9. bekk og 35 pró­sent í 10. bekk. 

Hagn­að­ur­inn auk­ist um 740 pró­sent 

Mynd:NoccoNocco er ein þeirra orku­drykkja­teg­unda sem notið hefur hvað mestra vin­sælda hér á landi á síð­ustu árum. Heild­salan sem flytur þá inn til lands­ins, ásamt öðrum vörum, er Core og hafa rekstr­ar­tekjur Core auk­ist gíf­ur­lega á síð­ustu árum. 

Í frétt Við­skipta­blaðs­ins um tekjur Core segir að ­rekstr­ar­tekjur fyr­ir­tæk­is­ins hafi numið 440 millj­ónum króna árið 2016 en árið 2018 voru þær komnar í tæpa 1,8 millj­arða króna. Á tveimur árum juk­ust tekj­urnar því um 310 pró­sent. Á sama tíma­bili jókst hagn­að­ur­inn úr 23 millj­ónum króna í 193 millj­ón­ir, eða um 740 pró­sent. 

Meta áhættu af koff­ín­n­eyslu ung­menna 

Í svari ráð­herra við fyrr­nefndri fyr­ir­spurn Rósu Bjarkar um hvort að ráðu­neytið hafi upp­lýs­ingar um til­vik þar sem neysla orku­drykkja hafi haft bein áhrif á heilsu­far ­neyt­enda segir að sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Land­spít­ala hafa komið upp nokkur til­vik þar sem ein­stak­lingar hafa leitað á bráða­mót­töku með almenn ein­kenni vegna neyslu orku­drykkja. Algeng­ustu ein­kenni eru hraður hjart­slátt­ur, óró­leika­til­finn­ing, svimi, eirð­ar­leysi og kvíði en engin stað­fest alvar­leg ein­kenni af völdum orku­drykkja meðal ein­stak­linga sem hafa leitað á bráða­deild. 

Emb­ætti Land­læknis telur að banna ætti sölu á orku­drykkjum sem inni­halda 320 mg eða meira af koff­íni á hvern lítra en slíka drykkja má ekki selja hér á landi nema með­ ­sér­stöku­leyf­i Mat­væla­stofn­un­ar. Nokkrar slíkar vörur hafa fengið slíkt leyf­i. ­Jafn­framt telur Land­læknir að ekki ætti að selja drykki með koff­íni á bil­inu 150 til 230 mg börnum yngri en 18 ára. 

Í svari ráð­herra kemur jafn­framt fram að Mat­væla­stofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættu­nefnd mat­væla meti áhættu af koff­ín­n­eyslu ung­menna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Harðar takmarkanir víða um lönd sem og bólusetningarherferðir hafa skilað því að smitum og dauðföllum vegna COVID-19 fer hratt fækkandi.
Dauðsföllum vegna COVID-19 fækkaði um 20 prósent milli vikna
Bæði dauðsföllum vegna COVID-19 og nýjum tilfellum af sjúkdómnum fer fækkandi á heimsvísu. Í síðustu viku greindust 2,4 milljónir nýrra smita, 11 prósentum minna en í vikunni á undan.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Kröfum gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu og Eldum rétt vísað frá dómi
Kröfum fjögurra erlendra starfsmanna gagnvart starfsmannaleigunni Menn í vinnu og notendafyrirtækinu Eldum rétt um vangreidd laun og miskabætur var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Stjórnendur starfsmannaleigunnar fá greiddan málskostnað.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnur Torfi Stefánsson
Vinstri Græn Samfylking
Kjarninn 24. febrúar 2021
Magnús Guðmundsson
Vatnajökulsþjóðgarður á góðri leið
Kjarninn 24. febrúar 2021
Grjóthrun hefur orðið á Reykjanesskaga og varað er við frekara hruni. Myndina tók áhöfn Landhelgisgæslunnar í eftirlitsflugi í morgun.
Hættustigi lýst yfir: Grjót hrunið úr fjöllum og hvítir gufustrókar sést
Lýst hefur verið yfir hættustigi almannavarna á Reykjanesskaga og höfuðborgarsvæðinu vegna jarðskjálftahrinunnar sem hófst í morgun. Grjót hefur hrunið úr fjöllum á Reykjanesi og hvítir gufustrókar á jarðhitasvæðum sést á svæðinu.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2021
Jóhann Páll Jóhannsson
Frá atvinnukreppu til framsækinnar atvinnustefnu
Kjarninn 24. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent