Samherji segir að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta

Samherji hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem það er gert tortryggilegt að Wikileaks hafi ekki undir höndum tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar frá ákveðnu tímabili. Ekki kemur fram neitt efnislegt um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvupóstum.

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson.
Auglýsing

Sam­herji hefur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem því er haldið fram að Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem afhenti Wiki­leaks gögn sem sýna fram á meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið hand­vald­ir. 

Í til­kynn­ing­unni segir að Jóhannes hefði haft að minnsta kosti 44.028 tölvu­pósta í póst­hólfi sínu milli áranna 2014 og 2016. „Hann afhenti Wiki­leaks 18.497 tölvu­pósta frá þessu tíma­bili sem þýðir að hann afhenti aðeins 42% af tölvu­póst­un­um. Flestir þeirra pósta sem Jóhannes afhenti ekki eru frá árinu 2015 en hann virð­ist ekki hafa afhent Wiki­leaks neina tölvu­pósta frá því ári ef und­an­skildir eru nokkrir póstar frá jan­ú­ar.“

Í til­kynn­ingu Sam­herja er það gert tor­tryggi­legt að 58 pró­sent af tölvu­póstum Jóhann­esar hafi ekki verið birt­ir. „Þeir fjöl­miðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frá­sögn heim­ild­ar­manns­ins en ekki heild­ar­mynd­ina.“

Rúmar þrjár vikur eru frá því að Kveikur og Stundin birtu fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­burði Jóhann­es­ar. Í byrjun síð­ustu viku hófust að birt­ast til­kynn­ingar á heima­síðu Sam­herja þar sem umfjöllun miðl­anna, og til­tek­inn frétta­maður sem vann að henn­i,hafa verið gerð tor­tryggi­leg. Þær hafa verið fimm tals­ins frá 26. nóv­em­ber. Í engri þeirra hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu séu ekki rétt­ar. 

Auglýsing
Í þeirri frétt sem birt­ist í dag er ekk­ert fjallað efn­is­lega um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvu­póstum Jóhann­esar sem ekki hafa verið birt­ir. 

Í umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar var fjallað um við­skipta­hætti Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namib­íu, á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. 

Auk þess var fjallað um meinta skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í umfjöllun miðl­anna. 

Á mánu­dag var greint frá því að Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og þrír aðrir hafi verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­ónir namibískra doll­­ara, jafn­­virði 860 millj­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­sóttan kvóta í land­inu.

Mál­efni Sam­herja eru auk þess til rann­sóknar hjá norskum yfir­völdum og hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra á Íslandi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Landris hefur orðið vestan við fjallið Þorbjörn.
„Óvenju hratt“ landris vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn
Land á Reykjanesi hefur risið um allt að tvo sentímetra á nokkrum dögum, jarðskjálftar hafa orðið og hefur óvissustigi nú verið lýst yfir. Síðast gaus á svæðinu á þrettándu öld. Íbúafundir verða haldnir á morgun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Norrænir bankar í vandræðum með reksturinn
Neikvæðir vextir á Norðurlöndunum eru nú farnir að skapa vandamála fyrir banka á svæðinu. Stjórnandi hjá fjármálaeftirliti Danmerkur segir að framundan séu erfið rekstrarskilyrði fyrir banka.
Kjarninn 26. janúar 2020
Svíður óréttlætið sem mætir flestum þolendum alvarlegra atvika
Auðbjörg Reynisdóttir safnar nú fyrir bókinni Stærri en banvæn mistök á Karolinafund en hún gekk sjálf í gegnum erfiða tíma í kjölfar afleiðinga læknamistaka. Hún segir frá því í bókinni hvernig henni tókst að vinna úr áfallinu.
Kjarninn 26. janúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Samþykkt að fara í verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg
Mikill meirihluti þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg eða 95,5% samþykkti verkfallsboðun.
Kjarninn 26. janúar 2020
Guðrún Svanhvít sagði Bláskógabyggð hafa hugsað vel um hálendið og staðið þar fyrir uppbyggingu og verndun.
„Ég treysti ekki ríkinu fyrir hálendinu okkar“
Hálendisþjóðgarður mynda taka skipulagsvald af sveitarstjórnum, segir bóndi og sveitarstjórnarmaður í Bláskógabyggð. Tómas Guðbjartsson segir svæðið „gullmola“ sem beri að varðveita og til þess að svo megi verða þurfi allir að gefa eitthvað eftir.
Kjarninn 26. janúar 2020
Ófullburða arfur – ljúf, fyndin og frábær leiklist
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Engilinn eftir Þorvald Þorsteinsson.
Kjarninn 26. janúar 2020
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun
Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.
Kjarninn 26. janúar 2020
Kirkja í Holte í Danmörku.
Tækifæriskirkjur
Hvað á að gera við gamla kirkju sem ekkert er notuð vegna þess að íbúarnir á svæðinu eru fluttir burt? Í Danmörku eru tugir slíkra guðshúsa, flest mjög gömul. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta sumum slíkum kirkjum í svokallaðar tækifæriskirkjur.
Kjarninn 26. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent