Samherji segir að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta

Samherji hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem það er gert tortryggilegt að Wikileaks hafi ekki undir höndum tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar frá ákveðnu tímabili. Ekki kemur fram neitt efnislegt um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvupóstum.

Jóhannes Stefánsson.
Jóhannes Stefánsson.
Auglýsing

Sam­herji hefur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem því er haldið fram að Jóhannes Stef­áns­son, upp­ljóstr­ar­inn sem afhenti Wiki­leaks gögn sem sýna fram á meintar mútu­greiðsl­ur, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið hand­vald­ir. 

Í til­kynn­ing­unni segir að Jóhannes hefði haft að minnsta kosti 44.028 tölvu­pósta í póst­hólfi sínu milli áranna 2014 og 2016. „Hann afhenti Wiki­leaks 18.497 tölvu­pósta frá þessu tíma­bili sem þýðir að hann afhenti aðeins 42% af tölvu­póst­un­um. Flestir þeirra pósta sem Jóhannes afhenti ekki eru frá árinu 2015 en hann virð­ist ekki hafa afhent Wiki­leaks neina tölvu­pósta frá því ári ef und­an­skildir eru nokkrir póstar frá jan­ú­ar.“

Í til­kynn­ingu Sam­herja er það gert tor­tryggi­legt að 58 pró­sent af tölvu­póstum Jóhann­esar hafi ekki verið birt­ir. „Þeir fjöl­miðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyrir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frá­sögn heim­ild­ar­manns­ins en ekki heild­ar­mynd­ina.“

Rúmar þrjár vikur eru frá því að Kveikur og Stundin birtu fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­burði Jóhann­es­ar. Í byrjun síð­ustu viku hófust að birt­ast til­kynn­ingar á heima­síðu Sam­herja þar sem umfjöllun miðl­anna, og til­tek­inn frétta­maður sem vann að henn­i,hafa verið gerð tor­tryggi­leg. Þær hafa verið fimm tals­ins frá 26. nóv­em­ber. Í engri þeirra hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að ásak­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu séu ekki rétt­ar. 

Auglýsing
Í þeirri frétt sem birt­ist í dag er ekk­ert fjallað efn­is­lega um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvu­póstum Jóhann­esar sem ekki hafa verið birt­ir. 

Í umfjöllun Kveiks og Stund­ar­innar var fjallað um við­skipta­hætti Sam­herja í Afr­íku, nánar til­tekið í Namib­íu, á síð­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­mætum hrossa­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mútu­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­arra manna úr þeirra nán­asta hring. 

Auk þess var fjallað um meinta skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í umfjöllun miðl­anna. 

Á mánu­dag var greint frá því að Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra Namib­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og þrír aðrir hafi verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­ónir namibískra doll­­ara, jafn­­virði 860 millj­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­sóttan kvóta í land­inu.

Mál­efni Sam­herja eru auk þess til rann­sóknar hjá norskum yfir­völdum og hjá hér­aðs­sak­sókn­ara og skatt­rann­sókn­ar­stjóra á Íslandi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent