Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald

Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar hefur lagt fram frum­varp, auk sex ann­arra þing­manna, þess efnis að fyr­ir­tæki sem tekið hafa jafn­rétt­is­mál föstum tök­um, þar á meðal með betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum og yfir­lýstri jafn­rétt­is­stefn­u, greiði lægra trygg­inga­gjald. 

Þing­menn­irn­ir telja að með því skap­ist hvati til að fjölga konum í stjórn­un­ar­stöðum sem síðan dragi úr vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum og úr óleið­réttum launa­mun. 

Til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun

Í ­grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að efn­is­leg rök séu fyrir því að fyr­ir­tæki sem náð hafa betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum greiði lægra ­trygg­inga­gjald. 

Konur reiða sig í rík­ari mæli á líf­eyr­is­greiðslur almanna­trygg­ingar en karl­ar. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni stafar það af umtals­verðum launa­mun kynj­anna, en óleið­réttur launa­munur þeirra mælist nú í kringum 15 pró­sent og hefur lítið breyst á und­an­förnum árum, auk þess sem atvinnu­þátt­taka kvenna er minni en karla.

Auglýsing

Því sé aukið jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun kynj­anna og þar með minnka vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum að starfs­ferli lokn­um. Auk þess segir í grein­ar­gerð­inni að gangi frum­varpið eftir dragi það úr kyn­bund­inni verka­skipt­ingu vinnu­mark­aði sem ýti undir mun hærra hlut­fall kvenna á örorku­skrá. 

Langt í land

Í grein­ar­gerð­inni er jafn­framt fjallað um hlut­fall í stjórnum íslenskra fyr­ir­tækja. Í fyrra voru konur 33,5 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 laun­þega eða fleiri en þetta er í fyrsta sinn sem hlut­fall mælist hærra en þriðj­ung­ur. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega stendur aftur á móti nán­ast í stað á milli ára og var 25,9 pró­sent árið 2018. 

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 launþega var 26 prósent í fyrra. Mynd:Pexels.Staðan meðal milli­stjórn­enda er ögn skárri en þó hafa aðeins 30 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja jöfn kynja­hlut­föll í milli­stjórn­enda­stöðum og í um 60 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja eru milli­stjórn­endur mest­megnis eða nær ein­göngu karl­menn.

Félög í rík­i­s­eigu mæl­ast með jafn­ari kynja­hlut­föll en félög í einka­eigu en þó eru konur aðeins 29 pró­sent stjórn­ar­for­manna, 38 pró­sent for­stjóra og 39 pró­sent fram­kvæmda­stjórn­enda í félögum í rík­i­s­eigu.

„Þessar tölur sýna að þrátt fyrir gott gengi Íslend­inga í jafn­rétt­is­bar­átt­unni þá er enn verk að vinna,“ segir í grein­ar­gerð­inni og jafn­framt er bent á að rann­sóknir hafi sýnt að til þess að konur eigi mögu­leika á stjórn­enda­stöðum í efsta lagi fyr­ir­tækis þá er lík­leg­ast að þær fái slíkar stöður eftir að hafa gegnt milli­stjórn­enda­stöðu fyr­ir­. Því telja flutn­ings­menn frum­varps­ins mik­il­vægt að auka hvatann til að hafa sem jöfn­ust kynja­hlut­föll í öllum stigum fyr­ir­tæk­is­ins.

Allt að 8 millj­arða króna breyt­ing 

Þing­menn­irnir leggja því til að al­mennt trygg­inga­gjald fyr­ir­tækja sem upp­fylla skil­yrði um hlut­fall stjórn­enda af hverju kyni sé ekki hærra en 60 pró­sent, hafa hlotið jafn­launa­vottun og sett sér jafn­rétt­is­á­ætlun verði lækkað um 0,5 pró­sentu­stig eða úr 4,9 pró­sent í 4,4 pró­sent. 

Skil­yrði um jafnt hlut­fall í stjórnum tekur þó aðeins til fyr­ir­tækja sem hafa fleiri en fjóra stjórn­endur og skil­yrðið um jafn­launa­vottun gildir að auki aðeins um félög sem hafa 25 starfs­menn eða fleiri. Er því ljóst að kröfur sem smærri atvinnu­rek­endur þurfa að upp­fylla til að hljóta lækkun trygg­inga­gjalds eru minni en kröf­urnar sem stærri fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla.

Reiknað er með að breyt­ingin sem frum­varpið felur í sér hafi áhrif á tekjur rík­is­sjóðs til lækk­unar um 8 millj­arða króna á árs­grund­velli ef allir atvinnu­rek­endur upp­fylltu þau skil­yrði sem sett eru til að njóta lækk­unar trygg­inga­gjalds. Þó segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins að gera megi ráð fyrir að það taki nokkur ár fyrir áhrif breyt­ing­anna að koma fram að fullu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent