Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald

Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar hefur lagt fram frum­varp, auk sex ann­arra þing­manna, þess efnis að fyr­ir­tæki sem tekið hafa jafn­rétt­is­mál föstum tök­um, þar á meðal með betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum og yfir­lýstri jafn­rétt­is­stefn­u, greiði lægra trygg­inga­gjald. 

Þing­menn­irn­ir telja að með því skap­ist hvati til að fjölga konum í stjórn­un­ar­stöðum sem síðan dragi úr vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum og úr óleið­réttum launa­mun. 

Til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun

Í ­grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að efn­is­leg rök séu fyrir því að fyr­ir­tæki sem náð hafa betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum greiði lægra ­trygg­inga­gjald. 

Konur reiða sig í rík­ari mæli á líf­eyr­is­greiðslur almanna­trygg­ingar en karl­ar. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni stafar það af umtals­verðum launa­mun kynj­anna, en óleið­réttur launa­munur þeirra mælist nú í kringum 15 pró­sent og hefur lítið breyst á und­an­förnum árum, auk þess sem atvinnu­þátt­taka kvenna er minni en karla.

Auglýsing

Því sé aukið jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun kynj­anna og þar með minnka vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum að starfs­ferli lokn­um. Auk þess segir í grein­ar­gerð­inni að gangi frum­varpið eftir dragi það úr kyn­bund­inni verka­skipt­ingu vinnu­mark­aði sem ýti undir mun hærra hlut­fall kvenna á örorku­skrá. 

Langt í land

Í grein­ar­gerð­inni er jafn­framt fjallað um hlut­fall í stjórnum íslenskra fyr­ir­tækja. Í fyrra voru konur 33,5 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 laun­þega eða fleiri en þetta er í fyrsta sinn sem hlut­fall mælist hærra en þriðj­ung­ur. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega stendur aftur á móti nán­ast í stað á milli ára og var 25,9 pró­sent árið 2018. 

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 launþega var 26 prósent í fyrra. Mynd:Pexels.Staðan meðal milli­stjórn­enda er ögn skárri en þó hafa aðeins 30 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja jöfn kynja­hlut­föll í milli­stjórn­enda­stöðum og í um 60 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja eru milli­stjórn­endur mest­megnis eða nær ein­göngu karl­menn.

Félög í rík­i­s­eigu mæl­ast með jafn­ari kynja­hlut­föll en félög í einka­eigu en þó eru konur aðeins 29 pró­sent stjórn­ar­for­manna, 38 pró­sent for­stjóra og 39 pró­sent fram­kvæmda­stjórn­enda í félögum í rík­i­s­eigu.

„Þessar tölur sýna að þrátt fyrir gott gengi Íslend­inga í jafn­rétt­is­bar­átt­unni þá er enn verk að vinna,“ segir í grein­ar­gerð­inni og jafn­framt er bent á að rann­sóknir hafi sýnt að til þess að konur eigi mögu­leika á stjórn­enda­stöðum í efsta lagi fyr­ir­tækis þá er lík­leg­ast að þær fái slíkar stöður eftir að hafa gegnt milli­stjórn­enda­stöðu fyr­ir­. Því telja flutn­ings­menn frum­varps­ins mik­il­vægt að auka hvatann til að hafa sem jöfn­ust kynja­hlut­föll í öllum stigum fyr­ir­tæk­is­ins.

Allt að 8 millj­arða króna breyt­ing 

Þing­menn­irnir leggja því til að al­mennt trygg­inga­gjald fyr­ir­tækja sem upp­fylla skil­yrði um hlut­fall stjórn­enda af hverju kyni sé ekki hærra en 60 pró­sent, hafa hlotið jafn­launa­vottun og sett sér jafn­rétt­is­á­ætlun verði lækkað um 0,5 pró­sentu­stig eða úr 4,9 pró­sent í 4,4 pró­sent. 

Skil­yrði um jafnt hlut­fall í stjórnum tekur þó aðeins til fyr­ir­tækja sem hafa fleiri en fjóra stjórn­endur og skil­yrðið um jafn­launa­vottun gildir að auki aðeins um félög sem hafa 25 starfs­menn eða fleiri. Er því ljóst að kröfur sem smærri atvinnu­rek­endur þurfa að upp­fylla til að hljóta lækkun trygg­inga­gjalds eru minni en kröf­urnar sem stærri fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla.

Reiknað er með að breyt­ingin sem frum­varpið felur í sér hafi áhrif á tekjur rík­is­sjóðs til lækk­unar um 8 millj­arða króna á árs­grund­velli ef allir atvinnu­rek­endur upp­fylltu þau skil­yrði sem sett eru til að njóta lækk­unar trygg­inga­gjalds. Þó segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins að gera megi ráð fyrir að það taki nokkur ár fyrir áhrif breyt­ing­anna að koma fram að fullu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent