Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald

Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son þing­maður Við­reisnar hefur lagt fram frum­varp, auk sex ann­arra þing­manna, þess efnis að fyr­ir­tæki sem tekið hafa jafn­rétt­is­mál föstum tök­um, þar á meðal með betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum og yfir­lýstri jafn­rétt­is­stefn­u, greiði lægra trygg­inga­gjald. 

Þing­menn­irn­ir telja að með því skap­ist hvati til að fjölga konum í stjórn­un­ar­stöðum sem síðan dragi úr vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum og úr óleið­réttum launa­mun. 

Til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun

Í ­grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að efn­is­leg rök séu fyrir því að fyr­ir­tæki sem náð hafa betra jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum greiði lægra ­trygg­inga­gjald. 

Konur reiða sig í rík­ari mæli á líf­eyr­is­greiðslur almanna­trygg­ingar en karl­ar. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni stafar það af umtals­verðum launa­mun kynj­anna, en óleið­réttur launa­munur þeirra mælist nú í kringum 15 pró­sent og hefur lítið breyst á und­an­förnum árum, auk þess sem atvinnu­þátt­taka kvenna er minni en karla.

Auglýsing

Því sé aukið jafn­vægi milli kynja í stjórn­un­ar­stöðum til þess fallið að draga úr óleið­réttum launa­mun kynj­anna og þar með minnka vægi almanna­trygg­inga í líf­eyr­is­greiðslum að starfs­ferli lokn­um. Auk þess segir í grein­ar­gerð­inni að gangi frum­varpið eftir dragi það úr kyn­bund­inni verka­skipt­ingu vinnu­mark­aði sem ýti undir mun hærra hlut­fall kvenna á örorku­skrá. 

Langt í land

Í grein­ar­gerð­inni er jafn­framt fjallað um hlut­fall í stjórnum íslenskra fyr­ir­tækja. Í fyrra voru konur 33,5 pró­sent stjórn­ar­manna í fyr­ir­tækjum með 50 laun­þega eða fleiri en þetta er í fyrsta sinn sem hlut­fall mælist hærra en þriðj­ung­ur. Hlut­fall kvenna í stjórnum fyr­ir­tækja með færri en 50 laun­þega stendur aftur á móti nán­ast í stað á milli ára og var 25,9 pró­sent árið 2018. 

Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með færri en 50 launþega var 26 prósent í fyrra. Mynd:Pexels.Staðan meðal milli­stjórn­enda er ögn skárri en þó hafa aðeins 30 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja jöfn kynja­hlut­föll í milli­stjórn­enda­stöðum og í um 60 pró­sent íslenskra fyr­ir­tækja eru milli­stjórn­endur mest­megnis eða nær ein­göngu karl­menn.

Félög í rík­i­s­eigu mæl­ast með jafn­ari kynja­hlut­föll en félög í einka­eigu en þó eru konur aðeins 29 pró­sent stjórn­ar­for­manna, 38 pró­sent for­stjóra og 39 pró­sent fram­kvæmda­stjórn­enda í félögum í rík­i­s­eigu.

„Þessar tölur sýna að þrátt fyrir gott gengi Íslend­inga í jafn­rétt­is­bar­átt­unni þá er enn verk að vinna,“ segir í grein­ar­gerð­inni og jafn­framt er bent á að rann­sóknir hafi sýnt að til þess að konur eigi mögu­leika á stjórn­enda­stöðum í efsta lagi fyr­ir­tækis þá er lík­leg­ast að þær fái slíkar stöður eftir að hafa gegnt milli­stjórn­enda­stöðu fyr­ir­. Því telja flutn­ings­menn frum­varps­ins mik­il­vægt að auka hvatann til að hafa sem jöfn­ust kynja­hlut­föll í öllum stigum fyr­ir­tæk­is­ins.

Allt að 8 millj­arða króna breyt­ing 

Þing­menn­irnir leggja því til að al­mennt trygg­inga­gjald fyr­ir­tækja sem upp­fylla skil­yrði um hlut­fall stjórn­enda af hverju kyni sé ekki hærra en 60 pró­sent, hafa hlotið jafn­launa­vottun og sett sér jafn­rétt­is­á­ætlun verði lækkað um 0,5 pró­sentu­stig eða úr 4,9 pró­sent í 4,4 pró­sent. 

Skil­yrði um jafnt hlut­fall í stjórnum tekur þó aðeins til fyr­ir­tækja sem hafa fleiri en fjóra stjórn­endur og skil­yrðið um jafn­launa­vottun gildir að auki aðeins um félög sem hafa 25 starfs­menn eða fleiri. Er því ljóst að kröfur sem smærri atvinnu­rek­endur þurfa að upp­fylla til að hljóta lækkun trygg­inga­gjalds eru minni en kröf­urnar sem stærri fyr­ir­tæki þurfa að upp­fylla.

Reiknað er með að breyt­ingin sem frum­varpið felur í sér hafi áhrif á tekjur rík­is­sjóðs til lækk­unar um 8 millj­arða króna á árs­grund­velli ef allir atvinnu­rek­endur upp­fylltu þau skil­yrði sem sett eru til að njóta lækk­unar trygg­inga­gjalds. Þó segir í grein­ar­gerð frum­varps­ins að gera megi ráð fyrir að það taki nokkur ár fyrir áhrif breyt­ing­anna að koma fram að fullu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Hjálmar Sveinsson
Framtíðaráætlun fyrir Reykjavík
Kjarninn 2. mars 2021
Bóluefni Johnson & Johnson hefur fengið neyðarleyfi í Bandaríkjunum.
Aftur fjölgar dauðsföllum vestanhafs – „Vinsamlega hlustið á mig“
Framkvæmdastjóri bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar er uggandi yfir stöðunni á faraldrinum í landinu. Smitum og dauðsföllum hefur fjölgað á ný. Nýtt bóluefni, sem aðeins þarf að gefa einn skammt af, er rétt ókomið á markað.
Kjarninn 2. mars 2021
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent