Kanna þarf hvað í lífshlaupi kvenna veldur auknum líkum á örorku

Doktor í félagsfræði segir að ef Íslendingar vilji draga úr fjölgun öryrkja þurfi að greina af hverju konur eru líklegri en karlar til að vera örorkulífeyrisþegar. Mögulegar skýringar gætu meðal annars verið aukin byrði kvenna af heimilshaldi.

Kvennafrí
Auglýsing

Fjölgun ör­orkulíf­eyr­is­þega á und­an­förnum árum hefur ekki verið drifin áfram af ungu fólki líkt oft hefur verið haldið fram heldur fyrst og fremst af konum á og yfir miðjan ald­ur. ­Konur eru á hverjum tíma um 60 pró­sent af örorku­líf­eyr­is­þegum og mun­ur­inn milli karla og kvenna eykst með hækk­andi aldri. Doktor í félags­fræði segir að ­greina þurfi hvað í lífs­hlaupi kvenna veldur auknum og vax­andi líkum á örorku. 

Konur yfir fimm­tugt standa undir mestri fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega

Í nýrri skýrslu Kol­beins Stef­áns­son­ar, dokt­ors í félags­fræði, um fjölda­þróun örorku­líf­eyris kemur fram örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert hér á landi frá því fyrir alda­mótum en að ekki sé um stöðuga fjölgun að ræða. Fjölg­unin er nokkuð ör frá árinu 1994 til 2005 en eftir 2005 hægði mjög á henni. Þá bendi gögnin til þess að dregið hafi enn frekar úr fjölg­un­inni eftir 2017. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að áherslan á ungt fólk og unga karla í umræð­unni um örorku­líf­eyr­is­þega hafi beint athygl­inni frá því sem hefur hvað mest áhrif. Fjölgun ör­orkulíf­eyr­is­þega frá árinu 2008 hefur ekki verið drifin áfram af fjölgun ungra ör­yrkja og þaðan af síður af ungum körlum heldur af konum um og yfir miðjan ald­ur.

Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Rúm­lega 42 pró­sent af fjölg­un­inni á síð­ustu tíu árum er rakin til kvenna á aldr­inum 50 til 66 ára, sem er meira en sam­an­lagt fram­lag karla á öllum ald­urs­bilum til fjölg­un­ar­inn­ar. Konur eru jafn­framt lík­legri en karlar til að vera ör­orkulíf­eyr­is­þegar og mun­ur­inn á kynj­unum vex með aldri. 

Örorka er kynjapóli­tískt mál 

Í skýrsl­unni segir að þetta sé vís­bend­ing um að orsakir ör­orku liggi ekki að­eins í lífs­hlaupi fólks heldur skipti mun­ur­inn á lífs­hlaupi karla og kvenna höfuð máli. „Það er eitt­hvað í þeim aðstæðum sem ís­lenskt sam­félag býr konum sem skapar þeim auknar líkur á að fara á ör­orkulíf­eyri í sam­an­burði við karla,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Kol­beinn telur að mögu­legar skýr­ingar á þessu gæt­u ­legið í kyn­bund­inn­i verka­skipt­ingu á vinnu­mark­aði, auk­inni byrði kvenna af heim­il­is­haldi, af umönnun barna sem og eldri eða veikra fjöl­skyldu­með­lima, og kyn­bundnu ofbeldi, svo dæmi séu nefnd. 

„Ör­orka er því kynja­pólit­ískt mál. Ef við viljum draga úr fjölgun ör­yrkja þurfum við að greina hvað það er í lífs­hlaupi kvenna sem býr til,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Und­ir­liggj­andi orsakir verið að breytast 

Geð­rask­anir eru í dag algeng­asta grein­ingin sem liggur til grund­vallar ör­orku- eða end­ur­hæf­ing­ar­mati og vægi geð­raskanna hefur auk­ist stöðugt á milli 2000 og 2018. Nokkur breyt­ingin hefur orðið á þeim ­sjúk­dóms­grein­ing­um ­sem liggja til grund­vallar mat­inu. Á tíma­bil­inu 2000 til 2008 var fjölg­unin hlut­falls­lega mest í stoð­kerf­issjúk­dómum og áverkum en geð­rask­anir og „aðrar ástæð­ur“ voru skammt und­an. 

Á tíma­bil­inu 2008 til 2018 hafði hins­vegar dregið mjög úr fjölgun ein­stak­linga með mat vegna stoð­kerf­issjúk­dóma og áverka en í þeirra stað voru það „aðrar ástæð­ur“, geð­rask­anir og inn­kyrtla og efna­skiptasjúk­dómar sem leiddu fjölg­un­ina. Í skýrsl­unni segir að þetta sé vís­bend­ing um að und­ir­liggj­andi orsakir ör­orku hafi verið að breyt­ast.

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að nokkur munur er á kynj­unum hvað varðar sjúk­dóms­grein­ingar sem liggja til grund­vall­ar ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­mats. Konur eru meira en tvisvar sinnum lík­legri til að vera með mat á grund­velli stoð­kerf­is­vanda­mála, eða 33 pró­sent sam­an­borið við 15 pró­sent karla. Karlar eru hins­vegar lík­legri en konur til að vera með mat á grund­velli geð­raskana, 42,4 pró­sent á móti 35,7 pró­sent kvenna.

Raun­veru­legt fólk með raun­veru­lega sögu

Að lokum segir í skýrsl­unni að örorka og orsakir hennar hafi til­hneig­ingu til að týn­ast í umræð­unni um fjölgun öryrkja, sem sé fyrst og fremst rædd út frá útgjöldum hins opin­bera og kostn­að­i ­sam­fé­lags­ins. Kol­beinn ítrekar í skýrsl­unni að á baki við allar tölur um örorku og örorku­líf­eyris sé raun­veru­legt fólk með raun­veru­lega sög­u. 

Frá 1. maí 2019. Mynd:Bára Huld BeckHann segir jafn­framt að til þess að draga úr fjölgun ör­yrkja þurfi að taka á þeim aðstæðum sem valdi því að fólk missir starfs­get­una og getu til að taka þátt í sam­félag­in­u. 

Til að að það sé hægt þurfi hins vegar að svara spurn­ingum á borð við hvað það sé í lífs­hlaupi kvenna sem valdi auknum og vax­andi líkum örorku og hvaða störf það séu sem slíta starfs­fólk bæði lík­am­lega og and­lega. Auk þess spurn­ingum um hvað valdi vax­andi kvíða á meðal ungs fólks og þá sér­stak­lega ungra kvenna og hvað hafi breyst sem veldur þeim breyt­ingum á sjúk­dóms­grein­ingum sem leiða til örorku­mats.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent