Kanna þarf hvað í lífshlaupi kvenna veldur auknum líkum á örorku

Doktor í félagsfræði segir að ef Íslendingar vilji draga úr fjölgun öryrkja þurfi að greina af hverju konur eru líklegri en karlar til að vera örorkulífeyrisþegar. Mögulegar skýringar gætu meðal annars verið aukin byrði kvenna af heimilshaldi.

Kvennafrí
Auglýsing

Fjölgun ör­orkulíf­eyr­is­þega á und­an­förnum árum hefur ekki verið drifin áfram af ungu fólki líkt oft hefur verið haldið fram heldur fyrst og fremst af konum á og yfir miðjan ald­ur. ­Konur eru á hverjum tíma um 60 pró­sent af örorku­líf­eyr­is­þegum og mun­ur­inn milli karla og kvenna eykst með hækk­andi aldri. Doktor í félags­fræði segir að ­greina þurfi hvað í lífs­hlaupi kvenna veldur auknum og vax­andi líkum á örorku. 

Konur yfir fimm­tugt standa undir mestri fjölgun örorku­líf­eyr­is­þega

Í nýrri skýrslu Kol­beins Stef­áns­son­ar, dokt­ors í félags­fræði, um fjölda­þróun örorku­líf­eyris kemur fram örorku­líf­eyr­is­þegum hefur fjölgað umtals­vert hér á landi frá því fyrir alda­mótum en að ekki sé um stöðuga fjölgun að ræða. Fjölg­unin er nokkuð ör frá árinu 1994 til 2005 en eftir 2005 hægði mjög á henni. Þá bendi gögnin til þess að dregið hafi enn frekar úr fjölg­un­inni eftir 2017. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að áherslan á ungt fólk og unga karla í umræð­unni um örorku­líf­eyr­is­þega hafi beint athygl­inni frá því sem hefur hvað mest áhrif. Fjölgun ör­orkulíf­eyr­is­þega frá árinu 2008 hefur ekki verið drifin áfram af fjölgun ungra ör­yrkja og þaðan af síður af ungum körlum heldur af konum um og yfir miðjan ald­ur.

Mynd: Öryrkjabandalag Íslands

Rúm­lega 42 pró­sent af fjölg­un­inni á síð­ustu tíu árum er rakin til kvenna á aldr­inum 50 til 66 ára, sem er meira en sam­an­lagt fram­lag karla á öllum ald­urs­bilum til fjölg­un­ar­inn­ar. Konur eru jafn­framt lík­legri en karlar til að vera ör­orkulíf­eyr­is­þegar og mun­ur­inn á kynj­unum vex með aldri. 

Örorka er kynjapóli­tískt mál 

Í skýrsl­unni segir að þetta sé vís­bend­ing um að orsakir ör­orku liggi ekki að­eins í lífs­hlaupi fólks heldur skipti mun­ur­inn á lífs­hlaupi karla og kvenna höfuð máli. „Það er eitt­hvað í þeim aðstæðum sem ís­lenskt sam­félag býr konum sem skapar þeim auknar líkur á að fara á ör­orkulíf­eyri í sam­an­burði við karla,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Kol­beinn telur að mögu­legar skýr­ingar á þessu gæt­u ­legið í kyn­bund­inn­i verka­skipt­ingu á vinnu­mark­aði, auk­inni byrði kvenna af heim­il­is­haldi, af umönnun barna sem og eldri eða veikra fjöl­skyldu­með­lima, og kyn­bundnu ofbeldi, svo dæmi séu nefnd. 

„Ör­orka er því kynja­pólit­ískt mál. Ef við viljum draga úr fjölgun ör­yrkja þurfum við að greina hvað það er í lífs­hlaupi kvenna sem býr til,“ segir í skýrsl­unn­i. 

Und­ir­liggj­andi orsakir verið að breytast 

Geð­rask­anir eru í dag algeng­asta grein­ingin sem liggur til grund­vallar ör­orku- eða end­ur­hæf­ing­ar­mati og vægi geð­raskanna hefur auk­ist stöðugt á milli 2000 og 2018. Nokkur breyt­ingin hefur orðið á þeim ­sjúk­dóms­grein­ing­um ­sem liggja til grund­vallar mat­inu. Á tíma­bil­inu 2000 til 2008 var fjölg­unin hlut­falls­lega mest í stoð­kerf­issjúk­dómum og áverkum en geð­rask­anir og „aðrar ástæð­ur“ voru skammt und­an. 

Á tíma­bil­inu 2008 til 2018 hafði hins­vegar dregið mjög úr fjölgun ein­stak­linga með mat vegna stoð­kerf­issjúk­dóma og áverka en í þeirra stað voru það „aðrar ástæð­ur“, geð­rask­anir og inn­kyrtla og efna­skiptasjúk­dómar sem leiddu fjölg­un­ina. Í skýrsl­unni segir að þetta sé vís­bend­ing um að und­ir­liggj­andi orsakir ör­orku hafi verið að breyt­ast.

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að nokkur munur er á kynj­unum hvað varðar sjúk­dóms­grein­ingar sem liggja til grund­vall­ar ör­orku- og end­ur­hæf­ing­ar­mats. Konur eru meira en tvisvar sinnum lík­legri til að vera með mat á grund­velli stoð­kerf­is­vanda­mála, eða 33 pró­sent sam­an­borið við 15 pró­sent karla. Karlar eru hins­vegar lík­legri en konur til að vera með mat á grund­velli geð­raskana, 42,4 pró­sent á móti 35,7 pró­sent kvenna.

Raun­veru­legt fólk með raun­veru­lega sögu

Að lokum segir í skýrsl­unni að örorka og orsakir hennar hafi til­hneig­ingu til að týn­ast í umræð­unni um fjölgun öryrkja, sem sé fyrst og fremst rædd út frá útgjöldum hins opin­bera og kostn­að­i ­sam­fé­lags­ins. Kol­beinn ítrekar í skýrsl­unni að á baki við allar tölur um örorku og örorku­líf­eyris sé raun­veru­legt fólk með raun­veru­lega sög­u. 

Frá 1. maí 2019. Mynd:Bára Huld BeckHann segir jafn­framt að til þess að draga úr fjölgun ör­yrkja þurfi að taka á þeim aðstæðum sem valdi því að fólk missir starfs­get­una og getu til að taka þátt í sam­félag­in­u. 

Til að að það sé hægt þurfi hins vegar að svara spurn­ingum á borð við hvað það sé í lífs­hlaupi kvenna sem valdi auknum og vax­andi líkum örorku og hvaða störf það séu sem slíta starfs­fólk bæði lík­am­lega og and­lega. Auk þess spurn­ingum um hvað valdi vax­andi kvíða á meðal ungs fólks og þá sér­stak­lega ungra kvenna og hvað hafi breyst sem veldur þeim breyt­ingum á sjúk­dóms­grein­ingum sem leiða til örorku­mats.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent