Breytum ekki konum, breytum samfélaginu – Baráttan heldur áfram

Kvennafrídagurinn er haldinn í fimmta sinn í dag og eru konur hvattar að leggja niður vinnu kl. 14.55. Barátta kvenna fyrir launajafnrétti hefur nú staðið yfir í tugi ára.

Kvennafrídagurinn 1975
Kvennafrídagurinn 1975
Auglýsing

Kvenna­frí­dag­­ur­inn er runn­inn upp í fimmta sinn og í dag eru konur hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14.55 og fylkja liði á samtöð­u­fund á Arn­­ar­hóli klukkan hálf fjög­­ur. Þetta er í fimmta sinn á 43 árum sem konur koma sam­an, krefj­­ast kjara­­jafn­­réttis og sam­­fé­lags án mis­­rétt­­is. Í ár er lögð áhersla á að vekja athygli á ofbeldi og áreiti gagn­vart konum á vinn­u­­stöð­um, konur eiga að vera óhultar heima og í vinn­u.  

„Þótt Ísland eigi að heita para­­dís fyrir konur í alþjóð­­legu sam­hengi er ljóst að víða er pottur brot­inn. Enn er langt í land með að ná jöfnum launum og jöfnum kjör­­um. Enn verða konur fyrir kyn­bundnu ofbeldi og áreitni á vinn­u­­stöðum sem og heima fyr­ir, eins og #MeToo ­bylgja síð­­asta vetrar minnti okkur öll harka­­lega á. Enn eru kvenna­­störf minna metin þegar kemur að laun­um, rétt­indum og virð­ingu í sam­­fé­lag­in­u,“ segir á heima­síð­u Kvenna­frí­­dags­ins.

Launa­munur kynj­anna

Með­­al­at­vinn­u­­tekjur kvenna eru 74 pró­­sent af með­­al­at­vinn­u­­tekjum karla, sam­­kvæmt nýj­­ustu tölum Hag­­stofu Íslands um launa­mun kynj­anna. Reiknað er út frá þeim tölum að konur hafi unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukku­­stundir og 55 mín­útur miðað við fullan vinn­u­dag frá kl. níu til fimm. Því eru konur hvattar til að leggja niður vinnu klukkan 14:55 í dag. Ef ­launa­munur kynj­an­anna heldur áfram að breyt­­ast með sama hraða munu konur ekki ná ekki sömu launum og karlar fyrr en árið 2047, eða eftir 29 ár. 



Auglýsing

Sam­kvæmt heima­síðu Kvenna­frís­ins er litið á kyn­bund­inn mun á atvinn­u­­tekjum í stað óút­­­skýrðs launa­mun kynj­anna þegar reiknað er hvenær konur eru búnar að vinna fullan vinn­u­dag vegna þess að kerf­is­bundið ójafn­­rétti felst ekki bara í óút­­­skýrða launa­mun­inum heldur líka í mun fleiri þátt­­um. Hlutir eins og hlut­­fall í stjórn­­un­­ar­­stöð­um, vinn­u­­tími, mennt­un, starf, atvinn­u­­grein og barn­­eignir svo eitt­hvað sé nefnt. Þótt þessir þættir útskýri hluta af launa­mun­inum þá rétt­læta þeir hann ekki heldur vekja upp fleiri spurn­ingar á borð við hvers vegna hlutur kynj­anna sé svo ójafn í þessum þátt­um.

Kvenna­frí­dag­ur­inn 

Þennan dag fyrir fjöru­­tíu og þremur árum lögðu um 90 pró­­sent allra íslenskra kvenna niður vinnu og skildu íslenskt atvinn­u­líf eftir í lama­sessi þann dag­inn. Mark­miðið var að sýna fram á mik­il­vægi vinn­u­fram­lags kvenna fyrir þjóð­­fé­lag­ið. Gríð­­ar­­legur fjöldi kvenna safn­að­ist saman á úti­­fundi á Lækj­ar­torgi, eða um 25.000 kon­­ur, og vöktu athygli á launa­mis­­rétti, van­mati á störfum kvenna og skorti á virð­ingu og valda­­leysi kvenna. Kvenna­frí­dag­­ur­inn vakti athygli um allan heim og sýndi að sam­­staðan er sterkasta vopn­ið. Síðan hafa konur komið saman og kraf­ist kjara­­jafn­­réttis og sam­­fé­lags án ofbeldis fjórum sinn­um,­ árin 1985, 2005, 2010 og 2016.

Hér erum við svona marg­ar!

Öldin henn­ar, sjón­varps­þættir fram­leiddir í til­efni af ald­ar­af­mæli kosn­inga­réttar kvenna á Ísland­i. ­Leik­stjórn: Hrafn­hildur Gunn­ars­dóttir , Krumma Films ehf - Raven Films . Fram­leið­andi, Margret Jonas­dott­ir. Fram­leitt fyrir RÚV af Sagafilm Hér er farið til baka í sög­unni alla leið til 24.10.1975 þegar íslenskar konur brutu blað í heims­sög­unni og kröfð­ust jafn­réttis með eft­ir­minni­legum hætti. Horfið á and­lit kvenn­anna sem ruddu braut­ina. Við skuldum þeim að halda áfram, okkar vegna og dætra okkar vegna. Viljum við bjóða dætrum okkar sam­fé­lag þar sem þær njóta ekki kjara­jafn­réttis eða jafn­ræðis á öllum sviðum sem mann­eskj­ur? #kvenna­fri #jöfn­kjör

Posted by Kvenna­frí on Sat­ur­day, Oct­o­ber 15, 2016


Að baki dags­ins stóðu kvenna­sam­tök, kven­fé­lög og stétt­ar­fé­lög sem skipu­lögðu dag­inn á degi Sam­ein­uðu þjóð­anna en fyrr á því ári hafði Alls­herj­ar­þing SÞ helgað ára­tug­inn 1975 til 1985 mál­efnum kvenna. Ein af þeim kvenna­sam­tökum sem stóðu fyrir Kvenna­frídeg­inum var Rauð­sokka­hreyf­ing­in.

Rauð­sokkur

Eitt vor­kvöld árið 1970 tóku 28 konur sig saman og héldu fund í kjall­ara Nor­ræna hús­ins. Þetta kvöld ákváðu þessar kynn­gi­mögn­uðu konur að mynda sam­tök sem ynnu að bættum mann­rétt­ind­um, jafn­rétt­is­málum og þá sér­stak­lega kven­frels­is­mál­um. Þessir konur áttu seinna meir eftir að kenna sig við nafnið Rauð­sokk­ur, klæð­ast rauðum sokkum í kröfu­göngum og breyta, ásamt kyn­systrum sín­um, stöðu kynj­anna á Íslandi til fram­búð­ar.

RauðsokkumerkiðÁrið 1970 var raun­veru­leiki kvenna á Íslandi annar en hann er í dag. Konur höfðu almennt minni menntun en karl­ar, þær voru orðn­ar þátt­tak­end­ur í atvinnu­lífi lands­ins en aðal­lega í lág­launa­vinn­um. Þær báru enn­þá ­nán­ast alla ábyrgð á heim­ilum enda mik­ill skortur á dag­heim­ilum fyrir börn. Þátt­taka kvenna í stjórnun lands­ins var nán­ast eng­in, aðeins ein kona sat á þingi og örfáar konur sátu í borg­ar­stjórn. Engin kona ­gegnd­i ­stöðu bæj­ar­stjóra og örfáar konur stýrðu fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Engin kona gat kallað sig ­sér­fræð­ing, það mátti finna einn kven­kyns pró­fessor í Háskóla Íslands og ein kona gegndi stöðu yfir­lækn­is. Giftar konur voru skráðar undir eig­in­menn sína og erfitt var að finna þær í síma­skrá eða á dyra­bjöllu. Getn­að­ar­bylt­ingin var komin og far­in. Konur voru fyrst og fremst mæður og eig­in­konur og þessi staða þeirra var orðin rót­gró­in.



Bar­áttu­mál átt­unda ára­tug­ar­ins

Bar­átta Rauð­sokka sner­ist fyrst og fremst um hug­ar­fars­breyt­ingu í sam­fé­lag­inu en bar­átta þeirra mætti fyrst mik­illi mót­stöðu bæði hjá körlum og kon­um. Í bók­inni Vakn­aðu kona! segir í við­tölum við for­ystu­konur hreyf­ing­ar­inn­ar: „Mér fannst við vera end­ur­skapa þjóð­fé­lagið í allra þágu. Við álitum að karlar væru heftir í ákveðna fjötra sem aðeins sumir þeirra kærðu sig um. Seinna rann það upp fyrir mér, að við yrðum að ógna körlum, og neyða þá til að afsala sér­ ­for­rétt­ind­um sín­um.“



Ertu ánægð? Mynd: Forvitin Rauð









Helstu bar­áttu­mál þeirra var að koma á raun­veru­legu jafn­rétti kynj­anna, að berj­ast fyrir sjálfs­á­kvörð­ur­rétti kvenna yfir lík­ama sín­um, barn­eignum og kyn­lífi. Þær vildu launa- og vinnu­jafn­rétti, jafn­rétti í mennt­un, að konur væru metnar að meiri verð­leikum en ekki bara sem hús­mæður og eig­in­kon­ur. Þær kröfð­ust þess að kæmi væri á fæð­ing­ar­or­lof og stofnuð dag­heim­ili fyrir börn til þess að þær gætu staðið körlum jafn­fætis á vinnu­mark­að­in­um.





Arf­leið Rauð­sokku­hreyf­ing­ar­innar

Rauð­sokka­hreyf­ingin leið undir lok árið 1982 en í sinni tutt­ugu og tveggja ára bar­áttu sýndu Rauð­sokkur að með rót­tækum bar­áttu­að­ferð­um, sam­stöðu og „djarfri“ fram­komu er hægt að hrista upp í sam­fé­lag­inu og breyta rót­grónum staðalí­mynd­um. Staða kvenna á Íslandi hefur breyst tölu­vert á síð­ustu 46 árum vegna margra þátta en það er ljóst að hluti af því er að þakka Rauð­sokk­um. Dag­vist­ar­heim­ili þykja sjálf­sögð sem og fæð­ing­ar­or­lof. Fóst­ur­eyð­ingar eru líka sjálf­sögð rétt­indi í dag en lögin um sjálfs­á­kvörð­unar rétt kvenna er talin einn stærsti sigur Rauð­sokka.



Úr forvitin rauðÖnnur bar­áttu­mál hafa tekið við í jafn­rétt­is­bar­átt­unni með árunum en bar­áttu­málið sem enn stendur er launa­jafn­rétt­ið. Að útrýma kyn­bundnum launa­mis­mun er enn helsta bar­áttu­mál­efni kvenna á kvenna­frí­dag­inn árið 2018 en 43 árum áður vor­u Rauð­sokkur að berj­ast fyrir þvi sama. Mik­il­vægt er að læra af sög­unni og átta sig á því að rétt­indi eru ekki sjálf­sögð heldur urðu til vegna þess að ein­hver barð­ist fyrir þeim. Íslenskar konur eiga Rauð­sokkum margt að þakka og það er mik­il­vægt að afrek þeirra gleym­ist ekki. Sýnum sam­stöðu í verki, mætum á Arn­ar­hóli í dag og sam­ein­umst í að berj­ast fyrir jafn­rétt­i. Hættum að breyta konum – breytum sam­fé­lag­inu – til hins betra!

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirna Stefánsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar