Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“

Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.

Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Auglýsing

Í bréfi til starfs­manna Sam­herja, sem Björgólfur Jóhanns­son, sitj­andi for­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, skrifar und­ir, er opin­berun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Wiki­leaks og Al Jazeera á meintum mútu­greiðsl­um, pen­inga­þvætti og skatta­snið­göngu Sam­herja sögð „víð­tæk árás á félag­ið.“ Það sé ekki á hverjum degi sem sótt sé að fyr­ir­tæk­inu af þeirri hörku sem sést hafi í fjöl­miðlum síð­ustu vik­ur. 

Þar segir Björgólf­ur, sem tók við for­stjóra­starf­inu af Þor­steini Má Bald­vins­syni þegar hann steig til hliðar tíma­bundið vegna máls­ins, að það sjá­ist þegar að stór hluti þeirra ásak­ana sem settar hafi verið fram á hendur Sam­herja eigi ekki við rök að styðj­ast. Síðan end­ur­tekur hann efni til­kynn­inga sem Sam­herji hefur sent frá sér á síð­ustu tveimur vikum þar sem fyr­ir­tækið hefur sagst leið­rétta frétt­ir, án þess þó að birta nokkur gögn eða ann­ars konar sönnun fyrir því að umfjöllun miðl­anna sem um ræðir hafi verið röng. Í bréf­inu er ann­ars vegar nefnt umfjöllun um félagið Cape Cod FS, sem Sam­herji seg­ist aldrei hafa átt. 

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV og rit­stjóri Kveiks, sendi frá sér yfir­lýs­ingu í síð­ustu viku þar sem hún sagði að Sam­herji væri að reyna að afvega­leiða umræðu um fyr­ir­tækið vegna umfjöll­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing
Í yfir­lýs­ingu hennar var bent á að aldrei hefði verið full­yrt að Sam­herji ætti umrætt félag heldur að norski bank­inn DNB hefði talið svo vera, enda hefði starfs­maður Sam­herja verið meðal pró­kúru á reikn­ingi Cape Cod hjá DNB og hefði stofnað reikn­ing­inn. 

Kallar umfjöllun fjöl­miðla „víð­tæka árás“

Í bréfi Björg­ólfs segir hins vegar að sú „stað­reynd að Sam­herji átti aldrei félagið Cape Cod FS þýðir í reynd að eng­inn fótur er fyrir ásök­unum um pen­inga­þvætti sem settar hafa verið fram vegna greiðslna til félags­ins. Lög­menn Sam­herja hafa fundað með bæði skatt­rann­sókn­ar­stjóra og hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa afhent emb­ætt­unum öll gögn um þetta. Þá fund­uðu lög­menn frá Wik­borg Rein einnig með hér­aðs­sak­sókn­ara og hafa verið í sam­skiptum við norsku efna­hags­brota­deild­ina Økokrim í Osló.“

Þá vitnar hann í til­kynn­ingu frá Sam­herja sem birt var í gær þar sem fyr­ir­tækið hélt því fram að tölvu­póstar sem Jóhannes Stef­áns­son, upp­­­ljóstr­­ar­inn sem afhenti Wiki­leaks gögn sem sýna fram á meintar mút­u­greiðsl­­ur, skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti fyr­ir­tæk­is­ins, hafi verið hand­­vald­­ir. Þetta var rök­stutt með því að hann hefði ekki ahent 58 pró­sent af þeim póstum sem verið höfðu í tölvu­póst­hólfi hans hjá Sam­herja. Engar til­raunir voru þó gerðar til að hrekja það sem kemur fram í þeim póstum sem Jóhannes lét Wiki­leaks hafa, og eru nú aðgengi­legir öllum á inter­net­inu, en þeir, og fylgi­gögn þeirra, eru grund­völlur þeirra ásak­ana sem settar hafa verið fram á hendur Sam­herj­a. 

Til­kynn­ingu Sam­herja frá því í gær var fylgt eftir með for­síðu­frétt í Frétta­blað­inu í dag þar greint var frá því, sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins, að Sam­herji ætl­aði sér að birta „Na­mib­íu­pósta“ Jóhann­esar sem hefðu ekki þegar verið birt­ir. Í frétt Frétta­blaðs­ins var rætt við Björgólf sem vildi ekki stað­festa frétt­ina. 

Í nið­ur­lagi bréfs­ins segir Björgólf­ur: „Sam­herji er um þessar mundir að greina fleiri ásak­anir á hendur félag­inu en þær sem nefndar eru hér fram­ar. Margar þeirra eru mjög alvar­legar en enn sem komið er hefur aðeins verið sagt frá annarri hlið þeirra í fjöl­miðl­um. Það er erfitt fyrir félagið og starfs­menn að sitja þegj­andi undir þessu. Þið getið treyst því að við munum svara öllum þessum ásök­un­um. Ég bið ykkur hins vegar um skiln­ing því þetta mun taka tíma.

Auglýsing
Þessi víð­tæka árás á félag­ið, sem staðið hefur yfir und­an­farnar vik­ur, hefur verið enn erf­ið­ari við­fangs en sú sem við glímdum við í Seðla­banka­mál­inu. Við vitum hins vegar að sam­einuð munum við standa þetta af okk­ur. Ég vil að þið vitið að stjórn­endur Sam­herja eru óend­an­lega þakk­látir fyrir ykkar fram­lag til fyr­ir­tæk­is­ins. Án ykkar væri félagið ekki leið­andi í evr­ópskum sjáv­ar­út­vegi. Við ætlum að gera allt sem við getum til að tryggja að svo verði áfram.“

Meintar mútu­greiðsl­ur, þvætti og skatt­svik

Rúmar þrjár vikur eru frá því að Kveikur og Stundin birtu fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­­burði Jóhann­es­­ar. Í byrjun síð­­­ustu viku hófust að birt­­ast til­­kynn­ingar á heima­­síðu Sam­herja þar sem umfjöllun mið­l­anna, og til­­­tek­inn frétta­­maður sem vann að henni, hafa verið gerð tor­­trygg­i­­leg. Þær hafa verið fimm tals­ins frá 26. nóv­­em­ber. Í engri þeirra hafa verið lögð fram gögn sem sýna fram á að ásak­­anir á hendur fyr­ir­tæk­inu séu ekki rétt­­ar. 

Í yfir­lýs­ingum sem Sam­herji hefur birt á heima­síðu sinni síð­ustu tæpu tvær vikur hefur ekk­ert verið fjallað efn­is­­lega um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvu­póstum Jóhann­esar sem ekki hafa verið birt­­ir. 

Í umfjöllun Kveiks og Stund­­ar­innar var fjallað um við­­skipta­hætti Sam­herja í Afr­íku, nánar til­­­tekið í Namib­­íu, á síð­­­ustu árum á meðan að fyr­ir­tækið náði undir sig mjög verð­­mætum hrossa­­makríl­skvóta í land­inu. Það var gert með mút­u­greiðslum til tveggja ráð­herra í land­inu og ann­­arra manna úr þeirra nán­asta hring. 

Auk þess var fjallað um meinta skatta­snið­­göngu og pen­inga­þvætti Sam­herja í umfjöllun mið­l­anna. 

Á mán­u­dag var greint frá því að Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og þrír aðrir hafi verið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­inu.

Mál­efni Sam­herja eru auk þess til rann­­sóknar hjá norskum yfir­­völdum og hjá hér­­aðs­sak­­sókn­­ara og skatt­rann­­sókn­­ar­­stjóra á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent