Olíufyrirtæki Sádí Arabíu, Aramco, fékk verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala, eða sem nemur um 205.700 milljörðum króna, þegar 1,5 prósent hlutr í félaginu var seldur í skráningarferli fyrirtækisins.
Aramco ræður yfir 10 prósent af olíuframleiðslu heimsins, og er það fyrirtæki í heiminum sem hagnast miklu meira en öll önnur. Í fyrra var hagnaður félagsins 111 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 13.400 milljörðum króna.
Saudi Aramco set the final price the world’s largest IPO at the top end of the range, valuing the oil giant at $1.7 trillion.
— Bloomberg (@business) December 5, 2019
That's $1,700,000,000,000 https://t.co/sgPAMN3yyH
Það þýðir að hagnaður félagsins á hverjum degi, að meðaltali, nam 36 milljörðum króna, eða sem nemur um það bil markaðsvirði Eimskipafélagsins - dag hvern. Daglegur hagnaður er Aramco er um það bil 2,6 sinnum árlegur hagnaður Landsvirkjunar, sem var 14 milljarðar í fyrra.
Tilkynnt var um útkomuna á markaðsvirðinu á fundir olíuframleiðsluríkja í Vín, en þar eru fulltrúar ríkja sem ráða yfir um 40 prósent af olíuframleiðslu heimsins, samankomnir til að ræða horfur á mörkuðum.
Samkvæmt umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBCvilja olíuframleiðsluríki reyna að hemja olíuframleiðslu, til að ýta frekar undir það að olíuverð hækki.
Þau fyrirtæki sem koma á eftir Aramco, yfir verðmætustu skráðu fyrirtæki heimsins, eru Microsoft, Apple og Amazon.