Elín Hirst, sem starfað hefur við fjölmiðla í áratugi og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur tilkynnt um það á Facebook síðu sinni, að hún sækist eftir stöðu útvarpsstjóra. Þá hafa tveir umsækjendur tilkynnt um umsókn sína. Auk Elínar hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir einnig gert það.
Magnús Geir Þórðarson hætti nýverið sem útvarpsstjóri, og tók við sem Þjóðleikhússtjóri. Stjórn RÚV setti þá í gangi umsóknarferil, og lengdi umsóknarfrest til dagsins í dag, 9. desember. Ekki liggur fyrir hvort stjórn RÚV muni birta lista allra umsækjenda, en á fyrri stigum var ákveðið að gera það ekki.
Elín kláraði stúdentspróf MH 1979. Grunnfagspróf í þjóðhagfræði frá Óslóarháskóla 1981. BS-próf í frétta- og blaðamennsku frá University of Florida, Gainsville 1984. MA-próf í sagnfræði HÍ 2005.
Hún var Alþingismaður fyrir Sjáflstæðisflokkinn, á árunum 2013 til 2016.
Hún hóf feril í blaðamennsku fyrir 35 árum. Var blaðamaður á DV 1984–1986. Fréttamaður á Bylgjunni 1986–1988. Fréttamaður á Stöð 2 1988–1993, fréttaþulur 1990–1996. Varafréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar 1993–1994, fréttastjóri 1994–1996. Nefndarmaður í úrskurðarnefnd um upplýsingamál 1997–2004. Fréttamaður Sjónvarpsins 1998–2001, fréttaþulur Sjónvarpsins 1998–2010. Fréttastjóri Sjónvarpsins 2002–2008. Dagskrárgerðarmaður hjá RÚV 2008–2010.
Þá var Elín í stjórn Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, 1984.
Í stjórn Íslandsdeildar UNESCO 2002–2004. Í stjórn Tónlistarfélags Reykjavíkur og í stjórn Þjóðræknisfélags Íslands síðan 2011. Formaður stjórnar menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar 2012–2013. Formaður stjórnar Leiðarljóss, stuðningsmiðstöðvar fyrir börn með sjaldgæfa, alvarlega, ólæknandi sjúkdóma, síðan 2012. Í stjórn Grænlandssjóðs 2013–2017.