Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00

Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.

vedurird.jpg
Auglýsing

Reykja­vík­­­ur­­borg hef­ur beðið for­eldra og for­ráða­menn barna að sækja börn sína strax að skóla­degi lokn­um á morg­un, þriðju­dag, svo að all­ir, börn, for­eldr­ar og starfs­­fólk skóla og leik­­skóla, geti verið komn­ir til síns heima áður en ofsa­veður skellur á, um 15:00, eins og spár Veðstur­stofu Íslands gera ráð fyr­ir.

Þá verður allt frí­­stunda- og fé­lags­mið­stöðva­starf fellt nið­ur, auk þess sem sund­laug­­ar, úti­­bú Borg­­ar­­bóka­safns­ins og söfn á veg­um borg­­ar­inn­ar verða lokuð eft­ir klukk­an 14:00.

„Lok­an­ir skóla og stofn­ana eru til­­komn­ar vegna ör­ygg­is­ráð­staf­ana en eng­inn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgj­­ast vel með veðri í fjöl­miðlum og fylgja til­­­mæl­um yf­ir­­valda,“ seg­ir í til­­kynn­ingu á vef Reykja­vík­­­ur­­borg­­ar. „Eng­inn ætti að vera á ferli eft­ir klukk­an 15 á morg­un nema brýn nauð­syn beri til.“

Auglýsing

Til­kynn­ing Reykja­vík­ur­borg, eins og hún birt­ist á vef borg­ar­inn­ar, fer hér að neð­an: 

Gefin hefur verið út app­el­sínugul við­vörun vegna óveð­urs­ins sem spáð er. For­eldrar og for­ráða­menn barna eru beðnir um að sækja börn sín strax að skóla­degi lokn­um til að tryggt sé að all­ir, börn, for­eldar og starfs­fólk geti náð heim til sín áður en veðrið skellur á. For­eldrar leik­skóla­barna sæki börn sín fyrir kl. 15.  

„Allt frí­stunda- og félags­mið­stöðva­starf í Reykja­vík fellur niður svo og starf skóla­hljóm­sveita. Eldri grunn­skóla­nem­endur fara því beint heim eftir skóla­dag og eru for­eldrar beðnir um að sjá til þess að þeir séu ekki á ferli þegar og eftir að veðrið skellur á.

Akst­urs­þjón­usta fatl­aðra mun aka heim þeim skóla­börnum sem þeirrar þjón­ustu njóta, strax að loknum skóla­degi.

Þá munu sund­laug­ar, útibú Borg­ar­bóka­safns­ins og söfn á vegum Reykja­vík­ur­borgar verða lokuð eftir kl. 14 á morg­un.

Fólk er beðið um að huga að lausa­munum sem geta fokið og minnir Sorp­hirða Reykja­víkur íbúa sér­stak­lega á að huga vel að sorp­í­látum sínum og tryggja að þau fjúki ekki.

Lok­anir skóla og stofn­ana eru til­komnar vegna örygg­is­ráð­staf­ana en eng­inn ætti að vera á ferli í veðri eins og spáð er. Fólk er beðið um að fylgj­ast vel með veðri í fjöl­miðlum og fylgja til­mælum yfir­valda.

App­el­sínugul við­vörun þýðir að það séu miðl­ungs eða mikl­ar lík­­ur á veðri sem geti valdið mikl­um sam­­fé­lags­­leg­um áhrif­um, tjóni eða slys­um og hugs­an­lega ógnað lífi og lim­um ef aðgát er ekki höfð.“

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent