Ingveldur, Davíð Þór eða Sigurður Tómas í Hæstarétt

Þrír dómarar við Landsrétt hafa verið metnir hæfastir af dómnefnd til að taka við auða sætinu í Hæstarétti.

Innan úr Hæstarétti Íslands.
Innan úr Hæstarétti Íslands.
Auglýsing

Þau Ing­veldur Ein­ars­dótt­ir, Davíð Þór Björg­vins­son og Sig­urður Tóma­s ­Magn­ús­son hafa af dóm­nefnd verið metin hæfust þeirra átta umsækj­enda sem sóttu um lausa stöðu við Hæsta­rétt. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Öll þrjú eru dóm­arar við Lands­rétt og því ljóst að þar mun losna önnur staða þegar eitt þeirra verður skipað í Hæsta­rétt.

Í Frétta­blað­inu segir að með til­liti til mik­ils kynja­halla í Hæsta­rétti þá sé talið lík­legt að Ing­veldur verði skip­uð, en af þeim sem nú sitja í Hæsta­rétti er ein­ungis ein kona, Gréta Bald­urs­dótt­ir. Hún er komin á eft­ir­launa­aldur en segir við blaðið að hún hyggi ekki á starfs­lok að svo stöddu.

Tveir hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­ar, Markús Sig­­ur­­björns­­son og Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son ósk­uðu í ágúst eftir lausn frá emb­ætti dóm­­ara við Hæsta­rétt. 

Auglýsing
Þeir hættu störfum frá og með 1. októ­ber. Sam­hliða átti að fækka dóm­­urum við Hæsta­rétt úr átta í sjö, líkt og staðið hefur til frá því að nýju milli­­­dóm­­stígi, Lands­rétti, var komið á. Eitt emb­ætti dóm­­ara við Hæsta­rétt var því aug­lýst til umsókn­ar.

Menn­irnir tveir voru afar reynslu­miklir dóm­ar­ar. Markús hafði verið dóm­­ari við Hæsta­rétt Íslands frá árinu 1994, eða í 25 ár. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar 2002 og 2003 og for­­seti Hæsta­réttar 2004 og 2005 og frá 1. jan­úar 2012  til loka árs 2016. Áður en að Markús var skip­aður dóm­­ari var hann meðal ann­­ars pró­­fessor í rétt­­ar­fari við laga­­deild Háskóla Íslands 1988 -1994. Eng­inn dóm­­ara við Hæsta­rétt í dag kemst nálægt því að hafa setið þar jafn lengi og Mark­ús. Sá sem kemst næst því er Ólafur Börkur Þor­­valds­­son sem var skip­aður í emb­ætti árið 2003.

Þar á eftir kom Viðar Már sem var skip­aður 2010. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar Íslands frá byrjun árs 2012 og út árið 2016. Viðar Már var pró­­fessor í skaða­­bóta­rétti við laga­­deild Háskóla Íslands 1996 – 2010 og var auk þess settur hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari í aðdrag­anda þess að hann var skip­aður í emb­ætt­ið, eða á árunum 2009 til 2010. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent