Ingveldur, Davíð Þór eða Sigurður Tómas í Hæstarétt

Þrír dómarar við Landsrétt hafa verið metnir hæfastir af dómnefnd til að taka við auða sætinu í Hæstarétti.

Innan úr Hæstarétti Íslands.
Innan úr Hæstarétti Íslands.
Auglýsing

Þau Ing­veldur Ein­ars­dótt­ir, Davíð Þór Björg­vins­son og Sig­urður Tóma­s ­Magn­ús­son hafa af dóm­nefnd verið metin hæfust þeirra átta umsækj­enda sem sóttu um lausa stöðu við Hæsta­rétt. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag. Öll þrjú eru dóm­arar við Lands­rétt og því ljóst að þar mun losna önnur staða þegar eitt þeirra verður skipað í Hæsta­rétt.

Í Frétta­blað­inu segir að með til­liti til mik­ils kynja­halla í Hæsta­rétti þá sé talið lík­legt að Ing­veldur verði skip­uð, en af þeim sem nú sitja í Hæsta­rétti er ein­ungis ein kona, Gréta Bald­urs­dótt­ir. Hún er komin á eft­ir­launa­aldur en segir við blaðið að hún hyggi ekki á starfs­lok að svo stöddu.

Tveir hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ar­­ar, Markús Sig­­ur­­björns­­son og Viðar Már Matt­h­í­a­s­­son ósk­uðu í ágúst eftir lausn frá emb­ætti dóm­­ara við Hæsta­rétt. 

Auglýsing
Þeir hættu störfum frá og með 1. októ­ber. Sam­hliða átti að fækka dóm­­urum við Hæsta­rétt úr átta í sjö, líkt og staðið hefur til frá því að nýju milli­­­dóm­­stígi, Lands­rétti, var komið á. Eitt emb­ætti dóm­­ara við Hæsta­rétt var því aug­lýst til umsókn­ar.

Menn­irnir tveir voru afar reynslu­miklir dóm­ar­ar. Markús hafði verið dóm­­ari við Hæsta­rétt Íslands frá árinu 1994, eða í 25 ár. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar 2002 og 2003 og for­­seti Hæsta­réttar 2004 og 2005 og frá 1. jan­úar 2012  til loka árs 2016. Áður en að Markús var skip­aður dóm­­ari var hann meðal ann­­ars pró­­fessor í rétt­­ar­fari við laga­­deild Háskóla Íslands 1988 -1994. Eng­inn dóm­­ara við Hæsta­rétt í dag kemst nálægt því að hafa setið þar jafn lengi og Mark­ús. Sá sem kemst næst því er Ólafur Börkur Þor­­valds­­son sem var skip­aður í emb­ætti árið 2003.

Þar á eftir kom Viðar Már sem var skip­aður 2010. Hann var vara­­for­­seti Hæsta­réttar Íslands frá byrjun árs 2012 og út árið 2016. Viðar Már var pró­­fessor í skaða­­bóta­rétti við laga­­deild Háskóla Íslands 1996 – 2010 og var auk þess settur hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari í aðdrag­anda þess að hann var skip­aður í emb­ætt­ið, eða á árunum 2009 til 2010. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent