Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, að nýleg brottvísun óléttrar albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við áherslur stjórnvalda um mannúðlega meðferð.
Í svarinu segir orðrétt: „Að mati dómsmálaráðherra var umrædd framkvæmd í samræmi við markmið laga um útlendinga[...], verklag Útlendingastofnunar og stoðdeildar embættis ríkislögreglustjóra og áherslur stjórnvalda um mannúðlega og skilvirka meðferð í málefnum útlendinga hér á landi.“
Var vísað úr landi með lögregluvaldi
Mál albönsku fjölskyldunnar komst í hámæli í 5. nóvember síðastliðinn þegar það birtist færsla á Facebook-síðu Réttur barna á flótta þar sem kom fram að henni hefði verið vísað úr landi um klukkan 18 þann sama dag þrátt fyrir að vera í miðju málaferli við Útlendingastofnun. Þeim var vísað frá Íslandi með lögregluvaldi.
Þeim var svo vísað frá Íslandi með lögregluvaldi þrátt fyrir að konan væri gengin 36 vikur á leið með annað barn þeirra og hefði þurft að fara í bráðakeisaraskurð þegar það fyrra fæddist.
Flogið var með fjölskylduna til Berlín og þaðan áfram til Albaníu. Ferðalagið tók 19 tíma.