Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri

Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.

Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Auglýsing
Svan­hildur Hólm Vals­dótt­ir, aðstoð­ar­mað­ur  Bjarna Bene­dikts­sonar fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er á meðal þeirra 41 sem sóttu um starf útvarps­stjóra RÚV. Hún stað­festir það við Vísi. Um­sókn­ar­frestur rann út á mið­nætti í gær en hann hafði þá verið fram­lengdur einu sinni um viku. 

Svan­hildur hefur verið aðstoð­ar­maður Bjarna frá árinu 2012. Hún var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins í þrjú ár þar á undan en starf­aði einnig um ára­bil sem fjöl­miðla­mað­ur, meðal ann­ars í Kast­ljósi og sem þátta­stjórn­andi í Íslandi í dag á Stöð 2. 

Auglýsing
Á meðal ann­arra sem hafa stað­fest að þeir hafi sótt um stöð­una eru Elín Hir­st, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Kol­brún Hall­dórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Vinstri grænna, og Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir, leik­kona og fyrr­ver­andi rit­stjóri Kvenna­blaðs­ins.Starfið var aug­lýst eftir að Magnús Geir Þórð­­ar­­­­son sagði starfi sínu lausu, en hann var skip­aður þjóð­­­leik­hús­­­stjóri frá og með 1. jan­úar næst­kom­and­i. ­­Magnús Geir hafði gegnt stöðu út­varps­­­stjóra frá árinu 2014. Upp­­haf­­legur umsókn­­ar­frestur rann út 2. des­em­ber en ákveðið var að fram­­lengja hann um viku, eða til 9. des­em­ber. Í  til­­kynn­ingu frá stjórn RÚV sem send var út fyrr í dag kemur fram að stjórnin ráði útvarps­­­stjóra og að á næstu vikum verði farið yfir umsókn­­ir. Stjórnin hafi jafn­­framt fengið ráðn­­inga­­fyr­ir­tækið Capacent til að hafa umsjón með því verk­efni. Stjórn RÚV stefni að því að ganga frá ráðn­­ingu nýs útvarps­­­stjóra í lok jan­úar 2020.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent