Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra

Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.

Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Fimm eru metin mjög vel hæf, í mati hæf­is­nefndar á umsækj­endum um stöðu vara­seðla­banka­stjóra á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Það eru Guð­rún Johnsen, Jón Þór Sturlu­son, Tómas Brynj­ólfs­son, Gunnar Jak­obs­son og Yngvi Örn Krist­ins­son, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ásdís Krist­jáns­dóttir var metin vel hæf líkt og Óttar Guð­jóns­son. 

Arnar Bjarna­son og Kristrún Heim­is­dóttir voru metin hæf, í mati hæf­is­nefnd­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Athuga­semda­frestur umsækj­enda var gef­inn til 13. des­em­ber, en nefnd­ina skipa, auk Vil­hjálms Egils­son­ar, rekt­ors á Bif­röst og for­manns nefnd­ar­inn­ar, Ásta Dís Óla­dótt­ir, lektor við Háskóla Íslands, til­­­nefnd af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Jacqueline Clare Mal­­let, lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Umsækj­endur um starfið voru upp­haf­lega 10, en einn umsækj­enda, Haukur C. Bene­dikts­son, var í milli­tíð­inni ráð­inn fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­banka Íslands. 

Þau tíu sem sóttu um starf­ið, voru:

Arnar Bjarna­­son, lektor og fram­­kvæmda­­stjóri

Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðal­­hag­fræð­ingur og for­­stöð­u­­maður efna­hags­sviðs Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins

Guð­rún Johnsen, hag­fræð­ingur

Gunnar Jak­obs­­son, lög­­fræð­ingur

Haukur C. Bene­dikts­­son, hag­fræð­ingur

Jón Þór Sturlu­­son, aðstoð­­ar­­for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins

Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­­fræð­ingur

Óttar Guð­jóns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Lána­­sjóðs sveit­­ar­­fé­laga

Tómas Brynj­­ólfs­­son, skrif­­stofu­­stjóri í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu

Yngvi Örn Krist­ins­­son, hag­fræð­ingur Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja

Aðrir vara­­seðla­­banka­­stjórar eru Rann­veig Sig­­urð­­ar­dóttir og Unnur Gunn­­ar­s­dótt­ir, en seðla­­banka­­stjóri er Ásgeir Jóns­­son.

For­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, skipar í stöð­una sam­kvæmt lög­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent