Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra

Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.

Seðlabanki Íslands
Auglýsing

Fimm eru metin mjög vel hæf, í mati hæf­is­nefndar á umsækj­endum um stöðu vara­seðla­banka­stjóra á sviði fjár­mála­stöð­ug­leika. 

Það eru Guð­rún Johnsen, Jón Þór Sturlu­son, Tómas Brynj­ólfs­son, Gunnar Jak­obs­son og Yngvi Örn Krist­ins­son, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Ásdís Krist­jáns­dóttir var metin vel hæf líkt og Óttar Guð­jóns­son. 

Arnar Bjarna­son og Kristrún Heim­is­dóttir voru metin hæf, í mati hæf­is­nefnd­ar, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Auglýsing

Athuga­semda­frestur umsækj­enda var gef­inn til 13. des­em­ber, en nefnd­ina skipa, auk Vil­hjálms Egils­son­ar, rekt­ors á Bif­röst og for­manns nefnd­ar­inn­ar, Ásta Dís Óla­dótt­ir, lektor við Háskóla Íslands, til­­­nefnd af sam­­starfs­­nefnd háskóla­­stigs­ins, og Jacqueline Clare Mal­­let, lektor við Háskól­ann í Reykja­vík, til­­­nefnd af banka­ráði Seðla­­banka Íslands.

Umsækj­endur um starfið voru upp­haf­lega 10, en einn umsækj­enda, Haukur C. Bene­dikts­son, var í milli­tíð­inni ráð­inn fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöð­ug­leika hjá Seðla­banka Íslands. 

Þau tíu sem sóttu um starf­ið, voru:

Arnar Bjarna­­son, lektor og fram­­kvæmda­­stjóri

Ásdís Krist­jáns­dótt­ir, aðal­­hag­fræð­ingur og for­­stöð­u­­maður efna­hags­sviðs Sam­­taka atvinn­u­lífs­ins

Guð­rún Johnsen, hag­fræð­ingur

Gunnar Jak­obs­­son, lög­­fræð­ingur

Haukur C. Bene­dikts­­son, hag­fræð­ingur

Jón Þór Sturlu­­son, aðstoð­­ar­­for­­stjóri Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins

Kristrún Heim­is­dótt­ir, lög­­fræð­ingur

Óttar Guð­jóns­­son, fram­­kvæmda­­stjóri Lána­­sjóðs sveit­­ar­­fé­laga

Tómas Brynj­­ólfs­­son, skrif­­stofu­­stjóri í fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­inu

Yngvi Örn Krist­ins­­son, hag­fræð­ingur Sam­­taka fjár­­­mála­­fyr­ir­tækja

Aðrir vara­­seðla­­banka­­stjórar eru Rann­veig Sig­­urð­­ar­dóttir og Unnur Gunn­­ar­s­dótt­ir, en seðla­­banka­­stjóri er Ásgeir Jóns­­son.

For­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dótt­ir, skipar í stöð­una sam­kvæmt lög­um. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent