Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu

Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.

João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Auglýsing

Banka­reikn­ingar Vict­ória de Bar­ros Neto, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Angóla, eig­in­manns hennar og barna hafa verið frystir og saka­mál hefur verið höfðað á hendur henni. Þetta kom fram angólska dag­blað­inu Jornal De Angola á sunnu­dag.

Ástæðan er ætluð þátt­taka hennar í Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða, þar sem hún á að hafa leikið hlut­verk í athæfi sem fól í sér mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatt­svik. Á meðal þeirra sem eiga að hafa notið góðs af greiðslum til sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi er João de Bar­ros, einn barna ráð­herr­ans fyrr­ver­andi. Hann hefur meðal ann­ars heim­sótt Sam­herja til Íslands og má sjá mynd af honum hér að ofan. ­Með honum á mynd­inni eru Ant­on­io, ráð­gjafi sama ráð­herra, Tam­son Hatuikulipi, Þor­steinn Már Bald­vins­son, þá for­stjóri Sam­herja, James Hatuikulipi og Sacky Shang­hala. Hún var tekin í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn í nóv­em­ber 2013. 

Þetta átti sér stað í kjöl­far þess að dóm­ari í Namibíu gaf út hand­töku­skipun á hendur De Bar­ros Neto vegna máls­ins. Hún bæt­ist þar með í hóp sex Namib­íu­manna, þar af tveggja fyrr­ver­andi ráð­herra, sem hafa verið ákærðir vegna máls­ins. 

Auglýsing
Í blað­inu er haft eftir tals­manni sak­sókn­ara­emb­ættis í Angóla að við­ræður um afmörkun séu í gangi milli angól­skra og namibískra stjórn­valda um lög­sögu í mál­inu, þar sem að stjórn­ar­skrá Angóla heim­ili ekki fram­sal á rík­is­borg­urum lands­ins til ann­ars lands. 

Sex þegar ákærðir í Namibíu

Kveikur og Stundin greindu frá því 12. nóv­­em­ber að ­Sam­herji lægi undir grun um að hafa greitt mútur til að tryggja aðgengi að ódýrum kvóta í Namib­íu og Angóla. Hægt er að lesa umfjöllun Kveiks um Angólu­hluta fyr­ir­komu­lags­ins hér. Auk þess hefur er grunur um að Sam­herji hafi stundað umfangs­­­mikið pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göng­u. 

Málið byggir á frá­­­sögn upp­­­ljóstr­­ar­ans Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu og hefur sjálfur við­­ur­­kennt að hafa tekið þátt í umfangs­­miklum lög­­brotum fyr­ir­tæk­is­ins, og gríð­­ar­­legu magni af gögnum sem hann lét Wiki­leaks í té. Þau gögn eru nú aðgeng­i­­leg á inter­net­inu. Al Jazeera sjón­­varps­­stöðin tók einnig þátt í opin­ber­un­inni og birti sinn hluta hennar í byrjun des­em­ber

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og fjórir aðrir menn voru nýverið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður namibísku rík­­­is­út­­­­­gerð­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­starfs­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, ákærð­­ir. 

Sam­herj­­a­­málið er einnig til rann­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­skiptum við DNB, og á Íslandi.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Kortu
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Kortu í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent