Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu

Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.

João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Auglýsing

Banka­reikn­ingar Vict­ória de Bar­ros Neto, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Angóla, eig­in­manns hennar og barna hafa verið frystir og saka­mál hefur verið höfðað á hendur henni. Þetta kom fram angólska dag­blað­inu Jornal De Angola á sunnu­dag.

Ástæðan er ætluð þátt­taka hennar í Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða, þar sem hún á að hafa leikið hlut­verk í athæfi sem fól í sér mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatt­svik. Á meðal þeirra sem eiga að hafa notið góðs af greiðslum til sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi er João de Bar­ros, einn barna ráð­herr­ans fyrr­ver­andi. Hann hefur meðal ann­ars heim­sótt Sam­herja til Íslands og má sjá mynd af honum hér að ofan. ­Með honum á mynd­inni eru Ant­on­io, ráð­gjafi sama ráð­herra, Tam­son Hatuikulipi, Þor­steinn Már Bald­vins­son, þá for­stjóri Sam­herja, James Hatuikulipi og Sacky Shang­hala. Hún var tekin í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn í nóv­em­ber 2013. 

Þetta átti sér stað í kjöl­far þess að dóm­ari í Namibíu gaf út hand­töku­skipun á hendur De Bar­ros Neto vegna máls­ins. Hún bæt­ist þar með í hóp sex Namib­íu­manna, þar af tveggja fyrr­ver­andi ráð­herra, sem hafa verið ákærðir vegna máls­ins. 

Auglýsing
Í blað­inu er haft eftir tals­manni sak­sókn­ara­emb­ættis í Angóla að við­ræður um afmörkun séu í gangi milli angól­skra og namibískra stjórn­valda um lög­sögu í mál­inu, þar sem að stjórn­ar­skrá Angóla heim­ili ekki fram­sal á rík­is­borg­urum lands­ins til ann­ars lands. 

Sex þegar ákærðir í Namibíu

Kveikur og Stundin greindu frá því 12. nóv­­em­ber að ­Sam­herji lægi undir grun um að hafa greitt mútur til að tryggja aðgengi að ódýrum kvóta í Namib­íu og Angóla. Hægt er að lesa umfjöllun Kveiks um Angólu­hluta fyr­ir­komu­lags­ins hér. Auk þess hefur er grunur um að Sam­herji hafi stundað umfangs­­­mikið pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göng­u. 

Málið byggir á frá­­­sögn upp­­­ljóstr­­ar­ans Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu og hefur sjálfur við­­ur­­kennt að hafa tekið þátt í umfangs­­miklum lög­­brotum fyr­ir­tæk­is­ins, og gríð­­ar­­legu magni af gögnum sem hann lét Wiki­leaks í té. Þau gögn eru nú aðgeng­i­­leg á inter­net­inu. Al Jazeera sjón­­varps­­stöðin tók einnig þátt í opin­ber­un­inni og birti sinn hluta hennar í byrjun des­em­ber

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og fjórir aðrir menn voru nýverið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður namibísku rík­­­is­út­­­­­gerð­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­starfs­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, ákærð­­ir. 

Sam­herj­­a­­málið er einnig til rann­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­skiptum við DNB, og á Íslandi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Svona fjölgaði smitum á einni viku: 1, 2, 3, 7, 15, 22, 23, 74
Ástæða er til að gleðjast yfir stöðunni á faraldrinum á Íslandi og njóta þess skjóls sem við erum í þessa dagana, segir Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. „Á sama tíma er gott að hafa í huga að þessi staða er viðkvæm, hún getur breyst hratt.“
Kjarninn 28. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 32. þáttur: Eyja guðanna
Kjarninn 28. janúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent