Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu

Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.

João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Auglýsing

Banka­reikn­ingar Vict­ória de Bar­ros Neto, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Angóla, eig­in­manns hennar og barna hafa verið frystir og saka­mál hefur verið höfðað á hendur henni. Þetta kom fram angólska dag­blað­inu Jornal De Angola á sunnu­dag.

Ástæðan er ætluð þátt­taka hennar í Sam­herj­a­mál­inu svo­kall­aða, þar sem hún á að hafa leikið hlut­verk í athæfi sem fól í sér mútu­greiðsl­ur, pen­inga­þvætti og skatt­svik. Á meðal þeirra sem eiga að hafa notið góðs af greiðslum til sjáv­ar­út­vegs­ráð­herr­ans fyrr­ver­andi er João de Bar­ros, einn barna ráð­herr­ans fyrr­ver­andi. Hann hefur meðal ann­ars heim­sótt Sam­herja til Íslands og má sjá mynd af honum hér að ofan. ­Með honum á mynd­inni eru Ant­on­io, ráð­gjafi sama ráð­herra, Tam­son Hatuikulipi, Þor­steinn Már Bald­vins­son, þá for­stjóri Sam­herja, James Hatuikulipi og Sacky Shang­hala. Hún var tekin í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn í nóv­em­ber 2013. 

Þetta átti sér stað í kjöl­far þess að dóm­ari í Namibíu gaf út hand­töku­skipun á hendur De Bar­ros Neto vegna máls­ins. Hún bæt­ist þar með í hóp sex Namib­íu­manna, þar af tveggja fyrr­ver­andi ráð­herra, sem hafa verið ákærðir vegna máls­ins. 

Auglýsing
Í blað­inu er haft eftir tals­manni sak­sókn­ara­emb­ættis í Angóla að við­ræður um afmörkun séu í gangi milli angól­skra og namibískra stjórn­valda um lög­sögu í mál­inu, þar sem að stjórn­ar­skrá Angóla heim­ili ekki fram­sal á rík­is­borg­urum lands­ins til ann­ars lands. 

Sex þegar ákærðir í Namibíu

Kveikur og Stundin greindu frá því 12. nóv­­em­ber að ­Sam­herji lægi undir grun um að hafa greitt mútur til að tryggja aðgengi að ódýrum kvóta í Namib­íu og Angóla. Hægt er að lesa umfjöllun Kveiks um Angólu­hluta fyr­ir­komu­lags­ins hér. Auk þess hefur er grunur um að Sam­herji hafi stundað umfangs­­­mikið pen­inga­þvætti og skatta­snið­­­göng­u. 

Málið byggir á frá­­­sögn upp­­­ljóstr­­ar­ans Jóhann­esar Stef­áns­­son­­ar, sem starf­aði hjá Sam­herja í Namibíu og hefur sjálfur við­­ur­­kennt að hafa tekið þátt í umfangs­­miklum lög­­brotum fyr­ir­tæk­is­ins, og gríð­­ar­­legu magni af gögnum sem hann lét Wiki­leaks í té. Þau gögn eru nú aðgeng­i­­leg á inter­net­inu. Al Jazeera sjón­­varps­­stöðin tók einnig þátt í opin­ber­un­inni og birti sinn hluta hennar í byrjun des­em­ber

Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og fjórir aðrir menn voru nýverið ákærðir fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­in­u. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður namibísku rík­­­is­út­­­­­gerð­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­starfs­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, ákærð­­ir. 

Sam­herj­­a­­málið er einnig til rann­­sóknar í Nor­egi, þar sem fyr­ir­tækið hefur verið í banka­við­­skiptum við DNB, og á Íslandi.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent