Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Sjö þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram þingsályktunartillögu um breytingu á embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins. Fyrsti flutningsmaður er Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.

Í tillögunni er lagt til að fjármála- og efnahagsráðherra skipi starfshóp sem vinni drög að lagafrumvarpi sem kveði á um breytingu á embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins í þá veru að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar.

Í starfshópnum eigi að minnsta kosti sæti sérfræðingar frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og frá dómsmálaráðuneyti sem og fulltrúar tilnefndir af skattrannsóknarstjóra ríkisins, héraðssaksóknara og ríkissaksóknara. Ráðherra leggi fram lagafrumvarp sem byggist á vinnu starfshópsins á næsta löggjafarþingi.

Auglýsing

Ekkert nýtt að benda á tvíverknað

Í greinargerðinni með tillögunni segir að í meira en aldarfjórðung hafi reglulega verið vakin athygli á nauðsyn þess að uppræta augljósan tvíverknað í rannsókn á skattsvikum og efnahagsbrotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þingmálum sem og mörgum skýrslum og greiningum. Fyrirkomulagið sem er við lýði hér á landi sé seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né meintum sakborningum í hag. Með löngum málsmeðferðartíma vaxi auk þess hættan á að réttarspjöll verði sem leiði til mildari dóma en ella eða jafnvel sýknu eins og dæmi séu um.

Þá kemur fram að eins og löggjöf er nú háttað sé þeim brotum sem þykja alvarleg samkvæmt niðurstöðum rannsókna skattrannsóknarstjóra vísað til héraðssaksóknara til „opinberrar rannsóknar og venjulegrar sakamálameðferðar“.

Samkvæmt upplýsingum frá skattrannsóknarstjóra sé það svo að þrátt fyrir að málum frá embættinu sé samkvæmt orðanna hljóðan vísað til rannsóknar héraðssaksóknara sé almennt ekki um að ræða rannsókn málanna frá grunni hjá því embætti heldur séu rannsóknirnar alla jafna reistar á þeirri rannsókn sem skattrannsóknarstjóri hefur framkvæmt og lýst er í skýrslu hans um viðkomandi mál. 

Þannig sé byggt á gagnaöflun skattrannsóknarstjóra auk þess sem niðurstöður skattrannsóknarstjóra séu yfirleitt lagðar til grundvallar að öllu leyti. Við rannsókn héraðssaksóknara sé sakborningur síðan kvaddur til skýrslutöku vegna málsins. Geti þannig átt sér stað viss tvítekning en ekki sé þó um að ræða algjöra endurtekningu rannsóknar. 

Í flestum tilvikum höfði héraðssaksóknari mál að öllu leyti samkvæmt niðurstöðum rannsókna skattrannsóknarstjóra og nær einvörðungu ef um einfaldari mál er að ræða. Í einhverju tilvikum sé ekki ákært fyrir alla þætti samkvæmt niðurstöðum skattrannsóknarstjóra, en í fáeinum tilvikum séu mál felld niður með öllu vegna þess að ekki þyki tilefni til saksóknar. Skattrannsóknarstjóra sé ekki kunnugt um samsvarandi endurtekningu rannsókna í fyrirkomulagi annarra þjóða.

140 mál óafgreidd í september

Að mati flutningsmanna væri það vel til þess fallið að auka skilvirkni að veita skattrannsóknarstjóra ákæruvald í þeim málum sem embættið rannsakar. Í greinargerðinni kemur fram að í september 2019 hafi 140 óafgreidd mál frá skattrannsóknarstjóra verið hjá héraðssaksóknara.

Óafgreidd mál hjá embætti héraðssaksóknara í september 2019. Mynd: Alþingi

Enn fremur kemur fram í greinargerðinni með þingsályktunartillögunni að skattrannsóknarstjóri skuli nú þegar gæta í sínum rannsóknaraðgerðum að lögum um meðferð sakamála eftir því sem við getur átt. Þekking skattrannsóknarstjóra til að rannsaka sakamál af þessu tagi sé þegar til staðar.

„Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Í þriðju útgáfu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) sem ber heitið Effective Inter-Agency Co-Operation í Fighting Tax Crimes and Other Financial Crimes frá 8. nóvember 2017 má sjá að tilhögun rannsóknar og saksóknar í skattamálum er hagað með mjög mismunandi hætti eftir ríkjum. Má almennt segja að þar séu aðilar að reyna að samtvinna annars vegar sérþekkingu á skattarétti og hins vegar skilvirkni ákærumeðferðar,“ segir í greinargerðinni.

Mun koma í veg fyrir óþarfa fyrirhöfn og kostnað fyrir hið opinbera

Einnig nefna flutningsmenn að peningaþvætti tengist oft skattsvikum og komi fram í skýrslu FATF og áhættumati ríkislögreglustjóra frá því fyrr á árinu að skattalagabrot séu ein helstu frumbrot peningaþvættis. Rannsókn peningaþvættisbrota sé samkvæmt lögum á hendi héraðssaksóknara. Vegna þess hve mjög peningaþvættisbrot tvinnist saman við frumbrot liggi hins vegar vel við að rannsaka peningaþvætti vegna skattsvika samhliða þeim skattalagabrotum sem um ræðir. Hafi þeirri skipan einmitt verið komið á í Svíþjóð nú í ár.

Flutningsmenn telja að verði tvíverknaður við rannsóknir sakamála aflagður muni það koma í veg fyrir óþarfa fyrirhöfn og kostnað fyrir hið opinbera og óþarfa íþyngingu fyrir sakborninga. Líta megi til reynslu af rannsókn stórra flókinna mála sem nýlega hafi verið og séu á borðum embættanna. Því sé lagt til að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að skipa starfshóp sem vinni drög að lagafrumvarpi sem kveði á um breytingu á embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins í þá veru að embættinu verði veitt ákæruvald og heimild til saksóknar í þeim málum sem það rannsakar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent