Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Sjö þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins. Fyrsti flutn­ings­maður er Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í til­lög­unni er lagt til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipi starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Í starfs­hópnum eigi að minnsta kosti sæti sér­fræð­ingar frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og frá dóms­mála­ráðu­neyti sem og full­trúar til­nefndir af skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara. Ráð­herra leggi fram laga­frum­varp sem bygg­ist á vinnu starfs­hóps­ins á næsta lög­gjaf­ar­þingi.

Auglýsing

Ekk­ert nýtt að benda á tví­verknað

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni segir að í meira en ald­ar­fjórð­ung hafi reglu­lega verið vakin athygli á nauð­syn þess að upp­ræta aug­ljósan tví­verknað í rann­sókn á skattsvikum og efna­hags­brotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þing­málum sem og mörgum skýrslum og grein­ing­um. Fyr­ir­komu­lagið sem er við lýði hér á landi sé sein­virkt og kostn­að­ar­samt og hvorki hinu opin­bera né meintum sak­born­ingum í hag. Með löngum máls­með­ferð­ar­tíma vaxi auk þess hættan á að rétt­ar­spjöll verði sem leiði til mild­ari dóma en ella eða jafn­vel sýknu eins og dæmi séu um.

Þá kemur fram að eins og lög­gjöf er nú háttað sé þeim brotum sem þykja alvar­leg sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara til „op­in­berrar rann­sóknar og venju­legrar saka­mála­með­ferð­ar“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé það svo að þrátt fyrir að málum frá emb­ætt­inu sé sam­kvæmt orð­anna hljóðan vísað til rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara sé almennt ekki um að ræða rann­sókn mál­anna frá grunni hjá því emb­ætti heldur séu rann­sókn­irnar alla jafna reistar á þeirri rann­sókn sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fram­kvæmt og lýst er í skýrslu hans um við­kom­andi mál. 

Þannig sé byggt á gagna­öflun skatt­rann­sókn­ar­stjóra auk þess sem nið­ur­stöður skatt­rann­sókn­ar­stjóra séu yfir­leitt lagðar til grund­vallar að öllu leyti. Við rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara sé sak­born­ingur síðan kvaddur til skýrslu­töku vegna máls­ins. Geti þannig átt sér stað viss tví­tekn­ing en ekki sé þó um að ræða algjöra end­ur­tekn­ingu rann­sókn­ar. 

Í flestum til­vikum höfði hér­aðs­sak­sókn­ari mál að öllu leyti sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra og nær ein­vörð­ungu ef um ein­fald­ari mál er að ræða. Í ein­hverju til­vikum sé ekki ákært fyrir alla þætti sam­kvæmt nið­ur­stöðum skatt­rann­sókn­ar­stjóra, en í fáeinum til­vikum séu mál felld niður með öllu vegna þess að ekki þyki til­efni til sak­sókn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé ekki kunn­ugt um sam­svar­andi end­ur­tekn­ingu rann­sókna í fyr­ir­komu­lagi ann­arra þjóða.

140 mál óaf­greidd í sept­em­ber

Að mati flutn­ings­manna væri það vel til þess fallið að auka skil­virkni að veita skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald í þeim málum sem emb­ættið rann­sak­ar. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að í sept­em­ber 2019 hafi 140 óaf­greidd mál frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra verið hjá hér­aðs­sak­sókn­ara.

Óafgreidd mál hjá embætti héraðssaksóknara í september 2019. Mynd: Alþingi

Enn fremur kemur fram í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að skatt­rann­sókn­ar­stjóri skuli nú þegar gæta í sínum rann­sókn­ar­að­gerðum að lögum um með­ferð saka­mála eftir því sem við getur átt. Þekk­ing skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að rann­saka saka­mál af þessu tagi sé þegar til stað­ar.

„Saka­mál vegna skatta­laga­brota krefj­ast sér­þekk­ingar og sér­hæf­ing­ar, bæði hvað varðar rann­sóknir og sak­sókn. Það stuðlar að skil­virkni að einn og sami aðil­inn ann­ist hvort tveggja. Slík til­högun er þekkt í öðrum lönd­um, þar á meðal í Þýska­landi. Í þriðju útgáfu skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem ber heitið Effect­ive Inter-A­gency Co-Oper­ation í Fight­ing Tax Crimes and Other Fin­ancial Crimes frá 8. nóv­em­ber 2017 má sjá að til­högun rann­sóknar og sak­sóknar í skatta­málum er hagað með mjög mis­mun­andi hætti eftir ríkj­um. Má almennt segja að þar séu aðilar að reyna að sam­tvinna ann­ars vegar sér­þekk­ingu á skatta­rétti og hins vegar skil­virkni ákæru­með­ferð­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Mun koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera

Einnig nefna flutn­ings­menn að pen­inga­þvætti teng­ist oft skattsvikum og komi fram í skýrslu FATF og áhættu­mati rík­is­lög­reglu­stjóra frá því fyrr á árinu að skatta­laga­brot séu ein helstu frum­brot pen­inga­þvætt­is. Rann­sókn pen­inga­þvætt­is­brota sé sam­kvæmt lögum á hendi hér­aðs­sak­sókn­ara. Vegna þess hve mjög pen­inga­þvætt­is­brot tvinn­ist saman við frum­brot liggi hins vegar vel við að rann­saka pen­inga­þvætti vegna skattsvika sam­hliða þeim skatta­laga­brotum sem um ræð­ir. Hafi þeirri skipan einmitt verið komið á í Sví­þjóð nú í ár.

Flutn­ings­menn telja að verði tví­verkn­aður við rann­sóknir saka­mála aflagður muni það koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera og óþarfa íþyng­ingu fyrir sak­born­inga. Líta megi til reynslu af rann­sókn stórra flók­inna mála sem nýlega hafi verið og séu á borðum emb­ætt­anna. Því sé lagt til að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent