Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Sjö þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins. Fyrsti flutn­ings­maður er Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í til­lög­unni er lagt til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipi starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Í starfs­hópnum eigi að minnsta kosti sæti sér­fræð­ingar frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og frá dóms­mála­ráðu­neyti sem og full­trúar til­nefndir af skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara. Ráð­herra leggi fram laga­frum­varp sem bygg­ist á vinnu starfs­hóps­ins á næsta lög­gjaf­ar­þingi.

Auglýsing

Ekk­ert nýtt að benda á tví­verknað

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni segir að í meira en ald­ar­fjórð­ung hafi reglu­lega verið vakin athygli á nauð­syn þess að upp­ræta aug­ljósan tví­verknað í rann­sókn á skattsvikum og efna­hags­brotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þing­málum sem og mörgum skýrslum og grein­ing­um. Fyr­ir­komu­lagið sem er við lýði hér á landi sé sein­virkt og kostn­að­ar­samt og hvorki hinu opin­bera né meintum sak­born­ingum í hag. Með löngum máls­með­ferð­ar­tíma vaxi auk þess hættan á að rétt­ar­spjöll verði sem leiði til mild­ari dóma en ella eða jafn­vel sýknu eins og dæmi séu um.

Þá kemur fram að eins og lög­gjöf er nú háttað sé þeim brotum sem þykja alvar­leg sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara til „op­in­berrar rann­sóknar og venju­legrar saka­mála­með­ferð­ar“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé það svo að þrátt fyrir að málum frá emb­ætt­inu sé sam­kvæmt orð­anna hljóðan vísað til rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara sé almennt ekki um að ræða rann­sókn mál­anna frá grunni hjá því emb­ætti heldur séu rann­sókn­irnar alla jafna reistar á þeirri rann­sókn sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fram­kvæmt og lýst er í skýrslu hans um við­kom­andi mál. 

Þannig sé byggt á gagna­öflun skatt­rann­sókn­ar­stjóra auk þess sem nið­ur­stöður skatt­rann­sókn­ar­stjóra séu yfir­leitt lagðar til grund­vallar að öllu leyti. Við rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara sé sak­born­ingur síðan kvaddur til skýrslu­töku vegna máls­ins. Geti þannig átt sér stað viss tví­tekn­ing en ekki sé þó um að ræða algjöra end­ur­tekn­ingu rann­sókn­ar. 

Í flestum til­vikum höfði hér­aðs­sak­sókn­ari mál að öllu leyti sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra og nær ein­vörð­ungu ef um ein­fald­ari mál er að ræða. Í ein­hverju til­vikum sé ekki ákært fyrir alla þætti sam­kvæmt nið­ur­stöðum skatt­rann­sókn­ar­stjóra, en í fáeinum til­vikum séu mál felld niður með öllu vegna þess að ekki þyki til­efni til sak­sókn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé ekki kunn­ugt um sam­svar­andi end­ur­tekn­ingu rann­sókna í fyr­ir­komu­lagi ann­arra þjóða.

140 mál óaf­greidd í sept­em­ber

Að mati flutn­ings­manna væri það vel til þess fallið að auka skil­virkni að veita skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald í þeim málum sem emb­ættið rann­sak­ar. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að í sept­em­ber 2019 hafi 140 óaf­greidd mál frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra verið hjá hér­aðs­sak­sókn­ara.

Óafgreidd mál hjá embætti héraðssaksóknara í september 2019. Mynd: Alþingi

Enn fremur kemur fram í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að skatt­rann­sókn­ar­stjóri skuli nú þegar gæta í sínum rann­sókn­ar­að­gerðum að lögum um með­ferð saka­mála eftir því sem við getur átt. Þekk­ing skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að rann­saka saka­mál af þessu tagi sé þegar til stað­ar.

„Saka­mál vegna skatta­laga­brota krefj­ast sér­þekk­ingar og sér­hæf­ing­ar, bæði hvað varðar rann­sóknir og sak­sókn. Það stuðlar að skil­virkni að einn og sami aðil­inn ann­ist hvort tveggja. Slík til­högun er þekkt í öðrum lönd­um, þar á meðal í Þýska­landi. Í þriðju útgáfu skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem ber heitið Effect­ive Inter-A­gency Co-Oper­ation í Fight­ing Tax Crimes and Other Fin­ancial Crimes frá 8. nóv­em­ber 2017 má sjá að til­högun rann­sóknar og sak­sóknar í skatta­málum er hagað með mjög mis­mun­andi hætti eftir ríkj­um. Má almennt segja að þar séu aðilar að reyna að sam­tvinna ann­ars vegar sér­þekk­ingu á skatta­rétti og hins vegar skil­virkni ákæru­með­ferð­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Mun koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera

Einnig nefna flutn­ings­menn að pen­inga­þvætti teng­ist oft skattsvikum og komi fram í skýrslu FATF og áhættu­mati rík­is­lög­reglu­stjóra frá því fyrr á árinu að skatta­laga­brot séu ein helstu frum­brot pen­inga­þvætt­is. Rann­sókn pen­inga­þvætt­is­brota sé sam­kvæmt lögum á hendi hér­aðs­sak­sókn­ara. Vegna þess hve mjög pen­inga­þvætt­is­brot tvinn­ist saman við frum­brot liggi hins vegar vel við að rann­saka pen­inga­þvætti vegna skattsvika sam­hliða þeim skatta­laga­brotum sem um ræð­ir. Hafi þeirri skipan einmitt verið komið á í Sví­þjóð nú í ár.

Flutn­ings­menn telja að verði tví­verkn­aður við rann­sóknir saka­mála aflagður muni það koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera og óþarfa íþyng­ingu fyrir sak­born­inga. Líta megi til reynslu af rann­sókn stórra flók­inna mála sem nýlega hafi verið og séu á borðum emb­ætt­anna. Því sé lagt til að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Gunnarsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent