Vilja að embætti skattrannsóknarstjóra verði veitt ákæruvald

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga þar sem lagðar eru til breyt­ingar á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
Auglýsing

Sjö þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar hafa lagt fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins. Fyrsti flutn­ings­maður er Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Í til­lög­unni er lagt til að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skipi starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Í starfs­hópnum eigi að minnsta kosti sæti sér­fræð­ingar frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti og frá dóms­mála­ráðu­neyti sem og full­trúar til­nefndir af skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins, hér­aðs­sak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara. Ráð­herra leggi fram laga­frum­varp sem bygg­ist á vinnu starfs­hóps­ins á næsta lög­gjaf­ar­þingi.

Auglýsing

Ekk­ert nýtt að benda á tví­verknað

Í grein­ar­gerð­inni með til­lög­unni segir að í meira en ald­ar­fjórð­ung hafi reglu­lega verið vakin athygli á nauð­syn þess að upp­ræta aug­ljósan tví­verknað í rann­sókn á skattsvikum og efna­hags­brotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þing­málum sem og mörgum skýrslum og grein­ing­um. Fyr­ir­komu­lagið sem er við lýði hér á landi sé sein­virkt og kostn­að­ar­samt og hvorki hinu opin­bera né meintum sak­born­ingum í hag. Með löngum máls­með­ferð­ar­tíma vaxi auk þess hættan á að rétt­ar­spjöll verði sem leiði til mild­ari dóma en ella eða jafn­vel sýknu eins og dæmi séu um.

Þá kemur fram að eins og lög­gjöf er nú háttað sé þeim brotum sem þykja alvar­leg sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra vísað til hér­aðs­sak­sókn­ara til „op­in­berrar rann­sóknar og venju­legrar saka­mála­með­ferð­ar“.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé það svo að þrátt fyrir að málum frá emb­ætt­inu sé sam­kvæmt orð­anna hljóðan vísað til rann­sóknar hér­aðs­sak­sókn­ara sé almennt ekki um að ræða rann­sókn mál­anna frá grunni hjá því emb­ætti heldur séu rann­sókn­irnar alla jafna reistar á þeirri rann­sókn sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur fram­kvæmt og lýst er í skýrslu hans um við­kom­andi mál. 

Þannig sé byggt á gagna­öflun skatt­rann­sókn­ar­stjóra auk þess sem nið­ur­stöður skatt­rann­sókn­ar­stjóra séu yfir­leitt lagðar til grund­vallar að öllu leyti. Við rann­sókn hér­aðs­sak­sókn­ara sé sak­born­ingur síðan kvaddur til skýrslu­töku vegna máls­ins. Geti þannig átt sér stað viss tví­tekn­ing en ekki sé þó um að ræða algjöra end­ur­tekn­ingu rann­sókn­ar. 

Í flestum til­vikum höfði hér­aðs­sak­sókn­ari mál að öllu leyti sam­kvæmt nið­ur­stöðum rann­sókna skatt­rann­sókn­ar­stjóra og nær ein­vörð­ungu ef um ein­fald­ari mál er að ræða. Í ein­hverju til­vikum sé ekki ákært fyrir alla þætti sam­kvæmt nið­ur­stöðum skatt­rann­sókn­ar­stjóra, en í fáeinum til­vikum séu mál felld niður með öllu vegna þess að ekki þyki til­efni til sak­sókn­ar. Skatt­rann­sókn­ar­stjóra sé ekki kunn­ugt um sam­svar­andi end­ur­tekn­ingu rann­sókna í fyr­ir­komu­lagi ann­arra þjóða.

140 mál óaf­greidd í sept­em­ber

Að mati flutn­ings­manna væri það vel til þess fallið að auka skil­virkni að veita skatt­rann­sókn­ar­stjóra ákæru­vald í þeim málum sem emb­ættið rann­sak­ar. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að í sept­em­ber 2019 hafi 140 óaf­greidd mál frá skatt­rann­sókn­ar­stjóra verið hjá hér­aðs­sak­sókn­ara.

Óafgreidd mál hjá embætti héraðssaksóknara í september 2019. Mynd: Alþingi

Enn fremur kemur fram í grein­ar­gerð­inni með þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni að skatt­rann­sókn­ar­stjóri skuli nú þegar gæta í sínum rann­sókn­ar­að­gerðum að lögum um með­ferð saka­mála eftir því sem við getur átt. Þekk­ing skatt­rann­sókn­ar­stjóra til að rann­saka saka­mál af þessu tagi sé þegar til stað­ar.

„Saka­mál vegna skatta­laga­brota krefj­ast sér­þekk­ingar og sér­hæf­ing­ar, bæði hvað varðar rann­sóknir og sak­sókn. Það stuðlar að skil­virkni að einn og sami aðil­inn ann­ist hvort tveggja. Slík til­högun er þekkt í öðrum lönd­um, þar á meðal í Þýska­landi. Í þriðju útgáfu skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD) sem ber heitið Effect­ive Inter-A­gency Co-Oper­ation í Fight­ing Tax Crimes and Other Fin­ancial Crimes frá 8. nóv­em­ber 2017 má sjá að til­högun rann­sóknar og sak­sóknar í skatta­málum er hagað með mjög mis­mun­andi hætti eftir ríkj­um. Má almennt segja að þar séu aðilar að reyna að sam­tvinna ann­ars vegar sér­þekk­ingu á skatta­rétti og hins vegar skil­virkni ákæru­með­ferð­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Mun koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera

Einnig nefna flutn­ings­menn að pen­inga­þvætti teng­ist oft skattsvikum og komi fram í skýrslu FATF og áhættu­mati rík­is­lög­reglu­stjóra frá því fyrr á árinu að skatta­laga­brot séu ein helstu frum­brot pen­inga­þvætt­is. Rann­sókn pen­inga­þvætt­is­brota sé sam­kvæmt lögum á hendi hér­aðs­sak­sókn­ara. Vegna þess hve mjög pen­inga­þvætt­is­brot tvinn­ist saman við frum­brot liggi hins vegar vel við að rann­saka pen­inga­þvætti vegna skattsvika sam­hliða þeim skatta­laga­brotum sem um ræð­ir. Hafi þeirri skipan einmitt verið komið á í Sví­þjóð nú í ár.

Flutn­ings­menn telja að verði tví­verkn­aður við rann­sóknir saka­mála aflagður muni það koma í veg fyrir óþarfa fyr­ir­höfn og kostnað fyrir hið opin­bera og óþarfa íþyng­ingu fyrir sak­born­inga. Líta megi til reynslu af rann­sókn stórra flók­inna mála sem nýlega hafi verið og séu á borðum emb­ætt­anna. Því sé lagt til að Alþingi álykti að fela fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra að skipa starfs­hóp sem vinni drög að laga­frum­varpi sem kveði á um breyt­ingu á emb­ætti skatt­rann­sókn­ar­stjóra rík­is­ins í þá veru að emb­ætt­inu verði veitt ákæru­vald og heim­ild til sak­sóknar í þeim málum sem það rann­sak­ar.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent