Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag

Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, um stuðn­­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, er á dag­skrá þing­fundar sem hefst klukkan 10:30 í dag. 

Til stóð að Lilja myndi mæla fyrir mál­inu á mánu­dag og var það þá sett á dag­skrá, en það þarf að sam­þykkj­ast með afbrigðum vegna þess að málið kom inn í þingið eftir að frestur til að leggja fram þing­mál rann út. 

Lilja fékk hins vegar ekki að mæla fyrir mál­inu, sem hefur þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna, þá. Ástæðan er sú að þegar það kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­­skránna var ekki nægj­an­­legur fjöldi þing­­manna í þing­­sal til að fram­­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­­fús­­­son, for­­seti Alþing­is, ávítti þing­­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­­skrá fyrir þing­­lok. 

Auglýsing
Alls var um þrjú mál að ræða sem sam­þykkja þurfti með atkvæðum að hleypa á dag­skrá, en auk fjöl­miðla­frum­varps­ins voru það stjórn­­­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­­kirkj­unn­ar og frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári.

Þegar dag­­skrá Alþingis var birt á þriðju­dags­morgun kom í ljós yrði reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið vegna and­­stöðu innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem situr í rík­­is­­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. Hluti þing­­manna hans hafa ítrekað lýst yfir mik­illi and­­stöðu við frum­varp­ið. 

End­ur­greiðsla lækkuð í 18 pró­sent

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föst­u­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­­mynd sem upp­­haf­­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­­ur­greiða kostnað við rekstur rit­­stjórnar í sam­ræmi við end­­ur­greiðslur vegna fram­­leiðslu kvik­­mynda og hljóð­­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­­­lega að end­­ur­greiðslu­hlut­­fallið er lækkað úr 25 pró­­sent í 18 pró­­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­­­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­­ingur til þeirra myndi drag­­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu mið­l­unum í skaut myndi lítið breyt­­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­­ar­­stuðn­­ings­greiðslur yrðu 400 millj­­ónir króna en að hámarks­­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­­­gáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins) og Torg (Út­­­gáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins) myndu fá hámarks­­greiðslu og lík­­­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­­­gáfu­­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­­ingi úr rík­­is­­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­­fall rit­­stjórn­­­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­­sent. 

Til við­­bótar við þetta átti að greiða sér­­stakan stuðn­­ing, alls fjögur pró­­sent af launum allra starfs­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­­kerf­­is. Ljóst er að sá sér­­staki stuðn­­ingur myndi fara að upp­i­­­stöðu til stærstu mið­l­anna lík­­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja sem upp­­­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent