Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag

Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, um stuðn­­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, er á dag­skrá þing­fundar sem hefst klukkan 10:30 í dag. 

Til stóð að Lilja myndi mæla fyrir mál­inu á mánu­dag og var það þá sett á dag­skrá, en það þarf að sam­þykkj­ast með afbrigðum vegna þess að málið kom inn í þingið eftir að frestur til að leggja fram þing­mál rann út. 

Lilja fékk hins vegar ekki að mæla fyrir mál­inu, sem hefur þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna, þá. Ástæðan er sú að þegar það kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­­skránna var ekki nægj­an­­legur fjöldi þing­­manna í þing­­sal til að fram­­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­­fús­­­son, for­­seti Alþing­is, ávítti þing­­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­­skrá fyrir þing­­lok. 

Auglýsing
Alls var um þrjú mál að ræða sem sam­þykkja þurfti með atkvæðum að hleypa á dag­skrá, en auk fjöl­miðla­frum­varps­ins voru það stjórn­­­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­­kirkj­unn­ar og frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári.

Þegar dag­­skrá Alþingis var birt á þriðju­dags­morgun kom í ljós yrði reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið vegna and­­stöðu innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem situr í rík­­is­­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. Hluti þing­­manna hans hafa ítrekað lýst yfir mik­illi and­­stöðu við frum­varp­ið. 

End­ur­greiðsla lækkuð í 18 pró­sent

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föst­u­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­­mynd sem upp­­haf­­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­­ur­greiða kostnað við rekstur rit­­stjórnar í sam­ræmi við end­­ur­greiðslur vegna fram­­leiðslu kvik­­mynda og hljóð­­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­­­lega að end­­ur­greiðslu­hlut­­fallið er lækkað úr 25 pró­­sent í 18 pró­­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­­­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­­ingur til þeirra myndi drag­­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu mið­l­unum í skaut myndi lítið breyt­­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­­ar­­stuðn­­ings­greiðslur yrðu 400 millj­­ónir króna en að hámarks­­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­­­gáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins) og Torg (Út­­­gáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins) myndu fá hámarks­­greiðslu og lík­­­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­­­gáfu­­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­­ingi úr rík­­is­­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­­fall rit­­stjórn­­­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­­sent. 

Til við­­bótar við þetta átti að greiða sér­­stakan stuðn­­ing, alls fjögur pró­­sent af launum allra starfs­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­­kerf­­is. Ljóst er að sá sér­­staki stuðn­­ingur myndi fara að upp­i­­­stöðu til stærstu mið­l­anna lík­­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja sem upp­­­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent