Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag

Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.

Fjölmiðlar collage
Auglýsing

Frum­varp Lilju Alfreðs­dótt­­ur, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, um stuðn­­ings­greiðslur til einka­rek­inna fjöl­miðla, er á dag­skrá þing­fundar sem hefst klukkan 10:30 í dag. 

Til stóð að Lilja myndi mæla fyrir mál­inu á mánu­dag og var það þá sett á dag­skrá, en það þarf að sam­þykkj­ast með afbrigðum vegna þess að málið kom inn í þingið eftir að frestur til að leggja fram þing­mál rann út. 

Lilja fékk hins vegar ekki að mæla fyrir mál­inu, sem hefur þegar verið afgreitt úr rík­is­stjórn og þing­flokkum allra stjórn­ar­flokk­anna, þá. Ástæðan er sú að þegar það kom að því að greiða atkvæði um hvort að bæta ætti mál­unum við dag­­skránna var ekki nægj­an­­legur fjöldi þing­­manna í þing­­sal til að fram­­kvæma slíka atkvæða­greiðslu. Stein­grím­ur J. Sig­­­fús­­­son, for­­seti Alþing­is, ávítti þing­­­menn vegna fjar­veru þeirra. Þar voru þing­­menn stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar að verki en þetta bragð var til þess gert að marka þeim stöðu í samn­ingum um hvaða mál kæmust á dag­­skrá fyrir þing­­lok. 

Auglýsing
Alls var um þrjú mál að ræða sem sam­þykkja þurfti með atkvæðum að hleypa á dag­skrá, en auk fjöl­miðla­frum­varps­ins voru það stjórn­­­ar­frum­varp um stöðu, stjórn og starfs­hætti þjóð­­kirkj­unn­ar og frum­varp um breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­­legra eig­enda þar sem fresti félaga til að gera grein fyrir þeim verður flýtt fram til 1. mars á næsta ári.

Þegar dag­­skrá Alþingis var birt á þriðju­dags­morgun kom í ljós yrði reynt verður að nýju að mæla fyrir tveimur þeirra. Það eina sem rataði ekki aftur á dag­­skrá var umrætt fjöl­miðla­frum­varp. 

Heim­ildir Kjarn­ans herma að það hafi verið vegna and­­stöðu innan Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins, sem situr í rík­­is­­stjórn með flokki mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra. Hluti þing­­manna hans hafa ítrekað lýst yfir mik­illi and­­stöðu við frum­varp­ið. 

End­ur­greiðsla lækkuð í 18 pró­sent

Frum­varpið hefur tekið breyt­ingum frá því var fyrst dreift á þingi í vor. Sú breytta útgáfa, sem var kynnt á föst­u­dag, er útþynnt útgáfa af þeirri hug­­mynd sem upp­­haf­­lega var lagt upp með, og hefur verið ráð­andi í ferli sem málið hefur nú verið í árum sam­an, að end­­ur­greiða kostnað við rekstur rit­­stjórnar í sam­ræmi við end­­ur­greiðslur vegna fram­­leiðslu kvik­­mynda og hljóð­­rit­unar á tón­list. 

Í þynn­ing­unni fólst aðal­­­lega að end­­ur­greiðslu­hlut­­fallið er lækkað úr 25 pró­­sent í 18 pró­­sent. Þessi breyt­ing hefur fyrst og síð­­­ast áhrif á minni fjöl­miðla. Það er að segja alla fjöl­miðla nema þá allra stærstu. Ljóst var að í henni fólst að væntur stuðn­­ingur til þeirra myndi drag­­ast saman um tæpan þriðj­ung en að það sem myndi falla stærstu mið­l­unum í skaut myndi lítið breyt­­ast.

Í nýju útgáf­unni er stefnt að því að heild­­ar­­stuðn­­ings­greiðslur yrðu 400 millj­­ónir króna en að hámarks­­greiðsla til hvers og eins mið­ils yrði 50 millj­­ónir króna. Að minnsta kosti þrjú fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki: Sýn, Árvakur (út­­­gáfu­­fé­lag Morg­un­­blaðs­ins) og Torg (Út­­­gáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins) myndu fá hámarks­­greiðslu og lík­­­lega Frjáls Fjöl­miðlun (Út­­­gáfu­­fé­lag DV og tengdra miðla) líka, ef þau myndu stand­­ast þau skil­yrði sem sett voru fyrir stuðn­­ingi úr rík­­is­­sjóði. Það eru skil­yrði á borð við að vera með öll opin­ber gjöld í skil­um, að fleiri en þrír starfi á rit­­stjórn, að fjöl­mið­ill­inn hafi starfað í að minnsta kosti ár og að hlut­­fall rit­­stjórn­­­ar­efnis í honum sé að minnsta kosti 40 pró­­sent. 

Til við­­bótar við þetta átti að greiða sér­­stakan stuðn­­ing, alls fjögur pró­­sent af launum allra starfs­­manna fjöl­mið­ils sem falla undir lægra þrep núgild­andi tekju­skatts­­kerf­­is. Ljóst er að sá sér­­staki stuðn­­ingur myndi fara að upp­i­­­stöðu til stærstu mið­l­anna lík­­a. 

Kjarn­inn miðlar er eitt þeirra fjöl­miðla­­­fyr­ir­tækja sem upp­­­­­fylla þau skil­yrði sem sett eru fyrir end­­­ur­greiðslu í frum­varp­in­u.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent