Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“

Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.

Katrín Jakobsdóttir
Auglýsing

Í dag var hald­inn sér­stakur fundur þjóðar­ör­ygg­is­ráðs vegna hinna for­dæma­lausu aðstæðna sem upp hafa komið í fram­haldi af ofsa­veðri und­an­farna daga. 

Gestir fund­ar­ins voru Þór­dís Kol­brún R. Gylfa­dótt­ir, ferð­mála, -iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráð­herra, og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra, ásamt ráðu­neyt­is­stjór­um.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

Þá var full­trúum almanna­varna­deildar Rík­is­lög­reglu­stjóra boðið til fund­ar­ins ásamt full­trúa Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjargar og Rauða kross Íslands og gerðu þeir grein fyrir stöðu mála, hver á sínu sviði, og sam­vinnu fjöl­margra aðila um land allt. 

Á fund­inum var farið yfir afleið­ingar veð­urs­ins, stöðu mála og næstu skref. „Ljóst er að miklar trufl­anir og bil­anir hafa valdið raf­magns­leysi víða á Norð­ur­landi. Fjar­skipti liggja niðri víða á sama svæði. Um for­dæma­laust ástand er að ræða að þessu leyti og því þótti ráð­legt að boða þjóðar­ör­ygg­is­ráð saman og fara yfir stöð­una sbr. 2. mgr. 6.gr. laga um þjóðar­ör­ygg­is­ráð. Þess er vænst að við­gerðir á flutn­ings­kerfi muni taka nokkra daga,“ segir í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

800 björg­un­ar­sveit­ar­menn að störfum

Staða mála verður rædd enn frekar á vett­vangi rík­is­stjórn­ar­innar á morgun þar sem fjallað verður um nauð­syn­legar aðgerðir til skemmri og lengri tíma lit­ið, segir í til­kynn­ing­u. 

Um 800 björg­un­ar­sveit­ar­menn hafa verið við störf und­an­farna daga vegna óveð­urs­ins, sam­kvæmt upp­lýs­ingum úr stöðu­skýrslu almanna­varna frá því í dag. Þar af hafa 224 komið að leit að pilti í Sölva­dal, sem féll í Núpá þegar hann var að vinna við stíflu í ánn­i. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent