Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs

Tíu þingmenn leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Tíu þing­menn úr fjórum flokkum Sam­fylk­ing­unni, Píröt­um, VG og Við­reisn­, auk Andr­ésar Inga Jóns­syni þing­manni utan þing­flokka, hafa lagt fram frum­varp þess efnis að auka aðhalds­hlut­verk lofts­lags­ráðs. 

Þing­menn­irnir leggja til að að ráðið leggi reglu­lega fram álits­gerð um hvort aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum upp­fylli yfir­lýst mark­mið stjórn­valda og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Slík álits­gerð yrði síðan birt opin­ber­lega sem ­sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda.

Rýna í áætl­an­ir ­stjórn­valda á und­ir­bún­ings­stigi

Vorið 2018 komu stjórn­völd á fót svoköll­uðu lofts­lags­ráði sem veita á stjórn­völdum aðhald og ráð­gjöf um stefnu­mark­andi ákvarð­anir sem tengj­ast lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð er sjálf­stætt í sínum störfum og í ráð­inu eiga sæti full­trúar atvinnu­lífs­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka auk ann­arra full­trúa. Hall­dór Þor­geirs­son er for­maður ráðs­ins. 

Auglýsing

Verk­efni ráðs­ins eru meðal ann­ars að veita ráð­gjöf um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að­gerðir til að auka kolefn­is­bind­ingu, hafa yfir­sýn yfir miðlun fræðslu og upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til almenn­ings, fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Auk þess skal ráðið rýna á und­ir­bún­ings­stigi áætl­anir stjórn­valda sem snerta lofts­lags­mála sem og ­til­lögur sem ber­ast frá fag­stofn­unum um vöktun og rann­sóknir sem tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um. 

Vilja að aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sé end­ur­skoðuð á tveggja ára fresti

Með frum­varpi þing­manna er lagt til að auka aðhald ráðs­ins enn frek­ar. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að þegar kemur að beinni aðkomu að stærri áætl­unum stjórn­valda sé ekki skýrt hvernig eft­ir­lit ráðs­ins skuli fara fram. Því leggja þing­menn­irnir til að ráð­inu sé skylt að rýna aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum þegar hún hefur verið lögð fram innan fjög­urra vikna frá fram­lagn­ingu henn­ar. 

Slíkt verk­lag yrði að mörgu leyti hlið­stætt því hlut­verki sem fjár­mála­ráði er falið en það ráð skal meta hvort fjár­mála­stefna og fjár­mála­á­ætlun fylgi þeim grunn­gildum og skil­yrðum sem talin eru í lögum um opin­ber fjár­mál, en nýtur að öðru leyti sjálf­stæðis í því hvernig staðið skuli að því mat­i. 

Allir fjórir þingmenn Viðreisnar eru hluti af flutningsmönnum frumvarpsins. Mynd:Bára Huld Beck„Með opin­berri birt­ingu á álits­gerð fjár­mála­ráðs er stuðlað að almennri og hlut­lægri umræðu um stefnu stjórn­valda um opin­ber fjár­mál. Flutn­ings­menn telja að sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­uðum aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum sé mik­il­vægt grund­vall­ar­at­riði í stefnu­mörkun hins opin­bera og opin­berri umræðu þar um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jafn­framt leggja ­þing­menn­irn­ir til að aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum skuli end­ur­skoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti í stað fjög­urra til að „end­ur­spegla þá brýnu þörf sem er á stig­vax­andi efl­ingu aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um“.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – AMD svarar NVidia og Airpods-lekar
Kjarninn 30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
Kjarninn 30. október 2020
75 ný smit innanlands – Von er á hertum aðgerðum
Ríkisstjórnin stefnir á að halda blaðamannafund í dag þar sem hertar aðgerðir verða kynntar.
Kjarninn 30. október 2020
Pawel Bartoszek
Fargjaldatekjur sannarlega mælikvarði á hagkvæmni
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent