Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs

Tíu þingmenn leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Tíu þing­menn úr fjórum flokkum Sam­fylk­ing­unni, Píröt­um, VG og Við­reisn­, auk Andr­ésar Inga Jóns­syni þing­manni utan þing­flokka, hafa lagt fram frum­varp þess efnis að auka aðhalds­hlut­verk lofts­lags­ráðs. 

Þing­menn­irnir leggja til að að ráðið leggi reglu­lega fram álits­gerð um hvort aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum upp­fylli yfir­lýst mark­mið stjórn­valda og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Slík álits­gerð yrði síðan birt opin­ber­lega sem ­sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda.

Rýna í áætl­an­ir ­stjórn­valda á und­ir­bún­ings­stigi

Vorið 2018 komu stjórn­völd á fót svoköll­uðu lofts­lags­ráði sem veita á stjórn­völdum aðhald og ráð­gjöf um stefnu­mark­andi ákvarð­anir sem tengj­ast lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð er sjálf­stætt í sínum störfum og í ráð­inu eiga sæti full­trúar atvinnu­lífs­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka auk ann­arra full­trúa. Hall­dór Þor­geirs­son er for­maður ráðs­ins. 

Auglýsing

Verk­efni ráðs­ins eru meðal ann­ars að veita ráð­gjöf um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að­gerðir til að auka kolefn­is­bind­ingu, hafa yfir­sýn yfir miðlun fræðslu og upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til almenn­ings, fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Auk þess skal ráðið rýna á und­ir­bún­ings­stigi áætl­anir stjórn­valda sem snerta lofts­lags­mála sem og ­til­lögur sem ber­ast frá fag­stofn­unum um vöktun og rann­sóknir sem tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um. 

Vilja að aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sé end­ur­skoðuð á tveggja ára fresti

Með frum­varpi þing­manna er lagt til að auka aðhald ráðs­ins enn frek­ar. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að þegar kemur að beinni aðkomu að stærri áætl­unum stjórn­valda sé ekki skýrt hvernig eft­ir­lit ráðs­ins skuli fara fram. Því leggja þing­menn­irnir til að ráð­inu sé skylt að rýna aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum þegar hún hefur verið lögð fram innan fjög­urra vikna frá fram­lagn­ingu henn­ar. 

Slíkt verk­lag yrði að mörgu leyti hlið­stætt því hlut­verki sem fjár­mála­ráði er falið en það ráð skal meta hvort fjár­mála­stefna og fjár­mála­á­ætlun fylgi þeim grunn­gildum og skil­yrðum sem talin eru í lögum um opin­ber fjár­mál, en nýtur að öðru leyti sjálf­stæðis í því hvernig staðið skuli að því mat­i. 

Allir fjórir þingmenn Viðreisnar eru hluti af flutningsmönnum frumvarpsins. Mynd:Bára Huld Beck„Með opin­berri birt­ingu á álits­gerð fjár­mála­ráðs er stuðlað að almennri og hlut­lægri umræðu um stefnu stjórn­valda um opin­ber fjár­mál. Flutn­ings­menn telja að sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­uðum aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum sé mik­il­vægt grund­vall­ar­at­riði í stefnu­mörkun hins opin­bera og opin­berri umræðu þar um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jafn­framt leggja ­þing­menn­irn­ir til að aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum skuli end­ur­skoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti í stað fjög­urra til að „end­ur­spegla þá brýnu þörf sem er á stig­vax­andi efl­ingu aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um“.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent