Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs

Tíu þingmenn leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Tíu þing­menn úr fjórum flokkum Sam­fylk­ing­unni, Píröt­um, VG og Við­reisn­, auk Andr­ésar Inga Jóns­syni þing­manni utan þing­flokka, hafa lagt fram frum­varp þess efnis að auka aðhalds­hlut­verk lofts­lags­ráðs. 

Þing­menn­irnir leggja til að að ráðið leggi reglu­lega fram álits­gerð um hvort aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum upp­fylli yfir­lýst mark­mið stjórn­valda og al­þjóð­leg­ar skuld­bind­ing­ar. Slík álits­gerð yrði síðan birt opin­ber­lega sem ­sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­aðar aðgerðir stjórn­valda.

Rýna í áætl­an­ir ­stjórn­valda á und­ir­bún­ings­stigi

Vorið 2018 komu stjórn­völd á fót svoköll­uðu lofts­lags­ráði sem veita á stjórn­völdum aðhald og ráð­gjöf um stefnu­mark­andi ákvarð­anir sem tengj­ast lofts­lags­mál­um. Lofts­lags­ráð er sjálf­stætt í sínum störfum og í ráð­inu eiga sæti full­trúar atvinnu­lífs­ins, háskóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­laga og umhverf­is­vernd­ar­sam­taka auk ann­arra full­trúa. Hall­dór Þor­geirs­son er for­maður ráðs­ins. 

Auglýsing

Verk­efni ráðs­ins eru meðal ann­ars að veita ráð­gjöf um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að­gerðir til að auka kolefn­is­bind­ingu, hafa yfir­sýn yfir miðlun fræðslu og upp­lýs­inga um lofts­lags­mál til almenn­ings, fyr­ir­tækja og stofn­ana.

Auk þess skal ráðið rýna á und­ir­bún­ings­stigi áætl­anir stjórn­valda sem snerta lofts­lags­mála sem og ­til­lögur sem ber­ast frá fag­stofn­unum um vöktun og rann­sóknir sem tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um. 

Vilja að aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum sé end­ur­skoðuð á tveggja ára fresti

Með frum­varpi þing­manna er lagt til að auka aðhald ráðs­ins enn frek­ar. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins segir að þegar kemur að beinni aðkomu að stærri áætl­unum stjórn­valda sé ekki skýrt hvernig eft­ir­lit ráðs­ins skuli fara fram. Því leggja þing­menn­irnir til að ráð­inu sé skylt að rýna aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum þegar hún hefur verið lögð fram innan fjög­urra vikna frá fram­lagn­ingu henn­ar. 

Slíkt verk­lag yrði að mörgu leyti hlið­stætt því hlut­verki sem fjár­mála­ráði er falið en það ráð skal meta hvort fjár­mála­stefna og fjár­mála­á­ætlun fylgi þeim grunn­gildum og skil­yrðum sem talin eru í lögum um opin­ber fjár­mál, en nýtur að öðru leyti sjálf­stæðis í því hvernig staðið skuli að því mat­i. 

Allir fjórir þingmenn Viðreisnar eru hluti af flutningsmönnum frumvarpsins. Mynd:Bára Huld Beck„Með opin­berri birt­ingu á álits­gerð fjár­mála­ráðs er stuðlað að almennri og hlut­lægri umræðu um stefnu stjórn­valda um opin­ber fjár­mál. Flutn­ings­menn telja að sjálf­stæð og hlut­læg rýni á fyr­ir­hug­uðum aðgerðum stjórn­valda í lofts­lags­málum sé mik­il­vægt grund­vall­ar­at­riði í stefnu­mörkun hins opin­bera og opin­berri umræðu þar um,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Jafn­framt leggja ­þing­menn­irn­ir til að aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum skuli end­ur­skoðuð eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti í stað fjög­urra til að „end­ur­spegla þá brýnu þörf sem er á stig­vax­andi efl­ingu aðgerða gegn lofts­lags­breyt­ing­um“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Böðvarsdóttir, sérfræðingur á hagdeild VR
Lýðræði á vinnustöðum mun meira á hinum Norðurlöndunum
Sérfræðingur hjá VR segir starfsfólk hérlendis ekki geta haft jafnmikil áhrif á ákvarðanir sem varða vinnustaði þeirra og starfsmenn á hinum Norðurlöndunum í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 7. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent