Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum

Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Það að upp­færa lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda íslenskra félaga myndi ekki duga til að koma Íslandi af gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna óvið­un­andi ráð­staf­ana lands­ins í pen­inga­þvætt­is­vörnum á næsta fundi sam­tak­anna í febr­úar á næsta ári. Það sé ekki raun­sætt að ætla að það verði hægt. 

Þetta sagði Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda sem flýtir því að allir lög­að­ilar sem stunda ein­hvers­konar atvinnu­rekstur á Íslandi þurfa að upp­lýsa um, og skrá, hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra séu. 

Í frum­varpi nefnd­ar­inn­ar, sem Óli Björn mælti fyr­ir, var lagt til að frestur til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verði styttur frá 1. júní 2020 til 1. mars 2020. Verði frum­varpið sam­þykkt munu félög því hafa nú um tvo og hálfan mánuð til að upp­lýsa yfir­völd um hverjir eigi þau í raun og veru.

Hefur nei­kvæð áhrif

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar sem situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd, tók til máls í umræðum um málið og sagð­ist hafa ákveðnar áhyggjur af því að tím­inn sem væri verið að gefa fyr­ir­tækjum til að upp­færa eig­enda­upp­lýs­ingar sínar væri of skamm­ur. Þor­steinn velti einnig fyrir sér hvort að það að færa frest­inn til 1. mars myndi hafa ein­hver áhrif á veru Íslands á gráum lista FATF, en sá listi verður næst end­ur­skoð­aður á fundi sam­tak­anna í febr­úar næst­kom­andi, eða áður en að frest­ur­inn sem gefin verður til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verður lið­inn. 

Auglýsing
Hann benti einnig á að þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráða­manna um annað þá væri vera Íslands á gráum lista FATF að hafa nei­kvæð áhrif á land­ið. Nýleg skýrsla dóms­mála­ráð­herra um málið hafi enda dregið fram að þessi fram­vinda, að Ísland hafi verið sett á list­ann, væri meðal ann­ars vegna þess að það væri skortur á trausti vegna seina­gangs íslenskra stjórn­valda að gera úttekt á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna eftir úttekt FATF sem birt var árið 2006, sér­stak­lega á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði en ekk­ert var gert til að laga brotala­mir. 

Óli Björn sagði að sér fynd­ist að Ísland hefði gert nægi­lega mikið til að hafa átt að kom­ast hjá því að lenda á gráa list­an­um, en tók undir með Þor­steini um að Ísland hefði verið sof­andi á tímum fjár­magns­hafta. „Það er auð­vitað gagn­rýn­is­vert,“ ­sagði Óli Björn. Þegar höft voru losuð hefði átt að huga betur að því að upp­færa lög og reglur um pen­inga­þvætti. „Við erum auð­vitað að bíta úr nál­inni með það núna, það er alveg ljóst.“

Óli Björn sagði hins vegar að það hefði verið unnið stór­virki hér á landi við að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem FATF setti fram í úttekt sinni snemma árs 2018. 

Vill flýta frest­inum

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, sagð­ist ósam­mála Óla Birni um að Ísland ætti ekki heima á list­an­um. Ísland upp­fyllti ein­fald­lega ekki þau skil­yrði sem þarf til að mati FAT­F. 

Hann lagð­i fram breyt­ing­ar­til­lögu um að færa frest íslenskra félaga til að upp­lýsa um hver ætti þau í raun og veru til 1. febr­ú­ar, svo að það væri komið til fram­kvæmda þegar næsti fundur FATF yrði hald­inn. 

Smári minnti hins vegar einnig á að það að vera á gráum lista FATF væri ekki stóra mál­ið, heldur að pen­inga­þvætti væri risa­stórt vanda­mál á heims­vísu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent