Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum

Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Það að upp­færa lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda íslenskra félaga myndi ekki duga til að koma Íslandi af gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna óvið­un­andi ráð­staf­ana lands­ins í pen­inga­þvætt­is­vörnum á næsta fundi sam­tak­anna í febr­úar á næsta ári. Það sé ekki raun­sætt að ætla að það verði hægt. 

Þetta sagði Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda sem flýtir því að allir lög­að­ilar sem stunda ein­hvers­konar atvinnu­rekstur á Íslandi þurfa að upp­lýsa um, og skrá, hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra séu. 

Í frum­varpi nefnd­ar­inn­ar, sem Óli Björn mælti fyr­ir, var lagt til að frestur til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verði styttur frá 1. júní 2020 til 1. mars 2020. Verði frum­varpið sam­þykkt munu félög því hafa nú um tvo og hálfan mánuð til að upp­lýsa yfir­völd um hverjir eigi þau í raun og veru.

Hefur nei­kvæð áhrif

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar sem situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd, tók til máls í umræðum um málið og sagð­ist hafa ákveðnar áhyggjur af því að tím­inn sem væri verið að gefa fyr­ir­tækjum til að upp­færa eig­enda­upp­lýs­ingar sínar væri of skamm­ur. Þor­steinn velti einnig fyrir sér hvort að það að færa frest­inn til 1. mars myndi hafa ein­hver áhrif á veru Íslands á gráum lista FATF, en sá listi verður næst end­ur­skoð­aður á fundi sam­tak­anna í febr­úar næst­kom­andi, eða áður en að frest­ur­inn sem gefin verður til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verður lið­inn. 

Auglýsing
Hann benti einnig á að þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráða­manna um annað þá væri vera Íslands á gráum lista FATF að hafa nei­kvæð áhrif á land­ið. Nýleg skýrsla dóms­mála­ráð­herra um málið hafi enda dregið fram að þessi fram­vinda, að Ísland hafi verið sett á list­ann, væri meðal ann­ars vegna þess að það væri skortur á trausti vegna seina­gangs íslenskra stjórn­valda að gera úttekt á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna eftir úttekt FATF sem birt var árið 2006, sér­stak­lega á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði en ekk­ert var gert til að laga brotala­mir. 

Óli Björn sagði að sér fynd­ist að Ísland hefði gert nægi­lega mikið til að hafa átt að kom­ast hjá því að lenda á gráa list­an­um, en tók undir með Þor­steini um að Ísland hefði verið sof­andi á tímum fjár­magns­hafta. „Það er auð­vitað gagn­rýn­is­vert,“ ­sagði Óli Björn. Þegar höft voru losuð hefði átt að huga betur að því að upp­færa lög og reglur um pen­inga­þvætti. „Við erum auð­vitað að bíta úr nál­inni með það núna, það er alveg ljóst.“

Óli Björn sagði hins vegar að það hefði verið unnið stór­virki hér á landi við að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem FATF setti fram í úttekt sinni snemma árs 2018. 

Vill flýta frest­inum

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, sagð­ist ósam­mála Óla Birni um að Ísland ætti ekki heima á list­an­um. Ísland upp­fyllti ein­fald­lega ekki þau skil­yrði sem þarf til að mati FAT­F. 

Hann lagð­i fram breyt­ing­ar­til­lögu um að færa frest íslenskra félaga til að upp­lýsa um hver ætti þau í raun og veru til 1. febr­ú­ar, svo að það væri komið til fram­kvæmda þegar næsti fundur FATF yrði hald­inn. 

Smári minnti hins vegar einnig á að það að vera á gráum lista FATF væri ekki stóra mál­ið, heldur að pen­inga­þvætti væri risa­stórt vanda­mál á heims­vísu.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent