Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum

Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Það að upp­færa lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda íslenskra félaga myndi ekki duga til að koma Íslandi af gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna óvið­un­andi ráð­staf­ana lands­ins í pen­inga­þvætt­is­vörnum á næsta fundi sam­tak­anna í febr­úar á næsta ári. Það sé ekki raun­sætt að ætla að það verði hægt. 

Þetta sagði Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda sem flýtir því að allir lög­að­ilar sem stunda ein­hvers­konar atvinnu­rekstur á Íslandi þurfa að upp­lýsa um, og skrá, hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra séu. 

Í frum­varpi nefnd­ar­inn­ar, sem Óli Björn mælti fyr­ir, var lagt til að frestur til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verði styttur frá 1. júní 2020 til 1. mars 2020. Verði frum­varpið sam­þykkt munu félög því hafa nú um tvo og hálfan mánuð til að upp­lýsa yfir­völd um hverjir eigi þau í raun og veru.

Hefur nei­kvæð áhrif

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar sem situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd, tók til máls í umræðum um málið og sagð­ist hafa ákveðnar áhyggjur af því að tím­inn sem væri verið að gefa fyr­ir­tækjum til að upp­færa eig­enda­upp­lýs­ingar sínar væri of skamm­ur. Þor­steinn velti einnig fyrir sér hvort að það að færa frest­inn til 1. mars myndi hafa ein­hver áhrif á veru Íslands á gráum lista FATF, en sá listi verður næst end­ur­skoð­aður á fundi sam­tak­anna í febr­úar næst­kom­andi, eða áður en að frest­ur­inn sem gefin verður til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verður lið­inn. 

Auglýsing
Hann benti einnig á að þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráða­manna um annað þá væri vera Íslands á gráum lista FATF að hafa nei­kvæð áhrif á land­ið. Nýleg skýrsla dóms­mála­ráð­herra um málið hafi enda dregið fram að þessi fram­vinda, að Ísland hafi verið sett á list­ann, væri meðal ann­ars vegna þess að það væri skortur á trausti vegna seina­gangs íslenskra stjórn­valda að gera úttekt á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna eftir úttekt FATF sem birt var árið 2006, sér­stak­lega á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði en ekk­ert var gert til að laga brotala­mir. 

Óli Björn sagði að sér fynd­ist að Ísland hefði gert nægi­lega mikið til að hafa átt að kom­ast hjá því að lenda á gráa list­an­um, en tók undir með Þor­steini um að Ísland hefði verið sof­andi á tímum fjár­magns­hafta. „Það er auð­vitað gagn­rýn­is­vert,“ ­sagði Óli Björn. Þegar höft voru losuð hefði átt að huga betur að því að upp­færa lög og reglur um pen­inga­þvætti. „Við erum auð­vitað að bíta úr nál­inni með það núna, það er alveg ljóst.“

Óli Björn sagði hins vegar að það hefði verið unnið stór­virki hér á landi við að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem FATF setti fram í úttekt sinni snemma árs 2018. 

Vill flýta frest­inum

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, sagð­ist ósam­mála Óla Birni um að Ísland ætti ekki heima á list­an­um. Ísland upp­fyllti ein­fald­lega ekki þau skil­yrði sem þarf til að mati FAT­F. 

Hann lagð­i fram breyt­ing­ar­til­lögu um að færa frest íslenskra félaga til að upp­lýsa um hver ætti þau í raun og veru til 1. febr­ú­ar, svo að það væri komið til fram­kvæmda þegar næsti fundur FATF yrði hald­inn. 

Smári minnti hins vegar einnig á að það að vera á gráum lista FATF væri ekki stóra mál­ið, heldur að pen­inga­þvætti væri risa­stórt vanda­mál á heims­vísu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent