Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum

Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.

Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Auglýsing

Það að upp­færa lög um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda íslenskra félaga myndi ekki duga til að koma Íslandi af gráum lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) vegna óvið­un­andi ráð­staf­ana lands­ins í pen­inga­þvætt­is­vörnum á næsta fundi sam­tak­anna í febr­úar á næsta ári. Það sé ekki raun­sætt að ætla að það verði hægt. 

Þetta sagði Óli Björn Kára­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, á Alþingi í dag þegar hann mælti fyrir breyt­ingu á lögum um skrán­ingu raun­veru­legra eig­enda sem flýtir því að allir lög­að­ilar sem stunda ein­hvers­konar atvinnu­rekstur á Íslandi þurfa að upp­lýsa um, og skrá, hverjir raun­veru­legir eig­endur þeirra séu. 

Í frum­varpi nefnd­ar­inn­ar, sem Óli Björn mælti fyr­ir, var lagt til að frestur til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verði styttur frá 1. júní 2020 til 1. mars 2020. Verði frum­varpið sam­þykkt munu félög því hafa nú um tvo og hálfan mánuð til að upp­lýsa yfir­völd um hverjir eigi þau í raun og veru.

Hefur nei­kvæð áhrif

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisnar sem situr í efna­hags- og við­skipta­nefnd, tók til máls í umræðum um málið og sagð­ist hafa ákveðnar áhyggjur af því að tím­inn sem væri verið að gefa fyr­ir­tækjum til að upp­færa eig­enda­upp­lýs­ingar sínar væri of skamm­ur. Þor­steinn velti einnig fyrir sér hvort að það að færa frest­inn til 1. mars myndi hafa ein­hver áhrif á veru Íslands á gráum lista FATF, en sá listi verður næst end­ur­skoð­aður á fundi sam­tak­anna í febr­úar næst­kom­andi, eða áður en að frest­ur­inn sem gefin verður til að upp­lýsa um raun­veru­legt eign­ar­hald verður lið­inn. 

Auglýsing
Hann benti einnig á að þrátt fyrir yfir­lýs­ingar ráða­manna um annað þá væri vera Íslands á gráum lista FATF að hafa nei­kvæð áhrif á land­ið. Nýleg skýrsla dóms­mála­ráð­herra um málið hafi enda dregið fram að þessi fram­vinda, að Ísland hafi verið sett á list­ann, væri meðal ann­ars vegna þess að það væri skortur á trausti vegna seina­gangs íslenskra stjórn­valda að gera úttekt á stöðu pen­inga­þvætt­is­varna eftir úttekt FATF sem birt var árið 2006, sér­stak­lega á meðan að fjár­magns­höft voru við lýði en ekk­ert var gert til að laga brotala­mir. 

Óli Björn sagði að sér fynd­ist að Ísland hefði gert nægi­lega mikið til að hafa átt að kom­ast hjá því að lenda á gráa list­an­um, en tók undir með Þor­steini um að Ísland hefði verið sof­andi á tímum fjár­magns­hafta. „Það er auð­vitað gagn­rýn­is­vert,“ ­sagði Óli Björn. Þegar höft voru losuð hefði átt að huga betur að því að upp­færa lög og reglur um pen­inga­þvætti. „Við erum auð­vitað að bíta úr nál­inni með það núna, það er alveg ljóst.“

Óli Björn sagði hins vegar að það hefði verið unnið stór­virki hér á landi við að bregð­ast við þeim athuga­semdum sem FATF setti fram í úttekt sinni snemma árs 2018. 

Vill flýta frest­inum

Smári McCart­hy, þing­maður Pírata og nefnd­ar­maður í efna­hags- og við­skipta­nefnd, sagð­ist ósam­mála Óla Birni um að Ísland ætti ekki heima á list­an­um. Ísland upp­fyllti ein­fald­lega ekki þau skil­yrði sem þarf til að mati FAT­F. 

Hann lagð­i fram breyt­ing­ar­til­lögu um að færa frest íslenskra félaga til að upp­lýsa um hver ætti þau í raun og veru til 1. febr­ú­ar, svo að það væri komið til fram­kvæmda þegar næsti fundur FATF yrði hald­inn. 

Smári minnti hins vegar einnig á að það að vera á gráum lista FATF væri ekki stóra mál­ið, heldur að pen­inga­þvætti væri risa­stórt vanda­mál á heims­vísu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent