Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.

Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu. Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Auglýsing

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu hefur skipað hönn­un­arteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borg­ar­línu. Hönn­una­s­rteymið mun vinna frum­drög að fyrstu fram­kvæmdum Borg­ar­línu. Um er að ræða tvær fram­kvæmda­lotur sem alls munu verða um 13 kíló­metr­ar. Hamra­borg – Hlemmur og Ártún – Hlemm­ur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu til­lögur verði til­búnar í vor.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Borg­ar­línu.

Hrafn­kell Ásólfur Proppé, verk­efna­stjóri Borg­ar­línu, segir það vera einkar ánægju­legt að ná þessu hönn­un­arteymi sam­an, allt sé þetta úrvals fólk og til­búið í verk­efn­ið. „Þegar afrakst­ur­inn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borg­ar­línan mun hafa jákvæðar breyt­ingar á borg­ar­um­hverfið með bættum aðstæðum fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, gang­andi og hjólandi. Jafn­framt mun á þeim tíma liggja fyrir til­laga að leið­ar­kerfi, grein­ing á vagna­kostum m.t.t. lofts­lags­mála, grein­ing á rekst­ar­kostn­aði og mat á hag­rænum sem sam­fé­lags­legum þátt­u­m.“

Auglýsing

Sam­kvæmt Borg­ar­línu mun hönn­un­arteymið heyra undir Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Erlendir ráð­gjafar frá BRT­Plan munu veita hönn­un­arteym­inu sér­fræði­ráð­gjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að BRT­PLan starfi í New York í Banda­ríkj­unum og hafi fyr­ir­tækið komið að skipu­lagi og fram­kvæmdum kerfa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku, Asíu, Afr­íku og Evr­ópu. Við hönnun verði horft til sam­gangna, upp­bygg­ingar hús­næðis og mann­lífs. Leitað hafi verið til íslenskra verk­fræði­stofa og sveit­ar­fé­lag­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eftir sér­fræð­ingum í hönn­un­arteymið sem er skipað eft­ir­far­andi sér­fræð­ing­um.

Hönnunarteymi Borgarlínu Mynd: Borgarlina.is

Hönn­un­arteymi Borg­ar­línu er sem hér seg­ir: Hall­björn R. Hall­björns­son, Vega­gerð­inni, Krist­inn H. Guð­bjarts­son, Ver­kís, Ingólfur Ing­ólfs­son, Hnit, Svan­hildur Jóns­dótt­ir, VSÓ, Stefán Gunnar Thors, VSÓ, Edda Ívars­dótt­ir, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hrafn­kell Ásólfur Próppé, Verk­efna­stofu Borg­ar­línu (VB). Neðri röð: Birkir Ingi­bjarts­son, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hildur Inga Rós Raffn­söe, Umhverf­is­svið Kópa­vogs, Walter Hook BRT­Pl­an. Bryn­dís Frið­riks­dóttir og Lilja G. Karls­dóttir báðar frá VB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent