Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.

Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu. Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Auglýsing

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu hefur skipað hönn­un­arteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borg­ar­línu. Hönn­una­s­rteymið mun vinna frum­drög að fyrstu fram­kvæmdum Borg­ar­línu. Um er að ræða tvær fram­kvæmda­lotur sem alls munu verða um 13 kíló­metr­ar. Hamra­borg – Hlemmur og Ártún – Hlemm­ur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu til­lögur verði til­búnar í vor.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Borg­ar­línu.

Hrafn­kell Ásólfur Proppé, verk­efna­stjóri Borg­ar­línu, segir það vera einkar ánægju­legt að ná þessu hönn­un­arteymi sam­an, allt sé þetta úrvals fólk og til­búið í verk­efn­ið. „Þegar afrakst­ur­inn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borg­ar­línan mun hafa jákvæðar breyt­ingar á borg­ar­um­hverfið með bættum aðstæðum fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, gang­andi og hjólandi. Jafn­framt mun á þeim tíma liggja fyrir til­laga að leið­ar­kerfi, grein­ing á vagna­kostum m.t.t. lofts­lags­mála, grein­ing á rekst­ar­kostn­aði og mat á hag­rænum sem sam­fé­lags­legum þátt­u­m.“

Auglýsing

Sam­kvæmt Borg­ar­línu mun hönn­un­arteymið heyra undir Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Erlendir ráð­gjafar frá BRT­Plan munu veita hönn­un­arteym­inu sér­fræði­ráð­gjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að BRT­PLan starfi í New York í Banda­ríkj­unum og hafi fyr­ir­tækið komið að skipu­lagi og fram­kvæmdum kerfa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku, Asíu, Afr­íku og Evr­ópu. Við hönnun verði horft til sam­gangna, upp­bygg­ingar hús­næðis og mann­lífs. Leitað hafi verið til íslenskra verk­fræði­stofa og sveit­ar­fé­lag­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eftir sér­fræð­ingum í hönn­un­arteymið sem er skipað eft­ir­far­andi sér­fræð­ing­um.

Hönnunarteymi Borgarlínu Mynd: Borgarlina.is

Hönn­un­arteymi Borg­ar­línu er sem hér seg­ir: Hall­björn R. Hall­björns­son, Vega­gerð­inni, Krist­inn H. Guð­bjarts­son, Ver­kís, Ingólfur Ing­ólfs­son, Hnit, Svan­hildur Jóns­dótt­ir, VSÓ, Stefán Gunnar Thors, VSÓ, Edda Ívars­dótt­ir, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hrafn­kell Ásólfur Próppé, Verk­efna­stofu Borg­ar­línu (VB). Neðri röð: Birkir Ingi­bjarts­son, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hildur Inga Rós Raffn­söe, Umhverf­is­svið Kópa­vogs, Walter Hook BRT­Pl­an. Bryn­dís Frið­riks­dóttir og Lilja G. Karls­dóttir báðar frá VB.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent