Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu

Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.

Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu. Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Auglýsing

Verk­efna­stofa Borg­ar­línu hefur skipað hönn­un­arteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borg­ar­línu. Hönn­una­s­rteymið mun vinna frum­drög að fyrstu fram­kvæmdum Borg­ar­línu. Um er að ræða tvær fram­kvæmda­lotur sem alls munu verða um 13 kíló­metr­ar. Hamra­borg – Hlemmur og Ártún – Hlemm­ur. Vinna við hönnun er þegar hafin og er gert ráð fyrir að fyrstu til­lögur verði til­búnar í vor.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Borg­ar­línu.

Hrafn­kell Ásólfur Proppé, verk­efna­stjóri Borg­ar­línu, segir það vera einkar ánægju­legt að ná þessu hönn­un­arteymi sam­an, allt sé þetta úrvals fólk og til­búið í verk­efn­ið. „Þegar afrakst­ur­inn liggur fyrir í vor þá mun fólks átta sig betur á hvernig Borg­ar­línan mun hafa jákvæðar breyt­ingar á borg­ar­um­hverfið með bættum aðstæðum fyrir almenn­ings­sam­göng­ur, gang­andi og hjólandi. Jafn­framt mun á þeim tíma liggja fyrir til­laga að leið­ar­kerfi, grein­ing á vagna­kostum m.t.t. lofts­lags­mála, grein­ing á rekst­ar­kostn­aði og mat á hag­rænum sem sam­fé­lags­legum þátt­u­m.“

Auglýsing

Sam­kvæmt Borg­ar­línu mun hönn­un­arteymið heyra undir Verk­efna­stofu Borg­ar­línu. Erlendir ráð­gjafar frá BRT­Plan munu veita hönn­un­arteym­inu sér­fræði­ráð­gjöf á sviði BRT (Bus Rapid Transit) kerfa. Þá kemur fram í til­kynn­ing­unni að BRT­PLan starfi í New York í Banda­ríkj­unum og hafi fyr­ir­tækið komið að skipu­lagi og fram­kvæmdum kerfa í Norð­ur- og Suð­ur­-Am­er­íku, Asíu, Afr­íku og Evr­ópu. Við hönnun verði horft til sam­gangna, upp­bygg­ingar hús­næðis og mann­lífs. Leitað hafi verið til íslenskra verk­fræði­stofa og sveit­ar­fé­lag­ana á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eftir sér­fræð­ingum í hönn­un­arteymið sem er skipað eft­ir­far­andi sér­fræð­ing­um.

Hönnunarteymi Borgarlínu Mynd: Borgarlina.is

Hönn­un­arteymi Borg­ar­línu er sem hér seg­ir: Hall­björn R. Hall­björns­son, Vega­gerð­inni, Krist­inn H. Guð­bjarts­son, Ver­kís, Ingólfur Ing­ólfs­son, Hnit, Svan­hildur Jóns­dótt­ir, VSÓ, Stefán Gunnar Thors, VSÓ, Edda Ívars­dótt­ir, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hrafn­kell Ásólfur Próppé, Verk­efna­stofu Borg­ar­línu (VB). Neðri röð: Birkir Ingi­bjarts­son, Umhverf­is- og skipu­lags­svið Reykja­vík­ur, Hildur Inga Rós Raffn­söe, Umhverf­is­svið Kópa­vogs, Walter Hook BRT­Pl­an. Bryn­dís Frið­riks­dóttir og Lilja G. Karls­dóttir báðar frá VB.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent