Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum

Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Hegð­un­ar­tengdir áhættu­þættir leiða til rúm­lega þriðj­ungi allra dauðs­falla á Íslandi. Þarf af veldur sívax­andi offita sér­stökum áhyggj­um. Þrátt fyrir að reglu­leg­ar lík­am­leg­ar æf­ingar séu algengar á meðal Íslend­inga þá leiða slæmar neyslu­venjur til þess að offitu­hlut­fallið helst hátt hér á land­i. Ís­lend­ingar neyt­i allt of ­lítið af græn­meti og ­á­vöxt­u­m og of mikið af sykruðum vör­u­m. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­­stofn­un­­ar­innar um heilsu­far þjóða. 

Offita er meiri­háttar lýð­heilsu­vanda­mál á Íslandi 

Offita leiðir til auk­innar áhættu á háum blóð­þrýst­ingi, syk­ur­sýki, hjarta­á­falli og ann­arra hjarta- og æða­sjúk­dóma, auk þess að vera áhættu­þáttur fyrir ákveðnar krabba­mein­steg­und­ir. 

Í skýrsl­unni kemur fram að full­orðnir Íslend­ingar sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­asta ára­tugi, hlut­fallið hefur farið úr 12 pró­sentum árið 2002 í 27 pró­sent árið 2018.

Þá voru fimmt­ungur 15 ára gam­alla íslenskra drengja og stúlkna yfir kjör­þyngd á árunum 2013 til 14, en það var þriðja hæsta hlut­fallið í Evr­ópu. Í skýrsl­unni segir að þetta stang­ast á við það að einn af hverjum fimm 15 ára ung­lingum tekur þátt í miðl­ungs- eða erf­iðum lík­ams­æf­ing­um, sem er all­nokkru hærra en ES­B-­með­al­talið sem er 15 pró­sent.

Auglýsing

Þá er mik­ill mun­ur á lík­ams­æf­ingum stúlkna sem mælist 14 pró­sent en 25 pró­sent hjá drengj­um. Þrátt ­fyrir að reglu­legar lík­am­legar æfingar séu algeng­ari ­meðal íslenskra barna, og reyndar full­orð­inna lík­a, en tíðkast í flest­öllum ESB-­ríkj­un­um, þá leiða slæmar ­neyslu­venjur til þess að offitu­hlut­fallið helst hátt. 

Í skýrsl­unn­i kemur fram að árið 2017 greindu meira en helm­ingur allra full­orð­inna frá því að þeir borði ekki svo mikið sem einn ávaxta­bita á degi hverj­um, sem er hærra hlut­fall en í flest­öllum ESB-­ríkj­un­um. Þá segj­ast þriðj­ungur full­orð­inna Íslend­inga ekki borða einn græn­met­is­skammt á dag, sem er í námunda við ESB-­með­al­talið. Enn fremur neyti Íslend­ingar of mikið af sykri og salti sam­kvæmt ­skýrsl­unn­i. 

15 pró­sent dauðs­falla má rekja til reyk­inga

Aðrar hegð­un­ar­tengdir áhættu­hættir eru með­al­ ann­ars tóbaks­notkun og áfeng­is­neysla. Innan við tíundi hver full­orð­inna reykir dag­lega, sem er aðeins helm­ingur miðað við ESB-­rík­in. Á­feng­is­neysla ­full­orð­inna Íslend­inga telst einnig ein­hver sú allra minnsta sem þekk­ist í Evr­ópu, þar sem hún er um 20 pró­sent minni en með­al­talið í Evr­ópu­ríkj­un­um.

Mynd:OECD

Þó er ætlað er að tóbaks­notkun (jafnt beinar sem óbeinar reyk­ing­ar) hafi leitt til 15 pró­sent af öllum dauðs­föll­unum hér á landi. Hins vegar leiddi áfeng­is­neysla, að því að talið er, aðeins til um 1 pró­sent dauðs­fall­anna, sem er langt innan við ESB-­með­al­talið sem nam 6 pró­sent­u­m. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent