Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum

Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.

img_3094_raw_1807130196_10016379835_o.jpg
Auglýsing

Hegð­un­ar­tengdir áhættu­þættir leiða til rúm­lega þriðj­ungi allra dauðs­falla á Íslandi. Þarf af veldur sívax­andi offita sér­stökum áhyggj­um. Þrátt fyrir að reglu­leg­ar lík­am­leg­ar æf­ingar séu algengar á meðal Íslend­inga þá leiða slæmar neyslu­venjur til þess að offitu­hlut­fallið helst hátt hér á land­i. Ís­lend­ingar neyt­i allt of ­lítið af græn­meti og ­á­vöxt­u­m og of mikið af sykruðum vör­u­m. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­­stofn­un­­ar­innar um heilsu­far þjóða. 

Offita er meiri­háttar lýð­heilsu­vanda­mál á Íslandi 

Offita leiðir til auk­innar áhættu á háum blóð­þrýst­ingi, syk­ur­sýki, hjarta­á­falli og ann­arra hjarta- og æða­sjúk­dóma, auk þess að vera áhættu­þáttur fyrir ákveðnar krabba­mein­steg­und­ir. 

Í skýrsl­unni kemur fram að full­orðnir Íslend­ingar sem þjást af offitu hefur fjölgað til muna síð­asta ára­tugi, hlut­fallið hefur farið úr 12 pró­sentum árið 2002 í 27 pró­sent árið 2018.

Þá voru fimmt­ungur 15 ára gam­alla íslenskra drengja og stúlkna yfir kjör­þyngd á árunum 2013 til 14, en það var þriðja hæsta hlut­fallið í Evr­ópu. Í skýrsl­unni segir að þetta stang­ast á við það að einn af hverjum fimm 15 ára ung­lingum tekur þátt í miðl­ungs- eða erf­iðum lík­ams­æf­ing­um, sem er all­nokkru hærra en ES­B-­með­al­talið sem er 15 pró­sent.

Auglýsing

Þá er mik­ill mun­ur á lík­ams­æf­ingum stúlkna sem mælist 14 pró­sent en 25 pró­sent hjá drengj­um. Þrátt ­fyrir að reglu­legar lík­am­legar æfingar séu algeng­ari ­meðal íslenskra barna, og reyndar full­orð­inna lík­a, en tíðkast í flest­öllum ESB-­ríkj­un­um, þá leiða slæmar ­neyslu­venjur til þess að offitu­hlut­fallið helst hátt. 

Í skýrsl­unn­i kemur fram að árið 2017 greindu meira en helm­ingur allra full­orð­inna frá því að þeir borði ekki svo mikið sem einn ávaxta­bita á degi hverj­um, sem er hærra hlut­fall en í flest­öllum ESB-­ríkj­un­um. Þá segj­ast þriðj­ungur full­orð­inna Íslend­inga ekki borða einn græn­met­is­skammt á dag, sem er í námunda við ESB-­með­al­talið. Enn fremur neyti Íslend­ingar of mikið af sykri og salti sam­kvæmt ­skýrsl­unn­i. 

15 pró­sent dauðs­falla má rekja til reyk­inga

Aðrar hegð­un­ar­tengdir áhættu­hættir eru með­al­ ann­ars tóbaks­notkun og áfeng­is­neysla. Innan við tíundi hver full­orð­inna reykir dag­lega, sem er aðeins helm­ingur miðað við ESB-­rík­in. Á­feng­is­neysla ­full­orð­inna Íslend­inga telst einnig ein­hver sú allra minnsta sem þekk­ist í Evr­ópu, þar sem hún er um 20 pró­sent minni en með­al­talið í Evr­ópu­ríkj­un­um.

Mynd:OECD

Þó er ætlað er að tóbaks­notkun (jafnt beinar sem óbeinar reyk­ing­ar) hafi leitt til 15 pró­sent af öllum dauðs­föll­unum hér á landi. Hins vegar leiddi áfeng­is­neysla, að því að talið er, aðeins til um 1 pró­sent dauðs­fall­anna, sem er langt innan við ESB-­með­al­talið sem nam 6 pró­sent­u­m. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kári Stefánsson (t.v.) og Þórólfur Guðnason.
Samstarf Þórólfs og Kára „langoftast“ og „næstum því alltaf“ ánægjulegt
Mun meira máli skiptir hvernig við hegðum okkur heldur en af hvaða afbrigði veiran er, segir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Sóttvarnalæknir segir þátt fyrirtækisins í baráttunni gegn COVID-19 hafa skipt sköpum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Alls störfuðu um 130 manns hjá SaltPay hér á landi áður en til uppsagna dagsins kom.
Hópuppsögn hjá SaltPay
SaltPay segir upp tugum starfsmanna hér á landi í dag, aðallega starfsmönnum sem hafa starfað við að þróa og viðhalda eldra greiðslukerfi Borgunar. SaltPay keypti Borgun síðasta sumar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Samfylking sé tilbúin með frumvarp sem skyldar komufarþega til að dvelja í sóttvarnahúsi
Formaður Samfylkingar spurði forsætisráðherra hvort til stæði að breyta sóttvarnalögum í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Ekki við núverandi fyrirkomulag að sakast að mati forsætisráðherra, heldur við þá sem fylgja ekki reglum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Sigríður Ólafsdóttir verður í öðru sæti listans og Eiríkur Björn í því fyrsta.
Eiríkur Björn og Sigríður leiða Viðreisn í Norðausturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði og Akureyri verður oddviti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum.
Kjarninn 19. apríl 2021
Harpa opnaði árið 2011. Kostnaður við rekstur fasteignarinnar og uppsafnað viðhald er að skapa alvarlega stöðu.
„Alvarleg staða“ hjá Hörpu vegna skorts á fjármagni til að sinna viðhaldi
Alls hafa eigendur Hörpu, ríki og borg, lagt húsinu til 14,4 milljarða króna í formi greiðslna af lánum vegna byggingu þess og rekstrarframlaga. Í fyrra nam rekstrarframlag þeirra 728 milljónum króna. Mikill vandi framundan vegna uppsafnaðs viðhalds.
Kjarninn 19. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
44 smit um helgina – Breytingar orðið í niðurstöðum landamæraskimanna
„Atburðir helgarinnar eru vissulega vonbrigði og við höfum fengið nú staðfest svo um munar að breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu,“ segir Alma Möller landlæknir.
Kjarninn 19. apríl 2021
Styrkir til að hjálpa fyrirtækjum í ferðaþjónustu að rifta ráðningarsambandi við starfsfólk sitt hafa staðið til boða frá því í maí 2020.
Fyrirtæki tengd Icelandair Group hafa fengið 4,7 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Alls hafa 17 fyrirtæki hafa fengið meira en 100 milljónir króna í uppsagnarstyrki úr ríkissjóði frá því í maí í fyrra. Næstum 40 prósent upphæðarinnar hafa farið til fyrirtækja sem tengjast Icelandair Group.
Kjarninn 19. apríl 2021
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent