Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu

Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.

Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Auglýsing

Boðað hefur verið til blaða­manna­fundar í Þjóð­minja­safn­inu í dag vegna söfn­unar fyrir nauð­stadda í Namib­íu. Ætl­unin er að safna fé sem nýtt verði til að efla land­búnað og auka aðgengi að vatni, auk pen­inga- og mat­ar­gjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrk­unum í Namib­íu. 

Fyrir söfn­un­inni standa Hjálmar Árna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður VG, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Krist­ján Hjálm­ars­son, við­skipta- og almanna­tengsla­stjóri hjá H:N Mark­aðs­sam­skipt­um, í sam­starfi við Rauða kross­inn á Íslandi.

Í frétta­til­kynn­ingu frá hópnum segir að Alþjóða Rauði kross­inn muni á næstu dögum birta ákall til þjóða heims­ins og lands­fé­laga sinna um að bregð­ast skjótt við og bjarga manns­líf­um. Í Namibíu er áætlað að um 290.000 manns þurfi á aðstoð að halda.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni fannst fyrr­ver­andi þing­mönn­unum það vera skylda sín að svara þessu brýna kalli Rauða kross­ins með mynd­ar­legri söfn­un. Þau höfðu því sam­band við Rauða kross­inn á Íslandi um sam­starf fyrir þessa söfn­un. 

„Ís­land hefur um ára­bil staðið fyrir glæsi­legri þró­un­ar­að­stoð til Namibíu undir for­ystu Þró­un­ar- og sam­vinnu­stofn­un­ar. Nú ber svo við að neyð­ar­kall berst frá Namib­íu. Þús­undir þjást í sunn­an­verðri Afr­íku vegna mik­illa þurrka með til­heyr­andi skorti á fæðu og vatni. Ef ekk­ert er að gert munu þús­undir deyja,“ segir í til­kynn­ing­unni og bent er á að ef hver Íslend­ingur leggi til 300 krónur þá sé hægt að safna 100 millj­ónum á svip stundu sem myndi renna beint til þurf­andi í Namib­íu. 

„Við skorum á íslenska þjóð að bregð­ast vel við þessu ákalli frá vinum okkar í Namib­íu. Hægt er að leggja söfn­un­inni lið með því að senda SMS eða leggja inn á reikn­ing Rauða kross­ins. Við skorum líka á fyr­ir­tæki, ­fé­laga­hópa og stofn­anir að leggja sitt að mörk­um. Manns­líf eru í húfi,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni en blaða­manna­fundur um ­söfn­un­ina ­fer, líkt og áður seg­ir, fram í Þjóð­minja­safn­inu í dag, 12. des­em­ber, klukkan 15.00.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn telur enn mikilvægt að hafa samráðsvettvang á borð við þann sem greiðsluráð bankans er.
Hlutverk svokallaðs greiðsluráðs Seðlabankans til skoðunar
Seðlabankinn skoðar nú hlutverk greiðsluráðs bankans sem sett var á fót með ákvörðun Más Guðmundssonar fyrrverandi seðlabankastjóra í upphafi árs 2019. Ráðið hefur einungis komið einu sinni saman til fundar.
Kjarninn 25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
Kjarninn 24. janúar 2021
Magga Stína syngur Megas ... á vínyl
Til stendur að gefa út tónleika Möggu Stínu í Eldborg, þar sem hún syngur lög Megasar, út á tvöfaldri vínylplötu. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 24. janúar 2021
Helga Dögg Sverrisdóttir
Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig
Kjarninn 24. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
Kjarninn 24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
Kjarninn 24. janúar 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra.
Áfram gakk – En eru allir í takt?
Fulltrúar atvinnulífsins taka vel í skýra stefnumörkun utanríkisráðherra í átt að eflingu utanríkisviðskipta. Þó er kallað eftir heildstæðari mennta- og atvinnustefnu sem væri grundvöllur fjölbreyttara atvinnulífs og öflugri útflutningsgreina.
Kjarninn 24. janúar 2021
Pylsuvagn á Ráðhústorginu árið 1954.
Hundrað ára afmæli Cafe Fodkold
Árið 1921 hafði orðið skyndibiti ekki verið fundið upp. Réttur sem íbúum Kaupmannahafnar stóð þá, í fyrsta sinn, til boða að seðja hungrið með, utandyra standandi upp á endann, varð síðar eins konar þjóðareinkenni Dana. Og heitir pylsa.
Kjarninn 24. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent