Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu

Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.

Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Auglýsing

Boðað hefur verið til blaða­manna­fundar í Þjóð­minja­safn­inu í dag vegna söfn­unar fyrir nauð­stadda í Namib­íu. Ætl­unin er að safna fé sem nýtt verði til að efla land­búnað og auka aðgengi að vatni, auk pen­inga- og mat­ar­gjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrk­unum í Namib­íu. 

Fyrir söfn­un­inni standa Hjálmar Árna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður VG, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Krist­ján Hjálm­ars­son, við­skipta- og almanna­tengsla­stjóri hjá H:N Mark­aðs­sam­skipt­um, í sam­starfi við Rauða kross­inn á Íslandi.

Í frétta­til­kynn­ingu frá hópnum segir að Alþjóða Rauði kross­inn muni á næstu dögum birta ákall til þjóða heims­ins og lands­fé­laga sinna um að bregð­ast skjótt við og bjarga manns­líf­um. Í Namibíu er áætlað að um 290.000 manns þurfi á aðstoð að halda.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni fannst fyrr­ver­andi þing­mönn­unum það vera skylda sín að svara þessu brýna kalli Rauða kross­ins með mynd­ar­legri söfn­un. Þau höfðu því sam­band við Rauða kross­inn á Íslandi um sam­starf fyrir þessa söfn­un. 

„Ís­land hefur um ára­bil staðið fyrir glæsi­legri þró­un­ar­að­stoð til Namibíu undir for­ystu Þró­un­ar- og sam­vinnu­stofn­un­ar. Nú ber svo við að neyð­ar­kall berst frá Namib­íu. Þús­undir þjást í sunn­an­verðri Afr­íku vegna mik­illa þurrka með til­heyr­andi skorti á fæðu og vatni. Ef ekk­ert er að gert munu þús­undir deyja,“ segir í til­kynn­ing­unni og bent er á að ef hver Íslend­ingur leggi til 300 krónur þá sé hægt að safna 100 millj­ónum á svip stundu sem myndi renna beint til þurf­andi í Namib­íu. 

„Við skorum á íslenska þjóð að bregð­ast vel við þessu ákalli frá vinum okkar í Namib­íu. Hægt er að leggja söfn­un­inni lið með því að senda SMS eða leggja inn á reikn­ing Rauða kross­ins. Við skorum líka á fyr­ir­tæki, ­fé­laga­hópa og stofn­anir að leggja sitt að mörk­um. Manns­líf eru í húfi,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni en blaða­manna­fundur um ­söfn­un­ina ­fer, líkt og áður seg­ir, fram í Þjóð­minja­safn­inu í dag, 12. des­em­ber, klukkan 15.00.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent