Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu

Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.

Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Auglýsing

Boðað hefur verið til blaða­manna­fundar í Þjóð­minja­safn­inu í dag vegna söfn­unar fyrir nauð­stadda í Namib­íu. Ætl­unin er að safna fé sem nýtt verði til að efla land­búnað og auka aðgengi að vatni, auk pen­inga- og mat­ar­gjafa til þeirra sem verst hafa orðið úti í þurrk­unum í Namib­íu. 

Fyrir söfn­un­inni standa Hjálmar Árna­son, fyrr­ver­andi þing­maður Fram­sókn­ar, Unnur Brá Kon­ráðs­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi þing­maður VG, Össur Skarp­héð­ins­son, fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Krist­ján Hjálm­ars­son, við­skipta- og almanna­tengsla­stjóri hjá H:N Mark­aðs­sam­skipt­um, í sam­starfi við Rauða kross­inn á Íslandi.

Í frétta­til­kynn­ingu frá hópnum segir að Alþjóða Rauði kross­inn muni á næstu dögum birta ákall til þjóða heims­ins og lands­fé­laga sinna um að bregð­ast skjótt við og bjarga manns­líf­um. Í Namibíu er áætlað að um 290.000 manns þurfi á aðstoð að halda.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni fannst fyrr­ver­andi þing­mönn­unum það vera skylda sín að svara þessu brýna kalli Rauða kross­ins með mynd­ar­legri söfn­un. Þau höfðu því sam­band við Rauða kross­inn á Íslandi um sam­starf fyrir þessa söfn­un. 

„Ís­land hefur um ára­bil staðið fyrir glæsi­legri þró­un­ar­að­stoð til Namibíu undir for­ystu Þró­un­ar- og sam­vinnu­stofn­un­ar. Nú ber svo við að neyð­ar­kall berst frá Namib­íu. Þús­undir þjást í sunn­an­verðri Afr­íku vegna mik­illa þurrka með til­heyr­andi skorti á fæðu og vatni. Ef ekk­ert er að gert munu þús­undir deyja,“ segir í til­kynn­ing­unni og bent er á að ef hver Íslend­ingur leggi til 300 krónur þá sé hægt að safna 100 millj­ónum á svip stundu sem myndi renna beint til þurf­andi í Namib­íu. 

„Við skorum á íslenska þjóð að bregð­ast vel við þessu ákalli frá vinum okkar í Namib­íu. Hægt er að leggja söfn­un­inni lið með því að senda SMS eða leggja inn á reikn­ing Rauða kross­ins. Við skorum líka á fyr­ir­tæki, ­fé­laga­hópa og stofn­anir að leggja sitt að mörk­um. Manns­líf eru í húfi,“ segir að lokum í til­kynn­ing­unni en blaða­manna­fundur um ­söfn­un­ina ­fer, líkt og áður seg­ir, fram í Þjóð­minja­safn­inu í dag, 12. des­em­ber, klukkan 15.00.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steingrímur J. Sigfússon hættir
Forseti Alþingis mun ekki vera í framboði í næstu þingkosningum. Það verður í fyrsta sinn frá 1978 sem hann verður ekki í framboði til Alþingis.
Kjarninn 31. október 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
Kjarninn 31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
Kjarninn 31. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lét Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra vita af málinu eftir að ráðuneyti hans fékk ábendingu um það.
Kristján Þór upplýsti Katrínu um samskipti skrifstofustjóra við Stjórnartíðindi
Sjávarútvegsráðherra upplýsti forsætisráðherra um það í júlímánuði síðastliðnum að í júlí í fyrra hefði þáverandi skrifstofustjóri ráðuneytis hans átt samskipti við Stjórnartíðindi og látið fresta birtingu nýrra laga um laxeldi, sem kom fyrirtækjunum vel.
Kjarninn 31. október 2020
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent