Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.

Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja Alfreðs­dóttir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra kynnti drög að nýjum þjón­ustu­samn­ingi við Rík­is­út­varpið (RÚV) fyrir rík­is­stjórn í gær. Þetta stað­festir ráðu­neytið í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Sam­kvæmt lögum ber mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra að gera þjón­ustu­samn­ing við RÚV um fjöl­miðlun í almanna­þágu til fjög­urra ára í senn. ­Þjón­ust­u­­samn­ing­ur­inn, sem skil­­greinir hlut­verk, skyldur og umfang RÚV, rennur út í lok þessa árs. Nýr samn­ingur mun taka gildi í byrjun næsta árs.

Sam­kvæmt ráðu­neyt­inu eru skyldur RÚV und­ir­strik­aðar í samn­ingn­um, ­sem og almanna­þjón­ustu­hlut­verk þess, en sér­stök áhersla er lögð á að RÚV styðji við og efli íslenska tungu og menn­ingu lands­ins „enda er sterk staða tungu­máls­ins ein af for­sendum vel­sældar og mennt­un­ar.“

Auglýsing

Ótíma­bært að svara hvers kyns breyt­ingar verði á samn­ingnum

Jafn­framt er lögð áhersla á, sam­kvæmt ráðu­neyt­inu, að RÚV verji ákveðnum hluta af tekjum til kaupa á efni frá sjálf­stæðum fram­leið­endum ásamt því að setja reglur um við­skipta­boð.

Í svörun ráðu­neyt­is­ins segir enn fremur að í raun sé ótíma­bært að svara því hvort miklar breyt­ingar verði á samn­ingnum þar sem hann sé nú í vinnslu.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er á meðal þess sem undir er í þeirri vinnu fjár­mögnun starf­­semi RÚV og hvort að fyr­ir­tæk­inu verði áfram heim­ilt að sækja sér tekjur á sam­keppn­is­­mark­aði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Ítrustu varúðar gætt við greftrun manneskju sem lést vegna COVID-19 í Indónesíu. Hálf milljón Indónesa hafa greinst með veiruna.
Bóluefnið ekki „töfralausn“ – dauðsföll vegna COVID komin yfir 1,5 milljónir
Brýnt er að allir haldi vöku sinni áfram næstu vikur og mánuði. Bóluefni gegn COVID-19 er væntanlegt en það mun engan veginn útrýma öllum þeim vandamálum sem faraldurinn hefur skapað.
Kjarninn 4. desember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Víst fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent