Ólga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna frumkvæðisathugunar

Sýn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á það hvernig standa skuli að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla sinna við Samherja er ólík milli þingmanna, sem og hvernig skuli fjalla um málið opinberlega.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Nefnd­ar­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eru ekki sam­mála í afstöðu sinni gagn­vart frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Einnig eru nefnd­ar­menn ekki sam­mála um hvað megi fjalla um opin­ber­lega og hvað ekki.

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, vekur athygli á mál­inu á Face­book-­síðu sinni en í dag snýr hann aftur til þing­starfa eftir nokk­urra daga dvöl erlend­is. Hann segir að í fjar­veru sinni hafi hann fengið ákúr­ur, bæði í formi bók­unar á nefnd­ar­fundi og í ræðu­stól Alþingis vegna frá­sagnar á Face­book af fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þegar ákveðið var að hefja frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra.

„Töldu full­trúar meiri­hluta, og tals­maður þeirra, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, að ég hefði brotið 19. grein þing­skap­ar­laga sem kveður á um trúnað um það sem gestir og nefnd­ar­menn segja á lok­uðum nefnd­ar­fund­um,“ skrifar hann og bætir því við að hann hafi talið sig vera að bregð­ast við ákalli í sam­fé­lag­inu um það að fá að vita hvað Alþingi hyggst – eða hyggst ekki – aðhaf­ast í Sam­herj­a­mál­inu.

Auglýsing

Harmar að nefnd­ar­maður hafi rofið trúnað og rýrt traust á störfum nefnd­ar­innar

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld BeckLíneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, lagði fram bókun á fundi nefnd­ar­innar þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem vísað var í 19. grein þing­skap­ar­laga sem segir að óheim­ilt sé að vitna til orða nefnd­ar­manna eða gesta sem falla á lok­uðum nefnd­ar­fundi nema með leyfi við­kom­and­i. 

Þá kemur fram í bókun Líneikar Önnu að eftir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, þann 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn, hafi Guð­mundur Andri fjallað opin­ber­lega um efni fund­ar­ins á þann veg að ekki verði annað séð en að um skýrt brot á lögum um þing­sköp sé að ræða. „Um leið og það er harmað að nefnd­ar­maður skuli rjúfa trúnað og rýra þar með traust á störfum stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, eru athuga­semdir þar að lút­andi hér með færðar til bók­ar,“ segir í bók­un­inni.

Guð­mundur Andri seg­ist aftur á móti einmitt hafa gætt þess í færsl­unni að rekja ekki ein­stök ummæli ein­stakra nefnd­ar­manna þegar tek­ist var á um frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi ráð­herra en hafi greint frá afstöðu þeirra með almennum orð­um. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að sú afstaða væri trún­að­ar­mál – og átta mig ekki enn á því. Ég tel mig með öðrum orðum ekki brot­legan við téða grein, sem ég tel setta til að vernda gesti á nefnd­ar­fundum og tryggja trúnað um við­kvæm mál og upp­lýs­ing­ar, ekki mál sem þegar eru á allra vit­orði eins og hér var um að ræða,“ skrifar hann.

Telur und­ar­legt að vera orð­inn sá sem helst sé tal­inn hafa gerst brot­legur í starfi í Sam­herj­a­mál­inu

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld BeckGuð­mundur Andri seg­ist enn fremur aldrei hafa sóst sér­stak­lega eftir písl­ar­vætti en það sé óneit­an­lega und­ar­legt að vera nú orð­inn akkúrat sá þing­maður sem helst sé tal­inn hafa gerst brot­legur í starfi í Sam­herj­a­mál­inu. „Og fyrir þá höf­uð­sök að segja frá, enda ekk­ert frekar til þess fallið að rýra virð­ingu Alþing­is, að mati þessa fólks, en að segja frá því sem þar fer fram.“

Hann líkur færslu sinni á Face­book með því að segja að sjálfur telji hann að það sé einn grunn­ur­inn að því að end­ur­reisa virð­ingu Alþing­is.

Klofin nefnd

For­saga máls­ins er sú að þrír þing­menn sam­þykktu á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þann 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn að hefja frum­kvæð­is­at­hugun á því hvernig Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, myndi láta meta hæfi sitt vegna tengsla sinna við útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja og hvort til­efni hefði verið fyrir slíkri athugun í ráð­herra­tíð hans.

Þing­menn­irnir sem sam­þykktu að hefja athug­un­ina eru Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­inn­ar, Guð­mundur Andri Thors­son og Andrés Ingi Jóns­son sem nú er óháður þing­mað­ur. Þing­menn meiri­hlut­ans í nefnd­inni gagn­rýndu aftur á móti til­lög­una og töldu rétt­ast að ráð­herra væri fyrst gefið færi á að útskýra mál sitt.

Fram kom í fréttum um málið að Þór­hildur Sunna yrði ekki með fram­sögu máls­ins heldur Líneik Anna. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV að það hefði ekki verið vilji til þess hjá meiri­hluta nefnd­ar­innar að hún hefði fram­sögu um mál­ið. „Þeim finnst ég hafa gert upp hug minn varð­andi það hvort ráð­herr­ann sé van­hæf­ur.“ Hún lagði til að Andrés yrði fram­sögu­maður en á það féllst meiri­hlut­inn heldur ekki.

Ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að ráð­herra komi fyrir nefnd­ina

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar. Mynd: Bára Huld BeckÞór­hildur Sunna sagði fullt til­efni fyrir þess­ari frum­kvæð­is­at­hugun og nefndi meðal ann­ars að Krist­ján Þór hefði lýst yfir eftir umfjöllun um Sam­herj­a­skjölin að hann myndi segja sig frá öllum málum tengdum Sam­herja. Engu að síður hefði hann setið rík­is­stjórn­ar­fund þar sem teknar voru ákvarð­anir um aðgerðir vegna Sam­herj­a­skjal­anna. Hún tók skýrt fram í sam­tali við RÚV að þessi frum­at­hugun væri engin nið­ur­staða og ekk­ert væri því til fyr­ir­stöðu að ráð­herra kæmi fyrir nefnd­ina. „En mér finnst það ekki skil­yrði fyrir því að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un.“

Líneik Anna lagði fram bókun á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem kemur fram að nefndin hafi mik­il­vægu hlut­verki að gegna sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um, meðal ann­ars þegar komi að málum sem varða æðstu stjórn rík­is­ins.

„Það er því nauð­syn­legt að verk­lag og ákvarð­anir nefnd­ar­inn­ar, og ekki síst for­ystu henn­ar, séu vel ígrund­aðar og vand­aðar í hví­vetna. Áhyggju­efni er þegar for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar hrapar ítrekað að álykt­unum og gefur sér nið­ur­stöðu fyrir fram í flóknum mál­um, nú síð­ast í málum sem varða hæfi ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Þar hefur þess ekki verið gætt að mál­efna­leg sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi við með­ferð mála í nefnd­inni, með því að veita ráð­herra eðli­legt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefnd­ar­mönnum um frek­ari gögn í mál­inu, áður en ákvörðun er tekin um frum­kvæð­is­at­hugun nefnd­ar­inn­ar,“ stendur í bókun Líneik­ar.

Orri Páll Jóhanns­son, Óli Björn Kára­son, Brynjar Níels­son og Þor­steinn Sæmunds­son tóku undir bók­un­ina.

Frum­kvæð­is­at­hugun felur ekki í sér ályktun

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, lagði þá fram bókun þar sem fram kemur að umrædd frum­kvæð­is­at­hugun sé vel ígrunduð og bein­línis til þess fallin að veita ráð­herra eðli­legt færi á að skýra orð sín og veita nefnd­ar­mönnum öll til­heyr­andi gögn í mál­inu. Frum­kvæð­is­at­hugun feli ekki í sér ályktun og sé ekki nið­ur­staða. Guð­jón Brjáns­son og Andrés Ingi Jóns­son tóku undir bók­un­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent