Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa

Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.

skip
Auglýsing

Sjávarútvegur er næst stærsta útflutningsgrein Íslendinga og hefur hlutdeild geirans í gjaldeyrisöflun aukist töluvert undanfarin þrjú ár. Greinin skilaði um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins 2019. Þrátt fyrir minna útflutt magn í ár frá fyrra ári þá er spáð að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði um 9 prósent meira í ár en í fyrra. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram nýrri skýrsla Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

3,4 tonn á hvern íbúa

Ísland vermir 19. sæti á lista yfir stærstu fiskveiðiþjóðir heims og er hlutdeild landsins um 1,3 prósent á Mynd: Íslandsbankiheimsvísu. Íslendingar veiða þó næst mest á hvern íbúa í heiminum á eftir Færeyjum eða alls 3,4 tonn á hvern íbúa. 

Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað töluvert síðastliðinn áratug vegna þeirra miklu tækniframþróun sem orðið hefur í greininni. Þrátt fyrir færri störf hefur framleiðni í greininni aukist um 55 prósent á árinum 2011 til 2018.

Minna útflutt magn en meiri útflutningsverðmæti

Sjávarútvegurinn aflar næst mestar gjaldeyristekna atvinnuvega Íslands eftir ferðaþjónustunni. Eftir aukningu á útfluttu magni sjávarafurða undanfarin tvö ár eru horfur á að minna magn sjávarfangs verði flutt út í ár en í fyrra.

Auglýsing

Í skýrslu Íslandsbanka kemur fram að á fyrstu 9 mánuðum ársins nam samdráttur útflutnings nærri 6 prósentum miðað við sama tímabili í fyrra og skýrist viðsnúningurinn að stórum hluta af loðnubresti á fyrsta fjórðungi ársins. Horfur eru á að nærri 3 prósent samdráttur verði í útfluttu magni sjávarafurða í ár frá fyrra ári. Á næsta ári segir spáir bankinn hins vegar að útflutt magn sjávarafurða aukist á ný um ríflega 1 prósent. 

Þrátt fyrir þennan samdrátt í útflutning þá eru horfur á að útflutningsverðmæti sjávarafurða verði um það bil 9 prósent meira í ár en í fyrra þrátt fyrir minna útflutt magn eða í kringum 250 milljarðar króna. Samkvæmt skýrslunni kemur það til meðal annars af hækkun heimsmarkaðsverðs í erlendri mynt, veikari krónu í ár en í fyrra og aukningu á útflutningi þorsks. Íslandsbanki spáir jafnframt fyrir um 4 prósent aukningu útflutningsverðmætis á næsta ári. 

Fiskeldi taki fram úr fiskveiðum á næsta ári

Enn fremur kemur fram í skýrslunni að útflutt magn eldisfisks hefur aukist umtalsvert á undangengnum árum og var það rúmlega þrefalt meira á árinu 2018 en á árinu 2014. Á sama tímabili hefur verðmæti vegna útflutnings á eldisfiski aukist minna, eða rúmlega tvöfaldast. Ástæðan er einna helst styrking krónunnar á umræddu tímabili.

Í skýrslunni segir að mesta aukningin í framleiðslu sjávarafurða á heimsvísu liggi í fiskeldi og gerir spá OECD ráð fyrir að fiskeldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjávarafurða en hefðbundnar fiskveiðar árið 2022.

Tímabil fjárfestinga tekið við

Á árinu 2018 námu skuldir sjávarútvegsfyrirtækja 389 milljörðum króna og hækkaði skuldastaða félaganna um 24 milljarða frá fyrra ári. Alls hafa skuldir fyrirtækja í greininni hafa aukist um 74 milljarða eða nærri fjórðung frá því þær náðu lágmarki árið 2016. 

Í skýrslunni segir að þrátt fyrir skuldaaukningu stóð rekstur sjávarútvegsfélaga betur undir skuldsetningunni á árinu 2018 en ári áður. Nýjar lántökur voru umfram afborganir lána á árinu og hefur slíkt átt sér stað allt frá upphafi árs 2015 sem bendi til þess að tímabili niðurgreiðslu skulda sé lokið og að tímabil aukinnar fjárfestingar sé nú tekið við í greininni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent