Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa

Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.

skip
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegur er næst stærsta útflutn­ings­grein Íslend­inga og hefur hlut­deild geirans í gjald­eyr­is­öflun auk­ist tölu­vert und­an­farin þrjú ár. Greinin skil­aði um fimmt­ungi gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins á fyrri helm­ingi árs­ins 2019. Þrátt fyrir minna útflutt magn í ár frá fyrra ári þá er spáð að útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða verði um 9 pró­sent meira í ár en í fyrra. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram nýrri skýrsla Íslands­banka um íslenskan sjáv­ar­út­veg.

3,4 tonn á hvern íbúa

Ísland vermir 19. sæti á lista yfir stærstu fisk­veiði­þjóðir heims og er hlut­deild lands­ins um 1,3 pró­sent á Mynd: Íslandsbankiheims­vísu. Íslend­ingar veiða þó næst mest á hvern íbúa í heim­inum á eftir Fær­eyjum eða alls 3,4 tonn á hvern íbú­a. 

Störfum í sjáv­ar­út­vegi hefur fækkað tölu­vert síð­ast­lið­inn ára­tug vegna þeirra miklu tækni­fram­þróun sem orðið hefur í grein­inni. Þrátt fyrir færri störf hef­ur fram­leiðn­i í ­grein­inn­i ­auk­ist um 55 pró­sent á árinum 2011 til 2018.

Minna útflutt magn en meiri útflutn­ings­verð­mæti

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn aflar næst mestar gjald­eyr­is­tekna atvinnu­vega Íslands eftir ferða­þjón­ust­unni. Eftir aukn­ingu á útfluttu magni sjáv­ar­af­urða und­an­farin tvö ár eru horfur á að minna magn sjáv­ar­fangs verði flutt út í ár en í fyrra.

Auglýsing

Í skýrslu Íslands­banka kemur fram að á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins nam sam­dráttur útflutn­ings nærri 6 pró­sentum miðað við sama tíma­bili í fyrra og skýrist við­snún­ing­ur­inn að stórum hluta af loðnu­bresti á fyrsta fjórð­ungi árs­ins. Horfur eru á að nærri 3 pró­sent sam­dráttur verði í útfluttu magni sjáv­ar­af­urða í ár frá fyrra ári. Á næsta ári segir spáir bank­inn hins vegar að útflutt magn sjáv­ar­af­urða auk­ist á ný um ríf­lega 1 pró­sent. 

Þrátt fyrir þennan sam­drátt í útflutn­ing þá eru horfur á að útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða verði um það bil 9 pró­sent meira í ár en í fyrra þrátt fyrir minna útflutt magn eða í kringum 250 millj­arðar króna. Sam­kvæmt skýrsl­unni kemur það til meðal ann­ars af hækkun heims­mark­aðs­verðs í erlendri mynt, veik­ari krónu í ár en í fyrra og aukn­ingu á útflutn­ingi þorsks. Íslands­banki spáir jafn­framt fyrir um 4 pró­sent aukn­ingu útflutn­ings­verð­mætis á næsta ári. 

Fisk­eldi taki fram úr fisk­veiðum á næsta ári

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að útflutt magn eld­is­fisks hefur auk­ist umtals­vert á und­an­gengnum árum og var það rúm­lega þrefalt meira á árinu 2018 en á árinu 2014. Á sama tíma­bili hefur verð­mæt­i ­vegna útflutn­ings á eld­is­fiski auk­ist minna, eða rúm­lega tvö­fald­ast. Ástæðan er einna helst styrk­ing krón­unnar á um­ræddu tíma­bili.

Í skýrsl­unni segir að mesta aukn­ingin í fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða á heims­vísu liggi í fisk­eldi og gerir spá OECD ráð fyrir að fisk­eldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjáv­ar­af­urða en hefð­bundnar fisk­veiðar árið 2022.

Tíma­bil fjár­fest­inga tekið við

Á árinu 2018 námu skuldir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja 389 millj­örðum króna og hækk­aði skulda­staða félag­anna um 24 millj­arða frá fyrra ári. Alls hafa skuldir fyr­ir­tækja í grein­inni hafa auk­ist um 74 millj­arða eða nærri fjórð­ung frá því þær náðu lág­marki árið 2016. 

Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir skulda­aukn­ingu stóð ­rekstur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga betur undir skuld­setn­ing­unni á ár­inu 2018 en ári áður­. Nýjar lán­tökur voru umfram afborg­anir lána á árinu og hef­ur slíkt átt sér stað allt frá upp­hafi árs 2015 sem bendi til þess að ­tíma­bili nið­ur­greiðslu skulda sé lokið og að tíma­bil auk­inn­ar fjár­fest­ingar sé nú tekið við í grein­inni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent