Ísland veiðir næst mest á hvern íbúa

Hlutdeild sjávarútvegsins í gjaldeyrisöflun hefur aukist undanfarin þrjú ár og skilaði greinin um fimmtungi gjaldeyristekna þjóðarbúsins á fyrri helmingi ársins. Ísland er nítjánda stærsta fiskiþjóð heims og veiðir 3,4 tonn á hvern íbúa.

skip
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegur er næst stærsta útflutn­ings­grein Íslend­inga og hefur hlut­deild geirans í gjald­eyr­is­öflun auk­ist tölu­vert und­an­farin þrjú ár. Greinin skil­aði um fimmt­ungi gjald­eyr­is­tekna þjóð­ar­bús­ins á fyrri helm­ingi árs­ins 2019. Þrátt fyrir minna útflutt magn í ár frá fyrra ári þá er spáð að útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða verði um 9 pró­sent meira í ár en í fyrra. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram nýrri skýrsla Íslands­banka um íslenskan sjáv­ar­út­veg.

3,4 tonn á hvern íbúa

Ísland vermir 19. sæti á lista yfir stærstu fisk­veiði­þjóðir heims og er hlut­deild lands­ins um 1,3 pró­sent á Mynd: Íslandsbankiheims­vísu. Íslend­ingar veiða þó næst mest á hvern íbúa í heim­inum á eftir Fær­eyjum eða alls 3,4 tonn á hvern íbú­a. 

Störfum í sjáv­ar­út­vegi hefur fækkað tölu­vert síð­ast­lið­inn ára­tug vegna þeirra miklu tækni­fram­þróun sem orðið hefur í grein­inni. Þrátt fyrir færri störf hef­ur fram­leiðn­i í ­grein­inn­i ­auk­ist um 55 pró­sent á árinum 2011 til 2018.

Minna útflutt magn en meiri útflutn­ings­verð­mæti

Sjáv­ar­út­veg­ur­inn aflar næst mestar gjald­eyr­is­tekna atvinnu­vega Íslands eftir ferða­þjón­ust­unni. Eftir aukn­ingu á útfluttu magni sjáv­ar­af­urða und­an­farin tvö ár eru horfur á að minna magn sjáv­ar­fangs verði flutt út í ár en í fyrra.

Auglýsing

Í skýrslu Íslands­banka kemur fram að á fyrstu 9 mán­uðum árs­ins nam sam­dráttur útflutn­ings nærri 6 pró­sentum miðað við sama tíma­bili í fyrra og skýrist við­snún­ing­ur­inn að stórum hluta af loðnu­bresti á fyrsta fjórð­ungi árs­ins. Horfur eru á að nærri 3 pró­sent sam­dráttur verði í útfluttu magni sjáv­ar­af­urða í ár frá fyrra ári. Á næsta ári segir spáir bank­inn hins vegar að útflutt magn sjáv­ar­af­urða auk­ist á ný um ríf­lega 1 pró­sent. 

Þrátt fyrir þennan sam­drátt í útflutn­ing þá eru horfur á að útflutn­ings­verð­mæti sjáv­ar­af­urða verði um það bil 9 pró­sent meira í ár en í fyrra þrátt fyrir minna útflutt magn eða í kringum 250 millj­arðar króna. Sam­kvæmt skýrsl­unni kemur það til meðal ann­ars af hækkun heims­mark­aðs­verðs í erlendri mynt, veik­ari krónu í ár en í fyrra og aukn­ingu á útflutn­ingi þorsks. Íslands­banki spáir jafn­framt fyrir um 4 pró­sent aukn­ingu útflutn­ings­verð­mætis á næsta ári. 

Fisk­eldi taki fram úr fisk­veiðum á næsta ári

Enn fremur kemur fram í skýrsl­unni að útflutt magn eld­is­fisks hefur auk­ist umtals­vert á und­an­gengnum árum og var það rúm­lega þrefalt meira á árinu 2018 en á árinu 2014. Á sama tíma­bili hefur verð­mæt­i ­vegna útflutn­ings á eld­is­fiski auk­ist minna, eða rúm­lega tvö­fald­ast. Ástæðan er einna helst styrk­ing krón­unnar á um­ræddu tíma­bili.

Í skýrsl­unni segir að mesta aukn­ingin í fram­leiðslu sjáv­ar­af­urða á heims­vísu liggi í fisk­eldi og gerir spá OECD ráð fyrir að fisk­eldi muni í fyrsta skipti standa undir meira magni sjáv­ar­af­urða en hefð­bundnar fisk­veiðar árið 2022.

Tíma­bil fjár­fest­inga tekið við

Á árinu 2018 námu skuldir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja 389 millj­örðum króna og hækk­aði skulda­staða félag­anna um 24 millj­arða frá fyrra ári. Alls hafa skuldir fyr­ir­tækja í grein­inni hafa auk­ist um 74 millj­arða eða nærri fjórð­ung frá því þær náðu lág­marki árið 2016. 

Í skýrsl­unni segir að þrátt fyrir skulda­aukn­ingu stóð ­rekstur sjáv­ar­út­vegs­fé­laga betur undir skuld­setn­ing­unni á ár­inu 2018 en ári áður­. Nýjar lán­tökur voru umfram afborg­anir lána á árinu og hef­ur slíkt átt sér stað allt frá upp­hafi árs 2015 sem bendi til þess að ­tíma­bili nið­ur­greiðslu skulda sé lokið og að tíma­bil auk­inn­ar fjár­fest­ingar sé nú tekið við í grein­inni.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent