Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur

Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.

Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Auglýsing

Í Fréttablaðinu í dag eru birtar upplýsingar úr tölvupóstum sem Samherji afhenti blaðinu og fyrirtækið telur sýna að það hafi ekki vitað af mútugreiðslum upp á um 16,5 milljónir króna sem runnu til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, og James Hatuikulipi, stjórnanda ríkisrekna sjávarútvegsfyrirtækisins Fishcor. Greiðslurnar voru til að tryggja Samherja aðgengi að kvóta. 

Um er að ræða greiðslur til félagsins ERF 1980 og samkvæmt Fréttablaðinu er það afstaða Samherja að ef þeir sem stýra fyrirtækinu hefðu vitað um mútugreiðslurnar sem greiddar voru hefði fylgt yfirlit um þær með í tölvupósti sem Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja, sendi til Örnu McClure, yfirlögfræðing Samherja, á árinu 2014. 

Jóhannes hefur gengist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Samherja til að tryggja fyrirtækinu aðgengi að kvóta í Namibíu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vitund og vilja Þorsteins Más Baldvinssonar, fyrrverandi forstjóra Samherja og eins aðaleiganda fyrirtækisins, og Aðalsteins Helgasonar, sem var yfir starfseminni í Namibíu. 

Þá birtir Fréttablaðið brot úr tölvupósti frá Agli Helga Árnasyni, sem tók við starfsemi Samherja Í Namibíu árið 2016 þegar Jóhannes Stefánsson hætti, til Ingólfs Péturssonar, fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu. Stjórnendur Samherja telja þann tölvupóst sýna að Jóhannes hafi gert samninga um mútugreiðslur án þeirra vitneskju. 

Auglýsing
Fréttablaðið ræðir við Ingólf sem segist hafa vitað að tilgangur ERF 1980 hafi verið að taka við mútugreiðslum en að hann hafi ekki sagt neinum hjá Samherja frá tilvist félagsins.  

Mjög lítið brot af meintum mútugreiðslum

Umfjöllun Kveiks, Stundarinnar, Al Jazeera og Wikileaks um mútugreiðslur, meint peningaþvætti og skattsniðgöngu Samherja byggir að mestu á tugþúsundum gagna og uppljóstrun Jóhannesar Stefánssonar, fyrrverandi starfsmanns Samherja í Namibíu. Í viðbrögðum stjórnenda Samherja við umfjölluninni hefur verið lögð áhersla á það að Jóhannes hafi greitt ráðamönnum í Namibíu mútur án vitneskju stjórnenda Samherja. Í yfirlýsingu sem Samherji sendi frá sér sama kvöld og umfjöllunin birtist, 12. nóvember síðastliðinn, sagði að svo virtist sem Jóhannes hefði „hugs­an­lega flækt Sam­herja í við­skipti sem kunni að vera ólög­mæt.“ Jóhannes hafnar þessu alfarið, líkt og áður sagði. Í umfjölluninni kom einnig fram að mútugreiðslur til ráðamanna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stefánsson lét af störfum hjá Samherja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 milljarði króna hið minnsta. Sú upphæð sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag er rúmlega eitt prósent þeirrar upphæðar. Jóhannes hefur 

Þegar er búið að handtaka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­ar­út­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­íu, Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­­­mála­ráð­herra Namib­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­ónir namibískra doll­­­ara, jafn­­­virði 860 millj­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sú upphæð sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag er tæp tvö prósent þeirrar upphæðar. 

Auk Shanghala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­ar­­­for­­­maður namibísku rík­­­is­út­­­­­gerð­­­ar­innar Fishcor nýver­ið, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­sonur Esau, Ricardo Gustavo, sam­­­starfs­­­maður hans og Pius Mwatelulo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­skyld­u­­­bönd­um, ákærð­­ir.

Jóhannes ræddi viðbrögð Samherja við málinu í Kastljósi á miðvikudag og sagði að fyrirtækinu væri „velkomið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 prósemt af þeim mútugreiðslum sem greiddar hefðu verið til ráðamanna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyrirtækinu.  

Auglýsing
Mál Samherja er til rannsóknar í Namibíu, á Íslandi og í Noregi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna málsins og þar á sér einnig stað sakamálarannsókn.

Myndband birt á nafnlausum reikning

Í gær birtist myndband af símtali Jóhannesar við fyrrverandi eiginkonu sína frá árinu 2017, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, á Youtube á nafnlausum aðgangi.

Fyrrverandi eiginkona hans tók myndbandið upp á sínum tíma og í samtali við Stundina í gær segist hún hafa deilt myndbandinu með Jóni Óttari Ólafssyni, starfsmanni Samherja, árið 2017, og nokkrum öðrum. Jóhannes hafi beðið hana afsökunar á símtalinu og reynt að bæta henni það upp. Þau séu ekki ósátt í dag.

Jóhannes sjálfur sagði við Stundina að hann hefði verið ölvaður og örvinglaður þegar hann hringdi í eiginkonu sína. Hann sæi eftir því, gengist við því sem hann gerði og beðið alla hlutaðeigandi aðila afsökunar.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Jón Gnarr
Hugmyndin um Ísland og menn sem giftast náfrænkum sínum
Kjarninn 12. júní 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærslur hjá Apple á öllum stýrikerfum
Kjarninn 12. júní 2021
Ekkert komið fram sem kalli á breytingu á stefnu um hágæða Borgarlínu
Framkvæmdastjóri Betri samgangna svaraði á dögunum erindi sem þrýstihópur sem vill ódýrari Borgarlínu sendi á ýmsa aðila í vor. Í umfjöllun Betri samgangna er meðal annars bent á að það væri dýrast fyrir samfélagið að verja langmestu fé í stofnvegi.
Kjarninn 12. júní 2021
Stefán Ólafsson
Lágtekjuvandi lífeyrisþega
Kjarninn 12. júní 2021
Mona Lisa frímerkjaheimsins og frægasta frímerki Bandaríkjanna saman á uppboði
Á dögunum var mesta fágæti frímerkjaheimsins boðið upp, 165 ára gamalt einstakt frímerki frá Bresku Gvæjana sem seldist á milljarð króna. Á uppboðinu mátti einnig finna þekktasta prentgalla bandarískrar frímerkjasögu – flugvélina Jenny á hvolfi.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent