Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur

Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.

Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag eru birtar upp­lýs­ingar úr tölvu­póstum sem Sam­herji afhenti blað­inu og fyr­ir­tækið telur sýna að það hafi ekki vitað af mútu­greiðslum upp á um 16,5 millj­ónir króna sem runnu til Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og James Hatuikulipi, stjórn­anda rík­is­rekna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor. Greiðsl­urnar voru til að tryggja Sam­herja aðgengi að kvóta. 

Um er að ræða greiðslur til félags­ins ERF 1980 og sam­kvæmt Frétta­blað­inu er það afstaða Sam­herja að ef þeir sem stýra fyr­ir­tæk­inu hefðu vitað um mútu­greiðsl­urnar sem greiddar voru hefði fylgt yfir­lit um þær með í tölvu­pósti sem Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja, sendi til Örnu McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja, á árinu 2014. 

Jóhannes hefur geng­ist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Sam­herja til að tryggja fyr­ir­tæk­inu aðgengi að kvóta í Namib­íu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vit­und og vilja Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var yfir starf­sem­inni í Namib­íu. 

Þá birtir Frétta­blaðið brot úr tölvu­pósti frá Agli Helga Árna­syni, sem tók við starf­semi Sam­herja Í Namibíu árið 2016 þegar Jóhannes Stef­áns­son hætti, til Ing­ólfs Pét­urs­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu. Stjórn­endur Sam­herja telja þann tölvu­póst sýna að Jóhannes hafi gert samn­inga um mútu­greiðslur án þeirra vit­neskju. 

Auglýsing
Fréttablaðið ræðir við Ingólf sem seg­ist hafa vitað að til­gangur ERF 1980 hafi verið að taka við mútu­greiðslum en að hann hafi ekki sagt neinum hjá Sam­herja frá til­vist félags­ins.  

Mjög lítið brot af meintum mútu­greiðslum

Umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mútu­greiðsl­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­göngu Sam­herja byggir að mestu á tug­þús­undum gagna og upp­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja í Namib­íu. Í við­brögðum stjórn­enda Sam­herja við umfjöll­un­inni hefur verið lögð áhersla á það að Jóhannes hafi greitt ráða­mönnum í Namibíu mútur án vit­neskju stjórn­enda Sam­herja. Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér sama kvöld og umfjöll­unin birtist, 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, sagði að svo virt­ist sem Jóhannes hefði „hugs­an­­lega flækt Sam­herja í við­­skipti sem kunni að vera ólög­­mæt.“ Jóhannes hafnar þessu alfar­ið, líkt og áður sagði. Í umfjöll­un­inni kom einnig fram að mútu­greiðslur til ráða­manna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stef­áns­son lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er rúm­lega eitt pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. Jóhannes hef­ur 

Þegar er búið að hand­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­ónir namibískra doll­­­­ara, jafn­­­­virði 860 millj­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er tæp tvö pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður namibísku rík­­­­is­út­­­­­­­gerð­­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­starfs­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, ákærð­­­ir.

Jóhannes ræddi við­brögð Sam­herja við mál­inu í Kast­ljósi á mið­viku­dag og sagði að fyr­ir­tæk­inu væri „vel­komið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 pró­semt af þeim mútu­greiðslum sem greiddar hefðu verið til ráða­manna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u.  

Auglýsing
Mál Sam­herja er til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­mála­rann­sókn.

Mynd­band birt á nafn­lausum reikn­ing

Í gær birt­ist mynd­band af sím­tali Jóhann­esar við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína frá árinu 2017, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, á Youtube á nafn­lausum aðgangi.

Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans tók mynd­bandið upp á sínum tíma og í sam­tali við Stund­ina í gær seg­ist hún hafa deilt mynd­band­inu með Jóni Ótt­ari Ólafs­syni, starfs­manni Sam­herja, árið 2017, og nokkrum öðr­um. Jóhannes hafi beðið hana afsök­unar á sím­tal­inu og reynt að bæta henni það upp. Þau séu ekki ósátt í dag.

Jóhannes sjálfur sagði við Stund­ina að hann hefði verið ölv­aður og örvinglaður þegar hann hringdi í eig­in­konu sína. Hann sæi eftir því, geng­ist við því sem hann gerði og beðið alla hlut­að­eig­andi aðila afsök­un­ar.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent