Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur

Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.

Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag eru birtar upp­lýs­ingar úr tölvu­póstum sem Sam­herji afhenti blað­inu og fyr­ir­tækið telur sýna að það hafi ekki vitað af mútu­greiðslum upp á um 16,5 millj­ónir króna sem runnu til Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og James Hatuikulipi, stjórn­anda rík­is­rekna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor. Greiðsl­urnar voru til að tryggja Sam­herja aðgengi að kvóta. 

Um er að ræða greiðslur til félags­ins ERF 1980 og sam­kvæmt Frétta­blað­inu er það afstaða Sam­herja að ef þeir sem stýra fyr­ir­tæk­inu hefðu vitað um mútu­greiðsl­urnar sem greiddar voru hefði fylgt yfir­lit um þær með í tölvu­pósti sem Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja, sendi til Örnu McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja, á árinu 2014. 

Jóhannes hefur geng­ist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Sam­herja til að tryggja fyr­ir­tæk­inu aðgengi að kvóta í Namib­íu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vit­und og vilja Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var yfir starf­sem­inni í Namib­íu. 

Þá birtir Frétta­blaðið brot úr tölvu­pósti frá Agli Helga Árna­syni, sem tók við starf­semi Sam­herja Í Namibíu árið 2016 þegar Jóhannes Stef­áns­son hætti, til Ing­ólfs Pét­urs­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu. Stjórn­endur Sam­herja telja þann tölvu­póst sýna að Jóhannes hafi gert samn­inga um mútu­greiðslur án þeirra vit­neskju. 

Auglýsing
Fréttablaðið ræðir við Ingólf sem seg­ist hafa vitað að til­gangur ERF 1980 hafi verið að taka við mútu­greiðslum en að hann hafi ekki sagt neinum hjá Sam­herja frá til­vist félags­ins.  

Mjög lítið brot af meintum mútu­greiðslum

Umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mútu­greiðsl­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­göngu Sam­herja byggir að mestu á tug­þús­undum gagna og upp­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja í Namib­íu. Í við­brögðum stjórn­enda Sam­herja við umfjöll­un­inni hefur verið lögð áhersla á það að Jóhannes hafi greitt ráða­mönnum í Namibíu mútur án vit­neskju stjórn­enda Sam­herja. Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér sama kvöld og umfjöll­unin birtist, 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, sagði að svo virt­ist sem Jóhannes hefði „hugs­an­­lega flækt Sam­herja í við­­skipti sem kunni að vera ólög­­mæt.“ Jóhannes hafnar þessu alfar­ið, líkt og áður sagði. Í umfjöll­un­inni kom einnig fram að mútu­greiðslur til ráða­manna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stef­áns­son lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er rúm­lega eitt pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. Jóhannes hef­ur 

Þegar er búið að hand­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­ónir namibískra doll­­­­ara, jafn­­­­virði 860 millj­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er tæp tvö pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður namibísku rík­­­­is­út­­­­­­­gerð­­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­starfs­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, ákærð­­­ir.

Jóhannes ræddi við­brögð Sam­herja við mál­inu í Kast­ljósi á mið­viku­dag og sagði að fyr­ir­tæk­inu væri „vel­komið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 pró­semt af þeim mútu­greiðslum sem greiddar hefðu verið til ráða­manna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u.  

Auglýsing
Mál Sam­herja er til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­mála­rann­sókn.

Mynd­band birt á nafn­lausum reikn­ing

Í gær birt­ist mynd­band af sím­tali Jóhann­esar við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína frá árinu 2017, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, á Youtube á nafn­lausum aðgangi.

Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans tók mynd­bandið upp á sínum tíma og í sam­tali við Stund­ina í gær seg­ist hún hafa deilt mynd­band­inu með Jóni Ótt­ari Ólafs­syni, starfs­manni Sam­herja, árið 2017, og nokkrum öðr­um. Jóhannes hafi beðið hana afsök­unar á sím­tal­inu og reynt að bæta henni það upp. Þau séu ekki ósátt í dag.

Jóhannes sjálfur sagði við Stund­ina að hann hefði verið ölv­aður og örvinglaður þegar hann hringdi í eig­in­konu sína. Hann sæi eftir því, geng­ist við því sem hann gerði og beðið alla hlut­að­eig­andi aðila afsök­un­ar.“ 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent