Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur

Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.

Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Auglýsing

Í Frétta­blað­inu í dag eru birtar upp­lýs­ingar úr tölvu­póstum sem Sam­herji afhenti blað­inu og fyr­ir­tækið telur sýna að það hafi ekki vitað af mútu­greiðslum upp á um 16,5 millj­ónir króna sem runnu til Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­mála­ráð­herra Namib­­íu, og James Hatuikulipi, stjórn­anda rík­is­rekna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Fis­hcor. Greiðsl­urnar voru til að tryggja Sam­herja aðgengi að kvóta. 

Um er að ræða greiðslur til félags­ins ERF 1980 og sam­kvæmt Frétta­blað­inu er það afstaða Sam­herja að ef þeir sem stýra fyr­ir­tæk­inu hefðu vitað um mútu­greiðsl­urnar sem greiddar voru hefði fylgt yfir­lit um þær með í tölvu­pósti sem Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja, sendi til Örnu McClure, yfir­lög­fræð­ing Sam­herja, á árinu 2014. 

Jóhannes hefur geng­ist við því að hafa greitt mútur fyrir hönd Sam­herja til að tryggja fyr­ir­tæk­inu aðgengi að kvóta í Namib­íu. Hann segir hins vegar allar greiðslur hafa farið fram með vit­und og vilja Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Sam­herja og eins aðal­eig­anda fyr­ir­tæk­is­ins, og Aðal­steins Helga­son­ar, sem var yfir starf­sem­inni í Namib­íu. 

Þá birtir Frétta­blaðið brot úr tölvu­pósti frá Agli Helga Árna­syni, sem tók við starf­semi Sam­herja Í Namibíu árið 2016 þegar Jóhannes Stef­áns­son hætti, til Ing­ólfs Pét­urs­son­ar, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóri Sam­herja í Namib­íu. Stjórn­endur Sam­herja telja þann tölvu­póst sýna að Jóhannes hafi gert samn­inga um mútu­greiðslur án þeirra vit­neskju. 

Auglýsing
Fréttablaðið ræðir við Ingólf sem seg­ist hafa vitað að til­gangur ERF 1980 hafi verið að taka við mútu­greiðslum en að hann hafi ekki sagt neinum hjá Sam­herja frá til­vist félags­ins.  

Mjög lítið brot af meintum mútu­greiðslum

Umfjöllun Kveiks, Stund­ar­inn­ar, Al Jazeera og Wiki­leaks um mútu­greiðsl­ur, meint pen­inga­þvætti og skattsnið­göngu Sam­herja byggir að mestu á tug­þús­undum gagna og upp­ljóstrun Jóhann­esar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi starfs­manns Sam­herja í Namib­íu. Í við­brögðum stjórn­enda Sam­herja við umfjöll­un­inni hefur verið lögð áhersla á það að Jóhannes hafi greitt ráða­mönnum í Namibíu mútur án vit­neskju stjórn­enda Sam­herja. Í yfir­lýs­ingu sem Sam­herji sendi frá sér sama kvöld og umfjöll­unin birtist, 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, sagði að svo virt­ist sem Jóhannes hefði „hugs­an­­lega flækt Sam­herja í við­­skipti sem kunni að vera ólög­­mæt.“ Jóhannes hafnar þessu alfar­ið, líkt og áður sagði. Í umfjöll­un­inni kom einnig fram að mútu­greiðslur til ráða­manna í Namibíu hafi staðið yfir fram á árið 2019, en Jóhannes Stef­áns­son lét af störfum hjá Sam­herja í júlí 2016. Þar sagði að þær hefðu numið 1,4 millj­arði króna hið minnsta. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er rúm­lega eitt pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. Jóhannes hef­ur 

Þegar er búið að hand­taka og ákæra Bern­hard Esau, fyrr­ver­andi sjá­v­­­­­ar­út­­­­­­­vegs­ráð­herra Namib­­­­íu, Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­­­­mála­ráð­herra Namib­­­­íu, og fjóra aðra menn fyrir að hafa þegið 103,6 millj­­­­ónir namibískra doll­­­­ara, jafn­­­­virði 860 millj­­­­óna íslenskra króna, í greiðslur fyrir að tryggja félögum tengdum Sam­herja eft­ir­­­­sóttan kvóta í land­in­u. Sú upp­hæð sem fjallað er um í Frétta­blað­inu í dag er tæp tvö pró­sent þeirrar upp­hæð­ar. 

Auk Shang­hala og Esau voru James Hatuikulipi, sem hætti sem stjórn­­­­­­­ar­­­­for­­­­maður namibísku rík­­­­is­út­­­­­­­gerð­­­­ar­innar Fis­hcor nýver­ið, Tam­son 'Fitty' Hatuikulipi, tengda­­­­sonur Esau, Ricardo Gusta­vo, sam­­­­starfs­­­­maður hans og Pius Mwa­telu­lo, sem einnig teng­ist Hatuikulipi fjöl­­­­skyld­u­­­­bönd­um, ákærð­­­ir.

Jóhannes ræddi við­brögð Sam­herja við mál­inu í Kast­ljósi á mið­viku­dag og sagði að fyr­ir­tæk­inu væri „vel­komið að reyna að villa um fyrir fólki“. Hann væri bara ábyrgur fyrir 20-30 pró­semt af þeim mútu­greiðslum sem greiddar hefðu verið til ráða­manna í Namibíu fyrir aðgang að kvóta áður en að hann hætti störfum hjá fyr­ir­tæk­in­u.  

Auglýsing
Mál Sam­herja er til rann­sóknar í Namib­íu, á Íslandi og í Nor­egi. Þá hafa eignir verið frystar í Angóla vegna máls­ins og þar á sér einnig stað saka­mála­rann­sókn.

Mynd­band birt á nafn­lausum reikn­ing

Í gær birt­ist mynd­band af sím­tali Jóhann­esar við fyrr­ver­andi eig­in­konu sína frá árinu 2017, þar sem hann hótar henni og öðrum öllu illu, á Youtube á nafn­lausum aðgangi.

Fyrr­ver­andi eig­in­kona hans tók mynd­bandið upp á sínum tíma og í sam­tali við Stund­ina í gær seg­ist hún hafa deilt mynd­band­inu með Jóni Ótt­ari Ólafs­syni, starfs­manni Sam­herja, árið 2017, og nokkrum öðr­um. Jóhannes hafi beðið hana afsök­unar á sím­tal­inu og reynt að bæta henni það upp. Þau séu ekki ósátt í dag.

Jóhannes sjálfur sagði við Stund­ina að hann hefði verið ölv­aður og örvinglaður þegar hann hringdi í eig­in­konu sína. Hann sæi eftir því, geng­ist við því sem hann gerði og beðið alla hlut­að­eig­andi aðila afsök­un­ar.“ 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent