Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum

Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.

Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Namibíska lögreglan rannsakar ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag en rætt verður við Jóhannes í Kastljósi í kvöld.

Jóhannes lét af störfum hjá Samherja í júlí árið 2016 en samkvæmt RÚV hafði hann undir höndum á þeim tíma tölvu fyrirtækisins með miklu magni gagna. Strax þá hafi undarlegir hlutir farið að gerast og ýmsir aðilar sýnt tölvunni áhuga.

Hann segist í samtali við Kastljós hafa verið heppinn að gott fólk í kringum hann hafi gripið inn í og ráðlagt honum að ráða sér lífverði vegna þess að öryggi hans væri ógnað. Tvisvar hafi öryggisúttekt leitt í ljós að hann hafi þurft fjölda lífvarða til að gæta öryggi hans. Oftar en einu sinni hafi verið eitrað fyrir honum í gegnum drykkjarföng og mat og lögreglan í Namibíu telji sig vita hver beri ábyrgð og hvernig staðið hafi verið að verki.

Auglýsing

Þann 12. nóvember síðastliðinn birtu Kveikur og Stundin fyrstu umfjall­anir sínar sem byggðu meðal ann­ars á gögnum frá Wiki­leaks og vitn­is­burði Jóhann­es­ar.

Jóhannes gekkst við því í Kveiksþætt­inum að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í Namib­íu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­völd í Namib­­íu, hefði fengið laga­­lega stöðu upp­­­ljóstr­­ara og aðstoð­aði nú við rann­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­a.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent