Rannsaka ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes af dögum

Lögreglan í Namibíu rannsakar nú ítrekaðar tilraunir til að ráða Jóhannes Stefánsson uppljóstrara í Samherjamálinu af dögum.

Jóhannes Stefánsson
Jóhannes Stefánsson
Auglýsing

Namibíska lög­reglan rann­sakar ítrek­aðar til­raunir til að ráða Jóhannes Stef­áns­son upp­ljóstr­ara í Sam­herj­a­mál­inu af dög­um. Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag en rætt verður við Jóhannes í Kast­ljósi í kvöld.

Jóhannes lét af störfum hjá Sam­herja í júlí árið 2016 en sam­kvæmt RÚV hafði hann undir höndum á þeim tíma tölvu fyr­ir­tæk­is­ins með miklu magni gagna. Strax þá hafi und­ar­legir hlutir farið að ger­ast og ýmsir aðilar sýnt tölv­unni áhuga.

Hann seg­ist í sam­tali við Kast­ljós hafa verið hepp­inn að gott fólk í kringum hann hafi gripið inn í og ráð­lagt honum að ráða sér líf­verði vegna þess að öryggi hans væri ógn­að. Tvisvar hafi örygg­is­út­tekt leitt í ljós að hann hafi þurft fjölda líf­varða til að gæta öryggi hans. Oftar en einu sinni hafi verið eitrað fyrir honum í gegnum drykkj­ar­föng og mat og lög­reglan í Namibíu telji sig vita hver beri ábyrgð og hvernig staðið hafi verið að verki.

Auglýsing

Þann 12. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn birtu Kveikur og Stundin fyrstu umfjall­­anir sínar sem byggðu meðal ann­­ars á gögnum frá Wik­i­­leaks og vitn­is­­burði Jóhann­es­­ar.

Jóhannes gekkst við því í Kveiks­þætt­inum að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í Namib­­íu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­­völd í Namib­­­íu, hefði fengið laga­­­lega stöðu upp­­­­­ljóstr­­­ara og aðstoð­aði nú við rann­­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­­a.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent