Menntaðri Íslendingar lifa lengur

Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.

mannlif mannlíf
Auglýsing

Lífslíkur fólks á Íslandi hafa auk­ist og eru þær tals­vert meiri en að með­al­tali innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Aftur á móti hefur félags­legur ójöfn­uður leitt til þess að munur á lífslíkum er að aukast eftir mennt­un­ar­stigi og tekj­um. Til að mynda eru lífslíkur þrí­tugra karl­manna sem ekki hafa lokið fram­halds­skóla­menntun næstum fimm árum lægra en þeirra karl­manna sem lokið hafa háskóla­mennt­un.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar um heilsu­far þjóða. 

Efna­hags­leg staða hefur áhrif á lífslíkur

Í lands­skýrslu stofn­un­ar­innar um Ísland kemur fram að ekki sé ein­göngu hægt að rekja ójafnar lífslíkur hér á landi til kynja­mis­munar heldur einnig til félags- og efn­hags­legar stöðu, þar með talið mennt­un­ar- og tekju­stigs. 

Mikil  menntun er skilgreind sem menntun á háskólastigi á meðan að lágt menntunarstig er að hafa ekki lokið framhaldsskólanámi. Mynd:OECDAllt frá árinu 2011 hefur munur á lífslíkum eftir mennt­un­ar­stigum auk­ist hér á landi. Þeir sem eru með minni menntun hafa dreg­ist aftur úr þeim sem eru með meiri mennt­un. Á átta árum  breikk­aði bilið í lífslíkum milli þeirra með minnstu og þeirra með mestu menntun um eitt og hálft ár, þar sem nán­ast engin aukn­ing átti sér stað hjá þeim með minnstu mennt­un­ina.

Í fyrra var staðan sú að lífslíkur þrí­tugra karl­manna með lægsta mennt­un­ar­stigið var næstum fimm árum lægra en þeirra sem sátu á toppnum að þessu leyti. Þessi munur á lífslíkum eftir menntun var lægri á meðal kvenna, eða 3,6 ár.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að þennan mun á lífslíkum eftir mennt­un­ar­stigi má að hluta til útskýra með því að hópar eru mis­út­sett­ir ­fyrir mis­mun­andi áhættu- og lífstíls­þátt­um, þar með­ talið hærri reyk­inga­tíðni, lak­ari nær­ing­ar­venjur og hærra offitu­hlut­falli meðal karla og kvenna með lægra ­mennt­un­ar­stig. 

Auk þess teng­ist þessi munur á lífslíkum mis­mun­andi tekju­stigi og lífs­kjöru­m, ­sem svo aftur leiðir til auk­inna áhrifa frá öðrum á­hættu­þáttum og aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Tölu­verður munur á milli tekju­hópa

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að flestir Íslend­ingar telja sig vera við ­góða heilsu eða alls þrír fjórðu hlutar íbú­anna, ­sem er nokkru hærra en ESB-­með­al­talið sem stendur í 70 pró­sent. 

Engu að síð­ur, þá er eins og í öðrum lönd­um, fólk ­með lægri tekjur síður lík­legt til að segj­ast vera við góða heilsu. Á meðal þeirra tekju­lægstu segj­ast 70 pró­sent vera við góða heilsu sam­an­borið við 84 pró­sent þeirra tekju­hæsta. 

Tekju­lægri þurfa oftar að neita sér um lækn­is­að­stoð 

Þrátt fyrir að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga finni lítið fyrir skorti á lækn­is­þjón­ustu hér á landi, sam­kvæmt skýrsl­unni, þá er tölu­verður munur í svörum á milli tekju­hópa. Hlut­fall þeirra Íslend­inga sem sögð­ust hafa þurft að neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar, fjar­lægðar og bið­tíma, var í kringum 3 pró­sent árið 2016. 

Hins vegar náði þetta hlut­fall á meðal þeirra sem komu úr þeim fimmt­ung­i ­sem tekju­lægstir eru nærri því 5 pró­sent, sem var rúm­lega tvö­falt hærra heldur en á meðal hinna tekju­hæstu 2 pró­sent. Þetta bil á milli tekju­hópa er mun breið­ara hér á landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að þörf eftir þjón­ustu sem ekki er komið til móts við er í meira mæli þjón­usta sem sjúkra­trygg­ingar ná ekki til­. Þar á meðal eru tann­lækn­ingar en árið 2016 sögð­ust 8 pró­sent Íslend­inga þurfa að búa við óupp­fylltar þarfir um tann­lækn­ing­ar. 

Fjór­faldur munur er hins vegar til staðar þegar kemur að tekju­hópum en næstum 15 pró­sent af tekju­lægsta hópnum sögð­ust búa við óupp­fylltar þarfir þegar kæmi að tann­lækn­ing­um. Á meðan að sam­svar­andi hlut­fall meðal hinna tekju­hæstu var aðeins 3 pró­sent. Þetta hlut­fall um óupp­fylltar þarfir á meðal hinna tekju­lægstu er miklu hærra en á nokkru hinna Norð­ur­land­anna..

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent