Menntaðri Íslendingar lifa lengur

Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.

mannlif mannlíf
Auglýsing

Lífslíkur fólks á Íslandi hafa auk­ist og eru þær tals­vert meiri en að með­al­tali innan Evr­ópu­sam­bands­ins. Aftur á móti hefur félags­legur ójöfn­uður leitt til þess að munur á lífslíkum er að aukast eftir mennt­un­ar­stigi og tekj­um. Til að mynda eru lífslíkur þrí­tugra karl­manna sem ekki hafa lokið fram­halds­skóla­menntun næstum fimm árum lægra en þeirra karl­manna sem lokið hafa háskóla­mennt­un.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar um heilsu­far þjóða. 

Efna­hags­leg staða hefur áhrif á lífslíkur

Í lands­skýrslu stofn­un­ar­innar um Ísland kemur fram að ekki sé ein­göngu hægt að rekja ójafnar lífslíkur hér á landi til kynja­mis­munar heldur einnig til félags- og efn­hags­legar stöðu, þar með talið mennt­un­ar- og tekju­stigs. 

Mikil  menntun er skilgreind sem menntun á háskólastigi á meðan að lágt menntunarstig er að hafa ekki lokið framhaldsskólanámi. Mynd:OECDAllt frá árinu 2011 hefur munur á lífslíkum eftir mennt­un­ar­stigum auk­ist hér á landi. Þeir sem eru með minni menntun hafa dreg­ist aftur úr þeim sem eru með meiri mennt­un. Á átta árum  breikk­aði bilið í lífslíkum milli þeirra með minnstu og þeirra með mestu menntun um eitt og hálft ár, þar sem nán­ast engin aukn­ing átti sér stað hjá þeim með minnstu mennt­un­ina.

Í fyrra var staðan sú að lífslíkur þrí­tugra karl­manna með lægsta mennt­un­ar­stigið var næstum fimm árum lægra en þeirra sem sátu á toppnum að þessu leyti. Þessi munur á lífslíkum eftir menntun var lægri á meðal kvenna, eða 3,6 ár.

Auglýsing

Í skýrsl­unni segir að þennan mun á lífslíkum eftir mennt­un­ar­stigi má að hluta til útskýra með því að hópar eru mis­út­sett­ir ­fyrir mis­mun­andi áhættu- og lífstíls­þátt­um, þar með­ talið hærri reyk­inga­tíðni, lak­ari nær­ing­ar­venjur og hærra offitu­hlut­falli meðal karla og kvenna með lægra ­mennt­un­ar­stig. 

Auk þess teng­ist þessi munur á lífslíkum mis­mun­andi tekju­stigi og lífs­kjöru­m, ­sem svo aftur leiðir til auk­inna áhrifa frá öðrum á­hættu­þáttum og aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Tölu­verður munur á milli tekju­hópa

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að flestir Íslend­ingar telja sig vera við ­góða heilsu eða alls þrír fjórðu hlutar íbú­anna, ­sem er nokkru hærra en ESB-­með­al­talið sem stendur í 70 pró­sent. 

Engu að síð­ur, þá er eins og í öðrum lönd­um, fólk ­með lægri tekjur síður lík­legt til að segj­ast vera við góða heilsu. Á meðal þeirra tekju­lægstu segj­ast 70 pró­sent vera við góða heilsu sam­an­borið við 84 pró­sent þeirra tekju­hæsta. 

Tekju­lægri þurfa oftar að neita sér um lækn­is­að­stoð 

Þrátt fyrir að mik­ill meiri­hluti Íslend­inga finni lítið fyrir skorti á lækn­is­þjón­ustu hér á landi, sam­kvæmt skýrsl­unni, þá er tölu­verður munur í svörum á milli tekju­hópa. Hlut­fall þeirra Íslend­inga sem sögð­ust hafa þurft að neita sér um lækn­is­þjón­ustu vegna kostn­að­ar, fjar­lægðar og bið­tíma, var í kringum 3 pró­sent árið 2016. 

Hins vegar náði þetta hlut­fall á meðal þeirra sem komu úr þeim fimmt­ung­i ­sem tekju­lægstir eru nærri því 5 pró­sent, sem var rúm­lega tvö­falt hærra heldur en á meðal hinna tekju­hæstu 2 pró­sent. Þetta bil á milli tekju­hópa er mun breið­ara hér á landi en á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Í skýrsl­unni kemur jafn­framt fram að þörf eftir þjón­ustu sem ekki er komið til móts við er í meira mæli þjón­usta sem sjúkra­trygg­ingar ná ekki til­. Þar á meðal eru tann­lækn­ingar en árið 2016 sögð­ust 8 pró­sent Íslend­inga þurfa að búa við óupp­fylltar þarfir um tann­lækn­ing­ar. 

Fjór­faldur munur er hins vegar til staðar þegar kemur að tekju­hópum en næstum 15 pró­sent af tekju­lægsta hópnum sögð­ust búa við óupp­fylltar þarfir þegar kæmi að tann­lækn­ing­um. Á meðan að sam­svar­andi hlut­fall meðal hinna tekju­hæstu var aðeins 3 pró­sent. Þetta hlut­fall um óupp­fylltar þarfir á meðal hinna tekju­lægstu er miklu hærra en á nokkru hinna Norð­ur­land­anna..

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent