SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga

Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.

sími
Auglýsing

Sendum SMS-texta­skila­boðum og MMS-­mynd­skila­boðum heldur áfram að fjölga í íslenska far­síma­kerf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2019 voru send 92,3 millj­ónir SMS-a, sem er 3,5 pró­sent fleiri en send voru á sama tíma­bili í fyrra.

­Mynd­skila­boðin voru ívið færri, eða um 2,3 millj­ónir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þeim fjölg­aði þó hlut­falls­lega mun meira., eða um 19,2 pró­sent milli ára. 

Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem birt var nýver­ið, og sýnir þróun hans á fyrri hluta árs 2019. 

Við­skipta­vinir Nova eru allra not­enda dug­leg­astir við SMS og MMS skeyta­send­ing­ar. Alls senda þeir 56,4 pró­sent af öllum sendum SMS-um og 48,2 pró­sent af öllum sendum MMS-­um. 

SMS-ið hefur átt undir högg að sækja sem sam­­skipta­máti á und­an­­förnum árum í kjöl­far þess að önnur sam­­skipta­­for­­rit, á borð við t.d. Messen­ger og WhatsApp, hafi rutt sé til rúms og orðið meg­in­­leið margra not­enda til að eiga staf­ræn sam­­skipti og bjóða upp á mun fleiri mög­u­­leika í sam­­skiptum en gömlu góðu SMS-in hafa gert.

Auglýsing
Sendum SMS-um fjölg­aði ár frá ári á fyrstu árum staf­rænu bylt­ing­­ar­inn­­ar. Þannig sendu Íslend­ingar rúm­­lega 143 millj­­ónir slíkra allt árið 2008 en tæp­­lega 216 millj­­ónir árið 2012. Fjöldi smá­skila­­boð­anna jókst því um 51 pró­­sent á tíma­bil­inu.

Þá tók hins vegar að halla undir fæti hjá SMS-un­­um. Þeim fækk­­aði jafnt og þétt ár frá ári og í lok árs 2017 voru þau send SMS hér­­­lendis orðin 174 millj­­ón­­ir. Þessi þróun átti sér stað sam­hliða því að ferða­­mönnum á Íslandi fjölg­aði gríð­­ar­­lega – þeir fóru úr um hálfri milljón í rúm­­lega tvær millj­­ónir á örfáum árum – og not­endum íslenska fjar­­skipta­­kerf­is­ins söm­u­­leið­­is.

Í fyrra varð hins vegar breyt­ing á. Þá fjölg­aði SMS-­skeytum sem send voru úr símum um 3,4 millj­ónir á fyrri hluta þess árs, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður. Á árinu 2018 í heild fjölg­aði sendum SMS-um alls um sex millj­ónir og voru alls um 180 millj­ónir slíkra send í gegnum íslenska far­síma­kerfið á því ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent