SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga

Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.

sími
Auglýsing

Sendum SMS-texta­skila­boðum og MMS-­mynd­skila­boðum heldur áfram að fjölga í íslenska far­síma­kerf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2019 voru send 92,3 millj­ónir SMS-a, sem er 3,5 pró­sent fleiri en send voru á sama tíma­bili í fyrra.

­Mynd­skila­boðin voru ívið færri, eða um 2,3 millj­ónir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þeim fjölg­aði þó hlut­falls­lega mun meira., eða um 19,2 pró­sent milli ára. 

Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem birt var nýver­ið, og sýnir þróun hans á fyrri hluta árs 2019. 

Við­skipta­vinir Nova eru allra not­enda dug­leg­astir við SMS og MMS skeyta­send­ing­ar. Alls senda þeir 56,4 pró­sent af öllum sendum SMS-um og 48,2 pró­sent af öllum sendum MMS-­um. 

SMS-ið hefur átt undir högg að sækja sem sam­­skipta­máti á und­an­­förnum árum í kjöl­far þess að önnur sam­­skipta­­for­­rit, á borð við t.d. Messen­ger og WhatsApp, hafi rutt sé til rúms og orðið meg­in­­leið margra not­enda til að eiga staf­ræn sam­­skipti og bjóða upp á mun fleiri mög­u­­leika í sam­­skiptum en gömlu góðu SMS-in hafa gert.

Auglýsing
Sendum SMS-um fjölg­aði ár frá ári á fyrstu árum staf­rænu bylt­ing­­ar­inn­­ar. Þannig sendu Íslend­ingar rúm­­lega 143 millj­­ónir slíkra allt árið 2008 en tæp­­lega 216 millj­­ónir árið 2012. Fjöldi smá­skila­­boð­anna jókst því um 51 pró­­sent á tíma­bil­inu.

Þá tók hins vegar að halla undir fæti hjá SMS-un­­um. Þeim fækk­­aði jafnt og þétt ár frá ári og í lok árs 2017 voru þau send SMS hér­­­lendis orðin 174 millj­­ón­­ir. Þessi þróun átti sér stað sam­hliða því að ferða­­mönnum á Íslandi fjölg­aði gríð­­ar­­lega – þeir fóru úr um hálfri milljón í rúm­­lega tvær millj­­ónir á örfáum árum – og not­endum íslenska fjar­­skipta­­kerf­is­ins söm­u­­leið­­is.

Í fyrra varð hins vegar breyt­ing á. Þá fjölg­aði SMS-­skeytum sem send voru úr símum um 3,4 millj­ónir á fyrri hluta þess árs, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður. Á árinu 2018 í heild fjölg­aði sendum SMS-um alls um sex millj­ónir og voru alls um 180 millj­ónir slíkra send í gegnum íslenska far­síma­kerfið á því ári. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent