SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga

Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.

sími
Auglýsing

Sendum SMS-texta­skila­boðum og MMS-­mynd­skila­boðum heldur áfram að fjölga í íslenska far­síma­kerf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2019 voru send 92,3 millj­ónir SMS-a, sem er 3,5 pró­sent fleiri en send voru á sama tíma­bili í fyrra.

­Mynd­skila­boðin voru ívið færri, eða um 2,3 millj­ónir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þeim fjölg­aði þó hlut­falls­lega mun meira., eða um 19,2 pró­sent milli ára. 

Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem birt var nýver­ið, og sýnir þróun hans á fyrri hluta árs 2019. 

Við­skipta­vinir Nova eru allra not­enda dug­leg­astir við SMS og MMS skeyta­send­ing­ar. Alls senda þeir 56,4 pró­sent af öllum sendum SMS-um og 48,2 pró­sent af öllum sendum MMS-­um. 

SMS-ið hefur átt undir högg að sækja sem sam­­skipta­máti á und­an­­förnum árum í kjöl­far þess að önnur sam­­skipta­­for­­rit, á borð við t.d. Messen­ger og WhatsApp, hafi rutt sé til rúms og orðið meg­in­­leið margra not­enda til að eiga staf­ræn sam­­skipti og bjóða upp á mun fleiri mög­u­­leika í sam­­skiptum en gömlu góðu SMS-in hafa gert.

Auglýsing
Sendum SMS-um fjölg­aði ár frá ári á fyrstu árum staf­rænu bylt­ing­­ar­inn­­ar. Þannig sendu Íslend­ingar rúm­­lega 143 millj­­ónir slíkra allt árið 2008 en tæp­­lega 216 millj­­ónir árið 2012. Fjöldi smá­skila­­boð­anna jókst því um 51 pró­­sent á tíma­bil­inu.

Þá tók hins vegar að halla undir fæti hjá SMS-un­­um. Þeim fækk­­aði jafnt og þétt ár frá ári og í lok árs 2017 voru þau send SMS hér­­­lendis orðin 174 millj­­ón­­ir. Þessi þróun átti sér stað sam­hliða því að ferða­­mönnum á Íslandi fjölg­aði gríð­­ar­­lega – þeir fóru úr um hálfri milljón í rúm­­lega tvær millj­­ónir á örfáum árum – og not­endum íslenska fjar­­skipta­­kerf­is­ins söm­u­­leið­­is.

Í fyrra varð hins vegar breyt­ing á. Þá fjölg­aði SMS-­skeytum sem send voru úr símum um 3,4 millj­ónir á fyrri hluta þess árs, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður. Á árinu 2018 í heild fjölg­aði sendum SMS-um alls um sex millj­ónir og voru alls um 180 millj­ónir slíkra send í gegnum íslenska far­síma­kerfið á því ári. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent