SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga

Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.

sími
Auglýsing

Sendum SMS-texta­skila­boðum og MMS-­mynd­skila­boðum heldur áfram að fjölga í íslenska far­síma­kerf­inu. Á fyrri hluta árs­ins 2019 voru send 92,3 millj­ónir SMS-a, sem er 3,5 pró­sent fleiri en send voru á sama tíma­bili í fyrra.

­Mynd­skila­boðin voru ívið færri, eða um 2,3 millj­ónir á fyrstu sex mán­uðum árs­ins. Þeim fjölg­aði þó hlut­falls­lega mun meira., eða um 19,2 pró­sent milli ára. 

Þetta kemur fram í nýrri töl­fræði­skýrslu Póst- og fjar­skipta­stofn­unar um íslenska fjar­skipta­mark­að­inn sem birt var nýver­ið, og sýnir þróun hans á fyrri hluta árs 2019. 

Við­skipta­vinir Nova eru allra not­enda dug­leg­astir við SMS og MMS skeyta­send­ing­ar. Alls senda þeir 56,4 pró­sent af öllum sendum SMS-um og 48,2 pró­sent af öllum sendum MMS-­um. 

SMS-ið hefur átt undir högg að sækja sem sam­­skipta­máti á und­an­­förnum árum í kjöl­far þess að önnur sam­­skipta­­for­­rit, á borð við t.d. Messen­ger og WhatsApp, hafi rutt sé til rúms og orðið meg­in­­leið margra not­enda til að eiga staf­ræn sam­­skipti og bjóða upp á mun fleiri mög­u­­leika í sam­­skiptum en gömlu góðu SMS-in hafa gert.

Auglýsing
Sendum SMS-um fjölg­aði ár frá ári á fyrstu árum staf­rænu bylt­ing­­ar­inn­­ar. Þannig sendu Íslend­ingar rúm­­lega 143 millj­­ónir slíkra allt árið 2008 en tæp­­lega 216 millj­­ónir árið 2012. Fjöldi smá­skila­­boð­anna jókst því um 51 pró­­sent á tíma­bil­inu.

Þá tók hins vegar að halla undir fæti hjá SMS-un­­um. Þeim fækk­­aði jafnt og þétt ár frá ári og í lok árs 2017 voru þau send SMS hér­­­lendis orðin 174 millj­­ón­­ir. Þessi þróun átti sér stað sam­hliða því að ferða­­mönnum á Íslandi fjölg­aði gríð­­ar­­lega – þeir fóru úr um hálfri milljón í rúm­­lega tvær millj­­ónir á örfáum árum – og not­endum íslenska fjar­­skipta­­kerf­is­ins söm­u­­leið­­is.

Í fyrra varð hins vegar breyt­ing á. Þá fjölg­aði SMS-­skeytum sem send voru úr símum um 3,4 millj­ónir á fyrri hluta þess árs, sam­an­borið við sama tíma­bil árið áður. Á árinu 2018 í heild fjölg­aði sendum SMS-um alls um sex millj­ónir og voru alls um 180 millj­ónir slíkra send í gegnum íslenska far­síma­kerfið á því ári. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent