Greta Thunberg manneskja ársins hjá TIME

Tímaritið TIME Magazine hefur valið manneskju ársins frá árinu 1927 og þetta árið varð loftslagsaktívistinn Greta Thunberg fyrir valinu.

Greta Thunberg Mynd: TIME
Auglýsing

Sænska ung­l­ings­stúlkan Greta Thun­berg, sem ýtt hefur af stað umræðu um umhverf­is- og lofts­lags­­mál um heim allan, hefur verið valin mann­eskja árs­ins hjá tíma­rit­inu TIME. Thun­berg er stödd á lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna, COP25, sem haldin er í Madríd þessa dag­ana.

Á vef­síðu TIME kemur fram að Greta hafi náð að breyta óljósum áhyggjum af lofts­lags­breyt­ingum yfir í alþjóð­lega hreyf­ingu sem berj­ist fyrir breyt­ingum á heims­vísu.

Athygli vakti í lok októ­ber síð­ast­liðnum þegar hún afþakk­aði umhverf­is­verð­­laun Norð­­ur­landa­ráðs. Hún sagði á Instagram-að­gangi sín­um að verð­­laun skiptu ekki máli. 

Auglýsing

Hún þakk­aði þó fyrir þann heiður að hafa verið val­in en sagði að heldur þyrfti að virkja sam­taka­mátt fjöld­ans og þrýsta á stjórn­­­mála­­menn og aðra leið­­toga til að berj­­ast gegn mengun af manna­völdum og lofts­lags­breyt­ing­­um.

Von­ina má sjá hjá fólk­inu sjálfu

Greta hélt ræðu í dag á COP25 þar sem hún tal­aði máli von­ar­inn­ar. „Ég er að segja ykkur að vonin er til stað­ar. Ég hef séð hana. En hún kemur ekki frá stjórn­völdum eða fyr­ir­tækj­um. Hún kemur frá fólk­inu sjálfu,“ sagði hún meðal ann­ar­s. 

“Well I am tell­ing you there is hope. I have seen it. But it does not come from govern­ments or cor­porations. It comes from the people.” Her­e’s a small part from my speech today at the #cop25 in Madrid.

Posted by Greta Thun­berg on Wed­nes­day, Decem­ber 11, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent