Ólga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna frumkvæðisathugunar

Sýn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á það hvernig standa skuli að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla sinna við Samherja er ólík milli þingmanna, sem og hvernig skuli fjalla um málið opinberlega.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru ekki sammála í afstöðu sinni gagnvart frumkvæðisathugun á hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra. Einnig eru nefndarmenn ekki sammála um hvað megi fjalla um opinberlega og hvað ekki.

Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, vekur athygli á málinu á Facebook-síðu sinni en í dag snýr hann aftur til þingstarfa eftir nokkurra daga dvöl erlendis. Hann segir að í fjarveru sinni hafi hann fengið ákúrur, bæði í formi bókunar á nefndarfundi og í ræðustól Alþingis vegna frásagnar á Facebook af fundi í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þegar ákveðið var að hefja frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra.

„Töldu fulltrúar meirihluta, og talsmaður þeirra, Líneik Anna Sævarsdóttir, að ég hefði brotið 19. grein þingskaparlaga sem kveður á um trúnað um það sem gestir og nefndarmenn segja á lokuðum nefndarfundum,“ skrifar hann og bætir því við að hann hafi talið sig vera að bregðast við ákalli í samfélaginu um það að fá að vita hvað Alþingi hyggst – eða hyggst ekki – aðhafast í Samherjamálinu.

Auglýsing

Harmar að nefndarmaður hafi rofið trúnað og rýrt traust á störfum nefndarinnar

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld BeckLíneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, lagði fram bókun á fundi nefndarinnar þann 9. desember síðastliðinn þar sem vísað var í 19. grein þingskaparlaga sem segir að óheimilt sé að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi. 

Þá kemur fram í bókun Líneikar Önnu að eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, þann 6. desember síðastliðinn, hafi Guðmundur Andri fjallað opinberlega um efni fundarins á þann veg að ekki verði annað séð en að um skýrt brot á lögum um þingsköp sé að ræða. „Um leið og það er harmað að nefndarmaður skuli rjúfa trúnað og rýra þar með traust á störfum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, eru athugasemdir þar að lútandi hér með færðar til bókar,“ segir í bókuninni.

Guðmundur Andri segist aftur á móti einmitt hafa gætt þess í færslunni að rekja ekki einstök ummæli einstakra nefndarmanna þegar tekist var á um frumkvæðisathugun á hæfi ráðherra en hafi greint frá afstöðu þeirra með almennum orðum. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að sú afstaða væri trúnaðarmál – og átta mig ekki enn á því. Ég tel mig með öðrum orðum ekki brotlegan við téða grein, sem ég tel setta til að vernda gesti á nefndarfundum og tryggja trúnað um viðkvæm mál og upplýsingar, ekki mál sem þegar eru á allra vitorði eins og hér var um að ræða,“ skrifar hann.

Telur undarlegt að vera orðinn sá sem helst sé talinn hafa gerst brotlegur í starfi í Samherjamálinu

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld BeckGuðmundur Andri segist enn fremur aldrei hafa sóst sérstaklega eftir píslarvætti en það sé óneitanlega undarlegt að vera nú orðinn akkúrat sá þingmaður sem helst sé talinn hafa gerst brotlegur í starfi í Samherjamálinu. „Og fyrir þá höfuðsök að segja frá, enda ekkert frekar til þess fallið að rýra virðingu Alþingis, að mati þessa fólks, en að segja frá því sem þar fer fram.“

Hann líkur færslu sinni á Facebook með því að segja að sjálfur telji hann að það sé einn grunnurinn að því að endurreisa virðingu Alþingis.

Klofin nefnd

Forsaga málsins er sú að þrír þingmenn samþykktu á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 6. desember síðastliðinn að hefja frumkvæðisathugun á því hvernig Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, myndi láta meta hæfi sitt vegna tengsla sinna við útgerðarfyrirtækið Samherja og hvort tilefni hefði verið fyrir slíkri athugun í ráðherratíð hans.

Þingmennirnir sem samþykktu að hefja athugunina eru Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar, Guðmundur Andri Thorsson og Andrés Ingi Jónsson sem nú er óháður þingmaður. Þingmenn meirihlutans í nefndinni gagnrýndu aftur á móti tillöguna og töldu réttast að ráðherra væri fyrst gefið færi á að útskýra mál sitt.

Fram kom í fréttum um málið að Þórhildur Sunna yrði ekki með framsögu málsins heldur Líneik Anna. Þórhildur Sunna sagði í samtali við RÚV að það hefði ekki verið vilji til þess hjá meirihluta nefndarinnar að hún hefði framsögu um málið. „Þeim finnst ég hafa gert upp hug minn varðandi það hvort ráðherrann sé vanhæfur.“ Hún lagði til að Andrés yrði framsögumaður en á það féllst meirihlutinn heldur ekki.

Ekkert því til fyrirstöðu að ráðherra komi fyrir nefndina

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar. Mynd: Bára Huld BeckÞórhildur Sunna sagði fullt tilefni fyrir þessari frumkvæðisathugun og nefndi meðal annars að Kristján Þór hefði lýst yfir eftir umfjöllun um Samherjaskjölin að hann myndi segja sig frá öllum málum tengdum Samherja. Engu að síður hefði hann setið ríkisstjórnarfund þar sem teknar voru ákvarðanir um aðgerðir vegna Samherjaskjalanna. Hún tók skýrt fram í samtali við RÚV að þessi frumathugun væri engin niðurstaða og ekkert væri því til fyrirstöðu að ráðherra kæmi fyrir nefndina. „En mér finnst það ekki skilyrði fyrir því að hefja frumkvæðisathugun.“

Líneik Anna lagði fram bókun á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þann 9. desember síðastliðinn þar sem kemur fram að nefndin hafi mikilvægu hlutverki að gegna samkvæmt þingskaparlögum, meðal annars þegar komi að málum sem varða æðstu stjórn ríkisins.

„Það er því nauðsynlegt að verklag og ákvarðanir nefndarinnar, og ekki síst forystu hennar, séu vel ígrundaðar og vandaðar í hvívetna. Áhyggjuefni er þegar formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hrapar ítrekað að ályktunum og gefur sér niðurstöðu fyrir fram í flóknum málum, nú síðast í málum sem varða hæfi ráðherra sjávarútvegsmála. Þar hefur þess ekki verið gætt að málefnaleg sjónarmið séu höfð að leiðarljósi við meðferð mála í nefndinni, með því að veita ráðherra eðlilegt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefndarmönnum um frekari gögn í málinu, áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun nefndarinnar,“ stendur í bókun Líneikar.

Orri Páll Jóhannsson, Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson og Þorsteinn Sæmundsson tóku undir bókunina.

Frumkvæðisathugun felur ekki í sér ályktun

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, lagði þá fram bókun þar sem fram kemur að umrædd frumkvæðisathugun sé vel ígrunduð og beinlínis til þess fallin að veita ráðherra eðlilegt færi á að skýra orð sín og veita nefndarmönnum öll tilheyrandi gögn í málinu. Frumkvæðisathugun feli ekki í sér ályktun og sé ekki niðurstaða. Guðjón Brjánsson og Andrés Ingi Jónsson tóku undir bókunina.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent