Ólga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna frumkvæðisathugunar

Sýn nefndarmanna í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á það hvernig standa skuli að frumkvæðisathugun á hæfi sjávarútvegsráðherra vegna tengsla sinna við Samherja er ólík milli þingmanna, sem og hvernig skuli fjalla um málið opinberlega.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Auglýsing

Nefnd­ar­menn í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd eru ekki sam­mála í afstöðu sinni gagn­vart frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi Krist­jáns Þórs Júl­í­us­son­ar, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra. Einnig eru nefnd­ar­menn ekki sam­mála um hvað megi fjalla um opin­ber­lega og hvað ekki.

Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og nefnd­ar­maður í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, vekur athygli á mál­inu á Face­book-­síðu sinni en í dag snýr hann aftur til þing­starfa eftir nokk­urra daga dvöl erlend­is. Hann segir að í fjar­veru sinni hafi hann fengið ákúr­ur, bæði í formi bók­unar á nefnd­ar­fundi og í ræðu­stól Alþingis vegna frá­sagnar á Face­book af fundi í stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd þegar ákveðið var að hefja frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra.

„Töldu full­trúar meiri­hluta, og tals­maður þeirra, Líneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, að ég hefði brotið 19. grein þing­skap­ar­laga sem kveður á um trúnað um það sem gestir og nefnd­ar­menn segja á lok­uðum nefnd­ar­fund­um,“ skrifar hann og bætir því við að hann hafi talið sig vera að bregð­ast við ákalli í sam­fé­lag­inu um það að fá að vita hvað Alþingi hyggst – eða hyggst ekki – aðhaf­ast í Sam­herj­a­mál­inu.

Auglýsing

Harmar að nefnd­ar­maður hafi rofið trúnað og rýrt traust á störfum nefnd­ar­innar

Líneik Anna Sævarsdóttir Mynd: Bára Huld BeckLíneik Anna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og vara­for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, lagði fram bókun á fundi nefnd­ar­innar þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem vísað var í 19. grein þing­skap­ar­laga sem segir að óheim­ilt sé að vitna til orða nefnd­ar­manna eða gesta sem falla á lok­uðum nefnd­ar­fundi nema með leyfi við­kom­and­i. 

Þá kemur fram í bókun Líneikar Önnu að eftir fund stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, þann 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn, hafi Guð­mundur Andri fjallað opin­ber­lega um efni fund­ar­ins á þann veg að ekki verði annað séð en að um skýrt brot á lögum um þing­sköp sé að ræða. „Um leið og það er harmað að nefnd­ar­maður skuli rjúfa trúnað og rýra þar með traust á störfum stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, eru athuga­semdir þar að lút­andi hér með færðar til bók­ar,“ segir í bók­un­inni.

Guð­mundur Andri seg­ist aftur á móti einmitt hafa gætt þess í færsl­unni að rekja ekki ein­stök ummæli ein­stakra nefnd­ar­manna þegar tek­ist var á um frum­kvæð­is­at­hugun á hæfi ráð­herra en hafi greint frá afstöðu þeirra með almennum orð­um. „Ég gerði mér ekki grein fyrir því að sú afstaða væri trún­að­ar­mál – og átta mig ekki enn á því. Ég tel mig með öðrum orðum ekki brot­legan við téða grein, sem ég tel setta til að vernda gesti á nefnd­ar­fundum og tryggja trúnað um við­kvæm mál og upp­lýs­ing­ar, ekki mál sem þegar eru á allra vit­orði eins og hér var um að ræða,“ skrifar hann.

Telur und­ar­legt að vera orð­inn sá sem helst sé tal­inn hafa gerst brot­legur í starfi í Sam­herj­a­mál­inu

Guðmundur Andri Thorsson Mynd: Bára Huld BeckGuð­mundur Andri seg­ist enn fremur aldrei hafa sóst sér­stak­lega eftir písl­ar­vætti en það sé óneit­an­lega und­ar­legt að vera nú orð­inn akkúrat sá þing­maður sem helst sé tal­inn hafa gerst brot­legur í starfi í Sam­herj­a­mál­inu. „Og fyrir þá höf­uð­sök að segja frá, enda ekk­ert frekar til þess fallið að rýra virð­ingu Alþing­is, að mati þessa fólks, en að segja frá því sem þar fer fram.“

Hann líkur færslu sinni á Face­book með því að segja að sjálfur telji hann að það sé einn grunn­ur­inn að því að end­ur­reisa virð­ingu Alþing­is.

Klofin nefnd

For­saga máls­ins er sú að þrír þing­menn sam­þykktu á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þann 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn að hefja frum­kvæð­is­at­hugun á því hvernig Krist­ján Þór Júl­í­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, myndi láta meta hæfi sitt vegna tengsla sinna við útgerð­ar­fyr­ir­tækið Sam­herja og hvort til­efni hefði verið fyrir slíkri athugun í ráð­herra­tíð hans.

Þing­menn­irnir sem sam­þykktu að hefja athug­un­ina eru Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, for­maður nefnd­ar­inn­ar, Guð­mundur Andri Thors­son og Andrés Ingi Jóns­son sem nú er óháður þing­mað­ur. Þing­menn meiri­hlut­ans í nefnd­inni gagn­rýndu aftur á móti til­lög­una og töldu rétt­ast að ráð­herra væri fyrst gefið færi á að útskýra mál sitt.

Fram kom í fréttum um málið að Þór­hildur Sunna yrði ekki með fram­sögu máls­ins heldur Líneik Anna. Þór­hildur Sunna sagði í sam­tali við RÚV að það hefði ekki verið vilji til þess hjá meiri­hluta nefnd­ar­innar að hún hefði fram­sögu um mál­ið. „Þeim finnst ég hafa gert upp hug minn varð­andi það hvort ráð­herr­ann sé van­hæf­ur.“ Hún lagði til að Andrés yrði fram­sögu­maður en á það féllst meiri­hlut­inn heldur ekki.

Ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að ráð­herra komi fyrir nefnd­ina

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður nefndarinnar. Mynd: Bára Huld BeckÞór­hildur Sunna sagði fullt til­efni fyrir þess­ari frum­kvæð­is­at­hugun og nefndi meðal ann­ars að Krist­ján Þór hefði lýst yfir eftir umfjöllun um Sam­herj­a­skjölin að hann myndi segja sig frá öllum málum tengdum Sam­herja. Engu að síður hefði hann setið rík­is­stjórn­ar­fund þar sem teknar voru ákvarð­anir um aðgerðir vegna Sam­herj­a­skjal­anna. Hún tók skýrt fram í sam­tali við RÚV að þessi frum­at­hugun væri engin nið­ur­staða og ekk­ert væri því til fyr­ir­stöðu að ráð­herra kæmi fyrir nefnd­ina. „En mér finnst það ekki skil­yrði fyrir því að hefja frum­kvæð­is­at­hug­un.“

Líneik Anna lagði fram bókun á fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar þann 9. des­em­ber síð­ast­lið­inn þar sem kemur fram að nefndin hafi mik­il­vægu hlut­verki að gegna sam­kvæmt þing­skap­ar­lög­um, meðal ann­ars þegar komi að málum sem varða æðstu stjórn rík­is­ins.

„Það er því nauð­syn­legt að verk­lag og ákvarð­anir nefnd­ar­inn­ar, og ekki síst for­ystu henn­ar, séu vel ígrund­aðar og vand­aðar í hví­vetna. Áhyggju­efni er þegar for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar hrapar ítrekað að álykt­unum og gefur sér nið­ur­stöðu fyrir fram í flóknum mál­um, nú síð­ast í málum sem varða hæfi ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Þar hefur þess ekki verið gætt að mál­efna­leg sjón­ar­mið séu höfð að leið­ar­ljósi við með­ferð mála í nefnd­inni, með því að veita ráð­herra eðli­legt færi á því að skýra orð sín, sem og að neita nefnd­ar­mönnum um frek­ari gögn í mál­inu, áður en ákvörðun er tekin um frum­kvæð­is­at­hugun nefnd­ar­inn­ar,“ stendur í bókun Líneik­ar.

Orri Páll Jóhanns­son, Óli Björn Kára­son, Brynjar Níels­son og Þor­steinn Sæmunds­son tóku undir bók­un­ina.

Frum­kvæð­is­at­hugun felur ekki í sér ályktun

Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, lagði þá fram bókun þar sem fram kemur að umrædd frum­kvæð­is­at­hugun sé vel ígrunduð og bein­línis til þess fallin að veita ráð­herra eðli­legt færi á að skýra orð sín og veita nefnd­ar­mönnum öll til­heyr­andi gögn í mál­inu. Frum­kvæð­is­at­hugun feli ekki í sér ályktun og sé ekki nið­ur­staða. Guð­jón Brjáns­son og Andrés Ingi Jóns­son tóku undir bók­un­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent