Stefna á þinglok í byrjun næstu viku

Allt stefnir í það að þinglok verði á þriðjudaginn næstkomandi en samkvæmt starfsáætlun þingsins hefði þingi átt að ljúka í dag.

7DM_6057_raw_0355.JPG
Auglýsing

Þing­flokks­for­menn á Alþingi hafa kom­ist að sam­komu­lagi um þing­lok en sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins átti síð­asti þing­fundur fyrir jóla­frí að vera í dag. Það náði þó ekki fram að ganga og hafa samn­inga­við­ræður þok­ast áfram í vik­unni milli þing­flokks­for­manna og for­seta Alþing­is. Skrifað verður undir samn­ing um þing­lok seinna í dag.

Þing­störf halda sem sagt áfram í dag og á mánu­dag­inn og er sam­kvæmt sam­komu­lagi búist við því að síð­asti dagur þings­ins á þessu ári verði á þriðju­dag­inn næst­kom­andi. Hver flokkur í stjórn­ar­and­stöð­unni fær þar með sitt mál til afgreiðslu fyrir jól.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans felst enn fremur í samn­ingnum lof­orð um breytt og bætt verk­lag varð­andi afgreiðslu þing­manna­mála. Þing­flokks­for­menn munu hitta Stein­grím J. Sig­fús­son, for­seta Alþing­is, í jan­úar og fara yfir stöð­una.

Auglýsing

Þing­manna­mál fái meira vægi

Logi Einarsson Mynd: Birgir ÞórLogi Ein­ars­son, for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann sé að mörgu leyti ánægður með þetta sam­komu­lag. „Það sem mér finnst spenn­andi er að þing­flokks­for­menn taki stöð­una eftir ára­mót og hitt­ist með reglu­bundnum hætti eftir það,“ segir hann. Þannig fái þing­manna­mál meira vægi en honum hefur fund­ist ganga hægt hjá rík­is­stjórn­inni að efna gefin fyr­ir­heit um sam­vinnu.

„Svo verður það bara að koma í ljós hvort þetta virki en þetta er ágætis byrj­un. Það er gott að búa til vett­vang sem bygg­ist á traust­i,“ segir Logi.

Hann segir jafn­framt að eftir þessa stuttu reynslu sína á þingi þá sé til­finn­ing hans sú að verk­lag á Alþingi sé að ein­hverju leyti fyr­ir­fram til­búið hand­rit sem bygg­ist á tor­tryggni en hann telur að full ástæða sé til að breyta því. Stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir ættu að hafa sinn rétt og sömu­leiðis sína rödd. „Með því að gera þetta sam­komu­lag þá er það við­leitni til að breyta þessu.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðangur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent