Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050

Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins sam­þykktu í gær að festa í lög þá stefnu að sam­bandið verði kolefn­is­hlut­laust árið 2050. Pól­land var eina þjóðin sem skrif­aði ekki undir sam­komu­lag­ið. Sam­komu­lagið kemur í kjöl­far þess að leið­toga­ráð og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kynntu til sög­unnar Grænan sátt­mála Evr­ópu fyrr í vik­unni. Frá þessu er greint á vef BBC.

Sátt­mál­inn kveður meðal ann­ars á um 100 millj­arða evra fjár­veit­ingu sem styðja á við orku­skipti innan álf­unn­ar. Auk þess felst í sátt­mál­anum áætlun um á aukið hringrás­ar­hag­kerfi innan sam­bands­ins.

Auglýsing

Stíft var fundið um sam­komu­lagið á leið­toga­fund­inum sem hald­inn var í Brus­sel í gær. Tékk­ar, Ung­verjar og Pól­verjar voru mót­fallnir sam­komu­lag­inu í fyrstu þar sem þeim þótti úti­lokað að 100 millj­arðar nægðu til ná kolefn­is­hlut­leysi innan 27 ríkja sam­bands­ins. Eftir að stað­fest hefði verið að kjarn­orka væri inni­falin í sam­komu­lag­inu sam­þykktu Tékkar og Ung­verjar að skrifa undir sam­komu­lagið óbreytt. 

Pól­verjar sem reiða sig að lang­mestu leyti á kol við sína orku­fram­leiðslu sögð­ust hins vegar þurfa meira tíma til að skipta yfir í grænni orku og skrif­uðu því ekki undir sam­komu­lag­ið. Haft er eftir Charles Michael, nýja for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að sam­bandið myndi á næstu miss­erum halda áfram að reyna sann­færa Pól­verja um að styðja sam­komu­lag­ið. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, sagð­ist von­ast til að aðild­ar­ríkin nái að full­gilda og inn­leiða sam­komu­lagið strax á næsta ári. Bret­land tók ekki þátt í sam­komu­lag­inu þar sem þeir stefna á að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið í lok jan­úar á næsta ári. Hins vegar lýsti breska rík­is­stjórnin því yfir í sumar að Bret­land stefndi að kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2050. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent