Evrópusambandið verði kolefnishlutlaust 2050

Allir leiðtogar Evrópusambandsins, fyrir utan Pólland, samþykktu að stefna að kolefnishlutleysi álfunnar fyrir árið 2050. Hundrað milljarðar evra hafa verið eyrnamerktar samkomulaginu.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Auglýsing

Leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ins sam­þykktu í gær að festa í lög þá stefnu að sam­bandið verði kolefn­is­hlut­laust árið 2050. Pól­land var eina þjóðin sem skrif­aði ekki undir sam­komu­lag­ið. Sam­komu­lagið kemur í kjöl­far þess að leið­toga­ráð og fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins kynntu til sög­unnar Grænan sátt­mála Evr­ópu fyrr í vik­unni. Frá þessu er greint á vef BBC.

Sátt­mál­inn kveður meðal ann­ars á um 100 millj­arða evra fjár­veit­ingu sem styðja á við orku­skipti innan álf­unn­ar. Auk þess felst í sátt­mál­anum áætlun um á aukið hringrás­ar­hag­kerfi innan sam­bands­ins.

Auglýsing

Stíft var fundið um sam­komu­lagið á leið­toga­fund­inum sem hald­inn var í Brus­sel í gær. Tékk­ar, Ung­verjar og Pól­verjar voru mót­fallnir sam­komu­lag­inu í fyrstu þar sem þeim þótti úti­lokað að 100 millj­arðar nægðu til ná kolefn­is­hlut­leysi innan 27 ríkja sam­bands­ins. Eftir að stað­fest hefði verið að kjarn­orka væri inni­falin í sam­komu­lag­inu sam­þykktu Tékkar og Ung­verjar að skrifa undir sam­komu­lagið óbreytt. 

Pól­verjar sem reiða sig að lang­mestu leyti á kol við sína orku­fram­leiðslu sögð­ust hins vegar þurfa meira tíma til að skipta yfir í grænni orku og skrif­uðu því ekki undir sam­komu­lag­ið. Haft er eftir Charles Michael, nýja for­seta leið­toga­ráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, að sam­bandið myndi á næstu miss­erum halda áfram að reyna sann­færa Pól­verja um að styðja sam­komu­lag­ið. Ursula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins, sagð­ist von­ast til að aðild­ar­ríkin nái að full­gilda og inn­leiða sam­komu­lagið strax á næsta ári. Bret­land tók ekki þátt í sam­komu­lag­inu þar sem þeir stefna á að yfir­gefa Evr­ópu­sam­bandið í lok jan­úar á næsta ári. Hins vegar lýsti breska rík­is­stjórnin því yfir í sumar að Bret­land stefndi að kolefn­is­hlut­leysi fyrir 2050. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm forvitnilegar (og covid-lausar) fréttir
Stórmerkilegur fundur í Argentínu, fugl vakinn upp frá dauðum, úlfur á landshornaflakki, „frosnar“ skjaldbökur teknar í skjól og alveg einstaklega áhugaverð mörgæs. Það er ýmislegt að frétta úr heimi dýranna.
Kjarninn 1. mars 2021
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ritdómur um Spegil fyrir skuggabaldur
Kjarninn 1. mars 2021
Samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands er lífeyriseign landsmanna á við tvöfalda landsframleiðslu.
Lífeyriseign landsmanna rúmlega sex þúsund milljarðar
Lífeyrissparnaður landsmanna jókst um 773 milljarða króna á síðasta ári þrátt fyrir óvissu á fjármálamörkuðum. Hlutfall erlendra gjaldmiðla af heildareignum samtryggingardeilda hefur aldrei verið hærra.
Kjarninn 1. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
Kjarninn 1. mars 2021
Gylfi Magnússon, prófessor í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Segir Bitcoin vera „túlipana 21. aldarinnar“
Prófessor í viðskiptafræðideild HÍ segir miklar verðhækkanir á Bitcoin vera fjárfestingabólu og að heildarframlag rafmyntarinnar til hagkerfisins verði neikvætt þegar bólan springur.
Kjarninn 1. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Afreksvæðing barnaíþrótta
Kjarninn 1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent