„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka

Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.

Gylfi Magnússon
Auglýsing

Hug­myndin um að sam­eina tvo af kerf­is­lægt mik­il­vægu bönkum lands­ins - sem eru Íslands­banki, Arion banki og Lands­bank­inn - er í raun „al­geggj­uð“ út frá sam­keppn­is­sjón­ar­mið­u­m. 

Hið nýja banka­kerfi, sem end­ur­reist hefur verið á grunni inn­lendra eigna hinna föllnu banka, gefur enn síður til­efni til að fall­ast á sam­ein­ingar stærstu fyr­ir­tækj­anna á mark­aðnum heldur en það gerði fyrir 20 árum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein Gylfa Magn­ús­son­ar, dós­ents og fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra, í Vís­bend­ingu, sem kom til áskrif­enda síð­ast­lið­inn föstu­dag.

Auglýsing

Í grein­inni segir meðal ann­ars:

„Í áliti sam­keppn­is­ráðs um sam­run­ann sem var fyr­ir­hug­aður fyrir um 20 árum er ítar­legur rök­stuðn­ingur og ýmsar tölur um mark­aðs­hlut­deildir á íslenskum fjár­mála­mark­aði á þeim tíma. M.a. eru reikn­aðar út Herf­inda­hl-Hirschman vísi­töl­ur, HHI,  um sam­þjöppun á ýmsum und­ir­mörk­uðum út frá stöð­unni í lok árs 1999 (HHI vísi­tala er summa mark­aðs­hlut­deilda ein­stakra fyr­ir­tækja í öðru veldi, marg­földuð með 10.000). Vísi­töl­urnar voru í flestum til­fellum rétt um 2.000 stig í lok árs 1999 en hefðu hækkað í ríf­lega 3.000 stig með sam­runa Lands­banka og Bún­að­ar­banka, þ.e. hækkað um meira en 1.000 stig. Helsta und­an­tekn­ingin var fast­eigna­lána­mark­aður þar sem Íbúða­lána­sjóður var þá með mjög mikla mark­aðs­hlut­deild en bank­arnir litla. 

Í öllum nágranna­löndum okkar hefðu sam­keppn­is­yf­ir­völd lagst gegn sam­runa fyr­ir­tækja við þessar aðstæð­ur. Það gerði hið íslenska sam­keppn­is­ráð vita­skuld og ekk­ert varð úr sam­run­an­um. Engin sér­stök rök voru færð fyrir sam­run­anum önnur en kostn­að­ar­hag­ræði, sem fyr­ir­hug­aðir sam­runa­að­ilar mátu þá sem árlegan sparnað upp á 1.050 m.kr. Það sam­svarar um 2,5 ma.kr. nú.

Eftir mikla rús­sí­ban­areið hefur íslenskt fjár­mála­kerfi vita­skuld breyst all­nokkuð frá alda­mótum en rökin fyrir að leyfa sam­runa stórra banka eru miklu veik­ari nú en þá. Sér­stak­lega munar um að í stað þess að hafa fjóra aðila á mark­að­in­um, þrjá þeirra nokkurn veg­inn jafn­stóra, ef við teljum spari­sjóð­ina sem einn aðila, og Lands­bank­ann aðeins stærri þá eru þeir nú orðnir þrír, tveir jafn­stórir og Lands­bank­inn sem fyrr aðeins stærri. Miðað við stærð efna­hags­reikn­ings voru stóru bank­arnir þrír með 97,0% banka­kerf­is­ins í lok síð­asta árs og aðrir aðilar miklu minni, Kvika með 2,3% og fjórir spari­sjóðir saman með 0,7%.“

Þá segir enn fremur að horfa þurfi með öðrum augum á stöðu mála, en ein­ungis út frá stærð­ar­hag­kvæmni og sam­an­burði við erlenda banka. 

„Þrátt fyrir að hug­myndin um sam­runa tveggja af stóru bönk­unum sé því létt­geggj­uð, raunar algeggj­uð, er samt gaman að velta fyrir sér rök­un­um. Þau eru í grund­vall­ar­at­riðum stærð­ar­hag­kvæmni í banka­rekstri, þ.e. að bank­arnir séu of litlar ein­ing­ar. 

Ef við berum íslensku bank­ana þrjá hins vegar saman við banka í Banda­ríkj­unum þá sést að þetta er fjarri lagi. Í Banda­ríkj­unum eru skv. síð­ustu taln­ingu 1.835 bankar með eignir umfram 300 millj­ónir dala, svo eru fjöl­margir smærri en alls eru nú um 4.700 bankar í Banda­ríkj­un­um. Með­al­bank­inn í Banda­ríkj­unum á þessum lista 1.835 banka er minni en sá minnsti af þeim íslensku, með eignir upp á 8,9 millj­arða dala, meðan þeir íslensku eru með eignir á bil­inu 10,0 til 11,7 millj­arðar dala. Raunar væru allir íslensku bank­arnir nálægt því að kom­ast inn á topp 100 skv. stærð í Banda­ríkj­un­um, væru í 111. til 120. sæti. M.ö.o. eru um 4.600 banda­rískir bankar minni en sá minnsti af þessum þremur íslensku. 

Til umræðu hefur meðal annars komið að sameina Íslandsbanka og Arion banka, en fjallað hefur verið nokkuð um þá hugmynd á síðum Morgunblaðsins að undanförnu.

Íslensku bank­arnir eru því alls ekki litlir í alþjóð­legum sam­an­burði, þótt þeir séu auð­vitað litlir miðað við stærstu banka heims. T.d. er stærsti banda­ríski bank­inn, JP Morgan, nær 200 sinnum stærri en sá stærsti hér, Lands­bank­inn. 

Það verður reyndar að hafa ýmsa fyr­ir­vara við svona sam­an­burð, m.a. mis­mun­andi upp­gjörs­staðla, en það breytir því ekki að það er ekki hægt að nota þau rök fyrir sam­ein­ingu tveggja af stóru íslensku bönk­unum að þeir séu óþægi­lega litlir, a.m.k. ekki í sam­an­burði við banda­ríska banka. Kvika og þó sér­stak­lega spari­sjóð­irnir fjórir eru hins vegar frekar litlar ein­ing­ar. Sú stærð getur þó dugað til að standa undir sér­hæfðri þjón­ustu en ekki alhliða bönk­um. Þannig bjóða spari­sjóð­irnir fyrst og fremst ein­stak­lingum og smærri fyr­ir­tækjum þjón­ustu á til­teknum land­svæðum í stað þess að bjóða alhliða þjón­ustu um allt land.“

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu hér.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna
Ríkisstjórn Biden byrjuð að taka á sig mynd
Valdaskipti á milli ríkisstjórna í Bandaríkjunum hafa loks formlega hafist eftir að Joe Biden var lýstur sigurvegari forsetakosninganna af hinu opinbera í gær. Nú hafa tilnefningar borist í ríkisstjórn Biden og leynast þar nokkur kunnugleg andlit.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Fjallið Namsan  í Seúl í Suður-Kóreu milli daga þar sem mengun í borginni er mikil og lítil.
COVID-19 leysir ekki loftslagsvanda en sýnir hvað hægt er að gera
Þó að samkomu- og ferðatakmarkanir hafi orðið til þess að losun koltvíoxíðs hefur dregist saman á heimsvísu í ár hefur það lítil sem engin áhrif á uppsöfnun lofttegundarinnar í lofthjúpi jarðar. En það má margt læra af faraldrinum.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Segir ekki hægt að treysta hagnaðardrifnum sjávarútvegsfyrirtækjum fyrir velferð þjóðar
Þingmaður Miðflokksins og sjávarútvegsráðherra tókust á á Alþingi í dag og ræddu sölu á óunnum afla til útlanda. Þingmaðurinn sagði það pólitíska ákvörðun að sem mestur afli væri unninn hér heima sem Sjálfstæðismenn væru hræddir við að taka.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jóhann Páll Jóhannsson
Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs
Kjarninn 24. nóvember 2020
Tíu staðreyndir um stöðu mála í íslensku efnahagslífi í COVID-19 faraldri
COVID-19 er tvíþættur faraldur. Í fyrsta lagi er hann heilbrigðisvá. Í öðru lagi þá hefur hann valdið gríðarlegum efnahagslegum skaða. Hér er farið yfir helstu áhrif hans á íslenskt efnahagslíf.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Allar póstsendingar frá hinu opinbera verði stafrænar árið 2025
Gert er ráð fyrir að ríkið spari sér 300-700 millljónir á ári með því að senda öll gögn í stafræn pósthólf fremur en með bréfpósti. Frumvarpsdrög fjármálaráðherra um þetta hafa verið lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Á hverju ári framleiðir Smithfield yfir þrjár milljónir tonna af svínakjöti. Enginn annar í heiminum framleiðir svo mikið magn.
„Kæfandi þrengsli“ á verksmiðjubúum
Í fleiri ár slógu yfirvöld í Norður-Karólínu skjaldborg um mengandi landbúnað og aðhöfðust ekkert þrátt fyrir kvartanir nágranna. Það var ekki fyrr en þeir höfðu fengið upp í kok á lyktinni af rotnandi hræjum og skít og höfðuðu mál að farið var að hlusta.
Kjarninn 24. nóvember 2020
Jökull Sólberg
Fortíð, nútíð og framtíð loftslagsskuldbindinga
Kjarninn 24. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent