Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund

Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Auglýsing

Meiri­hluti vel­ferð­ar­nefndar telur vafa­at­riði að þings­á­lykt­un­ar­til­laga þing­flokks Flokks fólks­ins um 300 þús­und króna lág­marks­fram­færslu almanna­trygg­inga stand­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan tekur ein­ungis til örorku-, end­ur­hæf­ing­ar- og elli­líf­eyr­is­þega en ekki ann­arra hópa eins og atvinnu­lausra, fólks í fæð­ing­ar­or­lofi eða vinn­andi fólks. Á fundi nefnd­ar­innar hafi líka komið fram það sjón­ar­mið að með til­lög­unni væri verið að mis­muna launa­fólki ann­ars vegar og öryrkjum og öldruðum hins veg­ar. 

Þá kom einnig fram að atvinnu­leit­endur og náms­menn væru oft og tíðum í svip­aðri stöðu og þeir sem til­lagan ætti að ná til og því væri ómögu­legt að fara þá leið sem lögð er til í til­lög­unni.

 „Þannig eru miklar efa­semdir um að umrædd til­laga stand­ist jafn­ræð­is­regl­una. Ekki hafa verið færð rök fyrir því að taka skuli þessa hópa út fyrir sviga með svo sér­tækum aðgerð­u­m,“ segir í áliti meiri­hlut­ans.

Auglýsing
Hann segir enn fremur að til­lög­unni fylgi ekk­ert kostn­að­ar­mat. Miðað hafi verið við að kostn­að­ur­inn vegna slíkrar breyt­ingar gæti hlaupið á tugum millj­arða króna. „Ljóst er að ekki er svig­rúm til slíkrar útgjalda­aukn­ingar í fjár­mála­á­ætl­un.“ Meiri­hlut­inn leggur því til að til­lagan verði ekki sam­þykkt og telur að ekki séu for­sendur til að ráð­ast í þær breyt­ingar sem lagðar eru til.

Stendur yfir end­ur­skoðun

Til­lagan var lögð fram í sept­em­ber og er Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, fyrsti flutn­ings­maður henn­ar. Auk hennar er hinn þing­maður flokks­ins, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, skrif­aður á hana.

Hún hljómar svona: „Al­þingi ályktar að fela félags- og barna­mála­ráð­herra að und­ir­búa og leggja fram frum­varp þess efnis að fullur örorku­líf­eyr­ir, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyrir og elli­líf­eyrir tryggi 300 þús. kr. lág­marks­fram­færslu á mán­uði, skatta- og skerð­ing­ar­laust. Frum­varp þessa efnis verði lagt fyrir Alþingi fyrir lok yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þings.“

Í umsögn meiri­hluta vel­ferð­ar­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þeim þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna sem sitja í nefnd­inni, er vakin athygli á því að yfir standi end­ur­skoðun á almanna­trygg­inga­kerf­inu og að vonir séu bundnar við að afurðir þeirrar vinnu líti bráðum dags­ins ljós. „Þess utan má nefna að settir hafa verið til hliðar fjár­munir í kerf­is­breyt­ingar í bæði fjár­lögum og fjár­mála­á­ætlun til að draga úr skerð­ingum á örorku­líf­eyri. Munu fjórir millj­arðar kr. renna í það verk­efni á kom­andi ári. Meðal ann­arra breyt­inga sem gerðar hafa verið und­an­farin ár er að dregið hefur verið úr hinni svoköll­uðu krónu á móti krónu skerð­ingu. Þá hafa komu­gjöld aldr­aðra og öryrkja á heilsu­gæslu verið felld niður og vegna nýtil­kom­inna breyt­inga er tann­lækna­þjón­usta við lang­veika aldr­aða og öryrkja á stofn­unum þeim nú að kostn­að­ar­lausu.“

Mik­il­vægt að tryggja lág­marks­fram­færslu

Í minni­hluta­á­liti þriggja stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna, Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, Helgu Völu Helga­dóttur og Hall­dóru Mog­en­sen, segir að umsagn­ar­að­ilar og gestir hafi flestir verið almennt hlynntir efni til­lög­unnar og að þeir hafi tekið undir að þörf væri að þörf væri á að tryggja við­un­andi lág­marks­fram­færslu örorku- og elli­líf­eyr­is­þega og að hún tæki mið af launa­þró­un. 

Í því sam­hengi var nefnd­inni meðal ann­ars bent á að atvinnu­leys­is­bætur væru orðnar umtals­vert hærri en líf­eyrir almanna­trygg­inga. Þótti það skjóta skökku við enda atvinnu­leys­is­bætur hugs­aðar sem skamm­tíma­úr­ræði en líf­eyrir almanna­trygg­inga sem lang­tíma­úr­ræði fyrir ein­stak­linga sem alla jafna eiga ekki nokkurn kost á að bæta hag sinn. 

Í álit­inu seg­ir: „ Minni hlut­inn tekur undir fram­an­greint og telur að kjör líf­eyr­is­þega hafi ekki náð að fylgja launa­þróun sem hafi þar af leið­andi leitt af sér ákveðn­a kjaragliðn­un. Þá bendir minni hlut­inn á að líf­eyr­is­þegar geta ekki nýtt sér sömu úrræði og laun­þeg­ar, eins og verk­falls­rétt. Að mati minni hlut­ans er mik­il­vægt að tryggja líf­eyr­is­þegum lág­marks­fram­færslu, skatta- og skerð­ing­ar­laust. Þá er það mat minni hlut­ans að til­laga þessi feli í sér nauð­syn­lega kjara­bót í þeim efnum og áréttar mik­il­vægi þess að frum­varp þess efnis verði lagt fram fyrir lok yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þings.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent