Stenst ekki jafnræðisreglu að hækka lágmarksframfærslu sumra í 300 þúsund

Meirihluti velferðarnefndar segir að það myndi líklega kosta tugi milljarða króna að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur. Það standist ekki jafnræðisreglu að taka ákveðna hópa út fyrir sviga.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögu um að hækka lágmarksframfærslu almannatrygginga í 300 þúsund krónur.
Auglýsing

Meiri­hluti vel­ferð­ar­nefndar telur vafa­at­riði að þings­á­lykt­un­ar­til­laga þing­flokks Flokks fólks­ins um 300 þús­und króna lág­marks­fram­færslu almanna­trygg­inga stand­ist jafn­ræð­is­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þings­á­lykt­un­ar­til­lagan tekur ein­ungis til örorku-, end­ur­hæf­ing­ar- og elli­líf­eyr­is­þega en ekki ann­arra hópa eins og atvinnu­lausra, fólks í fæð­ing­ar­or­lofi eða vinn­andi fólks. Á fundi nefnd­ar­innar hafi líka komið fram það sjón­ar­mið að með til­lög­unni væri verið að mis­muna launa­fólki ann­ars vegar og öryrkjum og öldruðum hins veg­ar. 

Þá kom einnig fram að atvinnu­leit­endur og náms­menn væru oft og tíðum í svip­aðri stöðu og þeir sem til­lagan ætti að ná til og því væri ómögu­legt að fara þá leið sem lögð er til í til­lög­unni.

 „Þannig eru miklar efa­semdir um að umrædd til­laga stand­ist jafn­ræð­is­regl­una. Ekki hafa verið færð rök fyrir því að taka skuli þessa hópa út fyrir sviga með svo sér­tækum aðgerð­u­m,“ segir í áliti meiri­hlut­ans.

Auglýsing
Hann segir enn fremur að til­lög­unni fylgi ekk­ert kostn­að­ar­mat. Miðað hafi verið við að kostn­að­ur­inn vegna slíkrar breyt­ingar gæti hlaupið á tugum millj­arða króna. „Ljóst er að ekki er svig­rúm til slíkrar útgjalda­aukn­ingar í fjár­mála­á­ætl­un.“ Meiri­hlut­inn leggur því til að til­lagan verði ekki sam­þykkt og telur að ekki séu for­sendur til að ráð­ast í þær breyt­ingar sem lagðar eru til.

Stendur yfir end­ur­skoðun

Til­lagan var lögð fram í sept­em­ber og er Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, fyrsti flutn­ings­maður henn­ar. Auk hennar er hinn þing­maður flokks­ins, Guð­mundur Ingi Krist­ins­son, skrif­aður á hana.

Hún hljómar svona: „Al­þingi ályktar að fela félags- og barna­mála­ráð­herra að und­ir­búa og leggja fram frum­varp þess efnis að fullur örorku­líf­eyr­ir, end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyrir og elli­líf­eyrir tryggi 300 þús. kr. lág­marks­fram­færslu á mán­uði, skatta- og skerð­ing­ar­laust. Frum­varp þessa efnis verði lagt fyrir Alþingi fyrir lok yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þings.“

Í umsögn meiri­hluta vel­ferð­ar­nefnd­ar, sem sam­anstendur af þeim þing­mönnum stjórn­ar­flokk­anna sem sitja í nefnd­inni, er vakin athygli á því að yfir standi end­ur­skoðun á almanna­trygg­inga­kerf­inu og að vonir séu bundnar við að afurðir þeirrar vinnu líti bráðum dags­ins ljós. „Þess utan má nefna að settir hafa verið til hliðar fjár­munir í kerf­is­breyt­ingar í bæði fjár­lögum og fjár­mála­á­ætlun til að draga úr skerð­ingum á örorku­líf­eyri. Munu fjórir millj­arðar kr. renna í það verk­efni á kom­andi ári. Meðal ann­arra breyt­inga sem gerðar hafa verið und­an­farin ár er að dregið hefur verið úr hinni svoköll­uðu krónu á móti krónu skerð­ingu. Þá hafa komu­gjöld aldr­aðra og öryrkja á heilsu­gæslu verið felld niður og vegna nýtil­kom­inna breyt­inga er tann­lækna­þjón­usta við lang­veika aldr­aða og öryrkja á stofn­unum þeim nú að kostn­að­ar­lausu.“

Mik­il­vægt að tryggja lág­marks­fram­færslu

Í minni­hluta­á­liti þriggja stjórn­ar­and­stöðu­þing­manna, Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, Helgu Völu Helga­dóttur og Hall­dóru Mog­en­sen, segir að umsagn­ar­að­ilar og gestir hafi flestir verið almennt hlynntir efni til­lög­unnar og að þeir hafi tekið undir að þörf væri að þörf væri á að tryggja við­un­andi lág­marks­fram­færslu örorku- og elli­líf­eyr­is­þega og að hún tæki mið af launa­þró­un. 

Í því sam­hengi var nefnd­inni meðal ann­ars bent á að atvinnu­leys­is­bætur væru orðnar umtals­vert hærri en líf­eyrir almanna­trygg­inga. Þótti það skjóta skökku við enda atvinnu­leys­is­bætur hugs­aðar sem skamm­tíma­úr­ræði en líf­eyrir almanna­trygg­inga sem lang­tíma­úr­ræði fyrir ein­stak­linga sem alla jafna eiga ekki nokkurn kost á að bæta hag sinn. 

Í álit­inu seg­ir: „ Minni hlut­inn tekur undir fram­an­greint og telur að kjör líf­eyr­is­þega hafi ekki náð að fylgja launa­þróun sem hafi þar af leið­andi leitt af sér ákveðn­a kjaragliðn­un. Þá bendir minni hlut­inn á að líf­eyr­is­þegar geta ekki nýtt sér sömu úrræði og laun­þeg­ar, eins og verk­falls­rétt. Að mati minni hlut­ans er mik­il­vægt að tryggja líf­eyr­is­þegum lág­marks­fram­færslu, skatta- og skerð­ing­ar­laust. Þá er það mat minni hlut­ans að til­laga þessi feli í sér nauð­syn­lega kjara­bót í þeim efnum og áréttar mik­il­vægi þess að frum­varp þess efnis verði lagt fram fyrir lok yfir­stand­andi lög­gjaf­ar­þings.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent