Póstum haldið eftir af virðingu við starfsfólk Samherja

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að megináherslan hafi verið lögð á það að birta gögnin sem höfðu verið greind af blaðamönnum yfir margra mánaða tímabil.

wikileaks.jpg
Auglýsing

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, segir að lögð hafi verið áhersla á það að birta strax þau gögn sem voru grunn­ur­inn að vinnu blaða­manna RÚV, Stund­ar­innar og Al Jazeera, í tengslum við Sam­herj­a­skjölin svo­nefnd­u. 

Krist­inn segir á Face­book síðu sinni að það sé rangt, að Jóhannes Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfs­maður Sam­herja í Namib­íu, hafi haldið eftir póstum frá ákveðnu tíma­bili, líkt og Sam­herji hefur haldið fram. „Meg­in­á­hersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grund­vallar grein­ing­ar­vinnu þeirra blaða­manna, íslenskra og erlendra, sem unnið hafa fréttir á grunni gagn­anna mán­uðum sam­an. Þá strax var gefið út að Wiki­Leaks ætti eftir að birta fleiri gögn [...] Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvu­póstum og gögnum það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal ann­ars um nokkuð per­sónu­leg mál núver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja, upp­lýs­ingar eins og launa­greiðsl­ur, atvinnu­leyfi með ítar­upp­lýs­ing­um, skönnuð vega­bréf og fleira í þeim dúr. Hug­myndin að þessu var til­lits­semi við almenna starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem ég er viss um að eru upp til hópa sóma­fólk,“ segir Krist­inn á Face­book síðu sinni

Krist­inn vísar til bréfs Björg­ólfs Jóhanns­son­ar, starf­andi for­stjóra Sam­herja, til starfs­manna, frá 5. des­em­ber, og segir að Sam­herji geti vel birt fleiri gögn um starf­semi sína ef fyr­ir­tækið vilj­i. 

Auglýsing

„Það er örugg­lega þekk­ing innan fyr­ir­tæk­is­ins til að koma gögn­unum með þessum hætti til okkar því þetta er ekki flókn­ara en að hlaða mynd­bands­upp­töku á youtu­be,“ segir Krist­inn.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent