Fulltrúar héraðssaksóknara áttu fund með fulltrúum Økokrim, efnahags- og umhverfisglæpadeild norsku lögreglunnar, og ýmsum stofnunum í Namibíu, í Haag í Hollandi í síðustu viku vegna Samherjamálsins.
Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2, en fundað var í tvo daga vegna rannsókna sem eru í gangi.
Fundurinn fór fram í húsakynnum Eurojust í Haag.
Rannsóknir eru nú í gangi á Íslandi, í Namibíu og Noregi, en rannsókn málsins beinist meðal annars að mútugreiðslum til fyrrverandi ráðherra í Namibíu, og háttsettra aðila innan stjórnkerfisins og í atvinnulífinu þar í landi. Sex eru í haldi lögreglu í Namibíu, vegna málsins, eins og fram hefur komið.
Rannsóknir á Íslandi eru einnig í gangi á vegum Skattrannsóknarstjóra, og þá hefur FME kallað eftir upplýsingum um viðskiptahætti Samherja frá viðskiptabönkunum.
RÚV, Stundin og Al Jazeera hafa leitt umfjöllun um málið, sem byggir á skjölum sem WikiLeaks birti um starfsemi Samherja í Namibíu og víðar, en það Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, hefur stöðu uppljóstrara í Namibíu vegna málsins.