Pósturinn hættir að selja gos og sælgæti á pósthúsum

Forstjóri Póstsins segir að fyrirtækið hafi legið undir mikilli gagnrýni fyrir að selja vörur ótengdar grunnstarfsemi hans á pósthúsum og að það sé ekki sjáanlegur neinn ábati í þeirri vörusölu til framtíðar.

Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Auglýsing

Ríkisfyrirtækið Pósturinn mun hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og aðrar vörur sem seldar hafa verið á pósthúsum fyrirtækisins frá og með 1. febrúar næstkomandi. Eftir breytinguna mun Pósturinn einungis bjóða upp á vörur til sölu sem tengjast starfsemi þess með beinum hætti, eins og kassa, umslög, pökkunarvörur og frímerki. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. 

Þar er haft eftir Birgi Jónssyni, sem tók við forstjórastöðunni hjá Póstinum fyrr á þessu ári, að þegar Pósturinn hafi byrjað á vörusölu á sínum tíma hafi hugmyndafræðin snúist um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. „Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili. Nú höfum við hins vegar ákveðið að hætta vörusölu en ástæðurnar fyrir því eru tvær. Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. 

Auglýsing
Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“

Umdeilt endastöðvargjald

Pósturinn hefur verið í miklu hagræðingarferli á undanförnum misserum til að bregðast við ósjálfbærri stöðu sem komin var upp í rekstri hans, og hafði fengið að festa rætur á undanförnum árum. Á meðal þess sem gert hefur verið er að grípa til uppsagna starfsfólks og breyta afhendingarmáta með því að fjölga t.d. póstboxum. 

Í september síðastliðnum voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum um póst­þjón­ustu sem heim­il­uðu Póst­inum að inn­heimta svo­kallað enda­stöðva­gjald. Í kjöl­farið hækk­aði mót­töku­gjald erlendra póst­send­inga til muna. Sam­kvæmt umfjöllun Neyt­enda­sam­tak­anna um málið kostar nú að lág­marki 850 krónur að fá send­ingar fá ­Evr­ópu­lönd­um og 1.050 krónur að lág­marki fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu. Þetta hefur haft áhrif á að neytendur panta minna af ódýrari vöru frá t.d. Kína en áður. 

Neytendasamtökin hafa mótmælt gjaldinu harðlega og hafa meðal annars beint málinu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA þar sem sam­tökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samn­ing­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent