Pósturinn hættir að selja gos og sælgæti á pósthúsum

Forstjóri Póstsins segir að fyrirtækið hafi legið undir mikilli gagnrýni fyrir að selja vörur ótengdar grunnstarfsemi hans á pósthúsum og að það sé ekki sjáanlegur neinn ábati í þeirri vörusölu til framtíðar.

Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Auglýsing

Rík­is­fyr­ir­tækið Póst­ur­inn mun hætta að selja gjafa­vör­ur, sæl­gæti, gos, rit­föng og aðrar vörur sem seldar hafa verið á póst­húsum fyr­ir­tæk­is­ins frá og með 1. febr­úar næst­kom­andi. Eftir breyt­ing­una mun Póst­ur­inn ein­ungis bjóða upp á vörur til sölu sem tengj­ast starf­semi þess með beinum hætti, eins og kassa, umslög, pökk­un­ar­vörur og frí­merki. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Póst­in­um. 

Þar er haft eftir Birgi Jóns­syni, sem tók við for­stjóra­stöð­unni hjá Póst­inum fyrr á þessu ári, að þegar Póst­ur­inn hafi byrjað á vöru­sölu á sínum tíma hafi hug­mynda­fræðin snú­ist um það að við­skipta­vinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verð­skrá póst­fyr­ir­tækja í pakka­send­ingum er byggð upp á kíló­verð­um. „Það var því talið vera við­bót­ar­þjón­usta við við­skipta­vini að þeir gætu keypt sæl­gæti eða aðrar tæki­færis vörur til að geta nýtt send­ing­una að fullu. Fljót­lega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur póst­húsa var afar þungur á tíma­bili. Nú höfum við hins vegar ákveðið að hætta vöru­sölu en ástæð­urnar fyrir því eru tvær. Sú fyrri er sú að það er tölu­verð hag­ræð­ing fólgin í því að hætta vöru­sölu en mikil umsýsla og utan­um­hald er í kringum þessar vör­ur. 

Auglýsing
Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vöru­salan teng­ist ein­fald­lega ekki kjarna­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, við höfum legið undir mik­illi gagn­rýni vegna þess­arar starf­semi og sjáum engan ábata í að vera í henni til fram­tíð­ar. Við erum að líta í öll horn rekstr­ar­ins í hag­ræð­ing­ar­skyni en það er ekki síður mik­il­vægt að horfa til þess að skapa breið­ari sátt um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“

Umdeilt enda­stöðv­ar­gjald

Póst­ur­inn hefur verið í miklu hag­ræð­ing­ar­ferli á und­an­förnum miss­erum til að bregð­ast við ósjálf­bærri stöðu sem komin var upp í rekstri hans, og hafði fengið að festa rætur á und­an­förnum árum. Á meðal þess sem gert hefur verið er að grípa til upp­sagna starfs­fólks og breyta afhend­ing­ar­máta með því að fjölga t.d. póst­box­um. 

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum voru sam­­þykktar breyt­ingar á lögum um póst­­­þjón­­ustu sem heim­il­uðu Póst­­inum að inn­­heimta svo­­kallað enda­­stöðv­a­­gjald. Í kjöl­farið hækk­­aði mót­­töku­­gjald erlendra póst­­­send­inga til muna. Sam­­kvæmt umfjöllun Neyt­enda­­sam­tak­anna um málið kostar nú að lág­­marki 850 krónur að fá send­ingar fá ­Evr­­ópu­lönd­um og 1.050 krónur að lág­­marki fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­­ópu. Þetta hefur haft áhrif á að neyt­endur panta minna af ódýr­ari vöru frá t.d. Kína en áður. 

Neyt­enda­sam­tökin hafa mót­mælt gjald­inu harð­lega og hafa meðal ann­ars beint mál­inu til Eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA þar sem sam­tökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samn­ing­inn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Frá utanríkisráðuneytinu við Rauðarárstíg.
Neita að upplýsa um fjölda útgefinna neyðarvegabréfa
Nýlega var reglugerð samþykkt í dómsmálaráðuneyti sem veitir utanríkisráðherra heimild til að óska eftir því að ÚTL gefi út vegabréf til útlendings ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. Utanríkisráðuneytið upplýsir ekki um fjölda útgefinna vegabréfa.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndin er fengin úr kerfisáætlun Landsnets 2016-2025. „DC-strengur á Sprengisandsleið hefur jákvæð áhrif á mögulega lengd jarðstrengja á Norðurlandi,“ segir í myndatexta.
Sprengisandskapall „umfangsmikil og dýr“ framkvæmd fyrir „fáa kílómetra“ af jarðstreng í Blöndulínu
Landsnet tekur ekki undir þau sjónarmið Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi að skynsamlegt sé að leggja jarðstreng yfir Sprengisand til að auka möguleika á því að leggja hluta Blöndulínu 3 í jörð.
Kjarninn 20. maí 2022
Hersir Sigurgeirsson
Segir sig frá úttektinni á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Bankasýsla ríkisins sendi bréf til ríkisendurskoðanda með ábendingu um að Hersir Sigurgeirsson hefði sett „like“ á tiltekna færslu á Facebook sem varðaði útboðið. „Ég kann ekki við slíkt eftirlit,“ segir Hersir.
Kjarninn 20. maí 2022
Hvernig gengur að koma úkraínskum flóttabörnum inn í skólakerfið?
Langfæst börn sem flúið hafa stríðið í Úkraínu með foreldrum sínum á síðustu vikum og mánuðum eru komin inn í skólakerfið hér á landi og spila þar inn margir þættir. Samstarf á milli stærstu sveitarfélaganna hefur þó gengið vel.
Kjarninn 20. maí 2022
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent