Pósturinn hættir að selja gos og sælgæti á pósthúsum

Forstjóri Póstsins segir að fyrirtækið hafi legið undir mikilli gagnrýni fyrir að selja vörur ótengdar grunnstarfsemi hans á pósthúsum og að það sé ekki sjáanlegur neinn ábati í þeirri vörusölu til framtíðar.

Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Birgir Jónsson er forstjóri Póstsins.
Auglýsing

Ríkisfyrirtækið Pósturinn mun hætta að selja gjafavörur, sælgæti, gos, ritföng og aðrar vörur sem seldar hafa verið á pósthúsum fyrirtækisins frá og með 1. febrúar næstkomandi. Eftir breytinguna mun Pósturinn einungis bjóða upp á vörur til sölu sem tengjast starfsemi þess með beinum hætti, eins og kassa, umslög, pökkunarvörur og frímerki. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. 

Þar er haft eftir Birgi Jónssyni, sem tók við forstjórastöðunni hjá Póstinum fyrr á þessu ári, að þegar Pósturinn hafi byrjað á vörusölu á sínum tíma hafi hugmyndafræðin snúist um það að viðskiptavinir gætu fyllt upp í næsta kíló en verðskrá póstfyrirtækja í pakkasendingum er byggð upp á kílóverðum. „Það var því talið vera viðbótarþjónusta við viðskiptavini að þeir gætu keypt sælgæti eða aðrar tækifæris vörur til að geta nýtt sendinguna að fullu. Fljótlega var svo byrjað að bæta við öðrum vörum en rekstur pósthúsa var afar þungur á tímabili. Nú höfum við hins vegar ákveðið að hætta vörusölu en ástæðurnar fyrir því eru tvær. Sú fyrri er sú að það er töluverð hagræðing fólgin í því að hætta vörusölu en mikil umsýsla og utanumhald er í kringum þessar vörur. 

Auglýsing
Önnur ástæðan og í raun sú stærsta er hins vegar sú að vörusalan tengist einfaldlega ekki kjarnastarfsemi fyrirtækisins, við höfum legið undir mikilli gagnrýni vegna þessarar starfsemi og sjáum engan ábata í að vera í henni til framtíðar. Við erum að líta í öll horn rekstrarins í hagræðingarskyni en það er ekki síður mikilvægt að horfa til þess að skapa breiðari sátt um starfsemi fyrirtækisins, við teljum að með þessu skrefi séum við að gera það.“

Umdeilt endastöðvargjald

Pósturinn hefur verið í miklu hagræðingarferli á undanförnum misserum til að bregðast við ósjálfbærri stöðu sem komin var upp í rekstri hans, og hafði fengið að festa rætur á undanförnum árum. Á meðal þess sem gert hefur verið er að grípa til uppsagna starfsfólks og breyta afhendingarmáta með því að fjölga t.d. póstboxum. 

Í september síðastliðnum voru sam­þykktar breyt­ingar á lögum um póst­þjón­ustu sem heim­il­uðu Póst­inum að inn­heimta svo­kallað enda­stöðva­gjald. Í kjöl­farið hækk­aði mót­töku­gjald erlendra póst­send­inga til muna. Sam­kvæmt umfjöllun Neyt­enda­sam­tak­anna um málið kostar nú að lág­marki 850 krónur að fá send­ingar fá ­Evr­ópu­lönd­um og 1.050 krónur að lág­marki fyrir send­ingar frá löndum utan Evr­ópu. Þetta hefur haft áhrif á að neytendur panta minna af ódýrari vöru frá t.d. Kína en áður. 

Neytendasamtökin hafa mótmælt gjaldinu harðlega og hafa meðal annars beint málinu til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA þar sem sam­tökin telja að gjaldið gæti brotið í bága við EES samn­ing­inn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent