Katrín skipar nefnd um vandaða starfshætti í vísindum

Meginhlutverk nefndarinnar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefur skipað nefnd um vand­aða starfs­hætti í vís­ind­um. Meg­in­hlut­verk nefnd­ar­innar er að upp­lýsa stjórn­völd, almenn­ing og vís­inda­sam­fé­lagið um vand­aða starfs­hætti í vís­indum og um vís­indasið­fræði og hafa eft­ir­lit með því að sið­ferði­leg við­mið séu í heiðri höfð í starfi vís­inda­manna.

Þetta kemur fram á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í dag. 

Þá kemur fram að fjórir af sjö nefnd­ar­mönnum hafi verið skip­aðir sam­kvæmt til­nefn­ingu Sam­starfs­nefndar háskóla­stigs­ins. Aug­lýst hafi verið í fjöl­miðlum eftir til­nefn­ingum í þrjú sæti og skipað úr hópi þeirra nafna sem bár­ust. Við skipun nefnd­ar­innar hafi verið haft til hlið­sjónar að þess skuli gætt að í nefnd­inni sé fyrir hendi þekk­ing á vís­indasið­fræði, lög­fræði og ólíkum rann­sókn­ar­svið­um, þar með talið rann­sóknum í atvinnu­líf­inu.

Auglýsing

Aðal­menn í nefnd­inni eru:

 • Sig­urður Krist­ins­son, pró­fessor í heim­speki og sið­fræði við Háskól­ann á Akur­eyri, for­mað­ur,
 • Björg Thoraren­sen, pró­fessor við Laga­deild Háskóla Íslands,
 • Eyja Mar­grét Brynjars­dótt­ir, pró­fessor í heim­speki og hag­nýtri sið­fræði við Háskóla Íslands,
 • Guð­björg Linda Rafns­dótt­ir, aðstoð­ar­rektor vís­inda og pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands,
 • Hilma Hólm, yfir­maður hjarta- og æða­rann­sókna hjá Íslenskri Erfða­grein­ingu og
 • Run­ólfur Páls­son, pró­fessor í lækn­is­fræði við Háskóla Íslands.

Vara­menn eru:

 • Ása L. Ara­dótt­ir, pró­fessor í vist­heimt­ar­fræðum við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands,
 • Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við Laga­deild Háskóla Íslands,
 • Ingi­leif Jóns­dótt­ir, pró­fessor í ónæm­is­fræði við Háskóla Íslands og deild­ar­stjóri hjá Íslenskri erfða­grein­ingu,
 • Ólöf Gerður Sig­fús­dótt­ir, dokt­or­snemi í safna­fræðum við Háskóla Íslands,
 • Róbert H. Har­alds­son, sviðs­stjóri kennslu­sviðs og pró­fessor við Hug­vís­inda­svið hjá Háskóla Íslands,
 • Skúli Skúla­son, pró­fessor í vist­fræði við Háskól­ann á Hólum og 
 • Þór­dís Inga­dótt­ir, dós­ent við Laga­deild Háskól­ans í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu.Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun eins og nú er stefnt að og hugmyndir að stærri virkjun se
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent