Katrín skipar nefnd um vandaða starfshætti í vísindum

Meginhlutverk nefndarinnar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Auglýsing

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur skipað nefnd um vandaða starfshætti í vísindum. Meginhlutverk nefndarinnar er að upplýsa stjórnvöld, almenning og vísindasamfélagið um vandaða starfshætti í vísindum og um vísindasiðfræði og hafa eftirlit með því að siðferðileg viðmið séu í heiðri höfð í starfi vísindamanna.

Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins í dag. 

Þá kemur fram að fjórir af sjö nefndarmönnum hafi verið skipaðir samkvæmt tilnefningu Samstarfsnefndar háskólastigsins. Auglýst hafi verið í fjölmiðlum eftir tilnefningum í þrjú sæti og skipað úr hópi þeirra nafna sem bárust. Við skipun nefndarinnar hafi verið haft til hliðsjónar að þess skuli gætt að í nefndinni sé fyrir hendi þekking á vísindasiðfræði, lögfræði og ólíkum rannsóknarsviðum, þar með talið rannsóknum í atvinnulífinu.

Auglýsing

Aðalmenn í nefndinni eru:

 • Sigurður Kristinsson, prófessor í heimspeki og siðfræði við Háskólann á Akureyri, formaður,
 • Björg Thorarensen, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands,
 • Eyja Margrét Brynjarsdóttir, prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands,
 • Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands,
 • Hilma Hólm, yfirmaður hjarta- og æðarannsókna hjá Íslenskri Erfðagreiningu og
 • Runólfur Pálsson, prófessor í læknisfræði við Háskóla Íslands.

Varamenn eru:

 • Ása L. Aradóttir, prófessor í vistheimtarfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands,
 • Hafsteinn Þór Hauksson, dósent við Lagadeild Háskóla Íslands,
 • Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu,
 • Ólöf Gerður Sigfúsdóttir, doktorsnemi í safnafræðum við Háskóla Íslands,
 • Róbert H. Haraldsson, sviðsstjóri kennslusviðs og prófessor við Hugvísindasvið hjá Háskóla Íslands,
 • Skúli Skúlason, prófessor í vistfræði við Háskólann á Hólum og 
 • Þórdís Ingadóttir, dósent við Lagadeild Háskólans í Reykjavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent