Leiga hækkað um 45 prósent frá árinu 2013

Lítil breyting hefur orðið á leiguverði á árinu 2019 frá fyrra ári en leiguverð hefur hins vegar hækkað til muna ef litið er til síðustu sex ára.

img_4532_raw_2709130518_10191421695_o.jpg
Auglýsing

Leiguverð á Íslandi hefur hækkað hratt á síðustu árum. Leiga á árinu 2019 er um 45 prósent hærri en hún var árið 2013. Ef aðeins nágrannasveitarfélög höfuðborgarsvæðisins eru skoðuð þá hefur leiga hækkuð um 52 prósent á þessu tímabili. Þá er leiguverð hæst á höfuðborgarsvæðinu eða um 201 þúsund krónur að miðgildi en leiguverð á Íslandi er með því hæsta í Evrópu. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­að­ar­skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Miklar hækkanir á síðustu árum 

Leigufjárhæð hefur verið um 182 þúsund krónur á mánuði á árinu sé miðað við miðgildi þinglýstra samninga það sem af er ári og stendur hún í stað að raunvirði frá því í fyrra eftir miklar hækkanir árin þar á undan.

Auglýsing

Þannig hefur leiga hækkað um 42 prósent á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2013, 52 prósent í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og 33 prósent annars staðar. Leiguverð er hæst á höfuðborgarsvæðinu, næst hæst á Suðurnesjum en lægst á Norðvesturland en miðgildi leiguverðs þar er um 116.000 krónur.

Leiguverð í Reykjavík er töluvert hærra en í helstu borgum Evrópu. Í nýjustu könnun Eurostat kemur fram að leiguverð á 3ja svefnherbergja íbúð um 260.500 krónur á mánuði í Reykjavík eða um 2.100 evrur. Var það hærra en í flestum öðrum borgum, en þó lægra en í Stokkhólmi, Osló og Kaupmannahöfn. 

Fermetrinn á 2700 krónur

Flestar leiguíbúðir á Íslandi eru litlar eða meðalstórar. Á höfuðborgarsvæðinu eru til að mynda 80 prósent leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu 98 fermetrar eða minni og helmingur íbúða 73 fermetrar eða minni. 

Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins er helmingur íbúða 90 fermetrar eða minni og annars staðar er helmingur 79 fermetrar eða minni. Leiguverð á hvern fermetra er um 2.700 krónur á höfuðborgarsvæðinu en um 1.900 krónur í nágrannasveitarfélögum þess og 1.800 krónur annars staðar miðað við miðgildi.

Eitt af hverjum fimm heimilum á leigumarkaði undir lágtekjumörkum

Alls voru 17,5 pró­­sent full­orð­inna ein­stak­l­inga 18 ára og eldri á leig­u­­mark­aði hér á land­i í sept­em­ber síð­ast­liðnum og 19 pró­sent full­orð­inna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­­meiri­hluti þjóð­­­ar­innar telur óhag­­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­­gengasta á­­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Þá kom fram í nýjustu lífskjararannsókn Hagstofu Íslands að lág­tekju­hlut­fall meðal leigj­enda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin hús­næði og hefur verið svo frá því að mæl­ingar hófust. Í fyrra voru 20 pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði undir lág­tekju­mörkum en 6 pró­sent heim­ila í eigin hús­næði. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent