Leiga hækkað um 45 prósent frá árinu 2013

Lítil breyting hefur orðið á leiguverði á árinu 2019 frá fyrra ári en leiguverð hefur hins vegar hækkað til muna ef litið er til síðustu sex ára.

img_4532_raw_2709130518_10191421695_o.jpg
Auglýsing

Leigu­verð á Íslandi hefur hækkað hratt á síð­ustu árum. Leiga á árinu 2019 er um 45 pró­sent hærri en hún var árið 2013. Ef aðeins nágranna­sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru skoðuð þá hefur leiga hækkuð um 52 pró­sent á þessu tíma­bili. Þá er leigu­verð hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða um 201 þús­und krónur að mið­gildi en leigu­verð á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­að­­ar­­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Miklar hækk­anir á síð­ustu árum 

Leigu­fjár­hæð hefur verið um 182 þús­und krónur á mán­uð­i á árinu sé miðað við mið­gildi þing­lýstra samn­inga það sem af er ári og stendur hún í stað að raun­virð­i frá því í fyrra eftir miklar hækk­anir árin þar á und­an.

Auglýsing

Þannig hefur leiga hækkað um 42 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2013, 52 pró­sent í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og 33 pró­sent ann­ars stað­ar. Leigu­verð er hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, næst hæst á Suð­ur­nesjum en lægst á Norð­vest­ur­land en mið­gild­i ­leigu­verðs þar er um 116.000 krón­ur.

Leigu­verð í Reykja­vík er tölu­vert hærra en í helstu borgum Evr­ópu. Í nýj­ustu könnun Eurostat kemur fram að leigu­verð á 3ja svefn­her­bergja íbúð um 260.500 krónur á mán­uði í Reykja­vík eða um 2.100 evr­ur. Var það hærra en í flestum öðrum borg­um, en þó lægra en í Stokk­hólmi, Osló og Kaup­manna­höfn. 

Fer­metr­inn á 2700 krónur

Flestar ­leigu­í­búðir á Íslandi eru litlar eða með­al­stór­ar. Á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eru til að mynda 80 pró­sent leigu­í­búða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 98 fer­metrar eða minni og helm­ingur íbúða 73 ­fer­metrar eða minn­i. 

Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er helm­ingur íbúða 90 fer­metrar eða minni og ann­ars staðar er helm­ingur 79 ­fer­metrar eða minn­i. ­Leigu­verð á hvern fer­metra er um 2.700 krónur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1.900 krónur í nágranna­sveit­ar­fé­lögum þess og 1.800 krónur ann­ars staðar miðað við mið­gildi.

Eitt af hverjum fimm heim­ilum á leigu­mark­aði undir lág­tekju­mörkum

Alls voru 17,5 pró­­­sent full­orð­inna ein­stak­l­inga 18 ára og eldri á leig­u­­­mark­aði hér á land­i í sept­­em­ber síð­­ast­liðnum og 19 pró­­sent full­orð­inna á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­­­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­­­meiri­hluti þjóð­­­­ar­innar telur óhag­­­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­­­gengasta á­­­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Þá kom fram í nýj­ustu lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands að lág­­tekju­hlut­­fall meðal leigj­enda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin hús­næði og hefur verið svo frá því að mæl­ingar hófust. Í fyrra voru 20 pró­­sent heim­ila á leig­u­­mark­aði undir lág­­tekju­­mörkum en 6 pró­­sent heim­ila í eigin hús­næð­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristbjörn Árnason
Framlágir sperrileggir
Leslistinn 26. maí 2020
Ró hefur verið yfir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðustu vikur. Það kann að breytast í sumar.
„Verðum tilbúin þegar flugfélögin koma“
Isavia segist geta brugðist hratt við þegar flugfélög vilja hefja flug til Íslands að nýju. „Við erum þegar tilbúin að taka við vélum og verðum tilbúin þegar flugfélögin koma,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia.
Kjarninn 26. maí 2020
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent