Leiga hækkað um 45 prósent frá árinu 2013

Lítil breyting hefur orðið á leiguverði á árinu 2019 frá fyrra ári en leiguverð hefur hins vegar hækkað til muna ef litið er til síðustu sex ára.

img_4532_raw_2709130518_10191421695_o.jpg
Auglýsing

Leigu­verð á Íslandi hefur hækkað hratt á síð­ustu árum. Leiga á árinu 2019 er um 45 pró­sent hærri en hún var árið 2013. Ef aðeins nágranna­sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru skoðuð þá hefur leiga hækkuð um 52 pró­sent á þessu tíma­bili. Þá er leigu­verð hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eða um 201 þús­und krónur að mið­gildi en leigu­verð á Íslandi er með því hæsta í Evr­ópu. 

Þetta kemur fram í nýrri mán­að­­ar­­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs.

Miklar hækk­anir á síð­ustu árum 

Leigu­fjár­hæð hefur verið um 182 þús­und krónur á mán­uð­i á árinu sé miðað við mið­gildi þing­lýstra samn­inga það sem af er ári og stendur hún í stað að raun­virð­i frá því í fyrra eftir miklar hækk­anir árin þar á und­an.

Auglýsing

Þannig hefur leiga hækkað um 42 pró­sent á höf­uð­borg­ar­svæð­inu frá árinu 2013, 52 pró­sent í nágranna­sveit­ar­fé­lög­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og 33 pró­sent ann­ars stað­ar. Leigu­verð er hæst á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, næst hæst á Suð­ur­nesjum en lægst á Norð­vest­ur­land en mið­gild­i ­leigu­verðs þar er um 116.000 krón­ur.

Leigu­verð í Reykja­vík er tölu­vert hærra en í helstu borgum Evr­ópu. Í nýj­ustu könnun Eurostat kemur fram að leigu­verð á 3ja svefn­her­bergja íbúð um 260.500 krónur á mán­uði í Reykja­vík eða um 2.100 evr­ur. Var það hærra en í flestum öðrum borg­um, en þó lægra en í Stokk­hólmi, Osló og Kaup­manna­höfn. 

Fer­metr­inn á 2700 krónur

Flestar ­leigu­í­búðir á Íslandi eru litlar eða með­al­stór­ar. Á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u eru til að mynda 80 pró­sent leigu­í­búða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 98 fer­metrar eða minni og helm­ingur íbúða 73 ­fer­metrar eða minn­i. 

Í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er helm­ingur íbúða 90 fer­metrar eða minni og ann­ars staðar er helm­ingur 79 ­fer­metrar eða minn­i. ­Leigu­verð á hvern fer­metra er um 2.700 krónur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en um 1.900 krónur í nágranna­sveit­ar­fé­lögum þess og 1.800 krónur ann­ars staðar miðað við mið­gildi.

Eitt af hverjum fimm heim­ilum á leigu­mark­aði undir lág­tekju­mörkum

Alls voru 17,5 pró­­­sent full­orð­inna ein­stak­l­inga 18 ára og eldri á leig­u­­­mark­aði hér á land­i í sept­­em­ber síð­­ast­liðnum og 19 pró­­sent full­orð­inna á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­­­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­­­meiri­hluti þjóð­­­­ar­innar telur óhag­­­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­­­gengasta á­­­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Þá kom fram í nýj­ustu lífs­kjara­rann­sókn Hag­stofu Íslands að lág­­tekju­hlut­­fall meðal leigj­enda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin hús­næði og hefur verið svo frá því að mæl­ingar hófust. Í fyrra voru 20 pró­­sent heim­ila á leig­u­­mark­aði undir lág­­tekju­­mörkum en 6 pró­­sent heim­ila í eigin hús­næð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent