Minni samdráttur á íbúðamarkaði en áður var talið

Kaupsamningum um stakar eignir á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fyrstu 10 mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra. Októbermánuður var hins vegar stærsti einstaki mánuður frá upphafi í hreinum nýjum íbúðalánum heimilanna.

skuggahverfi_19720418975_o.jpg
Auglýsing

Samdráttur á íbúðamarkaði í ár er töluvert minni en áður var talið. Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur kaupsamningum um stakar eignir fækkað samtals um 4 prósent á landinu öllu, þar af um 5 prósent á höfuðborgarsvæðinu og 3 prósent í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri en hins vegar fjölgað um 1 prósent á minni þéttbýlissvæðum. 

Á hinn bóginn var októbermánuður stærsti einstaki mánuður frá upphafi í hreinum nýjum íbúðalánum heimilanna. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs.

Ný íbúðalán 22,2 milljarðar í október

Fasteignamarkaðurinn var heldur líflegri í haust heldur en í lok sumars. Hrein ný íbúðalán til heimila námu alls um 22,2 milljörðum króna í október síðastliðnum og mældust 36 prósent hærri en í september og 44 prósent hærri en í október í fyrra. Frá sama tímabili í fyrra hafa heildarfjárhæðir nýrra íbúðalána heimilanna, að frádregnum umfram- og uppgreiðslum eldri lána, aukist um 1,3 prósent að nafnvirði.

Í skýrslunni segir að þennan útlánavöxt í október megi að mestu leyti rekja til mikillar aukningar í hreinum nýjum óverðtryggðum útlánum lífeyrissjóðanna. Ástæður  þeirrar  aukningar sé þó ekki hægt að rekja beint til aukinnar aðsóknar til nýrra lána lífeyrissjóðanna í októbermánuði einum og sér heldur þess að eitthvað hefur verið um að lífeyrissjóðir hafi gert átak í því að hreinsa upp í þeim umsóknarstöflum sem myndast höfðu frá því í sumar/haust.

Auglýsing

Því sé hér fyrst og fremst um að ræða einskiptisaðgerðir ákveðinna stórra lífeyrissjóða en ekki stökkbreytingar í umsóknum nýrra lána.

Á þessu ári hefur samsetning lána tekið stakkaskiptum því óverðtryggð lánhafa vaxið um nær 30 prósent á milli ára en á móti vegur að hrein ný verðtryggð lán drógust saman um 37 prósent á verðlagi hvors árs. Þá virðist hlutdeild lífeyrissjóða á íbúðalánamarkaði hafa aukist lítillega.

Verðhækkanir meiri utan höfuðborgarsvæðisins

Verðhækkun í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri tók fram úr heildarverðhækkunum á höfuðborgarsvæðinu í vor miðað við janúar 2012 og hefur haldist á svipuðum slóðum á undanförnum mánuðum. 

Samkvæmt nýjustu tölum Íbúðalánasjóðs mælist 12 mánaða hækkunartaktur vísitölunnar á höfuðborgarsvæðinu rétt tæplega 1,4 prósent en 4,5 prósent í nágrannasveitarfélögum og á Akureyri en nálægt 10 prósent á minni þéttbýlissvæðum og dreifbýli, en þær tölur eru mjög sveiflukenndar vegna fárra samninga. 

Þá er í raun 1,6 prósent raunlækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sé ekki tekið tillit til áhrifa nýbyggðra íbúða á íbúðaverð en það er í takt við þróunina undanfarna 6 mánuði sem hefur verið á bilinu 0,8 til 1,8 prósent raunverðslækkun. 

Þá kemur enn fremur fram í skýrslunni að aðeins ein af hverjum tuttugu seldum íbúðum á höfuðborgarsvæðinu fóru á 30 milljón krónur eða minna í ár. Árið 2015 átti það við um tæpan þriðjung seldra íbúða og árið 2012 átti það við yfir helming íbúða þótt miðað sé við fast verðlag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent