Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu aldrei mælst hærra

Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið hlutfallslega fleiri á höfuðborgarsvæðinu síðan mælingar hófust fyrir 11 árum en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 var hlut­fall fyrstu kaup­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 28,2 pró­sent af heild­ar­fjölda kaup­samn­inga. Það hlut­fall hefur aldrei verið hærra frá því að byrjað var að mæla hlut­­fall fyrstu kaup­enda árið 2008. 

Til sam­an­­burðar var hlut­­fall fyrstu íbúð­­ar­­kaup­enda á sama árs­fjórð­ungi árið 2009 alls 5,8 pró­­sent af öllum þingsamn­ing­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Fyrstu kaup­endur þriðj­ungar kaup­enda á Vest­fjörðum

Þrátt fyrir mikla hækkun á fast­eigna­verði síð­ast­lið­inn ára­tug, það hefur rúm­lega tvö­fald­ast í krónum talið, þá hefur hlut­fall nýrra kaup­enda ekki lækkað heldur þvert á móti auk­ist umtals­vert. Hlut­fall fyrstu kaup­samn­inga hefur verið hærra í ár en á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

Þó að hlut­fallið hafi aldrei verið hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá er hlut­fall fyrstu kaup­enda þó enn hærra í öðrum lands­hlut­um. Hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum og Norð­ur­landi eystra eða alls 33 pró­sent.

Kaupsamningar á þriðja ársfjórðungi Mynd:ÞJóðskrá

Á sama tíma og hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur aldrei verið hærra þá hefur dregið úr heild­ar­fjölda kaup­samn­inga um alls 4,3 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru 549 kaup­samn­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á þriðja árs­fjórð­ungi fyrstu kaup en fjölda kaup­samn­inga alls 1949.

Íbúða­verð hækkar nú mest á lands­byggð­inni

Árs­hækkun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 2,4 pró­sent í ágúst síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt vísi­tölu paraðra íbúða­við­skipta. Megnið af þeirri hækkun átti sér stað í sept­em­ber til des­em­ber í fyrra, hækk­unin á fyrstu átta mán­uðum þessa árs er aðeins um 0,5 pró­sent. Árs­hækkun íbúða­verðs í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nam 6,3 pró­sent og ann­ars staðar á lands­byggð­inni um 3 pró­sent. Í ágúst var um 82 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir ásettu verði sam­an­borið við 77 pró­sent í júlí, ef miðað er við verð í síð­ustu fast­eigna­aug­lýs­ing­u áður en kaup­samn­ingur var und­ir­rit­að­ur. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eyrún Magnúsdóttir
Af fréttum og klósettpappír – má lýðræðið bíða?
Kjarninn 7. apríl 2020
Klikkið
Klikkið
Klikkið – Viðtal við Héðinn Unnsteinsson
Kjarninn 7. apríl 2020
Snjólaug Ólafsdóttir
Hvað getum við lært af COVID-19 um sjálfbærni og loftslagslausnir?
Kjarninn 7. apríl 2020
Dagur án dauðsfalls af völdum COVID-19
Samkvæmt opinberum tölum hafa ríflega 83.600 manns greinst með veiruna í Kína og að minnsta kosti 3.330 hafa látist úr sjúkdómnum sem hún veldur.
Kjarninn 7. apríl 2020
Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins
Aukin hætta á heimilisofbeldi við aðstæður eins og nú eru
Tvö andlát kvenna undanfarna rúma viku má sennilega rekja til ofbeldis inni á heimilum. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins minnti þjóðina á að úrræði fyrir bæði gerendur og þolendur eru í boði, á daglegum upplýsingafundi almannavarna.
Kjarninn 7. apríl 2020
Aðeins eitt jákvætt sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu
Í dag er 1.021 einstaklingur með virkt COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.096. Alls hafa 559 náð bata.
Kjarninn 7. apríl 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hnýtir í heimildarmenn Morgunblaðsins
Landsvirkjun hefur sent út yfirlýsingu vegna fréttar Morgunblaðsins í dag, en í fréttinni var meðal annars haft eftir heimildum innan úr Rio Tinto að þar væri í athugun að höfða mál gegn Landsvirkjun vegna vörusvika tengdum sölu upprunavottorða.
Kjarninn 7. apríl 2020
Keflavíkurflugvöllur
Fjórir milljarðar úr ríkissjóði í Isavia
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að auka við hlutafé Isavia ohf. um 4 milljarða króna með því skilyrði að félagið ráðist í innviðaverkefni á Keflavíkurflugvelli strax á þessu ári.
Kjarninn 7. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent