Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu aldrei mælst hærra

Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið hlutfallslega fleiri á höfuðborgarsvæðinu síðan mælingar hófust fyrir 11 árum en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 var hlut­fall fyrstu kaup­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 28,2 pró­sent af heild­ar­fjölda kaup­samn­inga. Það hlut­fall hefur aldrei verið hærra frá því að byrjað var að mæla hlut­­fall fyrstu kaup­enda árið 2008. 

Til sam­an­­burðar var hlut­­fall fyrstu íbúð­­ar­­kaup­enda á sama árs­fjórð­ungi árið 2009 alls 5,8 pró­­sent af öllum þingsamn­ing­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Fyrstu kaup­endur þriðj­ungar kaup­enda á Vest­fjörðum

Þrátt fyrir mikla hækkun á fast­eigna­verði síð­ast­lið­inn ára­tug, það hefur rúm­lega tvö­fald­ast í krónum talið, þá hefur hlut­fall nýrra kaup­enda ekki lækkað heldur þvert á móti auk­ist umtals­vert. Hlut­fall fyrstu kaup­samn­inga hefur verið hærra í ár en á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

Þó að hlut­fallið hafi aldrei verið hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá er hlut­fall fyrstu kaup­enda þó enn hærra í öðrum lands­hlut­um. Hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum og Norð­ur­landi eystra eða alls 33 pró­sent.

Kaupsamningar á þriðja ársfjórðungi Mynd:ÞJóðskrá

Á sama tíma og hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur aldrei verið hærra þá hefur dregið úr heild­ar­fjölda kaup­samn­inga um alls 4,3 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru 549 kaup­samn­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á þriðja árs­fjórð­ungi fyrstu kaup en fjölda kaup­samn­inga alls 1949.

Íbúða­verð hækkar nú mest á lands­byggð­inni

Árs­hækkun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 2,4 pró­sent í ágúst síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt vísi­tölu paraðra íbúða­við­skipta. Megnið af þeirri hækkun átti sér stað í sept­em­ber til des­em­ber í fyrra, hækk­unin á fyrstu átta mán­uðum þessa árs er aðeins um 0,5 pró­sent. Árs­hækkun íbúða­verðs í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nam 6,3 pró­sent og ann­ars staðar á lands­byggð­inni um 3 pró­sent. Í ágúst var um 82 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir ásettu verði sam­an­borið við 77 pró­sent í júlí, ef miðað er við verð í síð­ustu fast­eigna­aug­lýs­ing­u áður en kaup­samn­ingur var und­ir­rit­að­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
GAMMA lokar starfsstöð sinni í Garðarstræti og flytur til Kviku
GAMMA, sem fór mikinn í íslensku fjármálalífi síðastliðinn áratug, er nú vart til nema að nafninu til. Starfsemi fyrirtækisins hefur verið flutt í nýjar höfuðstöðvar Kviku.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent