Hlutfall fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu aldrei mælst hærra

Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið hlutfallslega fleiri á höfuðborgarsvæðinu síðan mælingar hófust fyrir 11 árum en á þriðja ársfjórðungi 2019.

Ungt fólk í íbúðarkaupum
Auglýsing

Á þriðja árs­fjórð­ungi 2019 var hlut­fall fyrstu kaup­enda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 28,2 pró­sent af heild­ar­fjölda kaup­samn­inga. Það hlut­fall hefur aldrei verið hærra frá því að byrjað var að mæla hlut­­fall fyrstu kaup­enda árið 2008. 

Til sam­an­­burðar var hlut­­fall fyrstu íbúð­­ar­­kaup­enda á sama árs­fjórð­ungi árið 2009 alls 5,8 pró­­sent af öllum þingsamn­ing­um. Þetta kemur fram í nýjum tölum Þjóð­skrár.

Fyrstu kaup­endur þriðj­ungar kaup­enda á Vest­fjörðum

Þrátt fyrir mikla hækkun á fast­eigna­verði síð­ast­lið­inn ára­tug, það hefur rúm­lega tvö­fald­ast í krónum talið, þá hefur hlut­fall nýrra kaup­enda ekki lækkað heldur þvert á móti auk­ist umtals­vert. Hlut­fall fyrstu kaup­samn­inga hefur verið hærra í ár en á und­an­förnum árum. 

Auglýsing

Þó að hlut­fallið hafi aldrei verið hærra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá er hlut­fall fyrstu kaup­enda þó enn hærra í öðrum lands­hlut­um. Hæst er hlut­fallið á Vest­fjörðum og Norð­ur­landi eystra eða alls 33 pró­sent.

Kaupsamningar á þriðja ársfjórðungi Mynd:ÞJóðskrá

Á sama tíma og hlut­fall fyrstu kaup­enda hefur aldrei verið hærra þá hefur dregið úr heild­ar­fjölda kaup­samn­inga um alls 4,3 pró­sent á fyrstu níu mán­uðum árs­ins sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Alls voru 549 kaup­samn­ingar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á þriðja árs­fjórð­ungi fyrstu kaup en fjölda kaup­samn­inga alls 1949.

Íbúða­verð hækkar nú mest á lands­byggð­inni

Árs­hækkun íbúða­verðs á höf­uð­borg­ar­svæð­inu var 2,4 pró­sent í ágúst síð­ast­liðn­um, sam­kvæmt vísi­tölu paraðra íbúða­við­skipta. Megnið af þeirri hækkun átti sér stað í sept­em­ber til des­em­ber í fyrra, hækk­unin á fyrstu átta mán­uðum þessa árs er aðeins um 0,5 pró­sent. Árs­hækkun íbúða­verðs í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins nam 6,3 pró­sent og ann­ars staðar á lands­byggð­inni um 3 pró­sent. Í ágúst var um 82 pró­sent allra íbúða­við­skipta á höf­uð­borg­ar­svæð­inu undir ásettu verði sam­an­borið við 77 pró­sent í júlí, ef miðað er við verð í síð­ustu fast­eigna­aug­lýs­ing­u áður en kaup­samn­ingur var und­ir­rit­að­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent