Óverðtryggðu lánin sækja á

Hlutfallslega eru óverðtryggð stærri hluti af húsnæðislánakökunni hjá bæði lífeyrissjóðum og innlánsstofnunum nú en þau hafa verið áður í sögunni. Hjá innlánsstofnunum, bönkum og sparisjóðum, er hlutfall verðtryggðra lána komið niður í 63 prósent.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Verð­tryggð lán líf­eyr­is­sjóða og inn­láns­stofn­ana, banka og spari­sjóða, eru mun lægra hlut­fall lána líf­eyr­is­sjóða og fjár­mála­stofn­ana til hús­næð­is­kaupa en þau hafa nokkru sinni áður ver­ið. Sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands voru 78,7 pró­sent útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna verð­tryggð lán í októ­ber síð­ast­liðnum en 62,9 pró­sent útlána inn­láns­stofn­ana, sem eru að uppi­stöðu stóru bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. 

Til sam­an­burðar hófu líf­eyr­is­sjóð­irnir ekki að bjóða óver­tryggð lán fyrr en í októ­ber 2015 og því hefur breyt­ingin á útlánum þeirra á síð­ustu fjórum árum. Hjá bönk­unum voru 72 pró­sent allra útlána sem voru með veði í íbúð verð­tryggð í októ­ber 2015 en í dag er það hlut­fall komið niður í 62,9 pró­sent. 

Auglýsing
Ástæðan fyrir þeirri snörpu lækkun er meðal ann­ars að finna í því að Íbúða­lána­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­arða króna safn af verð­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­mark­aði á und­an­förnum árum og lánar ein­ungis verð­tryggt, þá hefði hlut­fall verð­tryggðra lána hjá bönk­unum verið 65 pró­sent. 

Aldrei lánað meira en í októ­ber

Kjarn­inn greindi frá því 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hefði aldrei lánað sjóðs­fé­lögum sínum meira í hús­næð­is­lán en þeir gerðu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Þá námu sjóðs­fé­lags­lán sjóð­anna 13,9 millj­örðum króna og juk­ust um 65 pró­sent á milli mán­aða. Fyrra útlána­met líf­eyr­is­sjóð­anna var sett í júní 2017 þegar þeir lán­uðu rúm­lega ell­efu millj­arða króna til hús­næð­is­kaupa. Því voru útlánin í októ­ber 26 pró­sent hærri en í fyrri met­mán­uði.

Auk þess hafa aldrei verið tekin fleiri lán hjá líf­eyr­is­sjóðum en í tíunda mán­uði árs­ins 2019, þegar þau voru 1.144 tals­ins. Fyrra metið var sett í ágúst 2017 þegar útlánin voru 789 tals­ins. Útlánin í októ­ber voru því 45 pró­sent fleiri en í fyrri met­mán­uði. Allt ofan­greint bendir til þess að tölu­vert líf sé í hús­næð­is­mark­aðnum um þessar mund­ir. 

Í þriðja sinn í sög­unni

Í októ­ber gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins að sjóðs­fé­lagar tóku meira að láni óverð­tryggt en verð­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,7 pró­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­bólgan myndi fara við og jafn­vel undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið í nán­ustu fram­tíð. 

Auglýsing
Mun fleiri lán sem tekin voru í októ­ber voru þó verð­tryggð en óverð­tryggð. Það þýðir að með­al­tal verð­tryggðra lána var umtals­vert lægra en óverð­tryggðra sem bendir til þess að þeir sem eru að kaupa sér dýr­ari eign­ir, og hafi þar af leið­andi meiri kaup­mátt, séu frekar að taka óverð­tryggð lán sem hafa í för með sér hærri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði.

Ástæðan fyrir þess­ari þróun er meðal ann­ars sú að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa mark­visst verið að reyna að draga úr útlánum til sjóðs­fé­laga sinna frá því á síð­asta ári. Ástæðan er sú að ásókn í lán­in, sem eru á umtals­vert betri kjörum en bjóð­ast hjá bönk­um, hefur verið gríð­ar­leg og hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána af heild­ar­eignum margra líf­eyr­is­sjóða er nú komið upp að þeim mörkum sem þeir telja skyn­sam­legt að teknu til­liti til áhættu­dreif­ing­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar