Óverðtryggðu lánin sækja á

Hlutfallslega eru óverðtryggð stærri hluti af húsnæðislánakökunni hjá bæði lífeyrissjóðum og innlánsstofnunum nú en þau hafa verið áður í sögunni. Hjá innlánsstofnunum, bönkum og sparisjóðum, er hlutfall verðtryggðra lána komið niður í 63 prósent.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Verð­tryggð lán líf­eyr­is­sjóða og inn­láns­stofn­ana, banka og spari­sjóða, eru mun lægra hlut­fall lána líf­eyr­is­sjóða og fjár­mála­stofn­ana til hús­næð­is­kaupa en þau hafa nokkru sinni áður ver­ið. Sam­kvæmt hag­tölum Seðla­banka Íslands voru 78,7 pró­sent útlána líf­eyr­is­sjóða til sjóðs­fé­laga sinna verð­tryggð lán í októ­ber síð­ast­liðnum en 62,9 pró­sent útlána inn­láns­stofn­ana, sem eru að uppi­stöðu stóru bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Íslands­banki og Arion banki. 

Til sam­an­burðar hófu líf­eyr­is­sjóð­irnir ekki að bjóða óver­tryggð lán fyrr en í októ­ber 2015 og því hefur breyt­ingin á útlánum þeirra á síð­ustu fjórum árum. Hjá bönk­unum voru 72 pró­sent allra útlána sem voru með veði í íbúð verð­tryggð í októ­ber 2015 en í dag er það hlut­fall komið niður í 62,9 pró­sent. 

Auglýsing
Ástæðan fyrir þeirri snörpu lækkun er meðal ann­ars að finna í því að Íbúða­lána­sjóður ákvað að kaupa 50 millj­arða króna safn af verð­tryggðum lánum af Arion banka og átti sú sala sér stað í sept­em­ber 2019. Ef lána­safnið hefði ekki verið selt til Íbúða­lána­sjóðs, sem hefur dregið sig mjög saman á útlána­mark­aði á und­an­förnum árum og lánar ein­ungis verð­tryggt, þá hefði hlut­fall verð­tryggðra lána hjá bönk­unum verið 65 pró­sent. 

Aldrei lánað meira en í októ­ber

Kjarn­inn greindi frá því 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn að líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hefði aldrei lánað sjóðs­fé­lögum sínum meira í hús­næð­is­lán en þeir gerðu í októ­ber síð­ast­liðn­um. Þá námu sjóðs­fé­lags­lán sjóð­anna 13,9 millj­örðum króna og juk­ust um 65 pró­sent á milli mán­aða. Fyrra útlána­met líf­eyr­is­sjóð­anna var sett í júní 2017 þegar þeir lán­uðu rúm­lega ell­efu millj­arða króna til hús­næð­is­kaupa. Því voru útlánin í októ­ber 26 pró­sent hærri en í fyrri met­mán­uði.

Auk þess hafa aldrei verið tekin fleiri lán hjá líf­eyr­is­sjóðum en í tíunda mán­uði árs­ins 2019, þegar þau voru 1.144 tals­ins. Fyrra metið var sett í ágúst 2017 þegar útlánin voru 789 tals­ins. Útlánin í októ­ber voru því 45 pró­sent fleiri en í fyrri met­mán­uði. Allt ofan­greint bendir til þess að tölu­vert líf sé í hús­næð­is­mark­aðnum um þessar mund­ir. 

Í þriðja sinn í sög­unni

Í októ­ber gerð­ist það í þriðja sinn í sögu íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins að sjóðs­fé­lagar tóku meira að láni óverð­tryggt en verð­tryggt. Í hin tvö skipt­in, í des­em­ber 2018 og í jan­úar 2019, hafði verð­bólga hækkað nokkuð skarpt og var á bil­inu 3,4 til 3,7 pró­sent, eftir að hafa verið að mestu undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans frá því í febr­úar 2014. Í októ­ber var hún hins vegar 2,7 pró­sent og spár gerðu ráð fyrir að verð­bólgan myndi fara við og jafn­vel undir 2,5 pró­sent verð­bólgu­mark­mið í nán­ustu fram­tíð. 

Auglýsing
Mun fleiri lán sem tekin voru í októ­ber voru þó verð­tryggð en óverð­tryggð. Það þýðir að með­al­tal verð­tryggðra lána var umtals­vert lægra en óverð­tryggðra sem bendir til þess að þeir sem eru að kaupa sér dýr­ari eign­ir, og hafi þar af leið­andi meiri kaup­mátt, séu frekar að taka óverð­tryggð lán sem hafa í för með sér hærri mán­að­ar­lega greiðslu­byrði.

Ástæðan fyrir þess­ari þróun er meðal ann­ars sú að stærstu líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa mark­visst verið að reyna að draga úr útlánum til sjóðs­fé­laga sinna frá því á síð­asta ári. Ástæðan er sú að ásókn í lán­in, sem eru á umtals­vert betri kjörum en bjóð­ast hjá bönk­um, hefur verið gríð­ar­leg og hlut­fall sjóðs­fé­lags­lána af heild­ar­eignum margra líf­eyr­is­sjóða er nú komið upp að þeim mörkum sem þeir telja skyn­sam­legt að teknu til­liti til áhættu­dreif­ing­ar. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mútugreiðslur Airbus leiða til mörg hundruð milljarða sektar
Stærsti flugvélaframleiðandi heims hefur samið sig frá sakamálarannsókn vegna mútugreiðslna.
Kjarninn 29. janúar 2020
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar