Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum

Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Lág­tekju­hlut­fall meðal leigj­enda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin hús­næði og hefur verið svo frá því að mæl­ingar hófust. Í fyrra voru 20 pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði undir lág­tekju­mörkum en 6 pró­sent heim­ila í eigin hús­næði. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum lífs­kjara­rann­sóknar Hag­stofu Íslands.

Einn af hverjum tíu undir lág­tekju­mörk­um 

Alls voru 31.400 ein­stak­lingar undir lág­tekju­mörkum í fyrra eða um 9 pró­sent íbúa á Íslandi. Það eru mun lægra hlut­fall en á hinum Norð­ur­lönd­unum en þar er hlut­fallið á bil­inu 16 til 18 pró­sent. 

Mynd:Hagstofa ÍslandsÞessir rúm­lega 31 þús­und ein­stak­lingar bjuggu á um 16 þús­und heim­ilum í fyrra. Mik­ill meiri­hluti þeirra heim­ila var á leigu­mark­aði. Á þeim fimmtán árum sem Hag­stofan hefur mælt lág­tekju­hlut­fall þá hefur hlut­fall leigj­enda undir lág­tekju­mörkum verið 25 pró­sent að með­al­tali. 

Hæst fór hlut­fallið í 32 pró­sent en lægst í 20 pró­sent árin 2014 og í fyrra. Þá hefur hlut­fall eig­enda undir lág­tekju­mörkum farið hæst í 11 pró­sent árið 2007 en var lægst árin 2011 og 2012 þegar það var um 5 pró­sent.

Auglýsing

Helm­ingur leigj­enda telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi

Alls voru 17,5 pró­­sent full­orð­inna ein­stak­l­inga 18 ára og eldri á leig­u­­mark­aði hér á land­i í sept­em­ber síð­ast­liðnum og 19 pró­sent full­orð­inna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­­meiri­hluti þjóð­­­ar­innar telur óhag­­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­­gengasta á­­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Í önn­un­innikom jafn­framt að fjár­­­hags­­­staða heim­il­is­ins er ­­mark­tækt verri hjá leigj­endum en hjá þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­mark­aði segj­­­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­­­borið við ein­ungis 7 pró­­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Færri búa við skort 

Í nið­ur­stöðum Hag­stof­unnar kemur jafn­framt fram að þegar litið er til skorts á efn­is­legum gæðum reynd­ust 4 pró­sent ein­stak­linga búa við skort og 0,7 pró­sent búa við veru­legan skort hér á landi árið 2018. Það er þó lækkun frá árinu 2016 þegar 6,1 pró­sent bjuggu við skort og 1,9 pró­sent við veru­legan skort efn­is­legra gæða.

Hlut­falls­lega fáir búa við skort á Íslandi í evr­ópskum sam­an­burði og á það einnig við um hin Norð­ur­lönd­in. Að með­al­tali bjuggu 15 pró­sent við skort á efn­is­legum gæðum í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2017, hlut­falls­lega fæstir í Sví­þjóð 4 pró­sent en flestir í Búlgaríu 44 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
Kjarninn 1. mars 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Það þarf að fremja jafnrétti strax
Kjarninn 1. mars 2021
Krjúpa skal úti í horni við burðarvegg eða undir borði, skýla höfði og halda sér í.
KRJÚPA – SKÝLA – HALDA – er orðaröð sem rétt er að leggja á minnið
Almannavarnir hvetja fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta vegna kröftugrar jarðskjálftahrinu sem nú stendur yfir á Reykjanesskaga.
Kjarninn 1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Barokkbandið Brák safnar fyrir útgáfu plötu sem skilur eftir sig menningarleg verðmæti
Ný hljómplata Barokkbandsins Brákar nefnist Tvær hliðar/ Two Sides og verður tvöföld. Hljómsveitin safnar nú fyrir upptökum og útgáfu hennar á Karolina Fund og áætlar að platan komi út í lok árs 2021.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Freyr Eyjólfsson
Hring eftir hring
Kjarninn 28. febrúar 2021
Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Kjarninn 28. febrúar 2021
„Mér leið alveg ömurlega yfir að hafa smitast“
Víðir Reynisson hefur lært „ótrúlega margt“ um mannleg samskipti frá upphafi faraldursins og hefði viljað gera sumt öðruvísi, m.a. Facebook-færsluna sem hann skrifaði um aðdraganda þess að hann smitaðist sjálfur af COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent