Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum

Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Lág­tekju­hlut­fall meðal leigj­enda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin hús­næði og hefur verið svo frá því að mæl­ingar hófust. Í fyrra voru 20 pró­sent heim­ila á leigu­mark­aði undir lág­tekju­mörkum en 6 pró­sent heim­ila í eigin hús­næði. Þetta kemur fram í nið­ur­stöðum lífs­kjara­rann­sóknar Hag­stofu Íslands.

Einn af hverjum tíu undir lág­tekju­mörk­um 

Alls voru 31.400 ein­stak­lingar undir lág­tekju­mörkum í fyrra eða um 9 pró­sent íbúa á Íslandi. Það eru mun lægra hlut­fall en á hinum Norð­ur­lönd­unum en þar er hlut­fallið á bil­inu 16 til 18 pró­sent. 

Mynd:Hagstofa ÍslandsÞessir rúm­lega 31 þús­und ein­stak­lingar bjuggu á um 16 þús­und heim­ilum í fyrra. Mik­ill meiri­hluti þeirra heim­ila var á leigu­mark­aði. Á þeim fimmtán árum sem Hag­stofan hefur mælt lág­tekju­hlut­fall þá hefur hlut­fall leigj­enda undir lág­tekju­mörkum verið 25 pró­sent að með­al­tali. 

Hæst fór hlut­fallið í 32 pró­sent en lægst í 20 pró­sent árin 2014 og í fyrra. Þá hefur hlut­fall eig­enda undir lág­tekju­mörkum farið hæst í 11 pró­sent árið 2007 en var lægst árin 2011 og 2012 þegar það var um 5 pró­sent.

Auglýsing

Helm­ingur leigj­enda telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi

Alls voru 17,5 pró­­sent full­orð­inna ein­stak­l­inga 18 ára og eldri á leig­u­­mark­aði hér á land­i í sept­em­ber síð­ast­liðnum og 19 pró­sent full­orð­inna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­­meiri­hluti þjóð­­­ar­innar telur óhag­­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­­gengasta á­­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Í önn­un­innikom jafn­framt að fjár­­­hags­­­staða heim­il­is­ins er ­­mark­tækt verri hjá leigj­endum en hjá þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­­­sent þeirra sem eru á leig­u­­­mark­aði segj­­­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­­­borið við ein­ungis 7 pró­­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Færri búa við skort 

Í nið­ur­stöðum Hag­stof­unnar kemur jafn­framt fram að þegar litið er til skorts á efn­is­legum gæðum reynd­ust 4 pró­sent ein­stak­linga búa við skort og 0,7 pró­sent búa við veru­legan skort hér á landi árið 2018. Það er þó lækkun frá árinu 2016 þegar 6,1 pró­sent bjuggu við skort og 1,9 pró­sent við veru­legan skort efn­is­legra gæða.

Hlut­falls­lega fáir búa við skort á Íslandi í evr­ópskum sam­an­burði og á það einnig við um hin Norð­ur­lönd­in. Að með­al­tali bjuggu 15 pró­sent við skort á efn­is­legum gæðum í ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins árið 2017, hlut­falls­lega fæstir í Sví­þjóð 4 pró­sent en flestir í Búlgaríu 44 pró­sent.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent