Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum

Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.

7DM_9563_raw_2114.JPG
Auglýsing

Lágtekjuhlutfall meðal leigjenda er hærra en á meðal fólks sem býr í eigin húsnæði og hefur verið svo frá því að mælingar hófust. Í fyrra voru 20 prósent heimila á leigumarkaði undir lágtekjumörkum en 6 prósent heimila í eigin húsnæði. Þetta kemur fram í niðurstöðum lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands.

Einn af hverjum tíu undir lágtekjumörkum 

Alls voru 31.400 einstaklingar undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Það eru mun lægra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum en þar er hlutfallið á bilinu 16 til 18 prósent. 

Mynd:Hagstofa ÍslandsÞessir rúmlega 31 þúsund einstaklingar bjuggu á um 16 þúsund heimilum í fyrra. Mikill meirihluti þeirra heimila var á leigumarkaði. Á þeim fimmtán árum sem Hagstofan hefur mælt lágtekjuhlutfall þá hefur hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum verið 25 prósent að meðaltali. 

Hæst fór hlutfallið í 32 prósent en lægst í 20 prósent árin 2014 og í fyrra. Þá hefur hlutfall eigenda undir lágtekjumörkum farið hæst í 11 prósent árið 2007 en var lægst árin 2011 og 2012 þegar það var um 5 prósent.

Auglýsing

Helmingur leigjenda telur sig ekki búa við húsnæðisöryggi

Alls voru 17,5 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga 18 ára og eldri á leigu­mark­aði hér á land­i í september síðastliðnum og 19 prósent fullorðinna á höfuðborgarsvæðinu.

Í við­horfskönnun Íbúða­lána­sjóðs frá því í júní á þessu ári kemur fram að ­meiri­hluti þjóð­­ar­innar telur óhag­­stætt að leigja eða alls 92 pró­­sent. Þá kemur fram í sömu könnun að ein­ungis 51 pró­­sent leigj­enda telji sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­­gengasta á­­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt.

Í önnuninnikom jafnframt að fjár­­hags­­staða heim­il­is­ins er ­­mark­tækt verri hjá leigj­endum en hjá þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­­sent þeirra sem eru á leig­u­­mark­aði segj­­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­­borið við ein­ungis 7 pró­­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Færri búa við skort 

Í niðurstöðum Hagstofunnar kemur jafnframt fram að þegar litið er til skorts á efnislegum gæðum reyndust 4 prósent einstaklinga búa við skort og 0,7 prósent búa við verulegan skort hér á landi árið 2018. Það er þó lækkun frá árinu 2016 þegar 6,1 prósent bjuggu við skort og 1,9 prósent við verulegan skort efnislegra gæða.

Hlutfallslega fáir búa við skort á Íslandi í evrópskum samanburði og á það einnig við um hin Norðurlöndin. Að meðaltali bjuggu 15 prósent við skort á efnislegum gæðum í ríkjum Evrópusambandsins árið 2017, hlutfallslega fæstir í Svíþjóð 4 prósent en flestir í Búlgaríu 44 prósent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent