Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi

Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.

img_4583_raw_0710130529_10191335034_o.jpg
Auglýsing

Heilt yfir virð­ist hús­næð­is­ör­yggi vera nokkuð mikið hér á landi en 85 pró­sent lands­manna telja sig búa við það. Það er þó ólíkt eft­ir því hvort að fólki búi í eigin hús­næði eða ­leigu­hús­næð­i en ein­ungis 51 pró­sent leigj­enda telja sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­gengasta á­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt. Þetta kemur fram í nýrri við­horfskönnun Íbúða­lána­sjóðs. 

Öryrkjar ­búa við minni hús­næð­is­ör­yggi

Í nýrri könnun Íbúða­lána­sjóðs vor­u svar­end­ur beðnir um að leggja mat á hversu sam­mála eða ó­sam­mála þeir væru full­yrð­ing­unni: „Ég tel mig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i.“ Í ljós kom að mun færri leigj­endur telja sig búa við húnsæð­is­ör­yggi en hús­næð­is­eig­end­ur. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að ein­ungis 51 pró­sent leigj­enda var sam­mála ­full­yrð­ing­unn­i ­sam­an­borið við 94 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næð­i. 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurAuk þess sýna nið­ur­stöð­urnar að nokkuð áber­andi munur er á afstöðu fólks til hús­næð­is­ör­yggis eftir stöðu á vinnu­mark­aði. Þá töldu öryrkjar sig búa við mark­tækt minna hús­næð­is­ör­yggi en aðr­ir hópa, 64 pró­sent öryrkja töldu sig búa við hús­næð­is­ör­yggi sam­an­borið við 86 pró­sent ­laun­þega í fullu starf­i. 

Þá kom einnig fram munur á afstöðu fólks eftir aldri, óháð öðrum breyt­um. Fólk á aldr­inum 25 til 34 ára telur sig búa við minnst hús­næð­is­ör­yggi og ald­urs­hóp­ur­inn 65 ára og eldri mest. 

Þeir svar­endur sem töldu sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi voru beðnir að nefna helstu ástæð­una fyrir því. Algeng­asta ástæðan var sú að fólk hefði ekki efni á leigu eða verðið væri of hátt. Næstal­geng­asta orsökin var að um tíma­bund­inn leigu­samn­ing væri að ræða eða eig­and­inn væri að selja hús­næð­ið.

16 pró­sent full­orð­inna á leigu­mark­aði

Við­horfskann­anir sem Íbúða­lána­sjóður hefur gert síð­ustu ár benda til þess að um 16 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga séu nú á leigu­mark­aði. Þá er ungt fólk hlut­falls­lega lík­legra til þess að vera á leigu­mark­aði en 33 pró­sent fólks á aldr­inum 18 til 24 ára eru á leigu­mark­aði sam­an­borið við til að mynda 18 pró­sent fólks á aldr­inum 35 til 44 ára. 

Auglýsing

Þegar horft er til stöðu á vinnu­mark­aði má sjá að náms­menn og öryrkjar eru hlut­falls­lega lík­legri en aðrir hópar til þess að vera á leigu­mark­aði. Þá eru 27 pró­sent öryrkja á leigu­mark­aði og 33 pró­sent náms­manna sam­an­borið við 15 pró­sent laun­þega í fullu starfi.

Tæp­lega þriðj­ungur leigj­enda telja núver­andi hús­næði ekki upp­­­fylla þarf­ir 

Þrátt fyrir vís­bend­ingar um aukið fram­boð af leigu­hús­næði telja aðeins 10 pró­sent þjóð­ar­innar að það sé mikið fram­boð af íbúð­ar­hús­næði til leigu sem henti sér og sinni fjöl­skyldu. Þá telja 13 pró­sent þjóð­ar­innar að núver­andi hús­næði upp­fylli ekki allar helstu þarfir og helsta ástæðan var sú að íbúðin væri ekki nógu stór eða með nógu mörgum her­bergj­um. Alls voru það 29 pró­sent leigj­enda sem töldu að núver­andi hús­næð­i ­upp­fyllt­i ekki þarfir sam­an­borið við 8 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Mynd: ÍbúðalánasjóðurEnn­fremur telur meiri­hluti þjóð­ar­innar að það sé óhag­stætt að leigja um þessar mundir eða alls 92 pró­sent. Sam­kvæmt könn­un­inni er fjár­hags­staða heim­il­is­ins ­mark­tækt verri hjá leigj­endum en þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­sent þeirra sem eru á leigu­mark­aði segj­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­borið við ein­ungis 7 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent