Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi

Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.

img_4583_raw_0710130529_10191335034_o.jpg
Auglýsing

Heilt yfir virð­ist hús­næð­is­ör­yggi vera nokkuð mikið hér á landi en 85 pró­sent lands­manna telja sig búa við það. Það er þó ólíkt eft­ir því hvort að fólki búi í eigin hús­næði eða ­leigu­hús­næð­i en ein­ungis 51 pró­sent leigj­enda telja sig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i. Al­gengasta á­stæða þess að fólk telur sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi er vegna þess að fólk hefur ekki efni á leigu eða verð of hátt. Þetta kemur fram í nýrri við­horfskönnun Íbúða­lána­sjóðs. 

Öryrkjar ­búa við minni hús­næð­is­ör­yggi

Í nýrri könnun Íbúða­lána­sjóðs vor­u svar­end­ur beðnir um að leggja mat á hversu sam­mála eða ó­sam­mála þeir væru full­yrð­ing­unni: „Ég tel mig búa við hús­næð­is­ör­ygg­i.“ Í ljós kom að mun færri leigj­endur telja sig búa við húnsæð­is­ör­yggi en hús­næð­is­eig­end­ur. Nið­ur­stöð­urnar sýndu að ein­ungis 51 pró­sent leigj­enda var sam­mála ­full­yrð­ing­unn­i ­sam­an­borið við 94 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næð­i. 

Mynd: ÍbúðalánasjóðurAuk þess sýna nið­ur­stöð­urnar að nokkuð áber­andi munur er á afstöðu fólks til hús­næð­is­ör­yggis eftir stöðu á vinnu­mark­aði. Þá töldu öryrkjar sig búa við mark­tækt minna hús­næð­is­ör­yggi en aðr­ir hópa, 64 pró­sent öryrkja töldu sig búa við hús­næð­is­ör­yggi sam­an­borið við 86 pró­sent ­laun­þega í fullu starf­i. 

Þá kom einnig fram munur á afstöðu fólks eftir aldri, óháð öðrum breyt­um. Fólk á aldr­inum 25 til 34 ára telur sig búa við minnst hús­næð­is­ör­yggi og ald­urs­hóp­ur­inn 65 ára og eldri mest. 

Þeir svar­endur sem töldu sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi voru beðnir að nefna helstu ástæð­una fyrir því. Algeng­asta ástæðan var sú að fólk hefði ekki efni á leigu eða verðið væri of hátt. Næstal­geng­asta orsökin var að um tíma­bund­inn leigu­samn­ing væri að ræða eða eig­and­inn væri að selja hús­næð­ið.

16 pró­sent full­orð­inna á leigu­mark­aði

Við­horfskann­anir sem Íbúða­lána­sjóður hefur gert síð­ustu ár benda til þess að um 16 pró­sent full­orð­inna ein­stak­linga séu nú á leigu­mark­aði. Þá er ungt fólk hlut­falls­lega lík­legra til þess að vera á leigu­mark­aði en 33 pró­sent fólks á aldr­inum 18 til 24 ára eru á leigu­mark­aði sam­an­borið við til að mynda 18 pró­sent fólks á aldr­inum 35 til 44 ára. 

Auglýsing

Þegar horft er til stöðu á vinnu­mark­aði má sjá að náms­menn og öryrkjar eru hlut­falls­lega lík­legri en aðrir hópar til þess að vera á leigu­mark­aði. Þá eru 27 pró­sent öryrkja á leigu­mark­aði og 33 pró­sent náms­manna sam­an­borið við 15 pró­sent laun­þega í fullu starfi.

Tæp­lega þriðj­ungur leigj­enda telja núver­andi hús­næði ekki upp­­­fylla þarf­ir 

Þrátt fyrir vís­bend­ingar um aukið fram­boð af leigu­hús­næði telja aðeins 10 pró­sent þjóð­ar­innar að það sé mikið fram­boð af íbúð­ar­hús­næði til leigu sem henti sér og sinni fjöl­skyldu. Þá telja 13 pró­sent þjóð­ar­innar að núver­andi hús­næði upp­fylli ekki allar helstu þarfir og helsta ástæðan var sú að íbúðin væri ekki nógu stór eða með nógu mörgum her­bergj­um. Alls voru það 29 pró­sent leigj­enda sem töldu að núver­andi hús­næð­i ­upp­fyllt­i ekki þarfir sam­an­borið við 8 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Mynd: ÍbúðalánasjóðurEnn­fremur telur meiri­hluti þjóð­ar­innar að það sé óhag­stætt að leigja um þessar mundir eða alls 92 pró­sent. Sam­kvæmt könn­un­inni er fjár­hags­staða heim­il­is­ins ­mark­tækt verri hjá leigj­endum en þeim sem búa í eigin hús­næði. Yfir 20 pró­sent þeirra sem eru á leigu­mark­aði segj­ast safna skuldum eða nota sparifé til þess að ná endum saman sam­an­borið við ein­ungis 7 pró­sent þeirra sem búa í eigin hús­næði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Stöndum á krossgötum
Sóttvarnalæknir segir að á sama tíma og að mikið ákall sé í samfélaginu um að aflétta takmörkunum megi sjá merki um að faraldurinn gæti verið að fara af stað enn á ný.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ekki fleiri PS5 á Íslandi á þessu ári
Kjarninn 26. nóvember 2020
Borgin gefur ríkinu út næstu viku til að borga 8,7 milljarða króna, annars mun hún höfða mál
Reykjavíkurborg telur að hún hafi verið útilokuð frá því að hljóta framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga árum saman og að sú útilokun sé bæði andstæð lögum og stjórnarskrá. Hún fer fram á 8,7 milljarða króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent