Ólafur Ragnar: Varð að „manipulera“ atburðarás til að gera Jóhönnu að forsætisráðherra

Fyrrverandi forseti Íslands taldi að það yrði að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra til að eygja endurreisn. Steingrímur J. Sigfússon taldi sig vera eina manninn sem gat forðað Íslandi frá gjaldþroti eftir hrunið.

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni ríkisstjórnarinnar sem tók við árið 2009.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon stóðu í stafni ríkisstjórnarinnar sem tók við árið 2009.
Auglýsing

Ólafur Ragnar Gríms­son, þá for­seti Íslands,  taldi að Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir væri eini stjórn­mála­mað­ur­inn sem gæti tekið við og leitt rík­is­stjórn í jan­úar 2009, eftir banka­hrunið og á meðan að bús­á­hald­ar­bylt­ingin stóð sem hæst. Hún naut þá 66 pró­sent stuðn­ings í könn­un­um. 

Þetta er meðal þess sem kemur fram í bók­inni Hreyf­ing rauð og græn – Saga VG 1999-2019 eftir Pétur Hrafn Árna­son sagn­fræð­ing, sem kom út fyrr í þessum mán­uði í til­efni af 20 ára afmæli Vinstri grænna. Ólafur Ragnar er á meðal þeirra sem höf­und­ur­inn tók við­tal við þegar hann vann verk­ið.

Ekki til neitt AGS til að end­ur­reisa traust

Í jan­úar 2009 stóð rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de, sem var sam­steypu­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Sam­fylk­ing­ar, á brauð­fótum og miklar þreif­ingar voru þegar byrj­aðar á milli manna um nýjan val­kost til að takast á við þá for­dæma­lausu stöðu sem var uppi í sam­fé­lag­inu eftir hrun­ið. 

Auglýsing
Þannig ræddu Össur Skarp­héð­ins­son, þáver­andi ráð­herra Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Ögmundur Jón­as­son, sem var árum saman þunga­vigt­ar­maður innan Vinstri grænna, saman óform­lega um myndun minni­hluta­stjórnar flokk­anna tveggja tölu­vert áður en að rík­is­stjórn Geirs féll form­lega.

Í bók­inni segir Ólafur Ragnar að Jóhanna, sem var ekki for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar á þessum tíma heldur Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, hafi á þessum tíma verið „eini stjórn­mála­mað­ur­inn sem gæti skapa ró í sam­fé­lag­inu, fengið þjóð­ina til að hætta að kveikja elda á hverju kvöldi og að lög­reglan þyrfti ekki að verja Alþingi, Seðla­banka og Stjórn­ar­ráðs­hús­ið. Í kringum ára­mótin 2008-9 var ég ekki í vafa um að við myndum ná að klóra okkur fram úr þessum efna­hags­vand­ræð­um, ég þótt­ist viss um að það tæk­ist með tím­an­um.Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands í 20 ár. Mynd: Birgir Þór Harðarson 

Þegar ég hins vegar fór fram úr á morgn­ana ótt­að­ist ég mest að þetta sam­fé­lag væri að tæt­ast í sund­ur, menn­ing­ar­lega, sam­fé­lags­lega og lýð­ræð­is­lega. Það er ekki til neitt AGS til að end­ur­reisa traust á grunn­stoðum sam­fé­laga. Til að eygja von um end­ur­reisn yrði að „man­ipulera“ atburða­rás til að gera Jóhönnu að for­sæt­is­ráð­herra.“

Stein­grímur sá engan annan sem gæti forðað land­inu frá þroti

Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá for­maður Vinstri grænna, hélt því opnu að taka sjálfur að sér að verða for­sæt­is­ráð­herra en komst síðar að þeirri nið­ur­stöðu að hann þyrfti að vera ann­ars staðar og að Jóhanna væri besti kost­ur­inn fyrir þjóð­ina í því and­rúms­lofti sem var. „Þá var ég upp­tek­inn af stöðu efna­hags­mála og því ljóst að ég tæki þennan mála­flokk að mér. Ég hrein­lega sá engan annan fyrir mér í að taka það verk að sér að forða land­inu frá gjald­þroti og það væri eig­in­lega mín skylda að gera það sjálf­ur.“

­Stein­grímur lýsir svo því hversu mikil átök og vinna hefðu fylgt næstu dög­um. Frá 20. jan­úar 2009 og á næstu þremur vikum létt­ist Stein­grímur til að mynda um sjö kíló. 

Minni­hluta­stjórn Jóhönnu og Stein­gríms þurfti að sitja í skjóli ein­hvers fram að kosn­ing­um, ann­ars kæmi hún engu í gegn. Það skjól bauðst Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, sem nokkrum dögum áður hafði verið kos­inn for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, til að veita.

Þegar kom að þvi að form­gera þann stuðn­ing þá neit­aði Sig­mundur Davíð hins vegar að und­ir­rita sam­starfs­yf­ir­lýs­ingu og vildi hafa stuðn­ing sinn óform­legri. 

Stein­grímur segir í bók­inni að þetta hafi verið „dæmi­gerður Sig­mundur Dav­íð, þá var að renna upp fyrir honum að með því tæki hann meiri ábyrgð og gæti ekki haft opin glugga á bak við sig eins og honum er tamt. Ég spurði hvort hann vildi ekki einu sinni koma til viku­legra funda með okkur og hann svar­aði, „jú, við getum svo sem haldið þá.“

Jóhanna fékk bak­þanka um myndum stjórn­ar­innar við þessi tíð­indi og kvart­aði yfir því í sím­tali við Ólaf Ragnar að það væri „von­laust að eiga við Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.“ 

Á end­anum var hins vegar talað um fyrir henni og minni­hluta­stjórn­inni komið á. Hún breyt­ist svo í meiri­hluta­stjórn í kosn­ing­unum 2009, sem sat fram til árs­ins 2013 þegar hún kol­féll. 

Stein­grímur segir í bók­inni að hann velti enn fyrir sér hvers konar flygi Vinstri græn hefðu fengið í kosn­ing­unum 2009 ef flokk­ur­inn hefði ekki skorið Sam­fylk­ing­una út úr klóm Íhalds­ins. „Sam­fylk­ingin hafði þá misst allan trú­verð­ug­leika sem þetta mót­væg­is­afl við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og hefur ekki end­ur­heimt hann.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent